Þjóðviljinn - 07.01.1973, Side 4

Þjóðviljinn - 07.01.1973, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. janúar 1971! af erlendum vettvangi Ástralía og Nýja- Sjáland: Að standa á eigin fótum úti í Kyrrahafi Það vakti mikla athygli þegar verkamannaflokkar sigruðu í þingkosningum í þeim gömlu íhaldsvirkjum Ástralíuog Nýja-Sjálandi á dögunum, og sæmilega frísklegir vindar tóku að blása um utanrikisstefnu þessara ríkja, sem áður voru stundvisir meðreiðar- sveinar Bandaríkjanna og Bretlands til hvers leiks. Hér fer á eftir stutt f rásögn af forsendum kosninga- sigra þessara og fyrstu að- gerðum stjórna verka- mannaflokkanna. Verkamannaflokkarnir i báð- um þessum löndum gátu óspart hamrað á almennum leiða manna á værukærum stjórnvöldum, sem lengi hafa stjórnað. Hinn ihalds- sami Þjóðarflokkur Nýja-Sjá- lands hafði setið að völdum i 12 ár, og Verkamannaflokkur Astraliu hafði verið utan stjórnar i hvorki meira né minna en 23 ár. Samt sem áður kom hinn mikli kosningasigur Normans E. Kirks og sósialdemókrata hans á Nýja- Sjálandi þeim sjálfum á óvart. Þeir ætluðu varla að trúa þvi, að þeir hefðu fengið 56 þingsæti, en andstæðingar þeirra aðeins 31. Þeim vegnaði vel i borgum — en mest kom það á óvart hve mikinn stuðning þeir fengu hjá smá- bændum sem eru venjulega hinir ihaldssömustu. Bændur komust úr pólitisku jafnvægi við það, að með inngöngu Bretlands i Efna- hagsbandalagið skerðist verulega sá markaður sem þeir — eins og bændur annarra samveldislanda Styður Möltu VALETTA 5/1 Lýbiustjórn hefur heitið Möltustjórn stuðningi ideilu Möltustjórnar við Bretland og önnur NATO-riki vegna leigu af herstöðvum á eynni. Mintoff forsætisráðherra Möltu er nýkominn úr heimsókn til Lýbiu, þar sem hann ræddi við Gaddafi forseta og ráðherra i stjórn Lýbiu. t opinberri heimild Möltustjórnar segir að Gaddafi hafi heitið Möltu fullum stuðningi og að hann hafi heitið á öll araba- riki við Miðjarðarhaf■ að styðja Möltu gegn Bretum. Mintoff krefst 10% hækkunnar á leigunni vegna verðfalls sterlingspundsins á siðasta ári. — hafa haft i gamla móðurland- inu. En Verkamannaflokkurinn hét þvi að hefja öfluga markaðs- leit fyrir landbúnaðarafurðir i Asiu og hafði það sitt að segja. Læröi af Brandt Leiði á ráðamönnum var jafn- vel enn sterkari i Ástraliu en Nýja-Sjálandi — einhver blaða- mannsgárungi komst svo að orði, að Ástraliumenn væru löngu dauðir úr leiðindum ef að MacMahon forsætisráðherra væri ekki jafnvel giftur og raun ber vitni. Verkamannaflokkur Goughs Whitlams tapaöi að visu dálitlu af atkvæðum i ihaldssöm- um sveitahéruðum, en hann vann á um fimm til sjö prósent i Sidney og Melbourne og héruðunum þétt- býlu þar i kring, og nægði það til 20 þingsæta íorskots fram yfir samsteypu Frjálslyndra og Bændaflokksins. Brezka blaðið Economist held- ur þvi fram, að Whitlam hafi lært kosningalist af Willy Brandt. Hann hafi fyrst og fremst reynt að veiða millistéttirnar i net sitt og sparað mjög róttækni i orðum og tillögum til að styggja ekki jafn ihaldsssmt fólk og það, sem finna mátti einhvers staðar á milli stærstu flokkanna. Aftur á móti hafði hann miklu meira fram að færa á sviði húsnæðis- mála, náttúruverndar og fræðslu- mála heldur en fyrri ráðamenn. Æskufólk þakkaði flokki hans fyrir þetta með þvi að greiða hon- jm röskan helming atkvæða sinna. Kvenhylli thaldsmenn, vitnandi til fornra Gough Whitlam: með Rauösokka i pokahorninu dyggða, höfðu það mjög á lofti i kosningabaráttunni, að siðleysi mundi brjótast út ef Whitlam kæmi til valda — en hann talaði um að breyta refsilöggjöfinni að þvi