Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 4
4.SÍDA — ÞJÓÐVILJINN MiAvikudagur :í. janúar 197:! Góðir áheyrendur! Tólf eru á ári tunglin greið, seg- ir i gamalli islenzkri visu, til ber að þrettán renni, sólin gengur sina leið svo sem guð bauð henni. Þess háttar gamlir þokkafullir smámunir rifjast upp um áramót. Fyrir mér rifjast það einnig upp að um þetta leyti árs fyrir fjórum árum beindist meiri athygli að þessu góða gamla tungli en nokk- urn tima áður siðan guðirnir sköpuðu það og vörpuðu þvi upp á himin til þess að mennirnir gætu talið timann. Mönnum hafði þá tekizt aö fara kringum tunglið og heim aftur ti) jarðar. Og þess var þá ekki heldur langt að biða að uppfylltist gamall draumur og spádómur um að mönnum auðn- aðist að stiga fæti á tunglið sjálft. Milljónir manna um allan heim fylgdust einhuga með þessum at- burði, og það var ekki siður áhrifarikt en tækniundrið, mána- lendingin sjálf. Margir létu sér þó fátt um finnast og sögðu að annað væri meira aðkallandi en að þjóta til annarra hnatta, hinum fjöl- mennu og voldugu þjóðum heims væri nær að beita ofurkröftum sinum að þvi að gera lifið þolan- legra hér á jarðhnetti vorum en að þreyta kapphlaup um tungl- ferðir. öðrum þótti þetta dásam- legasta ævintýri vorra tima. Nú eru menn einu sinni enn komnir úr langri ferð til tungls- ins. Enn hafa nokkrir menn átt en varir orðinn eins og skýjaglóp- ur i staðinn. En það er eðlilegt að beina huganum að þvi nú við ára- mót, að liðna árið hefur verið við- burðariktá marga lund á sviði al- heimsmála og fengið mönnum margt að hugsa. Ef til vill er of- dirfskufullt að segja að við þessi áramót sé friðvænlegra um að lit- ast i heiminum en verið hefur um nokkurt skeið, enda er kynslóð hins kalda striðs tortryggin og marghvekkt og trúir varlega, þótt teikn sjáist á lofti, sem virðast spá góðu. Engu að siður hefur þvi verið almennt fagnað, að margt hefur gerzt á siðastliðnu ári, sem i svip hefur orðið til þess að slaka á strengdum taugum hins kalda striðs milli valdaþjóða heims og höfðingja þeirra. I fornum speki- málum segir að hrisi vaxnir og háu grasi séu þeir vegir manna i milli, sem enginn treður. Með töluverðri vongleði hafa menn veitt þvi athygli að forustumenn Ijölmennisþjóða hafa haft óvenju mikla tilburði á liðnu ári til að troða niður þvilikan ónytjagróð- ur. Þeir hala farið i kynnisferðir hver til annars og skipzt á vin- mælum. Þá sa^tir þaö og miklum tiðindum, að alþýðulýðveldið i austri, með hátt i fjórðung mann- kyns að baki sér, hefur setzt á bekk með hinum sameinuðu þjóð- um. Haldinn hefur verið góður undirbúningsfundur undir ráð- Ræða forseta íslands 1. janúar 1973 þess kost að horfa á alla jörðina i sama svip, þennan litla hnött, sem svifur i óendanlegum geimn- um, reikistjörnuna bláu eða geimskipið Jörð, með sina mörgu og sundurþykku farþega um borð. Með augum geimfaranna horfum vér hinir einnig á þessa sömu sýn, og hún ætti að glæða tilfinninguna fyrir þvi að jörðin er ein og mann- kynið eitt, eins og áhöfn á skipi, og getur þá og þegar staðið and- spænis tveimur kostum, að koma sér saman eða farast ella. Það er ekki um fleiri gististaði að ræða, eins og Tómas Guðmundsson kvað þegar fyrir löngu. Ef tala má um einhvern boðskap eða heimspeki geimrannsókna og tunglferða, þá er það þetta, og það er ekkert litið. Ekki veitir af að halda til haga þeim vonarneistum, sem hægt er að koma auga á mitt i öllum þeim hrakspám um framtið manns og heims, sem yfir dynja sýknt og heilagt. Þær eru að visu ekki nein tilbúin grýla, háskinn vofir yfir, en þess sjást lika greinil. merki að mannkynið er að snúast til varnar gegn þeim eyðingaröflum, sem ógna heimkynni þess, jörð- inni. Þetta sést bezt af þvi tákni vorra tima, sem nefnist um- hverfisvernd i viðasta