Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Hver stendur fyrir þessu?
Til er nokkuð sem kallað er
sorpfréttamennska. Undir
hana hlýtur maður að flokka
það, þegar einstaklingar eða
stofnanireru lagðari einelti i
frásögn af leiðinlegum at-
burðum, ef svo öllum öðrum
er sleppt þegar sams konar at-
vik koma fyrir.
Þvi er þetta nefnt hér, að
undanfarnar vikur hefur
Morgunblaðið alltaf tekið það
fram þegar unglingar eru
teknir fyrir óknytti, ef svo
hefur viljað til að einn eða
fleiri úr þeim hópi sem tekinn
hefur verið er frá upptöku-
heimili rikisins i Kópavogi. En
um aðra unglinga hefur ekki
verið getið. Að visu hafa nöfn
ekki verið nefnd en ávallt
tekið fram að einn eða fleiri úr
hópnum hafi verið frá upp-
tökuheimili rikisins i Kópa-
vogi.
Svo gerist það að sjónvarpið
tekur upp sama sið allt i einu.
1 fyrrakvöld var sagt frá þvi i
fréttum sjónvarpsins, að stór
hópur unglinga hefði verið
tekinn vegna óspekta er lög-
reglan var að fjarlægja tvær
stúlkur af leiktækjastofu einni
i borginni. Siðan er allt i einu
tekið fram að einn úr þeim
hópi,sem tekinn var, hafi verið
frá upptökuheimili rikisins i
Kópavogi og að annar sé
kunnur fyrir innbrot undan-
farna daga. öllum öðrum var
sleppt við að segja frá hverjir
eða hvaðan þeir værú. Hvers
vegna stundar Morgunblaðið
þessaljótuiðju og hvers vegna
tekur fréttastofa sjónvarpsins
-það upp eftir Morgunblaðinu?
Hvaða aðili stendur á bak við
þessa fréttamennsku og það
að rakka niður og sverta upp-
tökuheimili rikisins hvenær
sem hægt er?
Getur það hugsazt að það sé
lögreglan i Reykjavík, en þvi
er haldið fram að hún sé ekki
hrifin af stofnuninni? Vissu-
lega eru þau börn sem á
upptökuheimilinu eru oft
erfið. En þau sannindi að
,,aðgát skuli höfð i nærveru
sálar” eiga hér við eins og
alltaf. Það bætir ekki þessa
unglinga ef fjölmiðlar leggja
þá i einelti. Meðan það er ekki
siður islenzkra fjölmiðla að
birta nöfn ógæfumanna, þá er
það sorpfréttamennska að
taka fram hvenærsem hægt er
að einn úr hópnum sé frá
þessum eða þessum stað, á
meðan öllum öðrum er hlift
við sliku.
Fyrir ekki alllöngu birtist i
Morgunblaðinu mikil ádrepa á
frettamennsku dagblaðsins
Visis vegna frásagnar af
barnaverndarnefnd Reykja-
vikur og máli sem kom upp
milli móður og nefndarinnar.
Sú ádrepa Morgunblaðsins
átti vissulega rétt á sér og er
þakkarverð. En getur það
hugsazt að Morgunblaðið hafi
komið með þessa ádrepu
vegna þess að það hafi verið
að verja barnaverndarnefnd
en ekki vegna þess að blaðinu
hafi ofboðið fréttamennska
Visis? Manni býður i grun að
svo hafi verið, þar eð Morgun-
blaðið tekur upp sams konar
fréttamennsku þegar i hlut á
unglingur frá upptöku-
heimilinu i Kópavogi.
Svo þegar fréttastofa sjón-
varpsins tekur upp sams
konar sorpfréttamennsku þá
kastar fyrst tólfunum. Fréttir
islenzka sjónvarpsins eru
sjálfsagt lélegustu og verst
unnu fréttir sem nokkur sjón-
varpsstöð sendir út, en að ætla
að reyna að bæta úr þvi með
„hasafréttum”, þar sem ung-
lingar sem orðið hafa illa úti i
lifsbaráttunni eru notaðir sem
miðpunktur fréttarinnar, þá
er illa farið og sýnir a.m.k.
ekki kristilegt hugarfar. S.dór.
Tillaga á þingi ASI:
Sameiginlegt
húsnæði
verkalýðs-
samtakanna?
„Þingið itrekar þá samþykkt
siðasta sambandsþings að kjósa
nefnd til aöhuga, hvernig bezt
verði fyrir komið sameiginlegri
byggingu fyrir starfsemi ASI og
annarra verkalýðssamtaka á
höfuðborgarsvæðinu, sem áhuga
kynnu að hafa á samstarfi við
sambandiðum slika framkvæmd.
Alveg sérstaklega verði athugað
um aðild sérsambandanna að
slikri byggingu.
Fjármálalegar skuldbindingar
i sambandi við hugsanlegan
undirbúning og framkvæmdir
verði háðar samþykki sambands-
stjórnar.
Þá er miðstjórn sambandsins
heimilað að leysa húsnæðisþarfir
sambandsins og stofnana þess til
bráðabirgða með kaupum á
húsnæði, ef hagkvæmt húsnæði
býðst við eðlilegu verði að dómi
miðstjórnarinnar”.
Hrönn styöur
þingsályktunar-
tillögu
Rlaðinu hefur borizt eftirfar-
andi tilkynning frá ungtemplara-
félaginu Hrönn:
„UngtemplarafélagiðHRÖNN i
Iteykjavik lýsir yfir fullum stuðn-
ingi við framkomna þingálykt-
unartillögu, þar sem skorað er á
rikisstjórnina að hætta vinveit-
ingum i veizlum sinum.
