Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Miðvikudagur :t. janúar l!)7:t
DWÐVIUINN
MALGAGN sósíalisma,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÖÐFRELSIS
Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóftviljans
Kramkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann
Bitstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Oestsson (áli.)
Auglýsingastjóri: lleimir Ingimarsson
Kitstjórn, afgreiftsla, auglýsingar:
Skólav.st. )!). Simi 1750» (5 linur).
Askriftarverft kr. 225.((0 á mánufti.
Lausasöluverft kr. 15.00.
Prentun: Blaðaprent h.f.
„AÐFÖR AÐ REYKVIKÍNGUM”
Nú fyrir áramótin var gengið f'rá fjár-
hagsáætlun Reykjavikurborgar fyrir 1973.
Þar notaði Sjálfstæðisflokkurinn meiri-
hluta sinn i borgarstjórn til að samþykkja,
undir sérstakri forustu hins nýja borgar-
stjóra, að leika sama leikinn og á siðasta
ári og leggja útsvör á borgarbúa með sér-
stöku 10% álagi og fasteignagjöld með
50% álagi.
Fáir eru búnir að gleyma öllum hávað-
anum i blöðum Sjálfstæðisflokksins vegna
nýju tekjustofnalaganna og útkomu
skattaskrárinnar á siðasta ári. Þá var tal-
aðum sérstaka ,,aðför að Reykvikingum”
og að rikisstjórnin seildist djúpt i vasa
skattgreiðendanna.
Allur sá málflutningur ihaldsins hrynur
sem spilaborg, þegar hugleitt er, hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn hefur notað meiri-
hluta sinn i borgarstjórn Reykjavikur til
stóraukinnar skattheimtu umfram það
sem lög gera ráð fyrir undir venjulegum
kringumstæðum.
Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður
Alþýðubandalagsins, gerði þessum mál-
um mjög góð skilvið umræðurnar i borg-
arstjórn um afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Sigurjón benti á, að á fjárhagsáætlun
fyrir árið 1971, sem var sú siðasta sam-
kvæmt eldri skattalögum, var aðeins
16,4% af tekjum borgarinnar varið til
framkvæmda, en árið 1972 hækkar þessi
tala i 27,7% og kemst samkvæmt þeirri
fjárhagsáætlun, sem nú var verið að af-
greiða, i 30,1% af tekjum borgarinnar.
Enginn efast um nauðsyn margvislegra
framkvæmda á vegum borgarinnar, eins
og vanræksla ihaldsins hefur verið á und-
anförnum árum á þeim vettvangi. En
stóraukin skattheimta Reykjavikurborg-
ar til aukinna framkvæmda verður hins
vegar ekki skýrð sem óhjákvæmileg af-
leiðing nýju skattalaganna, eins og reynt
hefur verið að fá fólk til að trúa af áróð-
urskór ihaldsina með fyrrverandi og nú-
verandi borgarstjóra sem forsöngvara.
Það hefði vissulega verið hægt að auka
framkvæmdir borgarinnar meðan við-
reisnin var við völd og gömlu skattalögin
enn i gildi.
En ástæðan fyrir þvi, að borgarstjórn-
arihaldið ákvað verulegar aukaálögur á
Reykvikinga i fyrra og endurtekur sama
leikinn nú, er auðvitað eingöngu sú, að
þeir gera sér vonir um að hafa áróðurs-
mátt til að kenna rikisstjórninni um eigin
verk.
Það er þvi laukrétt, sem Sigurjón Pét-
ursson sagði við umræðurnar i borgar-
stjórn, en hann komst m.a. svo að orði:
,,Ástæðan fyrir innheimtu 10% álags á
útsvörin og 50% hækkun fasteignagjalda á
ibúðarhúsnæði er ekki sú, að fjárhags-
staða borgarinnar hafi versnað við hin
nýju tekjustofnalög. Ástæðan fyrir þess-
um stórfelldu álögum er pólitisk ákvörðun
Sjálfstæðisflokksins. Þörfin fyrir að sanna
kenninguna um aðförina að hagsmunum
Reykjavikur.
