Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Fyrstu skuttogararnir lagðir af stað frá Japan: VESTMANNAEY OG PÁLL PÁLSSON Átta manna áhöfn á hvoru skipi, auk tveggja japanskra tæknimanna — sjö togarar til viðbótar afhentir í janúar, febrúar og marz Á gamlársdag lögðu af stað frá Japan fyrstu tveir skut- togararnir, sem þar eru smiðaðir, togarinn VESTMANNAEY, skipstjóri Eyjólfur Pétursson, og togarinn PALL PALSSON, sem verður gerður út frá Hnifsdal, en skipstjóri á hon- um er Guðjón Arnar Kristjánsson. Skipin sigla frá Japan til Hawaieyja i fyrsta áfanga, og taka þar vistir og oliu, þaðan er svo siglt til Panamaskurðar. Þá er ætlunin að skipin sigli frá Panama norður til Halifax og þaðan heim. Þó hefur komið til álita, eftir þvi sem Kjartan Jóhannsson hjá Asiufélaginu tjáði blaðinu, að skipin taki stefnu frá Panama um Azoreyjar eða Bermunda. Ferðin tekur 6-7 vikur. A skipunum er 8 manna áhöfn á hvoru skipi, en auk þess eru með i förinni tveir japanskir tæknimenn, véla- verkfræðingur og rafmagns- verkfræðingur til aðstoðar á heimsiglingu. Við spurðum Kjartan hvort einhverjar veiðitilraunir yrðu gerðar á heimleið, og sagði hann að það yrði örugglega ekki gert, en milli jóla og nýárs fór Vestmannaey i reynsluferð undir stjórn japansks skipstjóra og gaf sú ferð góðar vonir um fyllstu hagnýtingu skipanna. — Koma skipin fullbúin veiðarfærum frá Japan? — Það verður nokkuð á reiki, en vitað er að Vest- mannaey kemur með full- komin togbúnað, og Bjartur mun einnig koma heim með fullkomin togbúnað og Páll Pálsson að verulegu leyti — þó ekki með trollhlera. — Er þetta frumsmiði hjá Japönum miðað við stærð? — Þær skipasmiðastöðvar, sem við gerðum samninga við, hafa byggt fjölmörg skip af þessari stærðargráðu (skipin eru 461,5 tonn), en óskir Islendinga eru eigi að siður verulega frábrugðnar þvi sem gerist i Japan. Þessi skip eru byggð samkvæmt reglugerð Lloyds og gerðar eru mun meiri kröfur i sambandÞwið vistaverurskipverja — gert er ráð fyrir rýmri og iburðar- meiri ibúðum fyrir skipverja en þar þekkist. Varðandi dekkbúnað og veiðarfæri er farið eftir hefðbundunum að- ferðum. Þá spurðum við Kjartan um afhendingu næstu togara, og sagði hann að samkvæmt samningum hefði átt að afhenda BJART, sem fer til Neskaupstaðar, i desember lok en afhending hans hefði tafizt til 10-12. janúar og væri ástæðan einkum sú að gerðar hefðú verið, að ósk kaúpenda, smávægiiegar breytingar sem hefðu aðeins tafið verkið, en þar að auki væru hefðbundin fri i Japan fyrstu sjö daga ný- byrjaðs árs. t janúar á að afhenda BRETTING, sem gerður verður út frá Vopnafirði, og fer skipstjórinn, Tryggvi Gunnarsson utan i dag ásamt hluta áhafnar. í febrúar á að afhenda þrjá togara, þá HVALBAK, sem verður gerður út sameiginlega af Stöðfirðingum og Breið- dælingum, RAUÐA-NÚP, sem verður gerur út frá Raufarhöfn, og DRANGEY, sem verður gerður út frá Sauðárkrók. t marz á að afhenda tvo togara, LJOSAFELL -sem verður geröur út frá Fáksrúðsfirði og ÓLAF BEKK sem verður gerður út frá Ólafsfirði. Þá hefur 10. japanski togarinn verið pantaður fyrir Skagstrendinga og erigertráð fyrir að smiði þess togara verði lokið i júli/ágúst 1973. i reynsluferð reyndist gang- hraði Vestmannaeyjar 13,4 sjómilur við 75% vélarorku en 14,2 sjómilur við fulla vélar- orku. sj. Uthlutað úr rithöfundasjóði Á gamlárskvöld var að venju úthlutað úr rit- höfundasjóði ríkisút- varpsins. Að þessu sinni hlutu þeir áttatíu þúsund krónur hvor úr sjóðnum Geir Kristjánsson og Þór- oddur Guðmundsson Dr. Steingrimur Þorsteinsson, formaður sjóðstjórnar, gerði Krossberar grein fyrir úthlutuninni og sagði að hér væru menn sem löngu væru frægir fyrir kveðskap og þýðingar. Hann sagði að i sjóðn- um væru nú i fyrsta sinn meira en hálf miljón króna. Meira en 30 skáld hafa nú fengið úthlntun úr sjóðnúm, Geir hefur samið smásögur, út- varpsleikrit og unnið mikið að þýðingum, einkum úr rússnesku. Þóroddur hefur gefið út