Þjóðviljinn - 09.01.1973, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 09.01.1973, Qupperneq 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 9. janúar 1973 Þriðjudagur 9. janúar 1973 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 9 Skúli Þorsteinsson, námsstjóri. Fræðslufundur á Keyðarfirði 19(i9. Austfirzkir kennarar ásamt þrem fyrirlesurum úr Reykjavik, þeim Skúla Þorsteinssyni, Herði Bergmann og Pálma Jósefssyni. „Aldrei gleyma hinu uppeldis- lega hlutverki skólans” SPJALLAÐ VIÐ SKÚLA ÞORSTEINSSON, SEM NÚ LÆTUR AF NÁMSSTJÓRN Skúli Þorsteinsson fv. námsstjóri Austurlands hætti nýlega störfum sök- um heilsubrests. Þjóðvilj- inn átti viðtal við Skúla um skólamál fyrr og nú. — Hvaö ertu búinn að starfa lengi að kennslu- og skólamálum, Skúli, og hvar? — Ég kenndi tvö ár á Stöðvar- firði áður en ég tók kennarapróf, en árið 1932 útskrifaðist ég úr Kennaraskóla tslands. Að loknu kennaraprófi var ég kennari við Austurbæjarskólann i Reykjavik i sjö ár. Þaðan flutti ég til Eski- fjarðar og var skólastjóri þar við barna- og unglinga- skóla Eskifjarðar i átján ár. Arið 1957 flutti ég aftur til Reykjavikur og var kennari við Melaskólann i sjö ár. Ég var svo skipaður námsstjóri fyrir Austur- land 1964 og gegndi þvi starfi i átta ár, eða til haustsins 1972, en þá varð ég að hætta störfum sök- um sjúkleika. Ég hef þvi starfað aðskólamálum á fimmta tug ára. Lá úti á f jallvegi — Var ekki námsstjórnarsvæði þitt stundum erfitt yfirferðar að vetrarlagi, þegar allra veðra er von? — Námsstjórnarsvæðið náði yfir fjórar sýslur, nánar tiltekið Múlasýslur og Skaftafellssýslur. I námsstjórnarferöum var ég auð- vitað nær undantekninarlaust að vetrinum eða þann tima ársins, sem skólarnir voru að störfum. Ferðalögin reyndust þreytandi á stundum, þótt ferðazt væri að mestu með bilum. Um skip og flugvélar var varla að ræða sem farartæki milli staða innan fjórð- ungsins, sem féllu inn i fyrirfram gerða ferðaáætlun. Það kom fyrir að ég lagöi land undir fót með pjönkur minar, þegar farartækið gafst upp og komst ekki lengra sökum fannfergis. Einu sinni varð ég að liggja úti næturlangt á fáförnum fjallvegi i óupphituðum bil. Þá greip ég til þess ráðs að kveða stemmur að fornum hætti. Annars gengu þessar ferðir yfir- leitt vel og án verulegra erfið leika eða stórtiðinda, en alltaf hlakkaði ég til að koma i áfanga- stað og heimsækja börnin og kennarana. Verkefni námsstjóra — Hver eru helztu verkefni- námsstjóra? — Ég vil taka fram, að þegar ég tala um námsstjóra þá á ég við svæðanámsstjóra, en ekki fag- námstjóra. í reglugerð um nám- stjórn frá 1965 er gerð allýtarleg grein fyrir starfi námsstjóra, sem oflangt mál er að rekja hér, en nokkrum ákvæðum get ég greint frá i stuttu máli. Námsstjórar eiga að fylgjast með þvi, að lög- um, reglum og fyrirmælum fræðslumálastjórnar sé fram- fylgt. Þeir eiga að leiðbeina skólastjórum, kennurum og skólanefndum um réttindi þeirra og skyldur, ef þörf krefur, og kynna sér starfsskilyrði og aðbúð nemenda og kennara, og enn- fremur að sjálfsögðu árangur kennslunnar. Einnig ber þeim að kynna sér uppeldisáhrif skólans, félagsstörf og samvinnu heimila og skóla, og leitast við að gefa viðkomandi aðilum góð ráð eftir beztu getu. Ef börn eru i skóla- hverfinu, sem