Þjóðviljinn - 28.11.1972, Qupperneq 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN |t>riöjudagur 28. nóvember 1972
DWÐVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans .
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur).
Áskriftarverö kr. 225.00 á mánuöi.
Lausasöluverö kr. 15.00.
Prentun: Blaöaprent h.f.
AÐ TAKA TTL Á STJÓRNARHEIMILINU
Stuðningsmenn núverandi rikisstjórnar
fögnuðu skipan hennar og málefnaskrá,
ekki sizt af þeirri ástæðu að þess mátti
vænta að hún tæki rækilega til á rikis-
heimilinu. Almenningur i landinu vissi og
veit,að þar hefði margt mátt lagfæra, þar
var viða óreiða á hlutunum, og marga
búdrýgindaholuna að finna til sparnaðar
og hagkvæmari stjórnarhátta. En þvi er
ekki að neita að margur stuðningsmaður
stjórnarflokkanna gerist nú langeygur
eftir tiltektunum á rikisstjórnarheimilinu.
Þess vegna er það, að þegar rætt er um
efnahagsvanda um þessar mundir, er ekki
IIVÍ AÐ BÍÐA LENGUR
Nú hefur verið klippt aftan úr vestur--
þýzkum togara og er það ekki vonum fyrry
að vestur-þýzkum er refsað fyrir yfirgang
þeirra innan islenzku landhelginnar, Þeir
hafa farið þar fram með ofstopa og ofbeldi
gagnvart islenzku sjómönnunum og
veiðarfærum þeirra og hefur vakið undrun
og furðu að ekki skuli fyrr hafa verið
gripið til þess að veita þeim vestur-þýzku
viðunandi ráðningu. Á sama tima og
vestur-þýzkir togarasjómenn hafa sér á
þennan hátt, leiðist hugurinn óhjákvæmi-
lega að þvi að annað þýzkt riki, sem einnig
hefur átt skip hér við land, hefur látið sin
skip hverfa frá miðunum við landið eftir
laust við að almenningur óski þess að„
lausn efnahagsmálanna verði fundin
með það fyrir augum lika að taka eitt og
annað til á stjórnarheimilinu sjálfu, sem
eru leyfar hirðuleysis og margra ára
trassaskapar og óráðsiu. Ef á að fara að
gera einhverjar efnahagsráðstafanir nú
er nauðsynlegt að haga þeim á annan hátt
en verið hefur. Það verður að tryggja að
þeir sem hafa hirt miljarðagróða umlið-
inna ára m.a. i skjóli ranglátra skatta-
laga, verði nú að greiða sinn skerf. Og það
verður að tryggja að rikið sjálft hafi
forgöngu um ráðdeild og hagsýni; hvi ekki
útfærsluna. Þetta þýzka riki er hins vegar
ekki til, samkvæmt skrám islenzku rikis-
stjórnarinnar og eru það einar leifarnar
til úr þrotabúi viðreisnarinnar, sem er
löngu timabært að fleygja frá sér. Nú hafa
Finnar viðurkennt Þýzka alþýðulýðveldið
og Einar Ágústsson utanrikisráðherra
hefur lýst þvi yfir að Islendingar muni
viðurkenna Þýzka alþýðulýðveldið, þjóð-
réttarlega, fyrir áramót. En ekki er eftir
neinu að biða. Samhljóða og eindreginn
var vilji Alþýðusamtakannna i þessu efni
og svo er vafalaust um viðhorf alls þorra
íslendinga.
að sameina bankana?; banka- og
peningakerfið hér á landi er hlutfallslega
margfalt dýrara en i nágrannalöndum
okkar. Hvi ekki að gera ráðstafanir til
þess að tryggingakerfið verði hag-
kvæmara og um leið öruggara fyrir al-
menning? Hvi ekki að gera tafarlausar
ráðstafanir til þess að bæta úr skipulagi
lyfjasölunnar? Þannig má endalaust telja
upp atriðin, sem almenningur vill að verði
tekið fullt tillit til um leið og gerðar eru
margumræddar efnahagsráðstafanir. Það
dugar ekki að prjóna við gamla leistann:
Nú verður að fara nýjar leiðir i efnahags-
málunum.
VONBRIGÐI ÍHALDSINS
Sár urðu vonbrigði ihaldspressunnar, —
Morgunblaðsins, Visis og Alþýðublaðsins,
með niðurstöður Alþýðusambandsþings-
ins. Þessi blöð höfðu mörgum vikum fyrir
þingið reynt að blása i herlúðra gegn
rikisstjórninni. Morgunblaðið gerði til-
raunir til þess að hafa bein áhrif á þing-
haldið og niðurstöður þess. En verkalýðs-
samtökin á Islandi hafa aldrei tekið mark
á ihaldinu og svo varð heldur ekki nú.
