Þjóðviljinn - 07.01.1973, Síða 12

Þjóðviljinn - 07.01.1973, Síða 12
12. StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 7. janúar 1973 HUSNÆÐISMALASTOFNUN RfKISINS EINDAGINN 1. FEBR.1973 FYRIR LÁNSUAASÓKNIR VEGNA ÍBÚÐA í SMÍÐUM llúsnæðismálastofnunin vekur athygli á neúangreindum atriðum: 1. 2. 3. 4. 5. 6. Einstaklingar, er hyggjast hefja byggingu ibúða eða festa kaup á nýjum ibúðum (ibúðum i smiðum) á næsta ári, 1973, og vilja koma til greina við veitingu lánsloforða á þvi ári, skulu senda lánsumslóknir sinar með tilgreindum veðstaö og tilskyldum gögnum og vottorðum til stofnunarinnar fyrir 1. febrúar 1973. Kramkvæmdaaðilar i byggingariðnaðinum, er hyggjast sækja um framkvæmdalán til ibúða, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári, 1973, skulu gera það með sérstakri umsókn, er verður aö berast stofnuninni fyrir 1. febrúar 1973 , enda hafi þeir ekki áður sótt um slik lán til sömu ibúða. Slikri umsókn skulu þá strax eða siðar, fylgja tiiskildar áætlanir i sérstöku formi, á eyöublöðum stofnunarinnar. Berist áætianir i öðru formi, verður umsóknum visað frá. Sveitarfélög , félagasamtök, einstaklingar og fyrir- tæki, er hyggjast sækja um lán til byggingar leigu- ibúða á næsta ári i kaupstöðum, kauptúnum og á öðrum skipuiagsbundnum stöðum, skulu gera það fyrir 1. febrúar 1973. Sveitarstjórnir, er hyggjast sækja um lán til nýsmiði ibúða á næsta ári (leiguibúða eða söluibúða) i stað heilsuspiliandi húsnæðis, er lagt verður niður skulu senda stofnuninni þar að lútandi lánsumsóknir sinar fyrir 1. febrúar 1973, ásamt tilskildum gögnum sbr. rlg. nr. 202/1970, VI kafli. beir , sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofnuninni þurfa ekki að endurnýja þær. Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. janúar 1973, verða ekki leknar til meöferðar við veitingu láns- loforða á næsta ári. Iteykjavik 31. október 1972. HÚSNÆÐISMALASTOFNUN RIKISINS LAUGAVEGI77, SlMI 22453 Stúlka óskast á heimili islenzkrar konu i Englandi, að gæta 2ja barna. Nánari upplýsingar i sima 40591. Pípulagnir Getum bætt við okkur verkefnum í pípu- lögnum. Nýlagnir. Breytingar. Viðgerðir. Tenging tækja. Simi: 36929, H.J. Frá húsmæðrakennaraskóla Islands Sex vikna dagnámskeið i matreiðslu og hússtjórn hefst þriðjudaginn 23. jan. Innritun i sima 16145 kl. 9—15 virka daga. bsuikliiii cr baklijarl Ibúnaðarbankinn Jörn Birkeholm: HJÁLP Það er fíll undir rúminu mínu Nú heyrðu þeir fótatak úti fyrir. Hurðinni var hrundið upp og Bassi salatbruggari kom æðandi inn. Það var garðmold á gúmmistigvélunum hans og það var svo mikill asi á hon- um að moldin slettist upp á bakka með rjómakökum. ,,Það hefur fíll verið í matjurta- garðinum okkar í nótt! Hann hefur borðað kynstrin öll af gulrótum og baunum!" hrópaði hann. ,,Hefurþúséð hann?"spurði herra Diðrik og hristi höfuðið. ,,Nei", másaði Bassi, því hann hafði ekki hlaupið svona hratt í mörg ár, ,,en það eru fílaspor um allt. Fæturnir á honum eru miklu stærri en dýrasta terta". hvorki upp né niður lengur. „Þetta er næstum óskiljanlegt", sagði hann. ,,Ég held að þetta sé eitthvað sem ykkurer að dreyma. Á ég ekki að reyna að klípa ykkur í handlegginn? Það er alltaf gert til að aðgæta hvort mann dreymir eða hvort maður er vakandi. Greppur brettu upp ermina, svo ég geti klipið þig i handlegginn"! Herra Greppur bretti upp ermina og Diðrik kleip hann fast í handlegg- inn. ,,Á-á!! Þú klípur"! veinaði herra Greppur og kveinkaði sér. „Þig dreymirsem sé ekki", sagði herra Dirik. „Afsakið. Þá verðum við að reyna handlegginn áBass...", byrjaði hann, en áður en hann gæti lokið setningunni opnuðust dyrnar enn einu sinni og frú Kamilla kom inn með ógreitt hár. SKYRUPPSKRIFTIR Hér fara á cftir þær uppskriftir sem hlutu vcrðlaun i samkeppni um skyruppskriftir: Bökuð ýsa með skyrsósu 1. verðlaun. Ilöfundur: Linda Wendel Blöndubakka 15, Reykjavik. 5l)()-(>()0 gr. ýsuflök. 2-3 msk. smjör. 