Þjóðviljinn - 23.12.1972, Síða 4

Þjóðviljinn - 23.12.1972, Síða 4
4.SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 23. desember 1972 Nokkurskonar fjallamannavit Þorsteinn frá Hamri: Veðra- hjálmur. Heimskringla 1972 Veftrahjálmur er sjötta ljóða- bók borsteins frá Hamri á fjórtán árum. Hún er að mestu leyti beint framhald siðustu bókar hans, Jórvikur, að efni og stil, en ákveðin þróun hefur átt sér stað i skáldskap Þorsteins, einhver samþjöppun og hreinsun stilsins sem gerir það aö verkum aö lik- iega er minna um misheppnuð kvæði i þessari bók en nokkurri af fyrri bókum hans. Aö visu hefur Þorsteini löngum verið lagið að segja mikið i fáum orðum, en aldrei hefur sú list hans náð lengra en hér. Og málfar hans hefur aldrei verið tærara né formskyn hans betra. Bókin skiptist i þrjá kafla. Heit- ir sá fyrsti liandan grasa.Þarer meginstefið sú tilfinning sem túlkuð er i upphafskvæði hans, (iunnarshólma: Nóttin breiðir grænt yfir hungurviiku heimsins — cnn stynur dæmda hjartað: fögur er hliðin. Það er löngunin eftir fegurra lifi i heimi hungurs og þjáningar sem hér tekur á sig meitlaða mynd. Þessi hugsun kemur siðan fram i margvislegum myndum i öðrum kvæðum þessa kafla. f kvæðinu Landnámleitarvillturmaður upp i naktar hæðirnar handan grasa; einungisþar, i umhverfi alauðnar og lifleysis finnur hann sig lausan við alla sekt þess að vera maður i vondum heimi. I kvæöinu Fyrir- sát eru settar fram andstæður, þar sem annars vegar eru hinir baráttuglöðu bardagamenn sem trúa á mannlega skynsemi og láta ekkert aftra för sinni á þeysireið lifsins, en hins vegar er Abraham sem eftir morguntiðir við Tröllakirkju fer gegn oss með fjalldrapaklyfjar á hestum sólar og regns hægan lestagáng lifsins. Abraham er auðvitað táknmynd hins eðlilega, náttúrlega lifs, og öðlast mynd hans fyllingu af endurminningu um hið einkenni- lega töfrandi þjóðkvæðastef sem Þorsteinn notar i uppistöðu: Ólafur reið með björgum fram mig syfjar hitti hann fyrir sér Abraham með klyf jar með fjalldrapaklyfjar. Bæði þetta kvæði og Gunnars- hólmi eru góð dæmi þess hvernig Þorsteinn kann að notfæra sér óm alþekktra hendinga til að auðga ljóðmál sitt og gefa myndum sin- um auknar viddir. Og áfram Hættu að reykja strax í dag, þú vaknar hressari í fyrramálið Þorsteinn frá Hamri heldur þessi kafli að rekja dæmi um vanda þess að vera maður i vondum heimi, og sekt þá sem glæpir hans leggja okkur á herð- ar. 1 kvæðinu Aflausn er fjallað um það hvernig við afplánum þessa sekt með þvi að láta okkur dreyma auknar ráðstafanir. úngur og keikur skal ég ávarpa næsta dag stiga út i morguninn til að mótmæla; manninum i Breiðholtshverfinu sendi ég skeyti barnið i An Loc fær útifund og til afbötnunar fyrir sjálfs glæpi kaupi ég mér tötra. Kaflinn i heild fjallar um mátt orðsins og vanmátt, orðið og það sem ofar þess býr og að baki. 1 þessum kafla er að finna stutt kvæði, Frétt.sem er ef til vill full- komnasta ljóð bókarinnar: Allt stan/.aði: oröin i miðri fregn, logandi kvölin, liðssafnaður, regn; allt sem við biöum eftir við garðsins hlið lamaðist, fraus; lika við. Þetta kvæði er gott dæmi