Þjóðviljinn - 07.01.1973, Page 13

Þjóðviljinn - 07.01.1973, Page 13
Sunnudagur 7. janúar 1973| ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13. 70 Alistair Mair: Það var sumar í þeim unz þau hurfu bakvið lár- viðargerðið. Þá andvarpaði hann og sneri sér að konu sinni. — Hvaða vitleysur hef ég gert? spurði hann dapur i bragði. Hún tók um hönd hans. — Ég held þú hafir engar gert, sagði hún. — Það fylgir þvi uppreisnarhugur að vera öðrum háður. bannig var það með þig. En það liður hjá. — Ég veit svei mér ekki, sagði hann. Stundum efast ég um það. Hún herti takið. — Það gerir það, sagði hún bliðlega. — Þú átt eftir að sjá það. — Ef til vill. Hún leit á áhyggjufullt andlit hans; þreytusvipurinn var nú áberandi þegar reiðin var horfin, og hún hallaði sér að honum og kyssti hann á vangann. — Komdu nú, sagði hún. — Við skulum fá okkur tesopa. Hann yppti öxlum. — Ég get það ekki, sagði hann. — Ég verð að lita á Jacky. — Jæja ... máttu til? — Já sagði hann. — Ég má til. — Allt i lagi. Hún tók veskið sitt og hanzkana. — Það verður til- búið handa þér þegar þú kemur aftur. En vertu ekki lengi. — bað verð ég ekki, sagði Peter. — Ég er svo sannarlega ekki i skapi til þess i dag. Þrátt fyrir hugarástand sitt og vanmáttarkenndina sem þjakaði hann, var hann brosandi þegar hann kom að rúmi Jackys. — Góðan daginn. Hún opnaði augun þegar hún heyrði milda rödd hans og horfði á geðþekkt andlit hans. - Hæ. — Þú varst sofandi. — Eiginlega ekki. Ég var að lesa rétt áðan. Svo lá ég stundar- korn og lét mig dreyma. Hún lyfti þvældu Digest-hefti af rúminu og lagði það á náttborðið og færði sig ögn ofar á koddann. — Ég bjóst einmitt við þér um þetta leyti. — Hvernig leið þér i nótt? — Ágætlega. Ég svaf eins og steinn. — Og andardrátturinn? Hún yppti berum öxlunum. — Alveg eins. Það er allt i lagi ef ég ligg kyrr og hreyfi mig ekki, afleitt ef ég hreyfi mig. Viltu hlusta? — Ekki i dag, sagði Peter. Við skulum taka okkur fri. Hún brosti. — Vegna sjáifs þin eða min? — Hvort tveggja, sagði Peter. — Ég er ekki i skapi til að vinna i dag. — bá hefðirðu ekki átt að koma, sagði hún. — Ég sagði þér það. — Mig langaði til að koma, sagði Peter. Hann var búinn að segja þetta áður en hann gerði sér ljóst að það var satt. Gagnstætt allri skynsemi var dagleg vitjun hans til Jacky orðin eins konar friðar- stund á miðjum vinnudegi. Og ástæðan var ekki sú að Anne væri nálæg. Hún bjó alltaf i huga hans sem hluti af hinum undarlega draumi sem fyllti lif hans. En frá Jacky stafaði einhverri dásam- legri ró, djúpum friði sem lýsti úr augunum rólegu sem horfðu i augu hans. Hún brosti við. — Ég held þér sé alvara, sagði hún lágri röddu. Mér er alvara, sagði Peter létt- um rómi. — Ég veit ekki hvað maðurinn þinn myndi segja um þetta. — Hann fær aldrei að vita það, sagði Jacky. — Jafnvel þótt hann vissi það, þá myndi hann aldrei skilja það. Ég skildi það ekki sjálf fyrr en i gærkvöldi. — Og hvað gerðist i gærkvöldi? Langa stund horfði hún framan i hann. — Ég veit ekki hvort ég á að segja þér það, sagði hún, — Ef ég geri það, þá verður aldrei neitt eins aftur. Peter þagði stundarkorn. — Nú er komið að mér að skilja ekki, sagði hann loks. — fyrir- gefðu. Hún hló og teygði sig eftir hendi hans. — Settu ekki upp þennan áhyggjusvip, sagði hún. Þú þarft engar áhyggjur að hafa. — Ég hef engar áhyggjur, sagði Peter.