ekki eiga samleið með öðrum börnum vegna and- legs vanþroska eða af öðrum ástæðum, ber námsstjóra að hlut- ast til um, að þau njóti þeirrar að- stöðu i skóla sinum eða utan hans, sem lög og reglur gera ráð fyrir. Námsstjóra ber að leysa eftir getu úr ágreiningi, sem upp kann að koma milli þeirra aðila, sem hlut eiga að málum viðkomandi skóla, og gera sér far um aö efla samvinnu heimila og skóla, t.d. með þvi að halda erindi á for- eldrafundum um skólamál eða fá aðra til þess að samráði við stjórn skólans. Námsstjóri reynir eftir fremstu getu að hafa hvetjandi áhrif á kennara og nemendur, og flytja með sér ferskt lif i skóla- starfið. Námsstjóri skal vinna að hagkvæmum breytingum á skip- un og framkvæmd skólahaldsins. Námsstjóri skal að jafnaði heimsækja hvern skóla einu sinni á ári. Þetta mun þó i framkvæmd hafa verið þannig, að námsstjór- ar hafa heimsótt skólana oftar, og tel ég nauðsynlegt, að skólarnir séu heimsóttir tvisvar á ári, haust og vor. Um dvalartima náms- stjóra I hverjum skóla fer eftir á- stæðum, t.d. fjölda nemenda og kennara. 1 lok hvers skólaárs skal námsstjóri gefa fræðslumála- stjóra heildarskýrslu yfir störf sin á árinu og veita upplýsingar eftir þörfum og óskum. 30/5% án réttinda — Hefur kennaraskortur ekki verið tilfinnanlegur á Austur- landi, eins og viðast hvar annars staðar á landinu? — Jú, mjög hefur reynzt erfitt að fá kennara með fullum réttind- um að skólum á Austurlandi. Skólaárið 1970—71 voru 30,5% fastra kennara og skólastjóra við barnaskóla þar án kennararétt- inda, en á sama tima var hliðstæð taia á öllu landinu 9,83%. Siðast- liðið skólaár voru þessar hlut- fallstölur ivið lakari. — Stundum hefur skólastarfið ekki getað hafizt á réttum tima vegna þess hve seint hefur gengið að ráða kennara til starfa, en það er auðvitað mjög slæmt. — Mikið hefur verið rætt og rit- að á undanförnum árum um að- stöðumun nemenda i dreifbýli og þéttbýli, misjafna aðbúð i skólum og mislangan starfstima. Hver er þin reynsla, Skúli, i þeim efnum? — Þvi verður ekki neitað, að aðstöðumunur er verulegur, og i mörgum tilfellum óviðunandi. Skólarnir á Austurlandi eru margir hverjir mjög fátækir af kennslutækjum, og húsnæði er viða bágborið. Bókasöfn eru al- gerlega ófullnægjandi og sums staðar varla til, að heitið geti. Þó hefur að sumu leyti stefnt i rétta átt siðustu ár. Starfstimi flestra skólanna er alltof stuttur. Skólaárið 1970—71 störfuðu aðeins þrir skólanna i niu mánuði, en þá voru barna- skólar á námsstjórnarsvæðinu samtals þrjátiu og fjórir. Fimm- tán skólar störfuðu i átta mánuði, fimm i sjö mánuði, en aðrir skemur. Við suma skólana voru einnig unglingadeildir. Myndarlegir heimavistarskólar Skólaárið 1964—65, þegar ég hóf störf sem námsstjóri, voru fjöru- Vinnubækur frá Barnaskóla Eskifjarðar meðan Skúli var þar skólastjóri. Siðustu skólaslit hjá Skúla Þorsteinssyni á Eskifirði 1957. tiu og tveir barnaskólar á svæð- inu. A þvi timabili, sem ég var námsstjóri, sameinuðust smærri skólahverfi um byggingu hinna myndarlegu heimavistarskóla á Hallormsstað og Kirkjubæjar- klaustri, og var það mikil bragar- bót i skólamálum þeirra héraða. Einnig sameinuðust smærri skól- ar á sama timabili um unglinga- fræðsluna, t.d. við heimavistar- barnaskólana