Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 23. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13. Alistair Mair: Það var sumar í hefði hann stanzað til að horfa. Nú fór hann úr lúinni stormblúss- unni og teygði sig eftir læknatösk- unni. Porschebillinn yrði þarna ef til vill enn þegar hann kæmi út. begar hann reyndi að hreinsa leirinn af skónum sinum á kókós- dreglinum við útidyrnar, opn- uðust innri dyrnar. Hávaxinn ungur maður stóð þar, friður maður með ljóst og slétt aftur- kembt hár og sólbrúnt hörund, maður sem honum fannst hann kannast við þótt hann kæmi honum ekki fyrir sig. - Læknir? Höddin var lág, hikandi. — Já, sagði Peter. — Herra Carstairs? — Já, einmitt. Hann steig til baka og hélt dyrunum opnum. — Mér þykir leitt að hafa ónáðað yður. — - Það er allt i lagi. Peter gekk á eftir honum inn i anddyrið. — Ég er hræddur um að ég sé heldur illa til fara. Eg var uppi i sveit — — Konunni minni stendur á sama um það, sagði Carstairs. — Aðalatriðið er að hafa náð i yður. Viljið þér gera svo vel að koma upp. Peter gekk á eftir honum upp breiðan stigann. — Hvað gerðist? sðurði hann. Carstairs leit við með kviðasvip i bláum augunum. — Ég veit það ekki, sagöi hann. — Trúlega eins konar öngvit. En ég var ekki viðstaddur sjálfur. Anna var hjá henni — — Anna? — Systir hennar, Anna Fen- wick. — Ég skil. Og hve lengi stóð þetta öngvit? — Sennilega um það bil stund- arfjórðung. Það gerði mig hrædd- an. — Svo lengi? — Að minnsta kosti það. Car- stairs stanzaði hjá dyrum á ann- arri hæð. — Hérna inni, sagði hann. Peter gekk á eftir honum inn í fallega setustofu, búna húsgögn- um úr tið fyrri eiganda. Þykk brókaðigluggatjöld hengu fyrir háum gluggunum. A móti honum reis spegill i gylltum ramma upp frá marmara-arinhillu og náði upp i skreytt loftið og virtist stækka stofuna um helming og speglaði bak á stúlku sem þar stóð. — Mágkona min, sagði Car- stairs. — Ungfrú Fenwick. Peter Ashe stóð kyrr. Hún var falleg. Hvorki hvitar siðbuxurnar né gróf, hvit prjónapeysan gátu dulið fegurð hennar. Og hún gekk i átt til hans, brosti ögn en horfði á hann alvarlegum, gráum augum. — Mér þykir leitt að hafa þurft að ónáða yður, læknir —? — Ashelæknir, sagði Peter vél- rænt. — Peter Ashe. —- Það var vinsamlegt af yður að koma. — Ég skil yður eftir með önnu, sagði Carstairs. — Hún veit meira um þetta en ég. Ef til vill mynduð þér tala við mig áður en þér færuð Peter gat með erfiðismunum slitið sig frá rólegu, gráu aug- unum. — Auðvitað, sagði hann. — Ég tala við yður niðri. Stúlkan hafði snúið sér i átt að hálfopnum dyrum. — Systir min er hér inni. Ef þér viljið gera svo vel —? Hann elti hana inn i bleikt og hvitt svefnherbergi. Þá sagði þjálfun hans til sin. Hann sá ekki lengur önnu Fenwick. Hann sá ekki herbergið eða útsýnið yfir breiðan árdalinn úr glugganum né slitið kinverskt teppið á gólf- inu. Hann sá aðeins slúlkuna i rúminu, klædda venjulegum fgangsfötum með ferðateppi breitt ofan á sig. Anna Fenwick ýtti mjúklega við henni. — Jacky, læknirinn er kominn. Augu hennar opnuðust hægt. Grá augu virtu hann aftur fyrir sér, augu sem voru eins og augu Brúðkaup Þann 28/10 voru gefin saman i hjónaband i Háteigskirkju af séra Jóni Þorvarðarsyni ungfrú Svana Ragnheiður Júliusdóttir og Guðjón Örn Sverrisson. Heimili þeirra er að Kvisthaga 14, Rvk. Studio Guðmundar, Garðastræti 2 - simi 20900. Þann 7/10 voru gefin saman i hjónaband af séra Áreliusi Niels- syni ungfrú Jóhanna Guðjóns- dóttir og Einar Bragi Bergsson. Heimili þeirra er á Eyrarbakka. Studio Guðmundar — Garða- stræti 2 — simi 20900. Þann 25/8 voru gefin saman i hjónaband i Háteigskrikju af séra Arngrimi Jónssyni ungfrú Ólfna i. Kristjánsdóttir frá Raufarhöfn og Simon ivarsson Hamrahlið 9 Rvk. Studio Guðmundar — Garða- stræti 2 — simi 20900. önnu. samt frábrugðin. augu sem i var nokkur undrunarsvipur, en samt róleg og festuleg eins og þau höfðu verið þegar þau mættu fyrst augum hans. Hann mundi það. Á fimmtudagskvöldið. Þegar hann beið niðri i anddyrinu eftir Elisabetu. Litli hópurinn sem staðið hafði við endann á bar- borðinu, hafði aðeins skorið sig út vegna æsku og klæðaburðar, unz hann horfði i þessi gráu augu. Þá hafði eitthvað annað komið til. Eitthvert hugboð um tengsl. Ein- hver óvænl eftirvænting. Hann mundi þetta og þjálfaður og agað- ur hugur hans bægði minningunni frá sér. Hann setti töskuna á gólf-. ið og settist á rúmstokkinn. Daginn, sagði hann rólega. - Daginn. Hún reyndi að brosa. - Hvernig liður yður? - Ágætlega. Þetta er svo bjánalegt. Mér liður ágætlega þegar ég ligg hér - - Og hvað kom fyrir? Munið þér það? — Eiginlega ekki. Ég hef verið að reyna að rifja upp. En það