2 laukar 1-2 hvitlauksrif 100-150 gr. nýir sveppir (má sleppa) I 1/2 msk. ný stcinselja eða 1 1/2 tsk. þurrkuö 3/4 tsk. timian Múskat eftir smekk Sage á hnifsoddi (má sleppa) salt og pipar Ofninn er hitaður i 175 gr. C. Grunnt ofnfast fat er smurt. Ýsu- flökin eru roðflett, skorin i mátu- leg stykki og raðað i botninn á fat- inu. Salti og pipar stráð á. Smjör brætt á pönnu. Laukur skorinn i þunnar sneiðar og hvit- laukur brytjaður smátt. Sveppir hreinsaðir og sneiddir þunnt og steiktir i smjörinu ásamt lauk og hvitlauk. Kryddað með stein - selju, timian, múskati, sage, ör litlu salti og pipar. Blandan steikt unz laukurinn er meyr. Lauk- blandan er svo sett á fiskinn i fat- inu. 250 gr. skyr majónes, jafnt rúmmál og skyrið ca. Karrý, þurrsinnep, salt og pipar. Skyri og majónesi blandað saman og kryddað eftir smekk. Sósunni svo jafnað vel yfir fiskinn og iaukblönduna svo hylji. Lok eða álpappir settur yfir fatið. Rétturinn bakaður i ofni i 30 min. eða unz fiskurinn er tilbúinn. Gott er að bera með þessu hris- grjón soðin með saffron eða tumeric (verða gul) og grænt sal- at. Þennan fiskrétt má útbúa fyrir- fram, geyma hráan i kæli og baka 1/2 klst. fyrir notkun. Til tilbreytingar má nota soðn- ar grænar baunir eða snittu- baunir i staðinn fyrir sveppi. Baunirnar eru þá ekki steiktar með lauknum, en blandað saman við hann áður en laukblandan er sett i fatið. Notað er pakkaskyr. Síldarréttur m/skyri. Höfundur: Guðbjörg Blöndal, Melabraut 39, Seltjarnarnesi. 3 marineruð sild 1 litil dós skyr 4 msk. rjómi 1 epli 1 laukur 1 harðsoöið egg 1 1/2 tsk. karrý 3-4 tsk. sykur. Sildarflökin skorin i litla bita og raðað á fat. Eplið skrælt og skorið i litla bita, raðað ofan i sildina ásamtsöxuðum lauknum. Karrý, rjóma og sykri hrært saman við skyrið. Hellt yfir sildina. Smátt saxað harðsoðið eggið látið yfir. Borðað með rúgbrauði og smjöri. Fjallagrasaskyr. Höfundur: V'alur Þorvaldsson, Vallholti 28, Selfossi. Þjóðlegur skyrréttur, uppskrift fyrir fjóra. 2 dl. fjallagrös (þvegin og söxuð) 2 dl. mjólk 4 msk. púðursykur (Ijós) 1/8 tsk. salt 1 dós skyr (5 dl.) Þvoið fjallagrösin vel og saxið þau eða klippið smátt. Hitið mjólkina að suðu og bætið fjalla- grösunum og púðursykrinum út i. Sjóðið við vægan hita i 10 min- útur og hrærið stöðugt i. Saltið. Hrærið skyrið samanvið, og berið réttinn fram i pottinum. Fjallagrasaskyr er ljúffengur ábætisréttur, með rjómablandi, en einnig er rétturinn kjörinn uppistaða i litla máltið, t.d. á móti einni heitri máltið á dag, og er þá gott að bera sneiðar af súrmat og/eða grófu brauði með. Rétturinn bragðast bezt nýlag- aður, með hitastigi nálægt likamshita. „GERPLA" Höfundur: Þórunn Sigurðardóttir, Vonarstræti 8, Reykjavik. 100 gr. skyr (hrært) 100 gr. þeyttur rjómi 100 gr. rækjur (nýjar) 100 gr. gaffalbitar i vinsósu 1/2 litill laukur sólseljugrein (hclzt ný eða fryst, annars þurrkuð) 5-6 kartöflur „GERPLU” má framreiða bæði heita og kalda. Heit „GERPLA" Kartöflurnar eru hráar, flysj- aðar og skornar i þunnar sneiðar. Laukurinn skorinn mjög smátt, gaffalbitarnir skornir i minni bita. öllu biandað varlega sam- an, vinsósunni af gaffalbitunum hellt saman við. Sólseljan klippt eða mulin yfir. Rétturinn er sett- ur i ofn i eldföstu móti og bakaður i ca. 30 minútur. Köld „GERPLA" Kartöflurnar eru hér soðnar, en að öðru leyti er eins að farið. Bor- ið fram iskalt. Hér geta góðir sildarmenn aukið magnið af gaff- albitunum. „GERPLA” er ljúf- feng með islenzkum flatkökum og smjöri, góðum pilsner, að ekki sé talað um Egil sterka fyrir þá sem 1 hann ná, til þess að styrkja enn þjóðrækniskenndina. Varðandi innihaldið i „GERPLU” má minnka eða auka það innbyrðis eftir smekk, t.d. má auka magnið af skyri og rjóma, einkum i köldu „GERPLUNNI”; fer það nokkuð eftir bragðstyrk- leika gaffalbitanna, sem getur verið nokkuð misjafn. Að sjálf- sögðu eru bæði rækjurnar og gaffalbitarnir rammislenzk. Og að lokum, bezt er að hafa flatkök- urnar vel heitar. Sinneps-sild. Höfundur: I.aila Björnsson, Geitlandi 4, Reykjavik. 2 sildarflök (marineruð) 1 epli ca. 1 dl. majones ca. 1 dl. skyr (hrært með vatni og sykri) 2-3 msk. sinnep 1 tsk. paprikuduft örlitil kryddsósa (t.d. HP-sósa) Epli og sildarflökin skerist i smábita. Siðan er öllu blandað vel saman. Borðist með brauði.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.