Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. janúar 1973 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 9 tugi. Við höfum einnig verið flekaðir inn i hernaðarbandalag undir forustu Band’arikjanna. Með þessu móti hefur fullveldi okkar og sjálfræði verið skert til verulegra muna, en sá vandi snýr að fleirum en okkur einum. Með þvi að una þessu ástandi og heimila herstöðvar i landi okkar höfum við tekið á okkur þung- bæra siðferðilega ábyrgö á yfir- gangsstefnu Bandarikjanna og árásarstyrjöld þeirra i Vietnam. Góðu heilli unnu þeir flokkar sigur i siðustu kosningum sem ekki vilja una bandariskum her- stöðvum á Islandi, og hið ský- lausa fyrirheit um brottför hersins á kjörtimabilinu er einn af hornsteinum núverandi rikis- stjórnar. Ögnarverkin i Vietnam þurfa að verða okkur öflug hvatning til þess að framkvæma það fyrirheit til fulls á sem skemmstum tima. Þvi miður er ekki enn hliðstæð samstaða um úrsögn okkar úr Atlanzhafsbandalaginu, en á meðan við eigum að heita full- gildir aðilar að þeim samtökum gætum við tekið upp sjálfstæðari stefnu innan þeirra eins og við höfum þegar gert á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og á fleiri sviðum alþjóðamála. Það færi til að mynda vel á þvi að íslendingar tækju undir þær tillögur danskra og norskra stjórnmála- manna að krefjast þess að styrjöldin i Vietnam verði tekin fyrir á næsta ráðherrafundi Atlanzhafsbandalagsins. Á sama hátt þurfa fslendingar að búa sig vel undir þátttökuna i hinni væntanlegu ráðstefnu um öryggismál Evrópu. Þar verður vafalaust reynt að tryggja svo- kallað öryggi i Evrópu með þvi að festa i sessi áhrifasvæði, hernaðarbandalög og þann gervi- frið sem styðst við hótanir um gagnkvæma tortimingu. fslendingar og aðrar smáþjóðir i Evrópu þurfa að fylgja þvi for- dæmi Vietnama að neita að sætta sig við slika skiptingu. Á öryggis- ráðstefnunni ber okkur að flytja kröfur um fullt sjálfstæði allra þjóða, um afnám hernaðarbanda- lag og allra herstöðva stórvelda i löndum annarra þjóða. Aðeins með slikri stefnu, fullu jafnrétti allra þjóða, smárra og stórra, verður tryggður varanlegur friður og raunverufegt öryggi. Með slikri baráttu værum við fslendingar i verki að tryggja dýrmætustu hagsmuni sjálfra okkar, jafnframt þvi sem við kæmum til liðs við aðrar þær þjóðir sem berjast fyrir rétti sin- um og fullveldi, og þá ekki sizt Vietnama sem áratug eftir ára- tug hafa með hetjubaráttu sinni brennt inn i vitund mannkynsins þær hugsjónir sjálfsvirðingar, frelsis og fullveldis sem eru öllum öðrum æðri. Við íslendingar látum nú til okkar taka i stuðningi við Vietnama á afdráttarlausari hátt en nokkru sinni fyrr. Rikisstjórn íslands hefur mótmælt loftárás- um siðustu vikna á formlegan hátt við rikisstjórn Banda- rikjanna. Rikisstjórn fslands hefur greint frá þeirri ákvörðun sinni að viðurkenna rikisstjórnina i Hanoi til þess að leggja þannig áherzlu á stuðning sinn við sjálf- stæðisbaráttu Vietnama. Þjóð- frelsisfylkingunni i Suður- Vietnam hefur verið tilkynnt að henni sé heimilt að opna skrif- stofu á tslandi. Allt eru þetta ánægjuleg umskipti i islenzkum utanrikismálum. Hitt skiptir þó mestu máli og er raunhæfastur stuðningur að við gerum sjálfir hreint fyrir okkar dyrum með þvi að framkvæma þá sjálfstæðu stefnu sem ég vék að áðan, með þvi að vinna fullnaðarsigur i landhelgismálinu, með þvi að reka allt erlent hernámslið af landi okkar. Þetta er ekki fyrst og fremst glæpur, þetta er fyrst og fremst vitfirring. Þannig hljóta margir að hafa hugsað, þegar Banda- rikjaforseti hóf jólahátiðina með loftárásum á borgir og bæi i Norður-Vietnam. Svo erfitt var að finna skyn- samlega skýringu á þessum árás- um, sem virðast einkum gerðar á óbreytta borgara — á börn, gamalmenni og konur, enda hefur enn ekki verið leitast við af hálfu Bandarikjastjórnar að veita nokkra skýringu á þessu glæp- samlega athæfi. Hitler hafði þá skýringu á reiðum höndum, þegar hann hóf loftárásir á brezkar borgir i byrjun siðari heimsstyrjaldar, að hann væri að reyna að neyða brezku stjórnina til uppgjafar og tryggja nazistum sigur. Nixon og ráðgjafar hans ættu að vita það manna bezt, aö Bandarikjamenn geta ekki unnið sigur i Vietnam, jafnvel þótt þeir leggðu allar borgir i öllu Indó- Kina i rústir. Meðan einhver Vietnami stendur uppi, geta og hetjulegri. Borgarastyrjöld er búin að geisa i Suður-Vietnam i áratugi með öllum þeim hörm- ungum, sem styrjöld fylgja. Sið- asta áratuginn hefur annar að- ilinn verið studdur af mesta her- veldi heimsins og það hefur beitt öllum þeim eyðileggingarmætti, sem nútimatækni ræður yfir til að koma andstæðingunum á