Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 15
Miílvikudagur :i. janúar 197S ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15. Rœða forseta Framhald af 4. siöu. hans og allra annarra sem safn- azt hafa til feðra sinna. Og nú höldum vér til móts við hið nýja ár, til móts við erfiðleik- ana og gleðina, hið súra og hið sæta, sem það mun bera i skauti sinu. Ég sendi kveðju mina til yð- ar allra. Vér tölum nú mikið um hafsvæðin umhverfis landið. bau eiga að vera bjargarlind vor. Ég leyfi mér að þessu sinni að senda sjómönnum sérstaka kveðju. A þeim mæðir mest, ef oss á að nýt- ast sú lind. Þeir draga björgina i búið og þeir verja miðin. Hugur vor allra, sem i landi sitjum, fylg- ir þeim sem hlotið hafa það vandasama og hættulega hlut- skipti. Megi hamingjan vera með i starfi þeirra. Sem lokaorð og eins konar einkunnarorð viö upphaf þessa árs vildi ég velja þetta erindi eftir Jón Helgason: Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend á himni ljómar dagsins gullna rönd, sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi i hönd. Sæll er hver sá sem getur fagn- að nýjum degi eða nýju ári með þviliku hugarfari. Ég veit að verkin, sem vinna þarf, eru mörg og misjöfn og bjóða ekki öll á sama hátt upp á skemmtilegan vinnudag. Engu að siður vildi ég óska hverjum og einum þess, að hann mætti finna gleði og full- nægju i starfi sinu, og ekki siður i þeim mörgu stundum og dögum, sem menn eiga nú að geta ráðið yfir til að sinna hugðarefnum sin- um utan daglegs starfs. Hvort tveggja verður með nokkrum rétti kallað vinna, athöfn,þörf. Og vinnan er guðs dýrð, segir skáld vort. Starfandi og skapandi er maðurinn fegurstur og um leið hamingjusamastur. Gleðilegt nýár. Ræða Ólafs Framhald af bls. 6. ur, opinberir starfsmenn gera kröfur, námsmenn gera kröfur, svo aðeins séu nefnd nokkur dæmi af handahófi. Þvi miður eru allar þessar kröfur allt of oft miðaðar við þrengstu stundarhagsmuni þess eða þeirra, sem i hlut á, al- veg án tillits til heildarhagsmuna þjóðfélagsins. Og til hvaða aðila eru þessar kröfur gerðar? Lang- oftast allar til hins opinbera. Það er stundum engu likara en að litið sé á hið opinbera, sem einhverja ófreskju utan og ofan við mann- félagið. Stundum birtast i slikum samþykktum næsta broslegar þversagnir, eins og t.d. þegar menn lýsa áhyggjum yfir hruna- dansi verðbólgu, en gera jafn- framt kröfur á hendur hinu opin- bera um fjárveitingar eða aðrar aðgerðir, sem ýta mundu undir verðbólgu. Hitt er fátiðara, að menn geri kröfur til sjálfs sin. Sumum finnst hér e.t.v. ekki um áhyggjuefni að ræða. En mér fyrir mitt leyti stendur orðið nokkur stuggur af kröfuhugarfar- inu og ég held, að það sé komið út i öfgar, þó að mér sé auðvitað ljóst, að menn verða oft að ganga tæpitungulaust eftir sinu. Það væri að minum dómi mikil fram- för, ef menn slökuðu á hinum skefjalausu kröfum til sam- félagsins, en færu þess i stað að gera meiri kröfur til sjálfs sin. Það eru einföld sannindi, sem við verðum að lifa eftir, þegar til lengdar lætur, að við megum ekki eyða meiru en við öflum. Við get- um ekki skipt annari köku en þeirri, sem okkar er. Nauðugir viljugir verðum við að sniða okk- ur stakk eftir vexti. Það skulum við muna á komandi ári og reyna að fara að hamla gegn kröfupóli- tikinni og verðbólguhugarfarinu, sem er undirrót