Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 15
Föstudagur 22. desember 1972 I'JÓÐVIL.IINN — SÍÐA 15 Yietnam Framhald af bls. 8. landi, sjó og úr lofti. Arásinni fylgdi blóðbað, þar sem allt að 20000 Vietnamar féllu, áður en franski herinn náði borginni end- anlega á sitt vald 28. nóvember. Stjórnin i Paris. og yfirmenn franska hersins i Saigon höfðu ákveðið að sýna Viet Minh i tvo heimana og nota átökin 20. og 21. sem átyllu. Þessi áætlun gekk svo vel, að ekki varð um frekari samninga að ræða. Verður ekki betur séð, en sú hafi verið ætlun F'rakka frá upphafi að láta samn- inga reka i strand, kenna Viet Minh um, og hefja landvinninga- strið á hendur Vietnömum. Þetta var fullkomlega i samræmi við yfirlýsta stefnu frönsku stjórnar- inna'r. Þegar i janúar 1944 birti de Gaulle yfirlýsingu af hálfu Frjálsra Frakka, en þar sagði m.a. að sjálfstjórn handa nýlend- unum væri útilokuð um alla fram- tið. Timinn hefur sannað inni- haldsleysi þessara orða, en þau sýna viðhorf franskra valdaaðila betur en langar útskýringar. Á hinn bóginn var þess ekki að vænta að Frakkar gætu þegjandi og hljóðlaust sézt i valdastólana i Vietnam. Þegar Japanir gáfust upp, tóku innlendir aðilar völdin og nutu til þess fylgis yfirgnæf- andi meirihluta þjóðarinnar. 1 kosningum sem fram fóru i janúar 1946, þar sem kosið var til þings, hlaut Viet Minh rúmlega 90% greiddra atkvæða. Erlendir aðilar sem fylgdust með kosning- unum töldu þær fullkomlega heiðarlegar. Hið raunverulega fylgi Viet Minh kom þó fyrst í ljós er Frakkar hófu land- vinningastrið sitt. Opið hús Framhald af 3. siðu. t október var haldinn i félags- heimilinu flokksstjórnarfundur Alþýðubandalagsins og kom það m.a. i hlut félagsins að vinna að undirbúningi hans, og lögðu margir félagar þar fram mikið og gott starf. Aðalfundur félagsins var haldinn i nóvember og kaus hann félaginu nýja stjórn. Þorkell Guðmundsson, sem verið hefur formaður félagsins undanfarin 3 ár,baðst undan endurkosningu og voru honum þökkuð góð störf i þágu félagsins. Hin nýja stjórn er nú þannig skipuð: Formaður Kristmundur Halldórsson, ritari Baldur Jónsson, gjaldkeri Guðrún Albertsdóttir. Aðrir i stjórn eru Ólöf Hraunf jörð og Gautur Gunnarsson. Varastjórn skipa: Eyjólfur Agústsson og Ólafur Jónsson. Stjórnin hefur unnið að undir- búningi starfsins eftir áramót, og meðal þess sem hún hefur i hyggju er að koma á rabbfundum i félagsheimilinu með reglulegu miilibili, hafa þar einskonar „opið hús” þar sem félagarnir geti komið saman yfir kaffibolla og rætt ýmis mál. Er þannig fyrirhugað að annan hvern mánu- dag verði haldnir slikir rabb- fundir og verði til skiptis rætt um bæjarmál og ýmis þjóðmál. Fyrsti fundurinn af þcssu tagi er ákveöinn 10. janúar, og mun Svava Jakobsdóttir alþingis- maður koma á fundinn og ræða viðhorfin i herstöövamálinu. Þá er þess að geta að 5. febrúar verður árshátið félagsins haldin i Þinghól, en árshátiðir þess hafa jafnan verið fjölsóttar og ánægju- legar. Sáttmáli Framhald af bls. 16. i ræðu scm Willy Brandt hélt i vesturþýzka útvarpið af þessu tilefni sagði kanzlarinn þetta gcta orðið brú til frekari samskipta Vestur- og Austur- Evrópu. Hann sagði að hinn þjóðskipulagslegi inunur þýzku rikjanna minnkaði ekki, en hér sem annars staðar væri nauösynlegt að tryggja frið og samkipti, þótt deildur væru uppi. Samkvæmt hinum nýju samninguin verður mjög greitt fyrir samgöngum Þjóð- verja milli rikjanna. Þá eru s a in n i n g a r n i r f o r s e n d a þeirrar ráðstefnu um öryggi Evrópu allrar, sem um þessar mundir er verið að undirbúa i llelsinki. Útsvör Framhald af bls. 1. megin eru 21.970 miljónir króna. Siðar verður gerð nánari grein fyrir áfgreiðslu fjárlag- anna, en nefna má hér, að meirihluti fjárveitinganefndar gerir ráð fyrir að tekjur frá Áfengis- og tóbaksverzlun rikis- in hækki um 420 miljónir frá frumvarpinu. Niðurgreiðslur verða alls 1686 miljónir. Fjölskyldubætur verða kr. 13000 á hvert barn