kné. Þar hefur verið haldið uppi enn hrikalegri loftárásum en i Norður-Vietnam. Þar hefur eitur- gasi og sýklum verið beitt. þegar annað þótti ekki vænlegt til árangurs. Þar liggja þorp og borgir i rústum. Þar hefur öllum gróðri verið eytt á stórum lands- svæðum. Tala fallinna, særðra og limlestra skiptir miljónum og tala flóttafólks er enn hærri . Samt heldur þjóðin i Suður- Vietnam reisn sinni. Samt er þjóðfrelsishreyfingin þar sterkari og öflugri og sigurvissari en nokkru sinni fyrr. Sagan á fá dæmi um glæsilegri baráttu, um meiri þrautseigju eða meiri hetjuskap. Sjaldan eða aldrei hefur erlent ofurefli verið sigrað á eftirminnilegri hátt. Þessvegna verður okkur sérstaklega hugsað á þessum fundi til þjóðfrelsis- hreyfingarinnar i Suður-Vietnam, og þaö er ósk okkar og krafa, að henni verði veitt sú virðing, sem hetjuleg barátta hennar verð- skuldar. En fyrst og fremst er það þó krafa okkar i dag, að Bandarikja- menn fari frá Vietnam og hætti öllum styrjaldarrekstri þar. Ef Bandarikjamenn hefðu ekki af vanhyggindum og margvislegum misskilningi blandað sér i átökin þar, væri fyrir löngu kominn frið- ur i Vietnam, og þá hefði verið komizt hjá öllum þeim blóðsút- hellingum og öllum þeim hörm- ungum, sem þar hafa orðið sið- ustu árin. Við krefjumst þessa Þórarinn Þórarinsson Bandaríkin hætti öllum hernaði í Víetnam Bandarikin ekki unnið neinn endanlegan sigur i Vietnam. Á þessu er sú einfalda skýring, að enginn Vietnami mun ónauöugur sætta sig við yfirdrottnun innrásarmanna frá Ameriku eða Evrópu. Loftárásirnar á borgirnar i Vietnam eru vitfirring manns, sem veit, að hann er búinn að tapa, en kann ekki að tapa á drengilegan hátt. Atburðir siðustu daga hafa hinsvegar sýnt, að ekki er aðeins mikið til af vitfirringu i heimin- um, heldur einnig mikiö af skyn- semi, mannúð og manndómi. Um langt skeið hefur ekki risið hærri mótmælaalda en sú, sem reis gegn loftárásunum á borgir Norður-Vietnams. Þess ber jafn- framt að minnast, að þessi mót- mælaalda reis hæst hjá stjórn málamönnum og almenningi i vestrænum löndum, og þó hvergi hærra en i Bandarikjunum sjálf- um. Allar likur bentu til, að það hefði orðið fyrsta verk Bandarikjaþings eftir áramótin, þegar það kemur saman til nýs fundar, að stöðva allar fjárveit- ingar til styrjaldarinnar i Vietnam, ef loftárásunum á borgir Norður-Vietnam yrði ekki hætt fyrir þann tima. Það voru þessi almennu mótmæli, ásamt þolgæði ibúanna i Norður- Vietnam, sem knúðu Nixon til að hætta loftárásum á borgir þar að sinni. Þetta sýnir vel, hve al- menningsálitið i heiminum getur verið voldugt, þegar það beitir sér til fulls. En það gildir um þetta, eins og svo margt annað, að hér þarf stöðugt að vera á verði. Það er ekki nóg að krefjast þess, að loftárásum á Norður-Vietnam sé hætt að sinni, það verður engu siður, heldur enn frekar , að krefjast þess, að þær verði aídrei hafnar að nýju. Til þess erum við m.a. komin 'saman hér i dae, að við berum fram þá kröfu að Bandarikin hætti endanlega öllum loftárásum i Vietnam og öllum öðrum hernaðaraðgerðum þar. Fyrr verður ekki friður i Vietnam. Sjaldan hefur þjóð notið jafn al- mennrar samúðar og aðdáunar i heiminum og Norður-Vietnamar eftir að loftárásir hófust á borgir þeirra og bæi. Augljóst var, að þær ógnir og hörmungar, sem loftárásum fylgja, myndu ekki veikja einbeittni þeirra og úthald, heldur efla samheldni þeirra og sigurvilja. Þessi fundur er m.a. haldinn til að láta i ljós samúð fslendinga og virðingu fyrir þeirri hetjudáð, sem hér hefur veriö unnin. Þessa virðingu og viður- kenningu tslendinga þarf rikis- stjórnin að árétta með þvi aö taka upp stjórnmálasamband við rikisstjórnina i Norður-Vietnam. En þótt Norður-Vietnamar verðskuldi samúð og virðingu, finnst mér hlutur Suður- Vietnama vera i senn hörmulegri ekki aðeins vegna fólksins i Vietnam, sem þráir og þarfnast friðar meira en nokkurs annars. Við krefjumst þessa ekki siður vegna Bandarikjamanna sjálfra, þvi að ekkert getur veikt meira álit þeirra eða ýtt meira undir vantraust á þeim en að þeir haldi þessari ránglátu og heimskulegu styrjöld áfram. Við krefjumst þess, að Bandarikin hætti ekki aðeins loft- árásum á borgir i Norður- Vietnam, heldur að þau hætti hvers konar styrjaldarrekstri i öllu Vietnam og lofi ibúunum þar að ráða sjálfum örlögum sinum. Við berum þessa kröfu fram af þeirri ástæðu, að hún er frumskilyrði þess að friður komist á og að þjóðir Vietnam geti að nýju snúið sér að þvi af fullu afli að bæta og byggja land sitt. En sú er von og ósk okkar allra að slikt viðreisnarstarf megi hefjast sem fvrst

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.