er varðar hómósexúalisma, fóstureyðingar og klámrit. Engu að siður tókst Whitlam vel að ná til kvenna, en þær hafa til þessa stutt hægriöflin i enn rikari mæli en karlar. Meðan á kosningabaráttu stóð héldu kvenfrelsiskonur af hinum nýja skóla uppi harðri hrið á stjórnmálamenn. Þær spurðu hvernig á þvi stæði, að engin kona sæti á þingi, engin kona hefði verið ráðherra. Hvers vegna þær þyrftu að greiða háa tolla á getn- aðarverjum rétt eins og um snyrtivörur væri að ræða og hvers vegna lögbundin lágmarkslaun væru 12 dollurum á viku lægri fyrir konur en karla. Whitlam lof- aði að taka þetta til athugunar, og honum var betur treyst til efnda. Þeir Kirk og Whitlam eru menn ólikir sagðir um margt, en þeir virðast hafa mjög svipaðar til- hneigingar i utanrikismálum. Kemur þetta einkum fram i við- leitni til að skera niður hernaðar- brölt. Undir nýjum fánum Nýja-Sjáland og Astralia hafa bæði afnumið herskyldu — rétt fyrir jól voru menn þeir látnir lausir i Ástraliu, sem neitað höfðu að gegna herþjónustu — mest Aiþýöubandalagsfélag Fljóts- dalshéraös hélt aöalfund á Egils- stööum 30. deseinber. Var Kapitóla Jóhannsdóttir kjörin lormaöur, Sigurjón Bjarnason kjörinn gjaldkeri, Björn Agústs- son ritari og meðstjórncndur kjörnir þcir Sveinn Árnason og Gunnar Halldórsson. Tiu nýir félagar gengu i félagið. Þá voru mættir þarna alþingis- mennirnir Helgi Seljan og Sigurð- ur Blöndal. Eftirfarandi tillaga var sam- Norman Kírk: þokaöi EBE Ný- sjálendingum til vinstri? vegna aðildar landsins að Viet- namstriðinu. Löndin hafa bæði kallað heim siðustu hernaðar- ráðuneuta sina i Suður-Vietnam og vilja segja sig úr hernaðar- samstarfi innan Suðaustur-Asiu- bandalagsins, SEATO. Báðir slita sambandi við stjórn Sjang-Kæ Sjéks á Tævan og taka upp stjórn- málasamband við Peking, sem Whitlam hafði reyndar heimsótt niu mánuðum áður en Nixon kom þar. Og báðir ætla að koma i veg fyrir að Frakkar haldi áfram til- raunum sinum með kjarnavopn á Mururoa-ey jaklasanum. Fleira rennirstoðum undir um- mæli á þá leið, að þessi fjarlægu lönd standi á timamótum. Hinir nýju ráðamenn stefna bersýni- lega að þvi, að lönd þeirra verði ekki framar eins konar útibú frá hinu gamla móðurlandi, Bret- landi, suður i Kyrrahafi — hvorki i pólitiskum né heldur efnahags- legu tilliti. Litið dæmi um þetta en ef til vill táknrænt: Astralia og Nýja-Sjáland ætla bæði að losa sig við þann þjóðsöng sem þau hafa tekið i arf frá Bretum og fán- ana, sem geyma brezka fánann i horninu. Aströlsk blöð efna þegar til hugmyndasamkeppni um þjóð söng og fána og leggja fyrir við- komandi nefndir. Ljóðið „Frægðar land og vonar, þar sem kengúran býr” fann að visu ekki náð fyrir augum dóm- nefndar og ekki heldur sá frægi sigræningi „Waltzing Mathilda”. þykkt á þessum aðalfundi. „Fundur haldinn i Alþýðubanda- lagsfélagi Fljótsdalshéraðs 30. desember 1972 lýsir fullum stuðn- ingi við ákvarðanir ráðherra Al- þýðubandalagsins við nýafstaðn- ar efnahagsaðgerðir, og telur að rikisstjórnin eigi mörg mikilvæg- ari verkefni óleyst en svo, að hætta megi á, að þau verði fengin öðrum i hendur. Ennfremur skor- ar fundurinn á rikisstjórnina að sýna meiri hörku gegn land- helgisbrjótum en verið hefur til þessa”. Kosningasigur Whitlams: áfall fyrir brezk-bandarfsk áhrif Lýsa stuðningi við ef n ahagsaðger ðirn ar RtMINGARSALA - BIJTASALA í DAG HEFST GLÆSILEG RÝMINGARSALA Á Gluggatjaldaefnum og storesum - VERÐ FRÁ KR. 100,- METERINN - ★ GERIÐ ÚRVALS KAUP Á ÓDÝRUM GLUGGATJALDAEFNUM. GLUGGAIAL — Grensásvegi 12

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.