all- margar ljóðabækur og einnig ljóðaþýðingar. Úthlutunin fór fram i Þjóð- minjasafninu. Meðal viðstaddra var forseti Islands. m s Þóroddur Guðmundsson og Geir Kristjánsson að lokinni úthlutun Kjarasamningar yið Forseti tslands hefur i dag sæmt eftirtalda tslendinga heiðursmerki hinnar islenzku fálkaorðu: Freystein Gunnarsson, fyrrv. skólastjóra, stórriddarakrossi, fyrir störf að fræðslumálum. Jón H. Bergs, forstjóra, riddarakrossi, fyrir störf að atvinnu- og félagsmálum. Jón Sigurðsson, formann Sjó- mannasambands tslands, ridd- arakrossi, fyrir störf að mál- efnum sjómanna. Frú Mariu Pétursdóttur, skóla- stjóra, riddarakrossi, fyrir störf að félags- og hjúkrunarmálum. Prófessor ólaf Björnsson, ridd- arakrossi, fyrir embættis- og félagsmálastörf. Ragnar Jónsson, forstjóra, stórriddarakrossi, fyrir stuðning við lista- og menningarmál. Séra Sigurð Ó. Lárusson, fyrrv. prófast, riddarakrossi, fyrir störf að kirkju- og menningarmálum. Sigurjón Ólafsson, myndhöggv- ara, riddarakrossi, fyrir högg- myndalist. Frú Sólveigu Benediktsdóttur kennara, Blönduósi, riddara- krossi, fyrir störf að félags- og kennslumálum. Steinþór Þórðarson, bónda á' Hala i Suðursveit, riddarakrossi, fyrir félagsmálastörf. Kjarasamningum tslenzka Alfélagsins h.f. og hlutaöeigandi verkalýðsfélaga lauk á gamlárs- dag, en þá höfðu samningafundir staðið nær linnulaust I tvo og hálfan sólarhring. Samið var um 8,62% almenna kauphækkun, sem gildir frá 1. des. 1972 og ýmis fleiri atriöi. Samningarnir hafa enn ekki verið bornir undir fundi i verkalýðsfélögunum. Þjóðviljinn sneri sér til Guðjóns Jónssonar, formanns Félags járniðnaðarmanna, en það félag var i hópi verkalýðsfélaganna, sem að samningsgerðinni stóðu. Við spurðum Guðjón, hvað hann teldi athyglisverðast við þessa samninga. t fréttatilkynningu um samningsgerðina segir: Kjarasamingi tslenzka Alfélagsins h.f. og hlutaðeigandi verkalýðsfélaga var sagt upp af hálfu verkalýðsfélaganna með þriggja mánaða fyrirvara og rann hann út hinn 1. desember siðastliðinn. Fyrsti fundur samningsaðila var haldinn þann 17. október Guðjón sagði: Þarna var i fyrsta sinn samið um að verkafólk fengi sérstaka greiðslu upp i orlofskostnað. Get- ur þessi greiðsla numið allt að 6000,- kr. á ári, ef menn leggja fram reikninga t.d. fyrir dvöl i einhverju af orlofshúsum verka- siðastliðinn og voru þar lagöar fram tillögur aðila um breytingar á samningnum. Fjöldi samninga- funda hefur verið haldinn siðan og samningar tókust aðfaranótt hins 31. desember án þess að til v i n n u s t ö ð v u n a r kæmi. Samningar voru undirritaðir á gamlársdag i Straumsvik, og höfðu þá fundir staðið linnulitið i tvo og hálfan sólarhring. lýðshreyfingarinnar, eða öðrum beinum kostnaði i tengslum við sumarleyfi. Upphæðinni er lika hægt að safna saman i allt að þrjú ár og þá getur þetta nægt fyrir farmiða til útlanda. Einnig var samið um sérstaka kaupauka fyrir erfiðustu og ÍSAL Veigamestu atriði hins nýja samnings eru þessi: Samið var um nýtt iaunaflokkakerfi, sem byggist á röðun i stað starfsmats áður. Samkvæmt hinu nýja flokkakerfi eru launaflokkar nú 9 i stað 14 áður. Af þessum breytingum leiöa nokkrar til- færslur einstakra starfsmanna og Framhald á 15. siðu. óþrifalegustu störfin. Annars er þessi samningsgerð mjög flókin. Það eru 10 verka- lýðsfélög, sem að samningunum standa, og innan sumra félag- anna margir mismunandi hópar, með sitthvert vaktafyrirkomulag og dagvinnukerfi. Guðjón Jónsson um samningana: Sérstök orlofsgreiðsla og kaupauki "GÓÐA VEIZLU GERA SKAU' BRÚÐKAUP, fermingarveizlur, afmælishóf, átthagafélagssamkomur eða annar mannfagnaður standa fyrir dyrum hjá einhverjum dag hvern. Þá vaknar spurningin: hvar skal haida hófið? Ef aðstæður leyfa ekki að hafa veizluna heima fyrir, þá er næst að hringja í Hótel Loftleiðir. Þar eru salarkynni fyrir hvers konar samkvæmi. Allar upplýsingar í síma 22322.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.