skilningi, það er verndun náttúrunnar i sin- um margbreytilegu og samstilltu myndum, sem gerir jörðina að lifvænlegum bústað, og verndun mannaverka og minja fyrri kyn- slóða, sem gera hana að skemmtilegri og fjölbreytilegri bústað. Þetta á allt að haldast i hendur. Annars skal ég ekki fjöl- yrða um þetta efni, sem allir eru að tala um alls staðar, og það eins fyrir þvi þótt það sé fullkomlega min skoðun að þetta, með öllu sem þvi er tengt, sé mesta stór- mál jarðarbúa og muni siðar meir verða talin heimssöguleg hreyfing á sama hátt og sitthvað annað, sem látið er skipta mann- kynssögunni i timabil. Það verður talað um hina vistfræðilegu vakn- ingu á tuttugustu öld. Sá er og draumur margra góðra manna, að einnig verði hægt að tala um friðarsókn eða friðarvakningu mannkynsins á seinni hluta tuttugustu aldar, enda væri sú vakning mjög ná- komin hinni vistfræðilegu vakn- ingu. Það er að visu ekki ráðlegt að reyna að gera sig að spá- manni, og verða þá kannski fyrr stefnu um öryggismál Evrópu. Að ógleymdu þvi,sem einna mestan fögnuð hefur vakið hér á landi, að sáltargerð hefur verið staðfest milli Vestur- og Austur-Þýzka- lands. Það var athyglisvert að hér á landi fögnuðu allir glæsileg- um kosningasigri þess manns sem er frumkvöðull og höfuð- smiður þessarar sáttargerðar, hvar i flokki sem þeir stóðu. Menn höfðu bundið miklar von- ir við allt þelta og margt fleira af stórtiðindum liðins árs, og gera það enn, þótt önnur tiðindi og dapurlegri hafi ekki látið sig vanta. Þess er skemmst að minn- ast að mönnum virtist friðargerð i Vietnam-striðinu væri á næsta leyti. Það átti að vera stærsta jólagjöfin. En hér brustu vonirn- ar enn einu sinni. Enn einu sinni hafa kristnir menn haldið friðar- hátið sina við dyninn af sprengj- unum, er falla austur þar. Það var átakanleg sönnun þess hversu mikið skortir enn á að friður sé á jörðu og velþóknun meðal manna. Sá forni draumur en enn býsna fjarlægur, en þó er enn sem fyrri betur dreymt en ódreymt, eins og fornkveðið er, og þrátt fyrir allt verður enn að vona að úr rætist, og þegar á allt er litið byrjar þetta ár á ýmsan hátt með meiri vonum og meira trausti til fram- tiðarinnar en verið hefur oft áður. En um leið verður oss Islend- ingum hugsað til þess að vér er- um allt i einu komnir i eins konar landaTnæratogstreitu. Það er framhald þess sem mest var hugsað og talað um i fyrra, þegar vér heilsuðum nýju ári. Það var þá orðið öllum ljóst að draga mundi til stórra tiðinda i sögu landsins á árinu 1972, þeirra að ekki yrði lengur beðið með að láta koma til framkvæmda gamla og yfirlýsta ákvörðun þjóðarinnar um að helga sér viðara hafsvæði kringum landið en vér höfum áö- ur ráðið yfir. Sama markmið vakti fyrir öllum landsmönnum i þessu efni, þóttskoðanir hafi ef til vill verið eitthvað skiptar á leið- irnar að markinu, svo sem eðli- legt er þegar um flókið og vanda- samt úrlausnarefni er að ræða. Einmitt þess vegna var þaö mikið fagnaðarefni þegar alþingismenn af ölium stjórnmálaflokkum komu sér saman um ágreinings- lausa ályktun um útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Af atburðum ársins 1972 hér á landi kynni sú samstaða að verða lengst i minn- um höfö. Ekkert sigurvænlegra gat fylgt örlagarikri ákvörðun að heiman. Siðan hefur margt i skor- izt og vér erum mikilli reynslu rikari. Fiskveiðilögsagan var færð út hinn 1. september og það hefur ekki reynzt neinn leikur að fá hana viðurkennda. Auðsætt er nú, að það mun þurfa að taka á þolinmæðinni. En hvernig sem þessi mál skipast, hljótum vér að óska og vona á þessum nýársdegi, að ekki rofni sú samstaða, sem allir stjórnmálaflokkar náðu sin i milli hinn 15. febrúar siðastliðinn, hvort heldur blitt eða stritt oss ber til handa á næstu mánuðum eða allan þann tima, sem liða kann