Það er meirihluti ihaldsins i borgar-
stjórn Reykjavikur, sem staðið hefur fyrir
aðför að hagsmunum Reykvikinga og ætl-
ar nú enn i krafti meirihluta sins að leggja
þessar auknu álögur á borgarbúa.”
Og til að sanna mál sitt rakti Sigurjón
einnig tölur um aukið framkvæmdamagn
borgarinnar á siðustu árum miðað við
byggingavisitölu. Sé miðað við töluna 100
árið 1969 og athugað hve miklu meira fé en
þá var ætlað tii framkvæmda á tekjuaf-
gangi hvert hinna fjögurra ára, sem fjár-
hagsáætlun hefur verið samþykkt fyrir
siðan, þá verður niðurstaðan þessi.
Árið 1970 3,4%, árið 1971 0,7%, en svo
kemur stóra stökkið með 68,8% á árinu,
sem var að kveðja, einmitt þegar nýju
skattalögin áttu samkvæmt áróðri ihalds-
ins að hafa sett fjármál borgarinnar i
hnút. Og samkvæmt fjárhagsáætluninni,
sem nú var verið að ganga frá fyrir árið
1973, er framkvæmdaféð 88,5% hærra en
1969 að raungildi, þegar miðað er við
byggingavisitölu.
Hvað skyldi svo Morgunblaðið segja,
þegar skattaskráin kemur út?
Aramótarœða Ólafs Jóhannessonar, forsœtisráðherra:
Það var stór dagur
Góftir tslendingar.
Þegar ég lit yfir innlenda at- '
tiurfti ársins, sem er aft kveftja,
verftur mér efst i huga þaft sem
gerftist á Alþingi 15. febrúar. Þá
samþykkti Alþingi einróma meft
atkva'ftum allra 50 þingmanna
þingsályktunartillöguna um út-
i'ærslu islenzku fiskveiftilögsög-
unnar í 50 sjómilur. Þaft var stór
dagur. Þaft var góftur dagur. Þá
áltu þingmenn og þjóftin öll einn
vilja. Slikir dagar eru of sjald-
gæfir i sögu okkar. Þaft er of fá-
titt, aft þingmenn allir, hvar i
flokki sem þeir standa, sameinist
um sjálfsögft þjóftþrifa- eöa nauð-
synjamál, sem þeir eru i rauninni
i hjarta sinu allir sammála um,
enda þótt flutt séu af andslæfting-
um. Ég held, aft hin hefftbundna
tilhneiging stjórnarandstöftu til
aö vera alltaf á móti öllum mál-
um, sem nokkru skipta, er stjórn
landsins flytur — og gagnkvæmt
— sé ekki heillavænleg né þjóð-
inni til framdráttar. Ég tek skýrt
fram, aö meft þessu á ég ekki sér-
staklega við núverandi stjórnar-
andstöðu, heldur alveg eins við þá
fyrrverandi, og yfirleitt stjórnar-
andstöðu og stjórnarflokka á
hverjum tima. En þessir
stjórnarhættir sem ég nefndi hafa
verið tiðkaðir hér i of rikum mæli
og of lengi að minum dómi. Ég
held, að þjóðin sé farin að lita á
slik vinnubrögð sem sýndar-
mennsku. Vitaskuld þarf að halda
uppi heilbrigðri gagnrýni og veita
valdamönnum á hverjum tima
hæfilegt aðhald. Og auðvitað eru
flokkar og flokkastarfsemi
óhjákvæmilegar forsendur lýð-
ræðisskipulags. En hóf er bezt i
hverjum hlut. Það er min skoðun,
að við þurfum á sem flestum svið-
um að efla þjóðareiningu, að efla’
samstöðu um góð mál i stað þess
að vera si og æ að blása að glóð-
um sundurlyndis og ýta undir
ágreining. Við erum smáþjóð og
okkur veitir ekki af að standa
saman eftir þvi sem kostur er. Og
við erum framar öllu öðru Is-
lendingar, en ekki tilheyrandi
hinum eða þessum flokknum. Það
l'ínnum við fyrst bezt, þegar við
erum stödd á erlendri grund.
Ilerkostnafturinn af skefjalausu
sundurlyndi og hóflitilii flokka-
baráttu getur orðið þjóðinni of-
viða bæði beint og óbeint. Þvi segi
ég það enn og al'tur, að okkar litla
þjóft þarl' sem oftast aft eiga scr
mál. eins og landhelgismálið,
sem hún getur staðið einhuga aft.
