Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2‘.l. nóvember 1972 BLAÐAÐ í HAGSKÝRSLUM Um þessar mundir eru 50 ár liðin frá þvi að Sovétrikin voru stofnuð sem samband lýðvelda. Er i þvi sambandi viða gerð út- tekt á þeirri þróun sem orðið hef- ur i landinu á ýmsum sviðum. Fara hér á eftir nokkrar upplýs- ingar um þróun efnahagslifs, sem byggja á nýlega útkominni Árbók Sovétrikjanna. Árið 1922 hafði landið ekki náð sér eftir heimsstyrjöld og borgar- styrjöld og var enn ver á vegi statt en 1913, þegar iðnfram- leiðsla þess var tæpur helmingur af framleiðslu Frakka og aðeins um l'immtungur af framleiðslu Bretlands. En á árunum 1922-72 hefur iðnlramleiðsla landsins 320- íaldazt, og hafa framfarir þó orðið enn meiri i einstökum lýð- veldum sem áður voru mjög van- þróuð. Nú er framieitt i landinu ijórum sinnum meira ai' iðn- varningi en i Englandi og sex sinnum meira en i Frakklandi. 1 l'yrra var iðnframleiðsla Sovét- rikjanna 75% af iðnlramleiðslu Kússland og Okraina, veittu mikla hjálp i þessú tilliti. Árið 1940 hafði iðnaðarfram- leiðsla i landinu aukizt um 670%, en á sama tima hafði iðnaðar- Iramleiðslan i Tads jikistan, Ármeniu og Uvita-Rússlandi aukizt um 700% og um 900% i Kirgisiu og Georgiu. i siðari heimsstyrjöldinni 1941- 1945 voru mörg iðnaðar- lyrirtæki Úkrainu, Hvita-Kúss- lands og norð-vesturhluta Kúss- lands flutt til austurhéraða lands- ins. Vegna þess liélt ál'ram mikill el nahagsvöxtur i austur- héruðunum á árunum eftir strið- ið. Á árunum 1922— 1972 513- faldaðist iðnaðarframleiðslan i Tadsjikistan, 427-faldaðist i Armeniu og 412-faldaðist i Kirgisiú. Nureskraforkuverið framleiðir næstum 12 miljarða kilóvatt- stunda af raforku á ári, sem er 6 sinnum meira en allt keisara- da’mið framleiddi fyrir byltingu. Kannsóknaskipið Sergei Koroljof fæst m.a. við athuganir á geimnum. Kal'all þessi er miljón kwt. og var nýlega smiðaður í Kharkof , •; Iðnvæðingin hyrjaði með frumstæðum verkfærum: Gralið fyrir málmiðjuverinu í Magnitogorsk 1928 Bandarikjanna og hafði farið fram úr.henni i ýmsum greinum (járn, kol, sement). 1922 skiluðu orkuver Sovétrikj- anna af sér 0,8 miljörðum kiló- vattslunda, en á þessu ári 863 milj. kvst. Oliuvinnsla (gastekja meðtalin ) jókst úr4.7 milj. tonna i milj. tonna i 126 milj. tonn, kola- vinnsla úr 11,3 milj. tn. i 695 milj. tonn. Sovézkar kolabirgðir eru 55% af kolabirgðum heimsins og gasbirgðir 1/4 hluti. Samkvæmt áætlun ársins 1972 er áætlað að framleiða 208 þúsund málmskurðarrennibekki. en árjð 1922 voru framleiddir 333 slikir bekkir i Sovétrikjunum. Efbera skal saman framleiðslu rússneska keisaradæmisins árið 1913 og Sovétrikjanna i dag, þá framleiða Sovétrikin brúttófram- leiðslu keisaradæmisins á átta dögum i öllum greinum þjóðar- búskaparins. ÞRÓUNIN GENGUR ENN HRAOAR FYRIR SIG I EINSTÖKUM LÝDVELDUM Fyrir