þangað til takmarki voru er náð. Með kappi og forsjá mun það nást, þannig er rétt mál rekið. I Darraðarljóðum standa þessi merkilegu og skáldlegu orð: Þeir munu lúðir löndum ráða, er út- skaga áður um byggðu. Ef til vill hefur hinn forni maður ort betur en hann sjálfur vissi. Kannski var hann bara að segja að Norðmenn myndu brjótast til landa á eyjun- um fyrir vestan haf. Þó eru það hans verðleikar að auðgert er að leggja miklu almennari skilning i orð hans. Þess eru dæmi i ver- aldarsögunni, að litt þekktar þjóðir frá löndum sem kalla mætti útskaga, færast allt i einu i aukana, svo að hriktir i valdastól- um þeirra sem höfðu áður jafnvel kallað sig herra heimsins. Ekkert væri þó fráleitara en að heimfæra eitthvað slikt upp á oss Islend- inga, sem aldrei höfum ætlað oss að ráða löndum nema þessu eina, sem vér tókum ekki frá neinum, og þvi sem ver teljum réttilega eiga að fylgja þvi. Það er að segja, vér tók- um það ekki frá neinum mönn um, en forfeður vorir tóku það frá Rán og Ægi og öðrum harðsnún- um náttúruvættum norðursins, tóku það i auðn og fjarska og gerðu að mannabústað. Það er þeirra sæmd og hrós og afrek, og siðan niðja þeirra að hafa haldið þar uppi mannabyggð og menn- ingu fram á þennan dag. Og enn er það ætlun vor að halda áfram að byggja útskaga og teljum oss hafa náttúrlegan og sögulegan rétt til að nýta það bjargræði, sem honum heyrir. Landhelgi fyrri tiðar smáskipa, sem damlaö var með ströndum fram, er fyrir löngu orðin eins og hver önnur rökleysa. Oss er nauðsyn að sjá hag vorum og lifi i þessu landi betur borgið, og það er skylda vor og ásetningur aö varðv. náttúru landsins og þar með lifriki Is- landsmiða sjálfum oss og öðrum til farsældar. Það verður þáttur vor i hinni vistfræðilegu vakningu og endurreisn, sem ég sagði áöur að kennd mundi verða við þessa öld. En þó að vér byggjum útskaga, er ekki þar með sagt að vér vilj- um lifa i einangrun. Það er ekki hægt að vera einyrki meðal þjóða. Eins og allir aðrir hljótum vér að leggja stund á að vera „heimsins góðir borgarar”, eins og séra Björn i Sauðlauksdal kvað þegar hann var að rækta fyrstu kart- öflurnar á Islandi. Það merkir að vér viljum taka þátt i öllu góðu samstarfi þjóða, og það höfum vér sýnt i verki eftir þvi sem ástæður hafa leyft. En það liggur i hlutarins eðli, að af landfræði- legum og sögulegum ástæðum standa sumir oss nær en aðrir. Það er eðlilegt og æskilegt að geta rækt sem nánust menningar- og viðskiptasambönd viö næstu ná- granna vora. Hugur manna flýg- ur nú viða. Margir, og ekki sizt ungir menn, eru tortryggnir á hin gamalgrónu forustulönd og for- réttindalönd bæði austan hafs og vestan. Áhugi þeirra og samúð beinist fast að baráttu og þróun hinna fátæku og fjölmennu þjóða, sem byggja önnur jarðarhvel. Þetta er eðlilegt og i fullu sam- ræmi við vaxandi tilfinningu fyrir þvi, á öld hraða og fjarskipta og geimsigiinga, að jörðin sé ein og mannkynið eitt. Enn má vitna i gömlu visuna. Þeir sem útskaga áður um byggðu, vanræktir og rændir, skulu fá sinn rétt. Kol- biturinn ris úr öskustó, og sjá, hann er maður og með mannsrétt eins og allir aðrir og getur ráðið og mun ráða löndum eins og hver annar. Það er engin furða þótt menn heillist af að horfa á þetta ævintýri vorra tima gerast og vilji eiga sinn hlut i þvi. En ekki ætti sá áhugi að þurfa að geta af sér áhugaleysi um næsta ná- grenni vort. Vér fslendingar höf- um átt þvi láni að fagna að búa við vinsamlegt nágrenni þjóða, sem einnig standa oss næst að uppruna og menningarháttum. Það hefur i bili sletzt upp á vin- skapinn við tvær miklar þjóðir, sem vér höfum lengi haft náið samneyti við og eigum margt gott upp að inna. Fjarri sé mér að gera litið úr alvöru þess ágrein- ings, en ekki kemur mér til hugar að þar dragi til vinslita til