Þjóðviljinn - 28.11.1972, Blaðsíða 12
l2«&tÐA ^JÓÐVI-LJINN ^riðjitdagur 28. nóv|mber 1972
————-----------------\---------------
SKIIJN EFTÍR . . .
Teiknimyn dasaga frá Kma
41. Þráttfyrir reiði sina verður Shih-meiað þola söng Hsiang-lien. Og
áður en hún hefur loki” 'yrstu vfsunni sem hljóðar svo:
Bóndi minn svelgir vln
i háum sölum.
En kona hans syngur
fyrir brauði
— kafnar rödd hennar i andvörpum
42. Wang getur ekki iátið hjá liða að erta Shih-mei. „Er hún sjálf ekki
þessi kona? segir hann. Ég hefði gaman af þvi að vita hver þessi „hús-
bóndi” er”. Shih-mei lætur sem hann heyri ekki, lyftir glasi sinu og
segir við gest sinn: „Drekktu, drekktu”.
Félag
járniðnaðarmanna.
F élagsfundur
verður haldinn i kvöld 28. nóvember 1972
kl. 8.30 e.h. i Félagsheimili Kópavogs.
DAGSKRÁ:
1. Félagsmál.
2. Fréttir frá MSÍ og ASÍ þingum.
3. Önnur mál.
Mætið vel
STJÓRNIN.
LEIKFANGAMARKAÐUR
Hverfisgötu 44.
Mikið magn af leikföngum og gjafavörum
verður selt næstu daga með miklum
afslættí.
Komið og gerið góð kaup.
Leikfangamarkaðurínn
Hverfisgötu 44.
!
í
Síendurteknum brot
um þýzkra
togara mótmælt
— og vestur-þýzki sendiherrann bar fram mótmœli sín
Sendiherra Sambands-
lýðveldisins Þýzkalands
bar á laugardag fram mót-
mæli vegna þess atburðar,
er varðskipið Ægir klippti
annan togvír vestur-Þýzka
togarans Erlangen BX-699
og báða víra togarans
Arcturus BX-729. Var
fullyrt i mótmælunum að
einn skipverja á fyrrnefnda
togaranum hefði slasazt.
Mótmælin voru afhent Ingva
Ingvasyni, skrifstofustjóra utan-
rikisráðuneytisins. Ingvi tók
fram við það tækifæri að land-
helgisgæzlan hefði engin afskipti
haft af togaranum Erlangen, en
hefði eftir itrekaðar aðvaranir,
kiipptá togvira Arcturusar. Ingvi
mótmælti yfirgangi vestur-þýzku
togaranna og „siendurteknum
brotum þeirra i islenzkri
fiskveiðilandhelgi” segir i frétt
þeirri, er blaðinu barst um þetta
efni i gærdag.
STAKK
RÆNDI KONU OG
MANN MEÐ
HNlFI 1 ANDLITIÐ
Um kl. 22 á sunnudagskvöldið
var kona á gangi á Þórsgötunni i
Reykjavik, þegar grimuklæddur
maður vatt sér aö henni og rændi
hana veskinu með þvi að slita
veskishankann. Ekki var kraftur-
inn meiri en svo i þeim.er ránið
framdf,að konan gat fylgt honum
eftir lengi vel og reyndi að tala
um fyrir manninum, enda var
hún aö koma af fundi hvitasunnu-
manna og með guð i hjartanu.
Maðurinn gengdi konunni engu
og hætti hún þá eftirförinni. En
svo gerist það stuttu siðar að
maður kemur og biður um vistun
á gistiskýlinu i Þingholtsstræti,
en var synjað um gistingu vegna
ölvunar.
örskömmu siðar fannst einn af
hinum föstu gestum gistiskýlis-
ins, með áverka i andliti, og
sagðist hafa verið stunginn með
hnifi i andlitið. Þessi maður, sem
er prúðmenni og ekki liklegur til
að standa á átökum, gat lýst
árasarmanninum og var hann
handtekinn skömmu siðpr.
Við yfirheyrslur kom i ljós að
þarna var kominn sami maðurinn
og rænt hafði veski konunnar fyrr
um kvöldið. Hafði hann hirt
nokkra muni úr veskinu , en engin
verðmæti voru i þvi. Veskið með
Nýja testamentinu i, hafði
maðurinn látið niður i öskutunnu
skammt frá. Hann játaði á sig
báða þessa verknaði, en sagðist
ekki hafa stungið manninn með
hnifnum, heldur hefði hann otað
honum að manninum og hann
rekizt utan i hann. Getur þetta
alveg staðizt, að þvi er lögreglan
segir, enda var áverkinn i andliti
mannsins litill.
Að þvi er rannsóknarlögreglan
segir þyrfti árásarmaðurinn
frekar að komast undir læknis-
hendur en lögreglunnar og hefur
svo lengi verið, en maðurinn
hefur áður gerzt brotlegur við
lögin. — S.dór.
Dagvistim bama og
kynning á starfinu
— á fundi Rauðsokka annað kvöld
Dagvistun barna, Óbreytt við-
liorf við breyttar þjóðfélags-
aðstæður og Gluggað i náms-
bækur , eru efni sem fjallað verð-
ur um á útbreiðslu- og kynningar-
fundi Rauösokka í Norræna
húsinu annað kvöld. miðvikudag-
inn 29. nóvember kl. 20.30.