Ég er bara forvitinn. — Já, sagði Jacky. — Það var ég lika. Ég var forvitin strax frá byrjun, alltaf siðan fyrsta kvöldið þegar við sáumst i Kastalanum og ég þekkti þig og vissi að þú myndir þekkja mig. Manstu það? — Já, sagði Peter. — Ég man það. — Og mér fannst eins og ég sæi einhvern sem ég hefði átt von á, einhvern sem ég hefði verið að biða eftir. Ég sagöi þér það. — Já, sagði Peter. — Jæja, ég braut svolitið heil- ann um þetta, sagöi Jacky. — Og þegar þú komst i vitjun til min i október, þá vissi ég að þetta hafði ekki verið eintómur hugarburður. Það var þarna eitthvað, einhver tengsl. Ég vissi ekki hvers konar. Og þú fannst það lika. Ég vissi það. Og ég reiddist þér daginn þann, þegar þú reyndir að neita þvi vegna þessa sambands milli lækna og sjúklinga og hvað þú nú kallaðir það. Þú hlýtur að muna það. — Já ég geri það. Jacky brosti striðnislega. — Ég er viss um að þú gerir það, sagöi hún. — bá héiztu aö það væri ást, var ekki svo? Peter sat grafkyrr. — Já, viðurkenndi hann. — Ég hélt það væri ást. — Ég veit það, sagði Jacky lágri röddu. —Og það hélt ég lika. Og eiginlega er það ást að vissu leyti. En það er ekki likt neinni annarri ást sem ég hef þekkt. Hann ók sér vandræðalega til. — Heyrðu mig, Jacky, ég — — Nei. Hún greip fram i fyrir honum. — Láttu mig segja þér það. Hún tók Digest-heftið af náttborðinu og rétti það að hon- um. — Hefurðu séð þetta? Hann leit sem snöggvast á kápuna. — Nei, það held ég ekki. — Robin kom með það til min. Hún fletti heftinu og leitaði. — Eg rakst á þessa grein. Hún rétti honum opið heftið. — Littu á. Hann las dökka fyrirsögnina: BARATTAN VIÐ SJÚKDÓMA og fann hvernig uggurinn iæsti sig um hann. Fyrir neðan, við hliðina á teikningu af visindamanni að störfum á rannsóknarstofu, byrjaði greinin: Úr miðvesturrikjum Bandarikjanna hafa borizt fréttir sem gætu gefið vonir þeim körl- um og konum um allan heim sem þjást af þeim sjúkdomi sem þekktur er sem Lymphadenome eða Hodgkins'Veiki, en fram til þessa hefur ekki tekizt að lækna hann. En nú hafa Dr Paul Cernak og samstarfsmenn hans skýrt frá uppgötvun — Hann hætti að lesa og gaf sér tima til að hagræða andlitssvip sinum. Siðan leit hann upp. — En ég skil ekki samhengið — Hún brosti og tók heftið af hon- um. — Ljúgðu ekki að mér, sagði hún bliðlega. — Þú ert dásam- legur lygari, en þú mátt ekki ljúga lengur. — En Jacky — — Það er þetta sem gengur að mér, sagði hún. — Ég hef vitaö það i margar vikur, siðan ég sá nafnið á spitalakortinu minu. En ég vissi ekki fyrr en i gærkvöldi hvað það táknaði. Hann leit undan. — Ég vildi ekki að þú vissir það, sagði hann. — Mér þykir leitt að þú skyldir sjá þetta. — En það er satt, er ekki svo? — Já, sagði hann. — Það er satt. Hann stóð upp og gekk að glugganum þar sem veröldin var og horfði niður i rennvotan garð- inn og regnið lak niður rúðurnar eins og tár. Hann heyrði dauft regnhljóðið og lágt tif i klukku og fjarlægan umferðarnið, og þegar Jacky tók til máls var rödd hennar bliðleg. — Af hverju ætti þér ekki að vera sama? Hann gat ekki litið við. — Ég veit það ekki, sagði hann. — En þér er ekki sama. — Nei, sagöi hann. — Mér er ekki sama. Hann heyrði að hún andvarp- aði. — Ekki mér heldur, sagði hún, — bað er furðulegt. Ég hugsaði aldrei um dauðann. En nú finnst mér að hann hafi alltaf verið á næsta leiti að biða eftir mér, rétt eins og mér fannst að þú hafir GLENS BRIDGE Hálfslemman í Estoril Leikni i úrspili