Ályktanir um kjara- og atvinnumál voru
samþykktar einróma — það sýnir hversu'
máttlaus ihaldspressan er gagnvart
alþýðusamtökunum, enda vita fulltrúar
verkalýðsins, að frá ihaldinu er einskis
góðs að vænta og vissara að fara sem
fjærst þeirri leið, sem ihaldið visar á.
Tekjutrygging aldraðra tH umrœðu á alþingi
Aiiæg j uleg endurfæðing
Ragnhildur Helgadóttir mælti i
neðri deild alþingis i gær fyrir
frumvarpi, sem hún flytur ásamt
þremúr öðrum þingmönnum
Sjálfstæðisflokksins um breyt-
ingu á lögum um almannatrygg-
ingar. 1 frumvarpinu er lagt til að
mæðralaun veröi greidd með
börnum til 17 ára aldurs i stað 16
eins og nú er. Ennfremur gerir
frumvarpið ráð fyrir breytingu á
ákvæðinu um tekjutryggingu og
er lagt til að sú lagagrein orðist
svo: ,,Nú er samanlögð upphæð
lágmarkslifeyris og þriðjungs af
öðrum tekjum elli- og örorkulif-
eyrisþega lægri en 132. þús. krón-
ur og skal þá hækka lifeyri hans
svo, að það mark náist. Sama
gildir um hjónalifeyri eftir þvi
sem við á”.
Ragnhildur sagði, að i frum-
varpi þingmanna Alþýðuflokks-
ins, sem einnig var á dagskrá i
deildinni væri boðið enn betur, en
þó taldi hún að sameina mætti
frumvörpin.
Bragi Sigurjónsson mælti fyrir
frumvarpi Alþýöuflokksmanna
um almannatryggingarnar en
þar er lagt til að tekjutryggingin
verði kr. 150.000,- og ýmsar
smærri breytingar. Bragi sagöi,
að þeir Alþýðuflokksmenn hefðu
ekki i huga að yfirbjóða Sjálf-
stæðisf lokkinn meö flutningi
frumvarpsins, en þau hefðu verið
samin óháð hvort öðru.
Magnús Kjartansson, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra,
sagði það fagnaöarefni, að þing-
menn Sjálfstæðisflokksins og Al-
þýðuflokksins væru teknir að
flytja frumvörp um endurskoðun
á almannatryggingalögunum.
Litið hefði farið fyrir slikum til-
lögum þeirra á siðasta áratug,
þegar völdin voru i þeirra hönd-
um. Magnús minnti á, að i tið
fyrri rikisstjórnar hefðum við
dregizt langt aftur úr öðrum
Norðurlöndum i tryggingamál-
um.
Magnús sagðist sammála þvi
ákvæði i frumvarpi Ragnhildar
Helgadóttur, að mæðralaun yrðu
greidd með börnum til 17 ára ald-
urs. Hér þyrfti þó ennfremur að
verða sú breyting á, sem frum-
varp Sjálfstæöismanna gerði ekki
ráð fyrir, að ekklar nytu sama
réttar og ekkjur, þannig að kyn-
ferði segði hér ekki til um rétt
fólks.
Um tekjutryggingarákvæðið,
sem tillaga er gerö um i báðum
frumvörpunum sagði ráðherr-
ann, að starfandi væri nefnd, þar
sem m.a. ættu sæti fulltrúar allra
þingflokka, er heföi það verkefni,
að endúrskoða lögin um al-
mannatryggingar. Eðlilegt væri
að fjalla nánar um breytingar á
tekjutryggingarákvæðinu i
tengslum við heildarendurskoðun
þá, sem nú stæði yfir.
Magnús mótmælti þvi, að sú
tekjutrygging, sem nú er i gildi,
fæli i sér réttarskerðingu fyrir
einn eða neinn, eins og stundum
væri haldið fram. Ákvæðinu um
lágmarkstekjutryggingu hafi
veriðætlað, að liðsinna þeim, sem
allra verst eru settir i þjóðfélag-
inu. Þarna hafi verið um að ræða
réttarbót þeim til handa, en að
sjálfsögðu væri rétt að kanna
hvort ekki væri hægt að gera
þessi réttindi viðtækari. Slikt
hlyti þó að kosta meira fé og ekki
mætti fara eins og stundum i öðr-
um kjaramálum, að allir teldu sig
þurfa að njóta góðs af kjarabót-
um hinna lægstlaunuðu.
