Þjóðviljinn - 03.01.1973, Blaðsíða 12
12. SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur :i. janúar l!)7:i
Évtusjenko
skrifar pólitískan
söngleik
um Bandaríkin
Cr loikrili Cvtúsjonkos: I,'rclsisstyUan cr liol uð innan.
tOvtúsjcnko nicð bandariskri vinkonu
Sovézka skáldiö Evgeni
Évtúsjenko er aftur í frétt-
um. Hann hefursamið póli-
tískan söngleik um Banda-
ríkin, sem að ytri gerð
minnir t.d. á Hárið, og er
fyrsta verk sinnar tegundar
þar eystra. Heitir verk
þetta ,,Undir húð Frelsis-
styttunnar".
Évtúsjenko varð á sinum tima
þekktur fyrir gagnrýn kvæði sin
um ýmsa „arftaka Stalins” og
var um nokkurra ára bil feikilega
vinsæll upplesari.
Sem fyrr segir er hér um póli-
tiskt verk að ræða. t>vert yfir
sviðið er stáltjald sem táknar
m.a. kalda striðið. Milli áhorf-
enda og leikara situr röð lög-
reglumanna, sem ógna leikurum
ef þeir gerast of fjörugir eða
áhorfendum ef klappað er of hátt
— eiga þeir að tákna bandariskan
hverdag. Milli leikaranna eru
stengur og á þeim hauskúpur,
sem tákna fórnarlömb Vietnam-
striðsins og fórnarlömb banda-
riskrar lögreglu — fanga, stú-
denta og Svarta hlébarða, sem
skotnir hafa verið. Frelsisstyttan
stendur sjálf á hauskúpum og
heldur á kamelsigarettu i stað
kyndils frelsisins. Um hana er
sagt: ,,Undir húð Frelsisstytt-
unnar sla'r ekkert hjarta.. Ég hef
verið inni i P'reisinu. Það er
skrýtið. hún er tóm að innan”.
Hin raunverulega Frelsisstytta er
reyndar hol að innan og opin
ferðamönnum — en Évtúsjenko
vill að sjálfsögðu með þessu
leggja áherzlu á tómleika banda-
riskrar frelsisástar.
t eintölum sem kórar gera sinar
athuganir við er lýst morðum á
Martin Uuther King og Robert
Kennedy. Morðið á John F Kenn-
edy er leikið itarlega. 1 lokaatrið-
inu er Kristur krossfestur rétt
einu sinni enn og friðsamir hippar
leggja á flótta.
Rokkmúsik er mikið notuð i
þessari sýningu, sem Ljúbimof
stjórnar i einu helzta leikhúsi
Moskvu og vinsælasta, Taganka.
Kórar og Ijóseffekt ráða á svið-
inu. Umgjörðin er nýstárleg, en
vestrænir blaðamenn halda þvi
fram, að i raun og veru heyri hinn
sovézki áhorfandi fátt nýtt um
Bandarikin i verkinu. Það sem
skáldið segi sé mjög svipað
þvi og skrifað er með þurrari
hætli i Prövdu og önnur sovét-
málgögn.
Auglýsingasíminn er 17500
OIOBVIUINN
LITLI
GLUGGINN
Jörn Birkeholm:
HJÁLP
Það er fíll
undir rúminu mínu
Hér segir frá
feikna gauragangi
sem setti næstum
allt á annan endann
i húsi Diðriks bakarameistara.
Vindurinn var hættur að blása
niður þvottinn fyrir fólki. Þegar
sólin kom upp lygndi og fólk seftist
út í garðana til að borða morgun-
mat.
Svar.
Nr. 1 á að vera með straujárnið, nr. 2
með prjónana, nr. 3 með fiðluna og
nr. 4 með sögina.
Uppi á loftinu í húsi Diðriks
bakarameistara var herra Greppur
að vakna. Það hófst alltaf á því að
hann snéri sér og bylti í rúminu,
stuttu síðar klemmdi hann saman
augun og teygði sig og loks glað-
vaknaði hann. Þannig gekk það
allavega oftast fyrir sig. En þennan
dag vaknaði hann mjög skyndilega,
því að allt í einu byrjaði háa rúmið
að hoppa og dansa, og það er þó ekki
algengt að rúm geri það.
Herra Greppur rak höfuðið út yfir
rúmbríkina og gægðist niður og
hann kom auðvitað fljótt auga á
stóra sekkinn sem lá þarog hreyfðist
og ruggaði rúminu.
,,Hvaðan skyldi nú þessi sekkur
vera kominn?" sagði hann við sjálf-
an sig. ,,Ég held ég megi fullyrða,
að hann hafi ekki legið þarna þegar
ég fór i rúmið í gærkvöld !".
Hann klöngraðist niður stigann og
potaði í sekkinn.
,,Þetta var skrýtið." sagði hann.
,,Ég verð að hugsa mig um."
Hann gekk að hægindastólnum og
lagði sig, en hann varð einskis vísari
við það. Loksins reis hann upp og
opnaði sekkinn.
