Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur :!. janúar 1973 FRA VÍETNAMFUNDIh Góðir fundarmenn. Hvernig stendur á þvi að sprengjurnar halda enn áfram að falla yfir Vietnam, tæta i sundur likami og mannvirki, svo að þaö takmark virðist skammt undan sem bandariskur hershöfðingi orðaði svo, að landið skyldi sprengt aftur á steinaldarstig? Hvernig stendur á þvi að slik óhæfuverk, einhver hin sið- lausustu i gervallri mannkyns- sögunni,halda áfram — á sama tima og risaveldin tala um sibatnandi friðarhorfur og hafa staðfesl það umtal með fjölmörg- um samningum sem undirritaðir hafa verið á þessu ári? Umtalið um vaxandi friðar- horfur og varanlegt öryggi er sem kunnugt er bundið svokölluðu valdajafnvægi sem er i þvi fólgið að risaveldin ráða hvort fyrir sig yfir helsprengjum sem geta ger- eytt öllu mannkyni, og þeim Astæöan er sú að valdajafn- vægið styðst einnig við skiptingu hnattarins i áhrifasvæöi, en frá þeirri skiptingu var gengið i meginatriðum undir lok siðustu heimsstyrjaldar. Þá — árið 1945 — höfðu Vietnamar sjálfir hrist af sór nýlenduhlekkina og yfirbugað hernámslið Japana. Þeir höfðu kjörið sór þing, myndað rikis- stjórn og lýst yfir sjálfstæði með tilvitnunum i hina sigildu frelsis- yfirlýsingu Bandarikjanna. Þeir töldu sig réttilega meðal sigur- vegaranna i styrjöldinni miklu gegn fasismanum og gerðu nú til- kall til sigurlauna sinna; þeir sendu fagnandi skeyti til banda- manna sinna, hinna sigursælu stórvelda, og óskuðu viður- kenningar á sjálfstæði sinu og rikisstjórn; þeir sendu skeyti til Sameinuðu þjóðanna og óskuðu aðildar. Magnús Kjartansson Hvert einasta stórhýsi hafði verið eyðilagt, en i þessu fátæka landi voru stór hús fyrst og fremst skólar, sjúkrahús, kirkjur og musteri. Einu borgirnar sem eftir stóðu voru Hanoi og Haiphong, og var þó Haiphong illa leikin. Það eru þessar tvær borgir sem að undanförnu hafa eínnig verið tættar sundur. I þessari ferð kynntist ég æðru- leysi Vietnama og þakklæti þeirra til samherja sinna hvar- vetna um heim. En það vakti sér- staka athygli mina að Vietnamar bundu vonir sinar ekki sizt við bandarisku þjóðina sjálfa; Bandarikjamenn sem höfðu barizt gegn árásarstyrjöldinni og sumir kostað lifinu til voru þjóð- hetjur i Vietnam, myndir af þeim sáust hvarvetna, allir þekktu nöfn þeirra. Þessar vonir sem Vietnamar bundu við bandarisku þjóðina hafa siðan verið að rætast i sivaxandi mæli. Fátt hefur gerzt ánægjulegra á undanförnum ár- um en menningarbylting sú sem orðið hefur i Bandarikjunum, ekki sizt meðal unga fólksins, og beinzt hefur i vaxandi mæli gegn arðránsstefnu bandariskra auð- hringa og árásarstyrjöld þeirra i Vietnam. Svo viðtæk var þessi andstaða orðin að hún hafði molað sundur heragann; Banda- rikjastjórn gafst upp á að beita landhersinum i Vietnam ekki sizt vegna þess að hermennirnir voru hættiraðhlýðnast fyrirskipunum. Enginn dregur i efa að yfir- gnæfandi meirihluti bandarisku þjóðarinnar er gersamlega and- snúinn árásarstyrjöldinni i Vietnam. Sizt af öllum mun Nixon forseti draga það i efa, en hann notaði það sem kosningabeitu fyrir forsetakjörið að hampa full- gerðum friðarsamningi við rikis- stjórnina i Hanoi og þjóðfrelsis- fylkinguna i Suður-Vietnam, Sigur Víetnama mun hafa heimssöguleg áhrif vopnum er i sifellu hampað i eld- flaugastöðvum, kafbátum og flugvélum. Óttinn við gagnárás og tortimingu á að vera forsenda friðarins, og siðan segja stór- veldi máttarminni fylgirikjum sinum að skriða i skjól hjá sér; smáþjóðirnar eiga að vera hólpnar með þvi að njóta náðar annars hvors hinna voldugu verndara. Hið hvita blóm friðarins á að vaxa og dafna i skugga helsprengjunnar; sið- ferðislögmálið er Mósekenningin forna um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En hvernig stendur þá á þvi að enn halda sprengjurnar áfram að tæta Vietnam aftur á steinaldar- stig? Er Norður-Vietnam ekki sósialiskt riki; hefur það ekki tryggt sér vernd og umhyggju hinna volduga Sovétrikja með fjölmörgum samningum? Hvernig má það þá vera að bandarisk