Ilún þarf sem oftast aft eiga sér
<lag eins og 15. febrúar 1972.
t hinni fyrstu ræðu, sem fyrsti
íorseti tslands, Sveinn Björnsson,
flutti, eftir að hann var kjörinn
forseti, komst hann m.a. svo að
orði:
,,Fyrsta skilyrðið til þess að
„vinna friðinn" að fengnum um-
ráðum ylir öllum málum vorum,
ma'tti lýsa með þessum orðum:
Vinna og aukin þekking”.
Mér linnst, að þessi orð hins
fyrsta forseta séu enn i fullu gildi.
Ég get á þessari stund gert þau að
minum. Ég vildi gjarnan mega
gera þau að minum einkunnar-
orðum.
t framhaldi af hinum ivitnuöu
oröum mælti forseti:
,,Að sameina kraflana um þetta
veröur einn af fyrstu prófsteinun-
um i framhaldssjálfstæðisbaráttu
vorri. Menn skipa sér i stéttir og
ílokka um sameiginleg hugðar-
mál. Svo hefur verið og svo mun
enn verða. Barátta milli stétta og
flokka virðist óumflýjanleg. En
þá baráttu verður að heyja þann-
ig, að menn missi aldrei sjónar á
þvi, að þegar allt kemur til alls,
erum vér allir á sama skipinu. Til
þess að sigla þvi skipi heilu i höfn,
verðum vér allir að læra þá list að
setja öryggi þjóðarheildarinnar
ofar öðru. Hér á landi er ekkert
gamalt og rótgróið auðvald eða
yfirstétt. Heldur ekki kúguð og
undirokuð alþýða. Flestir okkar
eiga frændur og vini i öllum stétt-
um þjóðfélagsins. Oss ætti þvi að
vera auðveldara en ýmsum öðr-
um að vilja hver öðrum vel. Að
bera ekki i brjósti heift og hatur,
öfund og tortryggni hver til ann-
ars, þótt vér höfum lent i mis-
munandi stéttum þjóðfélagsins.
Oss ætti að vera það auðveldara
að leggja hver sinn skerf eftir
efnum og ástæðum til þess að
byggja upp fyrirmyndar þjóð-
félag á þjóðlegum grundvelli”.
Þessi orð hins fyrsta forseta
okkar eiga að minum dómi ennþá
erindi til þjóðarinnar. Og i fljótu
bragði og i önn dagsins get ég
ekki orðað það betur, sem ég vil
við þessi timamót beina sérstak-
lega til þjóðarinnar.
Viniiuöryggi. aukin þekking og
þjóftareining eru vissulega svo
mikilvæg markmið, að vert er að
á þau sé minnt og að þeim stefnt.
Ég vil taka það fram, að aukin
þekking táknar ekki i minum
munni aukna skyldunámsskóla-
göngu og áframhaldandi tröppu-
stiga til embættisnáms og lær-
dómstitla, heldur þekkingarleit i
frjálsara formi, bæði á andlegu
og verklegu sviði, meö margvis-
legum valkostum, bæði með
skólagöngu, sjálfsnámi og undir
handleiðslu og i samfélagi góöra
manna með það að markmiði að
gera mann að „góftum dreng og
vaxandi”, en það mun hafa verið
sú einkunn, sem Snorri Sturluson
gaf bezta. Og höfum það hugfast,
aft lifsins skóli er þeiin, sem hann
kunna aft notfæra sér, öllum skól-
uin æftri og betri.
Vinnan er ekki aðeins nauðsyn,
heldur og blessun hverjum heil-
brigðum manni. Atvinnuskortur
og iðjuleysi er niðurdrepandi,
ekki aðeins efnalega, heldur og
andlega. Slæpingsháttur býður
ótal ódyggðum heim. Sérhvert
starf, hvar i samfélagsstiganum
sem er, er i raun og veru nauð-
synlegur hlekkur i keðju, sem
ekki má bresta.