byltinguna var iðnaöar- framleiðsla i Mið-Asiu. Kazakhstan og Kákasus að meðaltali 5 sinnum minni en i Rússlandi miðað við fólksfjölda. Fyrsta fimm ára áætlun Sovét- rikjanna (1928—1932) 'stefndi að þvi að tryggja öra þróun þeirra landshluta, sem voru verst á veg komnir. Þróuðustu lýðveldin, Túrkmenia er i fjórða sæti af sovétlýðveldunum, hvað snertir oliuvinnslu. og á ijórum dögum er unnið jafnmikið af oliu eins og i iillu keisaradæminu á ári. Tadsjikistanlýðveldið er i l'yrsta sæti i heimi i baðmullarrækt. Iðnaðarframleiðsla Litháen hefur 34-faldazt á árunum 1940- 1971, en þritugfaldazt i Lettlandi og Eistlandi. U PPBYGGING IDNADARINS 1 fyrstu áætlunum um iðnvæð- ingu.sem bornar voru l'ram 1925. beindist athyglin aðallega að þungaiðnaði, framleiðslu á fram- íeiðslutækjum. Þetta var nauðsyn á þessum greinum byggist framleiðni og siðar lifskjara- baúur. Leiðandi hlutverk iðnaðarins hefur aukizt eftir þvi sem timar liða. Vélvæðing og sjálfvirkni framleiðslunnar. almenn raf- lýsing Iandsins og innleiðing efnafræðinnar i framleiðsluna, eru þeir þættir, sem mestu ráða um efnahag landsins nú. Rúmlega 50 þusund f.vrirtæki vinna að iðnaði Sovétrfkjanna og eru framleiðslugreinar yfir 300. Á árunum frá 1950—1970 voru fundnar upp nýjar vélar og véla- útbúnaður af 44 þúsund gerðum og tæki af 14 þúsund gerðum. Á hverju ári eru tekin i notkun 350—400 ný iðnaðarfyrirtæki og þá eins stór og hægt er. Verið er að gera bræðsluofn fyrir Þessi larkostur kemst hvert sem er — enda hefur hann t.d. verið notaður til ferðalaga á Suðurskautslandinu. Vanþróuðustu svœði landsins hafa náð mjög örum þroska málmiðnaðarverksmiðju i borg- inni Krevoi Rog i Úkrainu. Hann tekur 5000 rúmmetra, og hægt verður að bræða i honum 4 miljón tonn af stáli á ári. Eftir nokkur ár verður verksmiðjan farin að bræða 22 miljón tonn af stáli á ári. Fyrsta sovézka raforkuverið, sem var ekki langt frá Leningrad, framleiddi 80 þúsund kilówatt- stundir, en til samanburðar má geta þess, að raforkuverið i Krasnojarsk i Siberiu framleiðir 6 miljón. Túrbinurnar i Krasnojarsk-raforkuverinu eru 3t)0 kilóvött hver og eru þær stærstu i heimi. Kunnir sovézkir sérfræðingar vinna að fram- kvæmdum nýs raforkuvers, sem verður 1,2 miljón kilóvött, svo og gerð nýs spyrnurafals fyrir kjarnorkurafstöðvar. Þróun kjarnorku er komin á það stig i landinu, að raforkuver eru orðin efnahagslega arðbær fyrir þau héruð , sem ekki finnst i málmur eða eldsneyti. Það er áætlað á árunum 1971—1975 að reisa kjarnorkuver, sem verða almennt 6—8 miljón kilówött. V'ið þjóðabúskap Sovétrikjanna vinna um það bil 66 miljón manns, en árið 1922 var fjöldi verkamannannna tæpar 4,5 miljónir. Rúmlega helmingur verkafólks hefur hlotið miðskóla- og æðri menntun. LANDBUNAÐU R Nú eru i landinu 32,3 þúsund Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.