um það hversu snilldarvel Þorsteinn fer með fastbundið og rimað form þegar það á við, en það sýnir lika hversu hið knappa ljóðmál hans getur gefið útsýn til mikilla vidda, hversu vel honum tekst að sameina hið sérstaka og hið almenna. Siðasti kaflinn, -Veður, er inn- hverfastur og persónulegastur hinna þriggja. Þar eru kvæði sem eru kannski þau beztu i bókinni, Útisetur, Þaðan slær oss birtan, Dýr, Skipreiki, Einn, sem fjalla öll, hvert með sinum hætti, um vandann að vera manneskja og nauðsyn þess að eiga aðra að. Þar er talað um það fjallamannavit sem veitir okkur viðnámsþrek þegar timi virðist svo naumur að timi sé ekki til neins? meðvitund heims sem er staðráðinn i að standa. Og hver hefur tjáð undur mann- legra samskipta með sterkari, einfaldari og áhrifameiri mynd en Þorsteinn i kvæðinu Skipreiki: Það má að visu segja að Þor- steinn hafi fjallað um sama stef á samþjappaðri og skáldlegri hátt i kvæðinu Liðsinnii Jórvik, en hér hefur hann veitt þvi öðruvisi af- greiðslu, studda nærtækum dæm- um. t öðrum kafla bókarinnar, Orð i útskeri.er fjallað um vanda þess að vera skáld i þessum heimi, þar sem við eigum ekki lengur hin heitu afdráttarlausu orð fyrri hugsjónamennsku, heldur ein- ungis orð sem kanna umhverfið i athygli, vigahug, varúð. 1 kvæð- inu Stiklarstaðir er fjallað um skáldskap gagnvart hinu verald- lega valdi, en undan þvi flýr orð skáldsins: Orð mitt hefur flúið i fjarlægt útsker til að biða þar ragnarökkurs litið óttaslegið orð en kannski eina rétta orðið. Undarlcgt að vakna i röstinni og sjá þig gegnum ölduhjúp: land að stiga á. Með þessari ljóðabók þykir mér Þorsteinn styrkja sig enn i sessi sem eitt langbezta ljóðskáld okk- ar. Bókin bryddar að visu ekki upp á stórbrotnum nýjungum i efnistökum og stil og enn eru hugðarefni Þorsteins hin sömu, eins og einhverjir ritdómarar hafa bent á. En Þorsteinn hefur haldið áfram að meitla form sitt og fullkomna, að ég held með um- talsverðum árangri. Hitt er ann- að mál hve langt hann getur hald- ið á þeirri braut, hvort hann er ekki þegar kominn eins langt og auðið er og timi til að taka nýja stefnu. En þeirri spurningu svar- ar skáldið sjálft — og vonandi sem fyrst. Sverrir Ilólmarsson V erðlaunamynd þar, fréttamynd hér Vikan skýrir frá þvi, að myndin hér að ofan til vinstri hafi birzt i vikublaðinu Paris Match 28. október s.l. Vikan segir: ,,Hún (myndin) kemur vissulega kunnuglega fyrir sjónir, enda er hún af Hallgrimskirkjuturninum og listaverki á siðustu skúlptúr- sýningu á Skólavörðuholti. — Myndin hlaut verðlaun i um- fangsmikilli ljósmyndakeppni, sem blaðið efndi tii, og hölundurinn er 28 ára gamall Erakki, Phillippe Bésu að nafni.” Þessi mynd kom okkur hér á Þjóðviljanum einnig kunnuglega fyrir sjónir, þar sem við minntumst þess að i sumar hefð- um við birt mynd Ara Kárasonar sem var nauðlik þessari mynd. Sú mynd birtist i þjóðviljanum 23. júni, og þegar myndirnar eru bornar saman sést, að Frakkinn er seinna á ferðinni en Ari — það sést á þvi, að þegar Frakkinn tekur myndina er búið að slá meira utan af kirkjuturninum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.