á ári. Lagt er til að rikisstjórnin fái hei nild til að skera niður útgjöld á ijárlög- um, þau sem ekki eru lögbund- in, um allt að 15%. Verðlag Framhald af bls. 1. i borgarstjórn lögðu áherzlu á að koma yrði i veg fyrir að útsvör og fasteignagjöld yrðu innheimt með álagi eins og gert var á þvi ári sem er að liða. Fulltrúar vinstri flokkanna höfðu algera samstöðu um alla afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar á sama hátt og jafnan áður á yfir- standandi kjörtimabili borgar- stjórnar. Fluttu vinstrimenn sameigin- legar ályktunartillögur um marga málaflokka. Má þar nefna umhverfismál, um útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis, um sparnað i rekstri borgarkerfisins, um áætlun til byggingar leigu- ibúða, um aðbúnað aldraðra, um kaup á togurum til BÚR, um fjár- mál borgarinnar of.fl. — Umræður um fjárhags- áætlun Reykjavikurborgar stóðu enn yfir er blaðið fór i prentun um miðnætti i nótt. thaldið felldi allar rhegintillögur minnihluta- flokkanna og stefnir að 10% álagi á útsvörin og 50% á fasteigna- skattana. Afríkunegrar lausir við menn- ingarsjúkdóma i Heilsuvernd, riti Náttúru- lækningafélagsins, rákumst við á cftirfarandi klausu: Enskur læknir, Dennis C. Bur- kitt að nafni, skýrði nýlega frá þvi i fyrirlestri, er hann flutti við há- skólann i Frankfurt i Þýzkalandi — en þangað var honum boðið til að taka á móti verðlaunum fyrir störf á sviði læknisfræðinnar, — að meðal negra i rikinu Uganda i Austur-Alriku væru bakteriu- sjúkdómar og aðrir sjúkdómar, sem orsakast af snikjudýrum, algengir, en hinir svokölluðu menningarsjúkdómar að heita má óþekktir. Taldi hann þeirra á meðal hjartasjúkdóma, sjúk- dóma i lungum og ristli, sykur- sýki, æðasjúkdóma, svo sem æða- stiflur, gyllinæð, gallsteina, botn- langabólgu, tannátu og offitu. Áleit hann þetta standa i sam- bandi við mataræði negranna. Burkitt komst að raun um það, að þeir negrar, sem veiktust af ofan- greindum sjúkdómum, töluðu ensku og nærðust likt og Englend- ingar eða Evrópumenn. (Iteform- Rundschau) Þau urðu hlutskörpust um 800 þátttakenda. Um 800 maiins tóku þátt i verð- launasamkcppni um uppskriftir að skyrréttum og var skilað milli 1500—2000 uppskriftum. Fyrstu verðlaun lilaut Linda Wendel, Blöndubakka 15, Reykjavik, fyrir uppskrilt að bakaðri ýsu með skyrsósu. Fjögur önnur vcrölaun voru veitt, þar sem ekki var gert upp á milli rétta. Illutu þau Guð- björg Rlöndal, Melabraut 39, Sel- Ijarnarncsi. fyrir síldarrétt með skyri, Valur Þorvaldsson, Vall- liolti 28, Selfossi, l'yrir fjalla- grasaskyr, Þórunn Sigurðardólt- ir, Vonarslræti 8, fyrir rétl, sem luiii kallar Gerplu. og I.aila Rjörnsson, Geitlandi 4. Reykja- vik, l'yrir sinnepssild með skyri. Formaður dómnefndar var Vigdis Jónsdóttir, húsmæðra- kennari. Ödýrt erlent vinnuafl í EBE Reykingar á vinnustöðum og i járnbrautum. Nýleg skoðanakönnun hefir sýnt, að 81% manna eru á móti reykingum á vinnustað. Einu ári áður var sambærileg tala 76%. Þeim fer stöðugt fjölgandi, sem óska eftir járnbrautarklefum, þar sem reykingar eru bannaðar, þannig að slikum klefum hefir þurft að fjölga. Til skamms tima voru reykingaklefar miklu fleiri en hinir, en eru nú álika margir. (Reform-Rundschau) \elmegun í Efnahagsbandalagslöndunum er ekki hvað sízt byggð á ódýru vinnuafli frá Suður-Evrópu og Norður-Afríku. Danski teiknarinn Albrechtsen lítur þannig á málin — teikningunni fylgir te tinn „Braðum liofum við i stækkuðu Efnahagsbandalagi um það bil 10 miljónir gestkomandi vcrkamanna til Reykingar og andvana fæðingar. Athuganir gerðar af brezkum læknum hafa leitt i ljós, að um 1500 börn fæðast andvana eða deyja skömmu eftir fæðingu i Bretlandi árlega sem afleiðing af þvi, að konurnar reykja um með- göngutimann. (Reform-Rundschau) Fgþakka vinumminumkveðjur, gjafir og samverustundir 15. desember. oska ykkur öllum gleðilegra jóla. ída Ingóllsdóttir Steinahlið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.