lang- frama. Aftur mun gróa um heilt þegar þessar gömlu vinaþjóðir vorar eru tilbúnar að skilja rétt vorn og nauðsyn og draga af þvi réttar ályktanir i verki. En þegar ég að þessu sinni nefni ísland og nágrenni þess, er ég einkum að hugsa um Norður- lönd og samband vort og sam- starf við þau og hugsa þá ekki sið- ur til Færeyja og Grænlands en annarra Norðurlanda. Ég geri þetta svo sem i minningu þess að á siðastliðnu ári var minnzt fimmtiu ára afmælis Norræna félagsins á Islandi. Þjóöirnar i þessum löndum eru náttúruleg- ir vinir vorir og samstarfsmenn, vegna menningarskyldleika, vegna nálægðar og þar með likrar hnattstöðu, sem aftur veldur þvi að saman fara hagsmunir á ýms- an hátt, til dæmis að taka þeirra sem eiga sitt undir þvi að auðlegð fiskimiða i Norður-Atlanzhafi verði varin til frambúðar. Sam- staða norskra fiskimanna, Fær- eyinga og Grænlendinga við oss á þessu sviði hefur einmitt mjög greinilega látið á sér bera nú upp á siðkastið og búast má við að þar verði framhald á. Þessar þjóðir hafa eins og færzt nær hver ann- arri. Málstaður vor á marga for- svarsmenn á Norðurlöndum, meðal annars sjálfan forseta Finnlands, og slikt ber vel aö meta, þótt sumum þyki rikis- stjórnir frændþjóða vorra taka sér helzt til góðan tima til um- hugsunar. En þar mun vera á margt að lita. Annars er ekki þvi að leyna að stundum heyrist talað með lltilli virðingu um norræna samvinnu. Liklega stafa slik ummæli yfir- leitt af ónógri þekkingu á þvi sem þessi samvinna hefur komið til leiðar á fjölmörgum sviðum og vér njótum góðs af, stundum án þess að vita það. Hitt er athyglis- verðara, að sumir þeir sem mik- inn áhuga hafa á norrænni sam- vinnu, bera einmitt nú nokkurn kviðboga fyrir framgangi hennar á komandi tið, vegna þess að ljóst er að Norðurlönd fara nokkuð hvert sina leið i utanrikis- og við- skiptamálum. Innganga Dan- merkur i Efnahagsbandalag Evrópu hefur mjög vakið til um- hugsunar um þetta. Reynslan á eftir að sýna hver áhrif þetta hef- ur, en margir munu vera þeirrar skoðunar, að norræn samvinna og samhygð ætti ekki að að þurfa að biða hnekki. Það er hvort eð er fyrst og fremst um menningar- lega og félagslega samvinnu að ræða. Norðurlönd eru menning- arleg heild og eiga að halda fast saman i þvi efni til ávinnings fyrir alla. Og i þeirri heild eigum vér Islendingar réttilega heima. Það væri illa farið, sem ef til vill er ekki örgrannt um, að tungu- málagreining milli þessara þjóða fremur skerpist heldur en hitt. Sumum virðist, til dæmis hér á Islandi og þó enn meira i Finn- landi, ekki fyrir það sverjandi, að ungu kynslóðinni þyki naumast ómaksins vert að læra skandi- naviskt mál til sæmilegrar hlitar og telji sér hagkvæmara að læra eitthvert heimsmál þeim mun betur, til dæmis ensku, sem nú sækir mjög fast á. Ég á bágt með að sætta mig við að sú stund kunni að koma innan skamms, að menn af norrænu þjóðerni fara að telja það sjálfsagðan hlut að talast við og skrifast á á einhverju heims- máli, enda mun vonandi ekki svo verða. Þá gæti svo farið að vér glötuðum fleiru sem verið hefur oss sameiginlegt og snar þáttur i allri sögu vorri frá upphafi, með öllu þvi sem það felur i sér fyrir þjóðmenningu vora. Tólf eru á ári tunglin greið. Það er satt og vist, þau fara greitt yfir. Um áramót verður manni hugsað til þess hvernig timinn lið- ur. Hann stikar stórum, og á göngu sinni hefur hann á þessum siðustu tólf mánuðum eins og endranær hrifið brott úr hópi vor- um marga þá sem með oss heils- uðu nýju ári i fyrra. Vér minn- umst þeirra allra nú. Vér minn- umstþess manns.sem i sextán ár flutti þjóðinni nýárskveðjur af þessum stóli, herra Asgeirs Ás- geirssonar fyrrverandi forseta landsins. Vér blessum minningu Framhald á 15. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.