svo margra meinsemda i okkar þjóðlifi. En til þess þarf samtaka þjóð. Framfarir á öllum sviðum á ytra borði samfélagsins eru ein- kenni á okkar öld. Manni koma i hug flugsamgöngur heimshorna á milli, tunglferðir, orkubeizlun alls konar, iðnvæðing, atómvis- indi o.s.frv. Vald mannsins yfir náttúruöflunum og umhverfi sinu er orðið undravert. Mætti um það flytja langt mál. En það liggur við, að maður freistist til að segja, að raunvisindamennirnir séu farnir að gera kraftaverk. En spurningin er, hefur maðurinn á þessari miklu framfaraöld náð að sama skapi valdi yfir sjálfum sér? Hefur hann náð valdi yfir sinum innra manni? — yfir hugsun sinni og skapsmunum? Er hann hamingjusamari? Hefur hann öðlazt meiri sálarfrið? Ég held, að þvi miður verði aö svara þessum spurningum neitandi. Ég held þvert á móti, að i ölduróti allra framfaranna og vel- megunarinnar sé maðurinn rót- slitnari, friðlausari, ráðvilltari og reikulli en nokkru sinni fyrr. Það á ekki aðeins við um ungu kyn- slóðina, þó að hún sé viðkvæmari og veikari fyrir, svo sem eðlilegt er. Þess vegna er mönnum nú hættara við en oft áður aö villast inn á brautir, sem leiða til ófarnaðar og óhamingju og falla fyrir margvislegum freistingum, svo sem ofdrykkju, eiturlyfjum, fjármálaóreiðu o.s.frv. Þrátt fyr- ir ytri velsæld er eins og einhver tómleiki hið innra með manni. Maðurinn er ekki i sátt við sjálfan sig og skortir valdið yfir sjálfum sér. Ég held, að þetta sé eitt af stærstu vandamálum nútimans. Ég held, að á komandi ári og i næstu framtið þurfum viö að gefa þessum málum gaum, ekkert sið- ur en efnahagsmálum og timan- legri velferö mannsins. Við þurf- um að vinna að mannbótum. Skáldið örn Arnarson segir: ,,Til eru menn, sem vaka og vinna, vanda hrinda erfðasynda, nætursorta breyta i birtu, bjartan neista úr ösku reistu. Til er ást og hjálpfús hreysti, hógvær snilld og göfug mildi, önd er leysa álögbundna undan' köldum myrkravöld- um”. Það er þörf á mörgum slikum mönnum, ekki aðeins i hópi presta og kennara, sem menn i fljótu bragði kynnu að segja, að þetta stæði næst, heldur i hvaða starfsstétt sem er. En á engum er þó skyldan jafn brýn eins og á móður og föður. Það er oft vandratað fyrir smá- þjóð eins og tslendinga i viðsjálli veröld. Það er sleipt i mörgu stigaþrepi. t samskiptum okkar við aðrar þjóðir eigum við að minum dómi að fylgja þeirri sjálfsögðu reglu, að vera ekki með ýfingar við neina þjóð að fyrra bragði, eiga við allar þjóðir vinsamleg samskipti, án tillits til stjórnarforms og þess hvernig þær halda á sinum innanlands- málum. Það er þeirra mál. Hve- nær sem er og hvar sem er hljót- um við þó að mótmæla gamalli nýlendustefnu og yfirdrottnun einnar þjóöar yfir annarrl Skoð- un okkar og sannfæringu eigum við að láta einarðlega uppi við hvern sem er, vini okkar eigi sið- ur en aðra. Þvi aðeins munum við einhvers virtir og tillit til okkar tekið. Við getum ekki alltaf snúið okkur undan og ekki látist sjá það, sem er að gerast i þjóðasam- félaginu. Hitt liggur i hlutarins eðli, að á alþjóölegum vettvangi verðum við íslendingar aldrei fyrirferðarmiklir. A þeim vett- vangi hafa á árinu gerzt mörg tið- indi, sem væru umræðu verð. Ég ætla þó hér aðeins að nefna þrjú eða fjögur málefni varðandi þjóðasamskipti, sem mér eru sér- staklega rik i huga nú við áramót- in. Það er min