er eins og allurmorgunninn sé glötuö helgi. ltödd hennar varð óstyrkari, varð næstum hvisl- andi. Mér þykir það leitt Anna veit það — - Hann sneri sé að henni með spurnarsvip. Getið þér sagt mér það? Systirin kom að rúmgaflinum. Hún var búin að kveikja sér i sigarettu, sem hún hafði i suttu, rauðu munnstykki, sem hefði virzt tilgerðarlegt ef það hefði ekki fallið svo vel að persónunni. Meðan hún talaði stóð hún gleið- stig og traustleg og sýndist imynd hreysti og athafnasemi. Og hún var vel máli farin, skýrði greini- lega frá staðreyndum rétt eins 'og þaulvön hjúkrunarkona. Peter hlustaði feginsamlega og óskaði þess að allir væru svona greinar- góðir þegar veikindi voru annars vegar. Þegar hún þagnaði, brosti hann. - Jæja, sagði hann. — Þetta gæti ekki verið Ijósara. En mig langar til að fara ögn lengra aftur i timann. Hvernig hefur henni lið- ið að undanförnu? — Ágætlega, hef ég haldið. Stúlkan i rúminu hristi höfuðið. - Eiginlega ekki, sagði hún. — Ég hef verið þreytt, alltaf þreytt. Hann leit upp. - Höfðuð þér tekiö eftir þvi? — Já, likast til. En við höfum öll verið dáiitið úrvinda. Við höf- um verið i ákafri húsleit siðasta hálfa mánuðinn. Eftir fyrstu tylftina verður það dálitið þreyt- andi. - Á þessum slóðum? spurði Peter áhugalaust. Hann var að horfa á stúlkuna, tók eftir fölvanum og bláleita litn- um á augnalokunum, sem var af náttúrunnar völdum, ekki úr smyrslabauk, fylgdist með andardrætti hennar. — Á þessum slóðum og viðar, sagði Anna Fenwick. — Robin vill komast burt úr borginni. Hann álitur þetta heppilegt umhverfi. Sjálfri finnst mér hann bandóður. Búið þið i borginni? - Þau eiga heima i Glasgow. Ég hef ibúð i London. Ég kom að- eins hingað til að aðstoða þau. 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45 Morgunlcikfimi kt. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45.: Þorlákur Jónsson heldur áfram lestri sög- unnar um „Þriðja bekk B” eftir Evi Bögenæs (4) Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Ilcilnæmir lifshættir kl. 10.25: Björn L. Jónsson læknir svarar spurning- unni: Hvernig fara fjörefni forgörðum? Morgunpoppkl. 10.40: Elton John syngur og leikur. Frétlir kl. 11.00 llljómplötusafniö (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frivaktinni. Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.15 Búnaðarþáttur. Árni G. Pétursson ráðunautur talar um hirðingu sauðfjár (endurt) 14.30 Bjallan hringir. Áttundi þáttur um skyldunáms- stigið, enska og danska. Umsjón hafa Þórunn Frið- riksdóttir, Steinunn Harðar- dóttir og Valgerður Jóns- dóttir. 15.00 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist. Charley Olsen og Otfried Miller leika prelúdiu og fúgur i d-moll og fis-moll eftir Buxtehude. Pro Musica Antiqua kórinn i Briixelles syngur lög eftir Clément Jannequin: Safford Cape stj. Camillo Wanausek og Pró Husica sinfóniuhljómsveitin i Vin leika flautukonsert i G-dúr eftir Gluck, Charles Alder stj. Enrico Mainardi og Hatiðarhljómsveitin i Lucerne leika Sellókonsert i A-dúr eftir Giuseppe Tartini, Rud.olf Baumgartner st. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið.Dóra Ingva- dóttir kynnir. 17.10 .10 Barnatimi: Olga Guðrún Árnadóttir stjórnar. a. Rabb við litla stúlku Unni Pálsdóttur. b. Unnur Páls- dóttir les kvæði. c. útvarps- saga barnanna: „Sagan hans II ja Ita litla” cftir Stcfán Jónsson. Gisli Ifalldórsson leikari les (14) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. . Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.20 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.25 Glugginn. Umsjónar- menn: Sigrún Björnsdóttir, Guðrún Helgadóttir og Gylfi Gislason. 20.05 Gestir i útvarpssalJEdna Arthur leikur á fiðlu skozka tónlist frá 18. öld: Keith Glossop og Neil Dodd leika með á selló og sembal. 20.30 Um Samuel Beckett og verk lians. Inga Huld Hákonardóttir flytur stutt erindi. 20.45 l.eikrit: „Eimyrja” cftir Samucl Beekett. Þýðing: Inga Huld Hákonardóttir. Leikstjóri: Briet Héðins- dóttir. Persónur og leik- endur: Henry ..Erlingur Gislason., Anna.. Þóra Friðriksdóttir., Spila- kennari..Sigurður Skúla- son., Reiðkennari. Karl Guðmundsson., 21.30 Kinleikur á pianó: Rcna Kyriakou leikur Prelúdiur og etýður op. 104 eftir Mendelssohn. 21.45 „llafið”, Ijóðaflokkur eftir Jón ur Vör. Jóhann Pálsson les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir i sjón- hcnding. Sveinn Sæmunds- son ræðir við Sigmar Friðriksson um lifið á Seyðisfirði i gamla daga. 22.45 Manstu eftir þessu? Tónlistarþáttur i umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Auglýsingasími ÞJÓÐVILJANS er 17500 DJOBVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.