á Eiðum og Nesj- um i Hornafirði. I Nesjaskóla er nú verið að reisa myndarlega við- bótarbyggingu. Einnig var byggt á þessum árum glæsilegt skóla- hús á Vopnafirði, og ein hæð i fé- lagsheimilinu á Borgarfirði hefur verið innréttuð sem skólahús- næði. Arið 1964—65 voru aðeins ellefu skólahverfi af fjörutiu og tveim- ur, sem framkvæmdu fræðslu- skyldu til fimmtán ára aldurs, en skólaárið 1970—71 var fræðslu- skylda framkvæmd samkvæmt lögum, i heimaskóla og/eða ann- ars staðar, i ölium skólahverfum á námsstjórnarsvæðinu að und- anteknum þremur. Ekki utangarðsþegnar — iHvað viltu segja um fjár- hagslega aðstöðu þeirra, sem verð'a að stunda framhaldsnám fjarri heimilum sinum og átthög- um? — Það eru sjálfsagt öllum ljós- ir þeir fjárhagserfiðleikar, sem þeir nemendur búa við, sem stunda þurfa framhaldsnám fjarri heimili sinu og átthögum miðað við þá, sem geta sótt skóla frá heimili sinu. 1 þvi efni rikir mikið misrétti. Nemendur strjál- býsisins eiga ekki að vera utan- garðsþegnar. Allir hljóta að eiga siðferðilegan rétt á sem jöfnust- um möguleikum til náms, hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Það er vel, að á siðustu árum virðast stjórnvöld hafa komið auga á þessa staðreynd og sýnt nokkurn vilja i verki til úrbóta. En betur má ef duga skal. — Arið 1971 voru samþykkt lög um Kennaraháskóla Islands, sem hafa i för með sér mjög aukna menntun barnakennara i fram- tiðinni, og nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um grunnskóla, sem gerir ráð fyrir nokkkurri breytingu á skólakerfinu, aukinni fjölbreytni og meiri námskröfum. Fannst þér kennaranám of stutt á meöan Kennáraskóli Islands var aðeins þriggja vetra skóli? Var menntun kennara þá ófull- nægjandi? — Ég held, að þriggja ára kennaraskóli hafi varla verið nægilega langur námstimi fyrir kennaraefni á þeim tima, en þó verður að taka tiilit til þess, að nemendur voru þá yfirleitt eldri og þroskaðari og margir hverjir höfðu þvi nokkra reynslu i starf- inu. Þá er rétt að taka fram i þessu sambandi, að kennarar hafa jafnan sýnt mikla fórnfýsi og dugnað við að afla sér viðbótar- menntunar, bæði heima og er- lendis, þrátt fyrir bágborin launakjör og aðbúð i starfi og þess vegna hafa þeir dugað betur en lengd skólagöngu þeirra gefur til kynna. Það var þó mikilsvert, þegar kennaraskólinn varð fjögra ára skóli. Þörf fyrir betur menntaöa kennara Það er staðreynd, að þjóðfélag- ið hefur tekið stórstigum breyt- ingum siðustu áratugi, sem krefj- ast fjölbreyttari og meiri fræðslu og kunnáttu nemenda á skyldu- námsstigi, en af þvi leiðir óhjá- kvæmilega þörf fyrir betur menntaða kennara. Lög um Kennaraháskóla ts- lands og frumvarp til laga um grunnskóla á þvi rætur að rekja til þessara staðreynda, sem þjóð- félagið hlýtur að láta sig miklu varöa. Skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins hefur á undanförnum árum unnið mikið og merkilegt starf, sem ég hygg að vænta megi góðs af i framtið- inni, þegar reynsla er fengin og hagnýtt. — Þú hefur starfað lengi i sam- tökum barnakennara, verið for- maður þeirra um langt skeið og fulltrúi stéttarinnar i norrænum kennarasamtökum og á alþjóða- þingum. Var ekki kjarabaráttan stundum þreytandi og félagsmál- astörfin timafrek. — Jú, það er rétt. Ég