Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 16
Dlúwium Miövikudagur 3. janúar 1973 Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykjavíkur, simi 18888. Lyfjaþjónusta apótekanna vikuna 23.-29. des. er i Ingólfsapóteki og i Laugar- nesapóteki. Nætur- og helgi- dagavarzla er i Ingólfs- apóteki. Slysavaröstofa Borgarspitalans er opin »U- an sólarhringinn. Kvöld-, næ'ur og helgidaga- vakl a heilsuvernarstööinni. Simi 21230. Mótmælin knúðu Nixon á undanhald Bandaríkjastjórn sá sig tilknúna að takmarka loftárásirnar á Víet- nam vegna andstöðu heima fyrir^ mótmœla erlendis og flugvélataps Svona skildu B-52 þoturnar viö Hanoi. WASHINGTON LONDON — A laugardag, siöasta dag ársins, var tilkynnt i Hvita húsinu i Washington, aö loftárásum á þéttbýlustu svæöi og iönaöar- héruö Noröur-Vietnams hafi veriö hætt, og Kissinger ráðu- nautur Bandarikjaforseta og Le Duc Tho aöal samningamaöur Norður-Vietnama mundu taka að ræöast viö i Paris 8. janúar. Voru þá loftárásir Bandaríkjamanna búnar aö standa linnulaust i 12 daga, og er þá frátalið rúmlega sólarhrings hlé um jólahátiöina. Mörgum létti við þessi tiðindi, en mótmæli gegn loftárásunum höfðu verið mjög öflug viða um heim og farið sifellt i vöxt. Fréttaskýrendur tóku að velta þvi fyrir sér, hvað hefði íengiö Bandarikjaforseta til að stöðva loftárásir þessar, sem taldar eru þær heiftúöugustu sem nokkru sinni hafa verið gerðar, og eru þá loftárásir Bandamanna á þýzkar borgir i siðari heimsstyrjöldinni ekki undanskildar. Stuðningur við Yíet- nama á Norðurlöndum — Kyrir hclgina hófst undir- skriftasöfnun i Sviþjóö sem allir flokkar landsins standa aö, cn safnað er undirskriftum undir áskorun á Bandarikjastjórn aö stööva endanlega loftárásir á Vielnam og undirrita friöar- samninga þar. Olof Palme for- sætisráðherra stóð sjálfur nokkr- ar klukkustundir i vöruhúsi og safnaöi undirskriftum. Gagnrýni Svia á Bandarikja- stjórn hefur verið svaraö með orðsendingu um að Sviar skuli ekki ómaka sig á þvi að senda nýjan sendiherra til Washington. Sendiraði Bandarikjanna i Stokk- hólmi er nú veitt forstaða af þriðju gráðu embættismanni, og þykir slikt hin mesta óvirðing i samskiptum rikja. t dag samþykkti danska stjórnin á aukafundi að veita 5 miljónir danskra króna til mannúðarhjálpar i Norður-- Vietnam. Sagði Jörgensen for- sætisráðherra að það væri nauð- synlegt að auka aðstoð við norðurhluta landsins, þar sem hann hefði nú orðið fyrir svo gifurlegri eyðileggingu. Sviar ákváðu á nýliðnu ári að senda vörur og aðra aðstoð til Norður-Vietnam fyrir 160 miljónir sænskra króna, og verða þær sendingar væntanlega komnar til landsins i marz-mán- uði. Norsku stjórnmálaflokkarnir, 8 að tölu, hafa gefið út sameigin- lega yfirlysingu um þaö, að hætta verði loftárásum á Noröur-Viet- nam algjörlega og endanlega. Flokkarnir skuldbinda sig til að styðja aðgerðir af hálfu stjórnar- innar um aðstoð við Norður-Viet- nama. Nýja árið hófst með morðumoghandtökiim bcggj^ megin landamæranna á írlandi BELFAST 2/1 — Nýja áriö hófst i Noröur-irlandi meö morðum þriggja kaþolikka, ungs kærustu- parsog verkamanns á leið í vinnu sína. Hafa ódæðis- verkin vakið mikla reiði í landinu og i dag hvatti fé- lag kaþólskra uppgjafar- hermanna verkamenn til mótmæla með sóiarhrings verkfalli. Einn aðalleiðtogi IRA hersins var handtekinn á nýársdag. Pilturinn og stúlkan, sem voru trúlofuð og ætluðu bráðlega að gifta sig, voru drepin rétt eftir að nýja árið var gengið i garð. bau Þotuslys í USA MIAMI 1/1 — Tristar-þota frá Eastern Airways-flugfélaginu fórst a gamlársdag og með henni a.m.k. 98 manns, en alls voru 177 i vélinni Hún tekur alls 400 far- þega. Það var mörgum til bjarg- ar að vélin stakkst niður i mýrar- fen, sem á hinn bóginn er hættu- legt vegna slöngumergðar. voru