skoðun og reynsla, að engin þjóð hafi reynzt Is- lendingum betur en Bandarikja- menn. Þeim mun sárari von- brigðum veldur, að nú skuli hafn- ar á nýjan leik hinar hryllilegu loftárásir á Norður Viet-Nam, eftir að svo virtist sem friður væri á næsta leiti og eftir að Banda- rikjaforseti hafi stigið hin mikil- vægu spor til að bæta sambúðina við Kina og Sovétrikin. Okkur eru þessar skelfilegu loftárásir nú með öllu óskiljanlegar. Við hljót- um að fordæma þær og mótmæla þeim af öllum okkar sann- færingarkrafti. Við Islendingar erum að sjálf- sögðu sárlega reiðir við Breta, gamla vinaþjóö, sem við reynd- um eftir getu — og ekki án fórna aðflytja matvæli.til i siðari heims- styrjöld — já einmitt fiskinn. Mörgum brezkum togarasjó- manninum höfum við bjargað við Islandsstrendur á umliðnum ár- um og öldum. Nú svara brezkir togarasjómenn með formæling- um og grjótkasti i islenzka lög- gæzlumenn og tilraunum til ásiglinga á islenzk gæzluskip. Auðvitað geta Bretar látið okkur kenna aflsmunar, en þá mundu þeir fá blett á eina siðu sögu sinn- ar. Við skulum þvi enn setjast niður og leysa ágreininginn á þann hátt, sem verða má til sóma og gagns fyrir báðar þjóðir. Við tslendingar erum bæði hryggir og gramir yfir afstöðu Norðurlandanna til tillögu Is- lands og fleiri rikja um náttúru- auðlindir i hafinu á nýafstöönu Allsherjarþingi. Afstaöa þeirra til þessa stærsta lifshagsmunamáls okkar, sem þeim hefur verið gerð rækileg grein fyrir, er okkur óskiljanleg. Viöbrögðum þeirra þar getum við ekki gleymt um sinn. Það vil ég segja þeim frænd- um okkar og vinum i fullri hrein- skilni. Við styðjum og vinnum að hug- myndinni um öryggismálaráð- stefnu Evrópu. Við vonum, að hún beri þann árangur, að þjóðir þurfi ekki að hafa erlent herlið i landi sinu. Að sjálfsögðu biða varnar- liðaviðræöur okkar við Banda- rikjamenn ekki eftir niðurstöðum hennar. Að lokum þetta: Hvað sem öðru liður, þá skulum við leggja sem mesta áherzlu á þjóðareiningu, ekki aðeins i landhelgismálinu, þar sem hún ásamt hæfilegu út- haldi mun færa okkur sigur, held- ur og i sem flestum öðrum sam- eiginlegum hagsmunamálum þjóðarinnar allrar. Það ætti ekki að vera þörf á þvi að heyja linnu- lausa kosningabaráttu allt kjör- timabiliö, og ég efast um að við höfum efni á þvi, ekki stærri en við erum. Látum Sturlungaöldina æ verða okkur viti til varnaðar. Ég vil svo Ijúka máli minu með þvi að gera ósk skáldkonunnar Huldu að minni: Ég óska þjóðinni allri árs og friðar á komandi ári. ÍSAL Framhald af bls. 3. leiðréttingar, þar sem þeirra þótti þörf. Samið var um 8.62% almenna kauphækkun sem gildir frá 1. desember 1972. Innifalin i kaup- hækkun þessari er 6% hækkun sú, sem samkvæmt almennum samningum verkalýðsfélaganna á að koma til framkvæmda hinn 1. marz næstkomandi. Einnig var samið um nokkra lengingu orlofs. Ýmis smærri atriði voru af- greidd með sameiginlegum yfir- lýsingum aðila. Samningur þessi tekur til Verkamannafélagsins Hlifar, Verkakvennafélagsins Fram- tiðarinnar, Félags Bif- vélavirkja, Félags blikk- smiða, Félags járniðnaðarmann, Rafiðnaðarsambands Islands vegna Félags islenzkra rafvirkja og Sveinafélags útvarpsvirkja. Verzlunarmannafélags Hafnar- fjarðar, Félags byggingar iðnaðarmanna i Hafnarfirði og Félags matreiðslumanna Forystumenn félaganna undirrituðu samninginn með venjulegum