Þegar rætt er um þörf á aukinni
þjóðareiningu, hlýtur sú spurning
að vakna, hvort það form þing-
ræðisskipulags, sem viö búum
við, og upp er tekið eftir erlendri
fyrirmynd, sé endilega það eina
rétta fyrir smáþjóð eins og okkur.
Það er aft segja, aft það skuli vera
meirihluti þingmanna, hversu lit-
ill sem er, sem ákveður rikis-
stjórn. fer i raun með fram-
kvæmdarvaldið, en minni hlutinn
sé þar um áhrifalitill. Gæti ekki
komið til álita, að rikisstjórnin
væri spegilmynd af Alþingi öllu,
þ.e. að Alþingi kysi rikisstjórnina
beinlinis hlutfallskosningu, svo
sem reyndar á sér nú stað um
margvisleg ráð og nefndir þess
opinbera. Ef til vill hefi ég sér-
staklega farið að hugsa um þetta,
af þvi að ég hefi nú setið við báðar
hliðar borðsins, ef svo má segja,
þ.e. hefi bæði reynt það að vera i
stjórn og stjórnarandstöðu. Þvi
fer auðvitað fjarri að ég sé hér að
gera um þetta nokkra tillögu. En
ekki þykir mér neitt óeölilegt, að
atriði, sem þetta sé tekið til um-
hugsunar af þeirri nefnd, sem nú
fjallar um endurskoðun stjórnar-
skrárinnar. Sjálfsagt má flokka
hugleiðingu sem þessa undir
„framtiðar músik”. En það ætti
ekki að saka, að menn velti henni
fyrir sér.
Mér þykir óliklegt, að nokkur
neiti þvi, að við höfum almennt
lifað við velsæld hér á landi á þvi
ári, sem nú er að kveðja. Samt
var svo komið, að talið var að
nokkuð skorti á skilyrði fyrir
rekstrargrundvelli útflutningsat-
vi nnuveganna, sérstaklega
sjávarútvegsins. Ástæðurnar
voru einkum óhagstæðari afla-
samsetning og meiri til-
kostnaðarhækkun en reiknað var
með við siðustu kjarasamninga,
og þá alveg sérstaklega með tilliti
til umsaminnar kauphækkunar er
koma skal 1. marz. Þess vegna
var gripið til nokkurrar gengis-
lækkunar, eins og kunnugt er.
Gengislækkun er alltaf að minum
dómi neyðarrúrræði, m.a. af þvi
að hún ýtir undir verðbólgu-
hugsunarhátt. En það er skoðun
min, að hún hafi eftir atvikum
verið skásta leiftin, sem sam-
komulag gat orðið um á milli nú-
verandi stjórnarflokka. En auð-
vitað er það frumskylda hverrar
rikisstjórnar að reyna að sjá til
þess, hvað sem allri gengisskrán-
ingu liður, að atvinnuvegir geti
óhindrað gengið og atvinnuöryggi
sé borgið. Ég skal á þessu stigi
ekkert fullyrða um það, hversu
varanleg þessi lausn reynist, það
er undir svo mörgu komið, sem
nú verður ekki séð fyrir, svo sem
aflabrögðum, markaðsverði,
fiskverðssamningum, verðlags-
þróun o.s.frv. Að öðru leyti skal
ég ekki hér fara að ræða þetta
deilumál.
Ef spurt væri um einkenni is-
lenzks þjóðfélags i dag yrðu svör-
in sjálfsagt margvisleg. En ég
held, að ekki gæti hjá þvi farið, að
eitt svarið yrði kröfupólitikin.
Það er t.d. athyglisvert, að varla
kemur svo saman smáfundur, að
ekki séu gerðar kröfur um hitt
eða þetta. Hver kannast ekki við
orðalag eins og þetta: „Fundur-
inn krefst þess”. „Fundurinn ger-
ir kröfu til”. „Fundarmenn
heimta”. „Þá er gerð sú krafa”.
„Við krefjumst”, o.s.frv. Það er
varla hægt að segja, að hér sé ein
stétt annarri fremri. Kröfurnar
eru jafnt gerðar af þeim, sem bet-
ur mega og hinum, sem verr
standa að vigi. Útgerðarmenn
gera kröfur, sjómenn gera kröf-
Framhald á 15. siðu.