Þjóðviljinn - 28.11.1972, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 28.11.1972, Qupperneq 3
Þriðjudagur 28. nóvember 1972 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Siðustu fréttir: Milli kl. 20 og 21 i gærkvöldi hringdi vita vörðurinn á Dalatanga, Erlendur Magmisson, I fréttaritara blaðsins á Neskaupstað og tjáði honum, að Rauð fylking sigraði hjá stúdentum OSLÓ. — A laugardaginn urðu stjórnarskipti i Norska stúdenta- sambandinu, og komst Rauða fylkingin aftur til valda. Fékk hún 1245 atkvæði við stjórnarkjör en bandalag sem kallar sig Grænt gras — sósialisk stúdentafylking fékk 859 atkvæði. Meðal annars lýsti aðalfundurinn einróma yfir fullum stuðningi við Island i land- helgismálinu. Ráðherrar og stúdentar ræddu lánamál Tugir fugla þegar dauðir vegna oliumengunar á Norðfirði Nauðsynlcgt er að endur- skoða námslánakerfið ræki- lega. finnst bæði fjármálaráð- herra og menntamálaráð- hcrra, sem ræddu lánamálin við stúdenta við Háskóla ts- lands á sunnudaginn. Þyrfti t.d. aö taka meira tillit en nú cr gert til tekna maka og/ eða efnahags foreldra og kannski breyta lánakjörum, t.d. veita lánin til styttri tima. Þeir Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra og Hall- dór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra töluðu á fundi stúdenta i Norræna húsinu og kom fram m.a. að þreföldun hefur orðið á rikisframlögum til námsfólks á undanförnum tveim árum. Var framlagið 1972 250 miljónir og er áætlað 365 miljónir 1973. Jafnframt hefur verið tekinn upp stuðn- ingur við námsfólk á lægri skólastigum til að jafna menntunaraðstöðu vegna bú- setu. Engin efni eru á að auka prósentutölu umframfjárþarf- ar og verður hún áfram 75%. Rikisstjórnin fellst á hækkanir á fjárþörf Lánasjóðs náms- manna vegna verðlags- og gengisbreytinga, en ekki á að meðaltekjur námsmanna séu óbreyttar frá i fyrra. Aðalatriðið og það alvarlegasta er þó það, að stoppkraninn við oliutankinn er að jafnaði hafður opinn og hefur verið það gegnum árin. Helzta „skýringin” á þvi er sú, að birgðutankar verk- smiðjunnar séu svo litlir að snúningasamt sé að hlaupa til hverju sinni, og á stundum sé erfitt að fá svartoliuna til að hniga i gegnum leiðsluna. Það liggur þannig fyrir, að til- viljun ein réði þvi að ekki streymdu öll 1050 tonnin af oliu, sem i tanknum voru , i sjóinn að þessu sinni. Verksmiðjustjórinn segist ekki vita hver ber ábyrgð á þessum búnaði og framkvæmda- stjóri oliusamlagsins segir, að þeir hafi látið verksmiðjuna um þetta og aðeins mælt eyðsluna með vissu millibili. Magnús Torfi ólafsson, menntamálaráðherra, iræðustóli svarar fyrirspurnum á fundi Stúdentaráðs Háskóla íslands og Sambands islenzkra námsmanna erlendis. — Mynd A.K. Það er langt frá þvi að Norðfirðingar séu lausir við oliumengunina sem varð aðfaranótt sl. laugardags, þegar 150 tonn af svartoiiu runnu i sjó- inn frá oliutanki BP á Neskaupstað. Höfðu menn gert sér vonir um að oliuna ræki á haf út vegna hagstæðrar veðráttu á lalujgþrdag, en sú von brást. A sunnudag og i gær var næi alveg logn á Norðfirði og sásl oliubrák á Norðfjarðarflóa svo sem séð varð auk oliubrákar inná firðinum. Myndar olian lygnar rastir og litrikar um fjörðinn. " "Talsverður „súkkulaðimassi” er viða á fjörum hér út meö firðinum norðanverðum, en fjarðarbotninn hefur að mestu sloppið enn. Suðurströnd fjarðar- ins og nærliggjandi firðir hafa enn ekki verið kannaðir. Vitavörðurinn á Dalatanga sagði um miðjan dag i gær, að engin merki um oliuna væri að sjá þar i grennd, en hinsvegar