bæði kaþólsk. Lik þeirra fundust rétt við landamærin og ekki er ljóst, hvers vegna þau voru myrt. Fólk i nágrenninu heyrði um nóttina 15 skot og angistaróp konu. Verk'ámaðurinn var skotinn niður af leyniskyttum snemma morguns á nýársdag er hann var i bil með fimm starfsbræðrum sin- um á leið til vinnu i Rolls-Royce verksmiðjunni i Belfast, sem er i mótmælendahverfi i borginni. Handtökur A nýjársdag handtók lögreglan á Irlandi einn fremsta leiðtoga IRA, Irska lýðveldishersins, Martin McGuinness, sem er 23ja ára og hefur verið efstur á lista brezka hersins i Norður-lrlandi yfir þá, sem þar er leitað úr IRA. Hann var handtekinn við annan mann 22 km sunnan landamær- anna eftir að lögreglan hafði fundið bil fullan sprengiefnis og skotfæra. McGuinness hefur stjórnað aðgerðum IRA i London- derry. I Belfast handtóku brezkir her- menn um helgina sex foringja IRA, sem allir voru i hinu svo- kallaða E-kompanii, sem starfar i Andersonstown-svæðinu. Hins vegar brutust sjö vopnaðir karlmenn og tvær konur inn i sjúkrahús i Belfast sama dag og náðu fyrrum leiðtoga IRA i Andersonstown, James Brown, sem hafði verið fluttur úr fangelsi á sjúkrahús vegna veikinda. t dag var handtekin i Belfast 19 ára stúlka, Elizabeth McKee, grunuð um að vera ein af foringj- um árásarsveita IRA, The Provisionals. Er hún fyrsta kon- an, sem handtekin er samkvæmt neyðarástandslögunum, en þau veita lögreglunni rétt til að hneppa i 28 daga varðhald án yfirheyrslu eða réttarhalda, hverja grunsamlega manneskju. Eftir handtöku McKees er sagt, að margar konur i IRA fari huldu höfði, en brezku yfirvöldin i Norð- ur-trlandi hafa lengi haldið fram, að konur gegni miklu hlutverki i IRA, einkum i sámbandi við flutning á vopnum og sprengiefni. Mótmæli Handtökurnar hafa vakið mót- mælaöldu i N-lrlandi og m.a. réðst n-irska mannréttindahreyf- ingin harðlega á brezku yfirvöld- in i dag vegna handtöku McKees. — Handtaka hennar sýnir, að brezka stjórnin ætlar að halda fast við fyrri stefnu, sem leiðir til sem mestrar kúgunar og órétt- lætis, sagði fulltrúi hreyfingar- innar. Morðin á nýársnótteru almennt fordæmd i landinu. Ekki tóku þó margir þátt i verkfallinu, sem hvatt var til i dag, en þaö mun vera af þvi, að fæstir höfðu heyrt um það enn er vinna hófst. Ýmsir telja, að eyðileggingin hafi einfaldlega verið orðin svo mikil i stórborgunum Hanoi, Haiphong og héruðunum þar i kring, að Bandarikjamenn hafi ekki lengur fundið nein skotmörk ósprengd, hvort sem litið var á ibúðarhús, skóla, sjúkrahús, eða hergagnageymslur, verksmiðjur ellegar samgöngumannvirki. Aðrir, þ.á.m. Norður- Vietnamar sjálfir, benda á það mikla flugvéíatap sem árásarseggirnir hafi orðið fyrir. Norður-Vietnömum tókst að granda tugum flugvéla, en mjög mikiö ber á milli þeirra talna sem Bandarikjamenn og Norður- Vietnamar nefna. Staðreynd virðist að Norður-Vietnömum tókst að skjóta niður 20-40 flug- vélar af gerðinni B-52, en þær voru á timabili álitnar öruggustu morðtól sem völ er á, þar sem ær fljúga ofar skýjum og hraðar en hljóðið. Hver þessara þota kostar nær einum miljarði dollara, og trúlega er flugvélatapið nú þegar orðið tilfinnanlegt fyrir Banda- rikjamenn og tvimælalaust mörgum sinnum meira en þeir bjuggust við þegar i lofthernaðinn var ráðizt 18. desember. ! Andstaðan við árásarstefnu Nixons forseta innan Banda- rikjanna sjálfra er mjög megn, þótt það taki andstöðuöflin æfin- lega nokkurn timaaðskipuleggja sig og móta almenningsálit og ná þannig fullum þrýsingi á stjórn- málamenn. Vitað var að áhrifa- mikiir aðilar á Bandarikjaþingi ætluðu að knýja fram algert bann við fjárveitingum til hernaöarins i Vietnam, og hefði Nixon getað j komizt i hann krappan með stefnu sina, ef hann hefði ekki slakað á klónni. Bandarikjaþing kemur saman eftir hið viðburðarika