Magnús sagöi, að framsögu-
menn stjórnarandstöðunnar
hefðu minnztá yfirboð, og einmitt
væri ákaflega hætt við þvi, að fólk
almennt tæki þessi frumvörp
þeirra þannig.
1 tið fyrri rikisstjórnar, vorið
1971, þegar lögin um almanna-
tryggingar voru samþykkt, átti
tekjutryggingin aðeins að nema
kr. 84.000,- á ári og ekki að koma
til framkvæmda fyrr en um næstu
áramót.
Allar breytingartillögur voru
þá felldar með nafnakalli m.a. af
flutningsmönnum þeirra frum-
varpa, sem nú eru til umræöu. En
við tilkomu núverandi rikis-
stjórnar varð hér breyting á.
Fyrstu bráðabirgðalög núver-
andi stjórnar fjölluðu um það, að
tekjutryggingin til aldraðra og
öryrkja kæmi strax til fram-
kvæmda og yrði ekki kr. 84.000,-
— heldur 120.000,- krónur, sem
siðan hefur hækkað samkvæmt
visitölu í kr. 134.400,-.
Þar með voru komnar i fram-
kvæmd þær tillögur, sem þing-
menn Sjálfstæðisflokksins og Al-
þýðuflokksins hefðu fellt á al-
þingi.
Magnús bætti þvi við, að þá
heföi núverandi stjórnarandstaða
talað um, að verið væri að slá upp
veizlu og stundum væri látið að
þvi liggja, að efnahagsvandamál-
in, sem nú væri við að glima, stöf-
uðu af eyðslusemi i þessum efn-
um. Astæöa væri þvi til að fagna
þeirri endurfæðingu, sem flutn-
ingur þessara frumvarpa bæri
vott um og vonandi yrðu sú
endurfæðing varanleg, ekki sizt ef
svo skyldi takast, að annar hvor
þessara flokka eða báðir ættu
eftir að eiga aöild að rikisstjórn.
Þó þyrfti vafalaust meira að
komá til en svona tillögugerð, til
þess aö eyða tortryggni við-
skiptavina almannatrygginganna
gagnvart Sjálfstæðisftokknum og
Alþýðuflokknu, eftir reynslu við-
reisnaráranna, sagði Magnús að
lokum.
Lárus Jónsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, taldi illa
farið, að ráðherrann gerði svo
mikið af að rifja upp liðna atburði
i þessum efnum. Sagöi hins veg-
ar, að ráðherrann og stuðnings-
menn hans hefðu oft talað um, að
sjómenn fengjust ekki á fiskiskip-
in, vegna þess að kaupið væri of
lágt, — nú væri hins vegar gamla
fólkinu ætlað að vinna fyrir
peningum, sem það gæti alveg
eins fengið hjá tryggingastofnun-
inni, ef það ynni ekki.
Magnús Kjartansson, talaði
afturog minnti á, að það var fyrst
á siðasta þingi fyrir kosningar,
sem viðreisnarstjórnin setti fram.
sitt frumvarp um almannatrygg-
ingar, og þá án nokkurra tillagna
um fjáröflun. Þetta hafi verið
sýndarmennska. Þær endurbæt-
ur, sem núverandi rikisstjórn hafi
Magnús Kjartansson
komið i framkvæmd fyrir bóta-
þega leiddu af sér kostnað, sem
næmi um 1 miljarði króna á árs-
grundvelli. Þessa peninga hefði
auðvitað orðið aö taka annars
staðar, og það m.a. verið gert
með sköttum.
Hér hafi verið færðir til fjár-
munir frá þeim, sem betur máttu
til hinna, er verst voru settir.
Magnús sagði ennfremur, að
vissulega færi nokkur hluti af
ráðstöfunarfé almannatrygg-
inganna til aðila, sem ekki væru
verulega illa settir. Það væri þvi
m.a. verkefni þeirrar nefndar,
sem nú hefði lögin i endurskoðun
að athuga leiðir til þess að nýta
enn betur ráðstöfunarfé trygging-
anna i þágu þeirra, sem mesta
hafa þörfina, án þess að til komi
frekari fjáröflun.
Stefán Valgeirsson, talaði einn-
ig i umræðunni og rifjaði sérstak-
lega upp feril Braga Sigurjóns-
sonar, flutningsmanns þess frum-
varps, sem var til umræðu, með-
an Bragi sat á þingi, sem þing-
maður viðreisnarinnar.
fni
:: % fTiííl m m a;
J
þingsjá þjóðviljans