stjórnvöld hafa að undanförnu getað einbeitt sér að þvi að jafna við jörðu Hanoi og Haiphong án þess að þurfa að óttast að Washington og New York hlytu sömu örlög? En Vietnömum var ekki svarað. Stórveldin höfðu úr- skurðað að frelsisbarátta Vietnama félli ekki inn i það nýja kerfi sem risa skyldi úr rústum heimsstyrjaldarinnar; Vietnam skyldi eftir sem áður vera hluti af áhrifasvæði Frakka. Og senn komu frönsku nýlenduher- sveitirnar aftur, það erlenda vald sem áður hafði mergsogið Vietnam i nærfellt hundrað ár. Vietnamar reyndu þá að tryggja sér þó ekki væri nemaheimastjórn með samningum við frönsku ný- lenduherrana, en þegar það mis- tókst hurfu frelsishersveitirnar á nýjan leik upp i fjöllin og út i frumskógana og héldu baráttu sinni áfram. Þá baráttu háðu Vietnamar einir og óstuddir eins og fyrr, ekki viðurkenndir af neinum, fyrr en Kinverjar höfðu leitt sina byltingu til sigurs og raskað svo um munaði öllum áformunum um áhrifasvæði og valdajafnvægi. Þessa sögu þarf ég ekki að rekja áfram; allir þekkja meginþætti hennar: Hvernig Vietnamar gersigruöu frönsku nýlenduherina 1954, hvernig Bandarikin tóku við hlutverki kúgaranna og hafa siðan magnað styrjaldarrekstur sinn svo mjög allt til þessa dags, að ekkert land- svæði á hnettinum hefur orðið fyrir jafn altækum tortimingar hernaði, engin þjóð i sögu mann- kynsins verið beitt jafn siðlausum grimmdarverkum. Á þessum tima hafa þeim mönnum sem fyrir aldar- fjórðungi hurfu einir og óstuddir út i frumskóga og fjöll vissulega áskotnazt öflugir bandamenn. Vietnamar hafa fengiö ómetan- lega efnahagslega og hernaðar- lega aðstoð frá Sovétrikjunum, Kina og öðrum sósialiskum rikj- um. En sú staðreynd er enn óbreytt að þeir falla ekki inn i það kerfi áhrifasvæða og valdajafn- vægis sem samið var um i lok siðustu heimsstyrjaldar. Þess vegna dirfist Bandarikjastjórn að halda niðingsverkum sinum áfram án þess að þurfa að óttast að hið nýja Móselögmál risa- veldanna komi til framkvæmda, án þess að bandarisk börn brenni i bensinhlaupi og bandariskar borgir breytist i rústir. Það er einmitt þetta sem er af- brot Vietnama, að þeir hafa neitaðað láta stórveldin segja sér fyrir verkum, að þeir krefjast þess að fá að ráða landi sinu einir og frjálsir, hvað sem öllu sam- komulagi um áhrifasvæði liður. Sigur Vietnama i þessari baráttu — og um þann sigur þarf enginn að efast — mun hafa heimssögu- leg áhrif, móta stjórnmála- þróunina á næstu áratugum, eggja fátækar, kúgaðar þjóðir tií baráttu og stuðla að þvi að mola i sundur arðránskerfi hinna auðugu rikja og drottnunarkerfi risaveldanna. Ég ferðaðist um Norður- Vietnam fyrirfjórum árum og fór m.a. um þau héruð sem þá voru verst leikin af bandariskum loft- árásum. Ég sannreyndi þá hvert mark er takandi á þeim banda- riska áróðri að loftárásirnar beinist að hernaðarskotmörkum. 1 þeim héruðum sem ég fór um höfðu allir þéttbýlisstaðir, borgir og bæir, verið jafnaðir við jörðu; þar stóð ekki steinn yfir steini. samningi sem aðeins var eftir að skrifa undir. Með framferði sinu eftir kosningar hefur Nixon for- seti tryggt sér sess i mannkyns- sögunni við hlið manna, sem ég tel þarflaust að nefna en hvert ykkar getur rifjað upp i hugskoti sinu. En hann hefur einnig sannað á eftirminnilegasta hátt, hverja hann telur afstöðu bandarisku þjóðarinnar, og haldi hann áfram að ganga i berhögg við hana er hann að efna til ófyrirsjáanlegra atburða i heimalandi sinu. Ég minntist á það i upphafi hvernig styrjöldin i Vietnam væri afleiðing af þeirri ákvörðun sigurvegaranna i heims- styrjöldinni siðari að reyna að skipta hnettinum i áhrifasvæði. Einnig við tslendingar vorum þá dregnir i dilk án þess að við vær- um um það spurðir; við lentum á miðju áhrifasvæði Banda- rikjanna, og i samræmi við það kröfðust bandarisk stjórnarvöld þriggja herstöðva hérlendis til 99 ára þegar haustið 1945. Við höfum siðan búið við bandariskt her- nám, fyrst dulbúið, en siðan ógrimuklætt i meira en tvo ára- .v;. ,J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.