jólafri i dag og eflaust verður reynt að koma Vietnam-stefnu Nixons á kné. Þá er ekki að efa að hin mjög svo almennu mótmæli erlendis og fordæming á Nixon hefur haft sitt aö segja, þvi að tæpast hefur komið fram nokkur rödd, hvort sem væri frá ábyrgum stjórn- málamanni eða forystumanni félagasamtaka hvar sem er i heiminum, aö hún reyndi að bera i bætifláka fyrir loftárásirnar. Þvert á móti hafa þær verið for- dæmdar sem eitt hiö mesta grimmdarverk mannkyns- sögunnar, og er sá dómur al- mennur i veröldinni, hjá háum sem lágum. Eflaust hafa riki og stjórnmálamenn sem vinveitt eru Bandarikjunum varað Banda- rikjastjórn alvarlega við af- leiðingum loftárásanna fyrir álit og áhrifamátt Bandarikjanna út á við. UPI-fréttastofan heldur þvi fram, að Norður-Vietnamar hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með það, hvað viðbrögð af opin- berri hálfu i Sovétrikjunum og Kina við loftárásunum voru mildileg og linjuleg. Greinilegt hafi verið að hvorki Sovétmenn né Kinverjar séu tilbúnir til aö stofna sambúð sinni við Banda- rikjastjórn i hættu með þvi aö beita hana þvingunum i Vietnam- málinu. Bandarikjastjórn hefur látiö i Óveður á Ítalíu MESSINU á Sikiley 2/1 — Mikið óveður hefur gengið yfir Suður- ttaliu og Sikiley siðustu 3 sólar- hringana, og er vitað um 13 látna af þess völdum. Flóö og skriður hafa einangrað mörg þorp, og brýr hafa brotnað. Á Norður-ttaliu eru vegir viöa tepptir af snjó, og snjóskriður hafa rofið sima- og raflinur. veðri vaka meðan á loftárásunum stóð, að hún vonaðist til að þær gætu komið Norður-Vietnömum aftur að samningaborðinu. Norður-Vietnamar hafa hins vegar sagt, að þeir væru æfinlega tilbúnir til samningaviðræðna, en ekkiundir sprengjuregninu. Loft- árásunum yrði að linna, Banda- rikjastjórn hefur aðeins hætt loft- árásum norðan 20. breiddar- baugs, en hinn tiltölulega langi en mjói skiki af landinu sem liggur þar sunnan við og suður að Suður- Vietnam liggur enn undir árás- um, eins og jafnan fyrr. Viðbrögð verkalýðs KAUPMANNAHöFN 2/1 — Formaður danska alþýðusam- bandsins LO, Thomas Nielsen, niun hreyfa þvi máli gagnvart formönnum 11 evrópskra alþýðusambanda, að sett verði afgreiðslubann á banda- riskar vörur og bandarísk skip vegna hernaðarins i Vietnam. Formennirnir munu koma til Kaupmannahafnar i tilefni af 75 ára afmæli danska alþýðu- sambandsins. Nielsen segir þó að samningar verkalýössam- taka séu slikir á Norður- löndum, að ekki séu miklar likur fyrir allsherjar af- greiðslubanni þar. Formenn alþýðusamband- anna á Norðurlöndum sam- þykktu áskorun á fundi i dag um að alþjóöasamband frjálsa verkalýðsfélaga skuli for- dæma loftárásirnar i Viet- nam. Östaðfest um nýja samninga SAIGON PARtS 2/1 — Heimildir i Saigon skýrðu frá þvi i dag, að Bandarikjamenn og Norður-Vietnamar hafi orðið sammála um mála- miðlun i Indó-KIna og vonist til að geta undirritað friðar- samning innan 2ja vikna. Segir sagan að friðar- 'samningurinn kveði svo á, að Vietnam skiptist i Norður- og Suður-Vietnam, en ekki að það séu tvö aðskilin riki. Hins vegar séu Norður-Vietnamar ekki skyldaðir til að hverfa með lið sitt úr Suður-Vietnam. Komið verði upp sameiginleg- um norður- og suður- vietnömskum hernaðarnefnd- um og þjóðlegu „sáttaráði”. Thieu muni ekki taka þátt I formlegheitum við undirskrift samningsins. Af hálfu Bandarikjastjórnar hafa menn ekki viljað tjá sig um þessa frétt, en ýmsir em- bættismenn vestra hafa fullyrt aö ékki hafi enn náöst nein málamiðlun, en trúlega myndi friðarsamingur ef gerður myndi, taka til ýmissa þeirra atriða sem Saigon- fréttin nefnir Pompidou Frakklands- forseti sagði i dag, að sprengjuárásirnar á Norður- Vietnam hafi tæplega knúiö Norður-Vietnama til undan- halds I samningum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.