Banaslysum fjölgaði
í umferðinni 1972
Banaslvsum i umferhinni
Ijiilgaöi árifl l!)72 miöaö viö áriö á
undan. Alls uröu 22 slys þar scm
22 lctusl áriö 1 í)72 á móti 17 slys-
um þarscm 21 maöur lc/.t, en áriö
197(1 uröu banaslys i umfcröinni
lika 17 sinnuni cn 20 manns lctust.
I'rá árinu l!)(i(í til ársloka 1!)72
liaföi 121 maöur látizt i III
umfcröarslvsum.
Ariö 1972 urðu i dreifbýli 10
banaslys en i þéttbýli 12, þar af 5 i
Reykjavik.
7 konur iétust, þar af 2 stúlkur
14 ára eða yngri. 16 karlar létust,
þar af 7 drengir 14 ára eða yngri,
eða samtals 9 börn 14 ára og
yngri.
Meðaialdur þeirra sem létust i
umferðarslysum áriö 1972 var
27.8 ár.
Einn þeirra sem létust var út-
lendingur.
Skráning þessi er gerð sam-
kvæmt alþjóðlegum regium og
telst maður biða bana i umferðar-
slysi, ef hann deyr innan 30 sólar-
hringa frá þvi slysið varð.
Mán. f jöldi slysa fjöldi látinns aldur bifreið reið- h.1ál gang- vegfai endur
0- 14 15- 65 65- öku- menn far- besar
Jan. 1 i 1 1
Peb. 1 i 1 1
Marz 2 2 2 2
Apríl 1 1 i i
Maí 2 3 3 2 1
Júní 3 3 1 2 i' 1 1
Júlí 7 7 2 4 i 2 5
Agúst 1 1 1 1
Sept. 2 2 2 1 i
Okt. 1 1 1 i
Nóv. 1 1 1 1
Des.
Samt: 22 23 9 12 2 6 8 3 6
Eftirfarandi tafla sýnir skiptingu banaslysa 1972 eftir mánuöum.
Veggjaldið af Reykjanesbraut
fellt niður
Nú um áramótin fellur úr gildi
reglugcrö um innheimtu um-
fcröargjalds af hifreiöum og
öörum ökutækjum, sem aka um
Rcykjanesbraut fram hjá gjald-
stööinni hjá bænum Straumi
sunnan viö llafnarfjörö. lnn-
hcimtu umferðargjaldsins var
þvi liætt kl. 12 á miönætti á
gamlárskvöld og eftir það var
öllum bifreiöum frjáls hindrunar-
laus umferð um veginn.
Athygli vegfarenda er þó vakin
á, að gjaldskýlið verður ekki unnt
að flytja burtu fyrr en eftir
nokkra daga og tilheyrandi um-
ferðareyja ásamt ljósastaurum
verður ekki fjarlægð fyrr en á
vori komanda, þegar aðstæður
batna og unnt verður að lagfæra
veginn.
Innheimta umferðargjalds af
bifreiðum og öðrum ökutækjum,
sem aka um Reykjanesbraut,
hófst þann 26. október 1965, sam-
kvæmt reglugerð frá 18. sama
mánaðar, sem sett var sam-
kvæmt heimild i vegalögum.
Hefur þvi gjaldheimtan nú staðið
i 7 ár og röska 2 mánuði. Gjaldið
var fyrst i stað allt frá 40 kr. upp i
300 kr. eftir stærð og gerð öku-
tækja og voru gjaldflokkarnir
fimm. Meðreglugerð frá 23. marz
1966 var gjald samkvæmt tveim-
ur efstu flokkunum lækkað, þann-
ig að hæsta gjald varð 200 kr. og
hefur sú skipan haldizt óbreýtt
siðan.
Brúttótekjur af umferðargjald-
inu námu árið 1966 tæpum 14 miij.
kr. en verða röskar 22 milj. kr. á
þessu ári. Nettótekjur namu hins
vegar 12,1 mílj. kr. árið 1966, en
verða um 18 miij. kr. á þessu ári.
Umferð um veginn á þessu
timabili hefur aukizt um 64% eða
úr 1369 bifreiðum að meðaltali á
sólarhring árið 1966 i 2241 bifreið
á sólarhring á þessu ári.
Nettótekjum af umferðargjald-
inu hefur verið varið til greiðslu
afborgana og vaxta af lánum
þeim, sem tekin voru til vega-
gerðarinnar á sinum tima.
Eins og áður segir hófst
greiðsla veggjalda á Reykjanes-
braut 26. október 1965. Frá þeim
degi hafa 2.248.971 bifreiðar farið
um gjaldstöðina og greitt samtals
123.596.234,00 kr. Innheimtu-
kostnaður hefur verið
19.662.267.94 kr., þannig að nettó
tekjur af Reykjanesbraut hafa
verið 103.933.966.06 kr.
Meðalumferð á dag, báðar
leiðir, var árið 1971 2096 bifreiðar
en 2241 á árinu 1972. Umferð hefur
aukizt ár frá ári um Reykjanes-
braut. Fyrsta heila árið sem
gjaldstöðin var opin, árið 1966,
fóru 249.839 bifreiðar um gjald-
stöðina en á siðasta ári, 1972, fóru
409.000 bifreiðar um stöðina.