sæist vel oliubrákin úti á Norðfjarðar- flóa. Fólk á Vattarnesi við Reyðarfjörð hafði heldur ekki orðið vart við oliuna um miðjan dag i gær. En nú er komin austan- áttá Norðfirði og má þá búast við hinu versta. Nokkuð af fugli hefur þegar drepizt i oliunni innan fjarðar. Eru það einkum æðarfugl og máfar, sem sækja i oliulygnuna, en veslastsvo upp eftir að olian er komin i fiðrið. Hefur verið reynt að farga þéim fuglum sem hafa lent i oliunni, enda á sá fugl sér enga lifsvon. Tala daúðra fugla skiptir ekki hundruðum, enn sem komið er, en sú tala eykst með hverjum degi sem liður, og ekki sizt ef oliuna rekur á haf út, þar sem svartfugl- inn heldur sig. Sennilega er þetta einhver mesta oliumengun i sjó hér við land og þvi er full ástæða til að rannsaka þetta mál til grunna, þótt ekki væri nema til að koma i veg fyrir að sllkt endurtaki sig. Þá væri og ástæða til að fá fram eftirfarandi: Hvernig gerðist þessi at- burður? — Það mun hafa verið árið 1966 i sambandi við starfsemi sildar- verksmiðjunnar á Neskaupstað að BP lét reisa oliugeymi I brekk- unni, 100 m. fyrir ofan verk- smiðjuna. Var geymirinn settur saman úr 5 til 10 cm. þykkum járnplötum og leiðsla lögð frá honum niður I verksmiðjuna og eins frá bryggju til áfyllingar. Frágangurinn á leiðslunni til verksmiðjunnar virðist óvand- aður, þar sem hún liggur ofan- jarðar og er á lofti á tveim stöð- um. Það var einmitt i lækjarfar- vegi að rafsuða bilaði á leiðslunni með áðurgreindum afleiðingum og virðist snjófargið sem þar var hafa nægt til að búta leiðsluna. Olíumengunin i snjónum i lækjargili þvi, sem olian rann eftir til sjávar. Nú væri, í framhaldi af þessu, fróðlcgt að fá upplýst, hverskonar reglur gilda um mannvirki og annan búnað oliufélaganna hér- lendis? i öðru lagi: Hverskonar eftirlit er með búnaði þeirra og hver á að framfylgja þvi? 1 3ja lagi: Hverjar eru skyldur oliu- félaganna varðandi afgreiðslur til viöskiptavina? 1 4. lagi: Hver er málsmeðferð i sambandi við at- burði sem þessa?t 5.ta lagi: Hvaða rannsóknir fara fram á afleiðingum slikrar mengunar? 1 6. iagi: Megum við eiga von á öðrum skammti af þessu „súkku- laði” i hafið von bráðar? H.G. Olían flýtur enn um allan sjó á Norðfirði Oliuflekkir i höfninni i Neskaup- stað. Æðarfugl hálf sokkinn i oliufiekk og hans biður ekkert nema dauð- inn, sem og hundruða annarra fugla þar um slóðir. við athugun i kvöld hefði hann orðið var við oliubrák á fjörum skammt norðan við tangann og nokkra dauða æðarfugla. Lagði brákina inn með iandinu inn á Seyðisfjarðarflóann. Olian frá Norðfirði dreifist þvi viðar en áður var staðfest. Yfirráð erlendra manna yfir veiðiréttindum: Þjóðinni ósam- boðið A aðalfundi Landssambands stangarveiðifélaga sem hald- inn var um helgina, var sam- þykkt tillaga, þar sem bent er á þá hættu, að erlendir aðilar nái umráðum yfir veiði- réttindum hér á landi um lengri eða skemmri tima. Fundurinn taldi , að yfirráð erlendra manna yfir veiði- réttindum samrýmdist ekki hagsmunum islenzku þjóðar- innar og væru henni ósam- boðin. Þá beindi fundurinn þe/irri áskorun til stjórnvalda, að þau missi ekki sjónar á þeim forgangsrétti, sem þegnar landsins eiga til hlunn- inda og náttúruauðæva þess. Formaður landssambands- ins var endurkjörinn Jón Finnsson , hrl. Aðrir i stjórn eru Bergur Arnbjörnsson, forstj. Akranesi, Friðrik Sigfússon, yfirtollvörður, Keflavik, Gunnar Bjarnason fv. skólastjóri, Reykjavik, og Hákon Jóhannsson, stór- kaupm., Reykjavik.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.