Auk þess verður starfsemi
Rauösokkahreyfingarinnar
kynnt, að þvi er segir i fréttatil-
kynningu frá henni og á eftir
verða frjálsar umræður. Kaffi-
stofan verður opin i fundarhléi og
nýútkomið blað Rauðsokka,
Forvitin rauð, verður selt á
fundinum. Allt áhugafólk er vel-
komið.
Að þvi er Björg Einarsdóttir,
ein af fjórum i miðstöð
hreyfingarinnar, sagði
Þjóðviljanum, eru dagvistunar-
málin tekin sérstaklega fyrir á
þessum fundi, þar sem Rauð-
sokkar eru nú i samvinnu við
Kvenréttindafélag Islands og
Úur, að safna undirskriftum til að
knýja á um afgreiðslu frumvarps,
sem nú liggur fyrir alþingi og
fjallar um hlutdeild rikisins i
byggingu og rekstri dagvistunar-
heimili.
Nýbúið er að skipta um i
miðstöð Rauðsokka-
hreyfingarinnar og er það gert
árlega, en verkefni miðstöðvar er
að vera tengiliður milli starfs-
hópa, en ekki stjórnarstörf eins
og i öðrum félögum, sagði Björg.
t miðstöð eru nú auk hennar
Guðrún Ágústsdóttir, Lilja Ólafs-
dóttir og Rannveig Jónsdóttir.
Fyrsta málfræði-
ritgerðin á ensku
Út kemur i dag bókin The First
Grammatical Treatise eftir próf.
Hrein Benediktsson. Er hér um
að ræða útgáfu á Fyrstu mál-
fræðiritgerðinni, sem svo er að
jafnaði nefnd, þar sem hún er hin
fyrsta i röðinni af fjórum stuttum
ritgerðum um málfræðileg efni,
sem skotið er inn i Snorra Eddu i
ýmsum handritum hennar frá 14.
öld eða siðar.
Fyrsta málfræðiritgerðin er
samin um eða eftir miðja 12. öld
af ónafngreindum tslendingi, sem
vildi með henni koma á framfæri
tillögum um endurbætur á is-
lenzkri stafsetningu. Tók hann
sér fyrir hendur að gera tslend-
ingum sérstakt stafróf, reist á
iatneska stafrófinu, en með
breytingum, bæði úrfellingum og
viðaukum, sem höfundurinn
byggir á eigin athugunum á is-
lenzku máli. En öll efnistök hans
eru með þeim hætti, aö segja má,
að ritgerðin hafi nokkra sérátöðu
meðal gjörvallra málfræðibók-
mennta miðalda að þvi leyti, aö
hún hefur enn verulegt gildi fyrir
norræn málvisinsi nú á timum og
ér raunar undirstöðuheimildarrit
um islenzkt mál og norræna mál-
sögu á elzta stigi. Hefur ritgerðin
og verið gefin út margsinnis, allt
frá þvi að hún kom fyrst út árið
1818, þó að hún hafi aðeins einu
sinni komið út á prenti hérlendis
áður, i útgáfu Sveinbjarnar
Egilssonar 1848. Fyrsta útgáfan
(1818) var hins vegar gerð af Ras-
musi Kristjáni Rask, en svo
skemmtilega vill til, að er rit-
gerðin er nú gefin út aftur hér-
lendis eftir eina öld og aldarfjórð-
ungi betur, ber útgáfudagurinn
upp á 185. afmælisdag Rasks, en
hann fæddist 22. nóv. 1787.
Útgáfa próf. Hreins Benedikts-
sonar hefur að geyma texta rit-
gerðarinnar, bæði prentaðan og
ljósprentaðan eftir handriti,
textaskýringar, enska þýðingu og
orðasafn. Auk þess er i inngangi
(bls. 13-203) fjallað um þau fræði-
leg viðfangsefni, sem tengjast rit-
gerðinni, svo sem handritavarö-
veizlu aldur og höfundareir.kenni
og heimildargildi ritgerðaiinnar
fyrir islenzka fornskriftarfræði
og bókmenntasögu. En megin-
áherzla er lögð annars vegar á
gildi ritgerðarinnar fyrir rann-
Frh. á bls. 15
Yfirlýsing
Vegna ummæla Guðnýjar
Sigurðardóttur á félagsfundi
Starfsstúlknafélagsins Sóknar
mánudaginn 13. nóvember s.l. ,
þar sem hún ásakar mig fyrir að
hafa tekið siðustu viku sumarfris
mins á mesta annatima skrifstofu
Sóknar svo að þurft hefði að
kaupa vinnukraft til að leysa mig
af, vil ég taka það fram, að ég
hafði snemma i sumar ákveðið að
taka þessa viku i sumarfrj og gat
nánast ekki breytt þvi þó ég hefði
viljað. Hélt ég raunar að það væri
svo algengt að greitt væri fyrir
afleysingu sumarfria að ég sá, og
sé enn, ekkert athugavert við það.
Þá vil ég algerlega hreinsa mig
af þeim orðrómi, sem gengur hér
á vinnustöðum Sóknar, að ég hafi
framið það trúnaðarbrot að gefa
Guðnýju upplýsingar um laun
þau,er greidd voru fyrir að vinna
við kjörskrá og kosningar i Sókn.
Skora ég hér með á Guðnýju að
birta opinberlega hvaðan henni
komu þessar tölur. Ég hef ekki i
þau 9 ár, sem ég hef unnið hér á
skrifstofunni, slúðrað um mál
félagsins og afbið mér slikar
aðdróttanir.
Maria Þorsteinsdóttir.