hefði tryggt sigur i þessari hálfslemmusögn á nýlegu Evrópumeistaramóti. En finnski sagnhafinn fann ekki réttu leiðina við spilaborðið. Það er vitaskuld rétt að ef Vestur hefði haft enn einn spaða, t.d. ásinn, en einu hjarta færra, hefði spilamennska finnska sagn- hafans borið tilætlaðan árangur. „Vofa Reeds” N sp. D—7- hj. 6 ti á_6 la. A—K Y sp. 10—9—4 hj. G —10—5—4 ti. K—D—10—3 la. 10—3 -2 D—8—6—4—2 A sp. A—K—6—5 hj. 9—2 ti. 8—7—4—2 la. 9—7—3 s sp. G—8—3 hj. A—K—D—8—7—3 ti. G—9—5 la. G Sagnir: Norður gefur. Enginn á hættunni. Vestur Möller, Norður Koski, Austur Pedersen Suður Runeberg. Jcstur Norður Austur Suður 1. hj. pass 2. la. pass 2. hj. pass 6. la... Vestur lét út tigulkóng. Hvernig hefði Suður getað unnið hálf- slemmuna i laufi gegn beztu vörn? Svar: Andstæðingarnir hefðu getað tekið tvo spaðaslagi i upp- hafi, en það gat Vestur ekki vitað og lét þvi eðlilega út háspil i tigli. Finnski sagnhafinn tók með ásn- um, tók siðan á öll tromp sin og ákvað að lokum að gera ráð fyrir að hjörtun skiptust jafnt, 3—3. En þar sem Vestur átti fjögur hjörtu, féll sögnin. En Vcstur var kominn i kast þröng inilli þriggja lita, þegai siðustu troinpunum var spilað! Hann neyddist til að kasta af sér tveimur spöðum og var þvi kom- inn i þessa stöðu, þegar sex slagir voru eftir (spil Austurs skipta ekki máli): hj. ÁKD8 ti. G9 sp. 10 hj. G1054 ti.K sp. D72 hj. 6 ti. 6 la. 8 Suður lætur út siðasta tromp sitt, laufaáttuna, og Vestur neyðist til að kasta spaðatiunni, til þess að koma i veg fyrir að hjartað eða tígullinn friist. Sagnhafi kastar þá hjartaáttunni úr borði og lætur út tigul að heiman. Vestur tekur á kóng sinn, en blindur fær á háspilin þrjú i hjarta og á tigulgosann, sem er orðinn frir. Enska nafnið á eftirfarandi þraut er Reed’s Ghost, („Vofa Reeds”), og stafar af þvi að hinn kunni enski spilamaður Ernest Pawle, sem við höfum kynnzt áður i þessum þáttum, byggði hana á sex spila gátu, sem Bandarikjamaðurinn Reed samdi. N sp. AKDG hj. A ti. AG987 la. DG10 V sp. 109876 hj. 82 ti. 6 la. A8653 A sp. 54 hj. 76543 ti. KD1042 la. K s sp. 32 hj. KDG109 ti. 52 la. 9742 Vestur lætur út tigulsexuna og Suður vinnur fjögur hjörtu, hvernig sem mótherjarnir reyna að verjast. Athugascmdir um sagnir: Hefði um sagnir verið að ræða, hefðu þær getað verið á þessa leið: ' Vestur Norður . — ' 2. la. p'aSs - dobl pass 2 sþ. pass 3 gr. Austur Suður 2 ti. pass pass 2 hj. pass 3 hj. pass 4 hj. Hönd Norðurs með aukastyrk sinum i millispilunum og hag- stæðri skiptingu jafngildir a.m.k. 24 lágpunktum, (allt að 40 Vinarpunktum) og tveggja laufa kröfuopnunin er óhjákvæmileg. Suður, sem engan ás á og auk þess aðeins örfáa punkta og ekki nógu marga til að svara með tveimur gröndum, á að passa viö tveim tiglum Austurs. En úr þvi hefði hann getað stokkið i þrjú hjörtu til að sýna sterkan lit sinn. Austur á ekki að dobla loka- sögnina, þó að hann . eigi fimm tromp. FÉLAG ÍSLENZKRA HUOMUSTARMANNA #útvegar ydur hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar Lœkifœri Vinsamlngast hringið í Z0255 milli kl. 14-17 W'csmtn ht m <1/ INDVKItSK ÚNDRAVERÖLD * IJI jl Nýtt og injög fjölbrcytt úrval austurlenzkra skrautmuna til tækifærisgjafa THAI — SILKI i úrvali. Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina sem veitir varanlcga ánægju fáið þér i JASMtN við Hlemmtorg (Laugavegi 133)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.