Þar eð mjög eru i brennidepli
umræður um áfengisneyzlu ungs
l'ólks og skaðsemi hennar, teljum
við ungtemplarar, að rikisstjórn
tslands ætti að sýna æskulýðnum
i landinu gott fordæmi og láta af
vinveitingum i veizlum þeim, er
hún stendur fyrir.”
Stœrstu
vöru-
skemmur
landsins
Inni við Sundahöfn i
Reykjavik er Eimskipafélag ts-
lands að reisa stærstu vöru-
skemmu á landinu. Ilér er um
tvær sambyggðar skemmur að
ræða, sem hvor um sig er (iOOO
fermetrar að flatarmáli.
Bygging þessa húss hófst i
febrúarmánuði sl. en ekki er vitað
hvenær byggingu hússins lýkur.
Byggingameistari hússins er
Kristinn Sveinsson.
TUC vill
ræða við
ASÍ
Björn Jónsson, skýrði svo frá i
upphafi þingfundar Alþýðusam-
bandsins i gær, að framkvæmda-
stjóri brezka alþýðusambands-
ins, TUC, hefði átt simtal við sig i
gærmorgun, þar sem hann
áréttaði efni skeytis sem þinginu
barst við setningu þess, en þar
var frá þvi skýrt að sambandið
sæi sér ekki fært að þiggja boð
ASt um að senda áheyrnarfull-
trúa til þingsins. Björn kvað
íramkvæmdastjórann hafa tekið
fram að innan brezku verkalýðs-
hreyfingarinnar væri mikill áhugi
á málstað íslands i landhelgis-
málinu. Þannig myndi TUC eiga
einn ráðgjafa i nefnd þeirri sem
hingaö kemur til viðræðna um
landhelgismálið. Heitir hann
David Schelton. Var það tillaga
framkvæmdastjórans að ef
samningar færu út um þúfur þá
mundi þessi fulltrui vilja eiga
sérstakar viðræður við forseta
Alþýðusambandsins.
V-Þjóðverjar flykkjast inn fyrir landhelgislínuna
Ofremdarástand er á
landhelgisgæzlunni”
segir Auðunn Auðunsson, skipstjóri
Vestur-þýzki verksmiöju-
skipaflotinn hefur nú
flykkzt inn fyrir nýju land-
helgislínuna og þrengir aö
islenzkum fiskiskipum,
sem þar hafa stundað veið-
ar meö sæmilegum árangri
undanfarna daga.
Þessir togarar eru verksmiðju-
togarar, sumir hverjir, og eru
skipin af stærðinni 1500-3000 tonn.
Hefur atgangur þeirra verið
slikur að islenzkir fiskibátar
hrekjast undan. Veiðisvæði þetta
er 15-20 milur innan við nýju land-
helgislinuna.
— Þetta er algjört ófremdar-
ástand, og ef þessu heldur áfram
éta þeir upp allan fisk af þessum
miðum, þvi fiskikistur okkar eru
þvi miður ekki óþrjótandi, sagði
Auðunn. — Flugvél frá land-
helgisgæzlunni flaug hér yfir i
dag, en það var ekki fyrr en eftir
að skyggja tók, svo ekki hafa þeir
komizt að merkum hlutum með
þvi flugi. Athæfi Þjóðverjanna er
ekki beint ólöglegt, og ekki er
kannski hægt að segja að þeir hafi
Frh. á bls. 15
Atök í Sjúlfstœðisflokknum:
Blaðið náði tali af skipstjóran-
um á Hólmatindi SU, Auöuni Auð-
undssyni en Hólmatindur er ein-
mitt á miðunum suð-austur af
landinu.
Sagði Auðunn að um 20 skip, v-
þýzk, hefðu flykkzt á Mýrar-
grunni og væru sifellt að færa sig
upp á skaftið þvi þeir fengju að
vera i friði fyrir Landhelgisgæzl-
unni.
Forseti íslands
„Skortur á sterkum
og hæfum
forustumönnum”
sendi þingi
ASÍ kveðju
t gær barst Alþýðusambands-
þinginu svofelld kveðja frá for-
seta íslands.
Óska þinginu gæfu og gengis i
störfum,
Kristján Eldjárn.
- segir Mogginn
Ritstjóri Morgunblaðsins notar
tilefnið i gærdag er hann skrifar
um úrslit vestur-þýzku kosning-
anna til þess að lita i eigin barm.
Hann segir:
„Skortur á sterkum og hæfum
forustumönnum og hugmynda-
rikri stefnu i utanrikismálum
liefur leitt til þcss, að kristilegir
demókratar hafa misst valdaað-
stöðu sina og ekki liklegt að þeir
endurheimti hana i bráð. Er að-
staða þeirra vissulega nokkurt
ihugunarefni fyrir stjórnarand-
stöðuflokka i öðrum löndum og
margar hliðstæður mætti ncfna.”
Eins og sjá má er Jóhanni
Hafstein i þessari forustugrein
likt við hinn misheppnaða leið-
toga CDU, Rainer Barzel. Nú
skilst áhugi Matthiasar Jóhann-
esens á vestur-þýzku kosn-
ingunum, en um þær hefur birzt
að undanförnu siða við siðu i
Morgunblaðinu. Skyldi hann hafa
komizt að þvi hver er Strauss i
Sjálfstæðisflokknum á tslandi.