fyrirvara um sam þykki félagsfunda. Samningurinn gildir frá 1 janúar 1973 til 1. janúar 1974, þt með þeirri undantekningu, af kauphækkun gildir frá 1. desem ber, eins og að ofan er greint. Maðurinn minn GUÐLAUGUR BRYNJÓLFSSON, fyrrvcrandi skipstjóri og útgerðarmaður frá Vestmanna- eyjuin, lézt að morgni 30. desember. Sæbjörg Guðmundsdóttir. ,,Ó Island, fagra ættarbyggð, um eilifð sé þin gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum i, svo verði Islands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar Islandsbyggð sé öðrum þjóðum háð”. Til áskrifenda NEISTA 8. tölublað NEISTA kom út rétt fyrir jól og ætti nú að hafa borizt áskrifendum. Liklegt er þó að nokkur hluti áskrifendanna hafi ekki feng- ið þetta blað enn þá, og biðjum við þá að endurnýja áskriftina hið fyrsta, simleiðis (17513) eða bréflega. Astæðan til þess, að þetta er nauðsynlegt, er Innbrot hjá Fylkingunni 2. desember s.l. var framið innbrot hjá Fylkingunni að Laugavegi 53A. Virðist innbrotið hafa verið einungis af pólitiskum toga, þvi þjófurinn hafði á brott með sér þá einunafnaskrá, sem var á skrifstofunni, sem sé áskriftar- skrá NEISTA en ekki annað. Að visu var til önnur áskrift- arskrá geymd á öðrum stað, en þvi miður var hún ekki alveg fullkomin. Þvi er það, að einn og annar áskrifandi hefur ekki fengið 8. tölublaðið sent heim. Gerizt áskrifendur aö NEISTA Askriftargjald NEISTA er aðeins kr. 300 á ári, og er þá gert ráð fyrir talsvert aukinni útgáfu frá þvi sem var á siðasta ári. NEISTA þarf ekki að kynna meðal hinna mörgu, sem keypt hafa blaðið á götum úti og á vinnustöð- um á undanförnum árum. Þeir, sem vilja gerast áskrif- endur eru beðnir að hringja i sima 17513 eða skrifa til NEISTA, Laugavegi 53A. Meðal annars, sem Fylkingin gefur út, og hægt er að fá keypt i nokkrum bókabúðum, hljómplötuverzlunum og að Laugavegi 53A er: Tímaritið Kommúnistinn, 1. tbl. Meðal efnis eru greinar eftir Véstein Lúðviksson, Guðmund Hallvarðsson, Kristján Sigvaldason, Ara Trausta Guðmundsson, Gest ólafsson og Jóhann Pál Arnason. Einnig efni frá starfshópum Fylkingarinnar o.fl. Inngangur að hagfræðikenningu Marxismans eftir E. MANDEL. Sóleyjarkvæði Hljómplatan með Jóhannesar úr Kötlum við tónlist Péturs Pálssonar. Sendum út á land Hafið samband við skrifstofu Fylkingarinnar. Verkafólk til sjós og lands og reyndar þið öll, sem áhuga hafið og þörf fyrir bylting- arsinnað námsstarf, takið þátt i námshópum Fylkingar- innar. Nokkrir nýir námshópar munu hefja starf sitt á næstunni og nýr byrjendaleshringur verður þá einnig fáanlegur. Þátttaka i námshópunum er ekkibundin við þá sem eru félagar i Fylkingunni. Gerið ykkur sjálf aö áhrifameiri þátttakendum i stéttabaráttunni með skipu- lögðu námsstarfi. Leitið upplýsinga á skrifstofu Fylking- arinnar. FYLKINGIN, BARÁTTUSAMTÖK SÓSÍALISTA LAUGAVEGI 53A, SÍMI 17513 (skrifstofan er yfirleitt opin frá 5 e.h. til 10) Bókari — ritari Staða bókara i launadeild skrifstofu rikis- spitalanna er laus til umsóknar nú þegar. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist skrifstofunni, Eiriksgötu 5, fyrir 8. janúar n.k. Umsækjendur greini sérstaklega i umsókn sinni hvenær þeir geti hafið starf. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik 2. janúar 1973 Skrifstofa rikisspitalanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.