hef leitazt viða að leggja stéttarsystkinum minum nokkurt lið i félagsmálum á liðnum árum. Ég var formaður Sambands islenzkra barnakenn- ara i allmörg ár og hef átt sæti i ýmsum nefndum sem fulltrúi samtakanna. Kjarabaráttan hef- ur auðvitað tekið mikinn tima og oft borið litinn árangur, þótt stefnt hafi i rétta átt. Min skoðun er sú, að barnakennarastarfið sé meðal vandasmöustu og ábyrgðarmestu starfa i þjóðfé- laginu. Ég er ekki einn um þá skoðun, hún á sér formælendur marga i öllum þjóðfélagshópum, bæði hér heima og erlendis. Mér virðist margt benda til þess, að islenzkir barnakennarar búi við lakari launakjör, miðað við aðrar starfsstéttir, heldur en starfs- systkin þeirra i nágrannalöndum. Of löng kennsluskylda A norrænni kennararáðstefnu, sem haldin var hér haustið 1971, voru gestir okkar fremur fáorðir á blaöamannafundi, en þó tóku þeir sérstaklega fram, að dagleg kennsluskylda islenzkra kennara á skyldunámsstigi væri alltof löng. Hins vegar töldu þeir orlofs- árið og afslátt á kennsluskyldu aldraðra kennara til fyrirmyndar og höfðu orð á þvi að berjast fyrir sömu hlunnindum i heimalöndum sinum. Ég hef alltaf álitið sanngjarnt og sjálfsagt að gera miklar kröfur til kennarans, en hnn verður þá lika að njóta viðurkenningar og launa i fullu samræmi við kröf- urnar. Ég vil ekki láta hjá liða að leggja áherzlu á það, að islenzkir barnakennarar og samtök þeirra hafa alltaf látið sig öll menn- ingarmál stéttarinnar miklu skipta, svo sem menntun kenn- ara, og einnig alla aðbúð nem- enda. Ég hygg, að ekki sé ofmælt þótt sagt sé, að flestar eða allar framfarir i islenzkum fræðslu- málum á skyldunámsstigi eigi rætur að rekja til frumkvæðis eða fylgis samtakanna. Úr þvi við ræðum hér um fé- lagsmál kennara, þá langar mig til að hafa orð á þvi, aö ég hef haft i huga að stuðla að stofnun sam- taka með kennurum, sem hættir eru störfum og komnir eru á eftir- laun. Eins og nú háttar, eru þeir úr öllu sambandi við fyrrverandi starfsfélaga sina og stéttarsam- tök. A þvi þarf að ráða bót. Kannski geta þessir kennarar lagt þar sjálfir hönd að verki. Hefur þjóðfélagið efni á þvi að nýta ekki starfskrafta þeirra og reynslu á einhvern hátt? Daglegur námstími veröi samfelldur — Viltu segja eitthvað sér- stakt, áður en við ljúkum þessu samtali? — Jú, ég vil að lokum gjarnan segja þetta: Nútiminn krefst auk- innar og fjölbreyttari fræðslu og meiri kunnáttu nemenda að skyldunámi loknu, en það má aldrei gleyma hinu uppeldislega hlutverki skólans. Bein fræðsla og nám hefur að sjálfsögðu nokkur uppeldisáhrif, en skipuleg félagsstörf innan veggja skólans eða i tengslum við hann, þar sem börnin eiga frum- kvæði uhdir leiðsögn kennara, eru liklegri tilfarsælla uppeldisáhrifa og hjálpa bezt til þess að móta heilbrigða hegðun barnanna og gott andrúmsloft i skólastarfinu. Félagsstörfin má þvi alls ekki vanrækja, og nauðsynlegt er að ætla þeim rúm i stundarskrá. I þessu sambandi vil ég geta þess, að ég tel sjálfsagt að keppa að þvi, að daglegur námstimi barnanna verði samfelldur i skól- anum, og þegar börnin koma heim hafi þau lokið sinu skyldu- verki. Til þess að svo geti orðið, þurfa börnin að fá máltið i skól- anum. Að siðustu vil ég láta þá skoðun i ljós, að ég tel að fagnámsstjórar geti ekki, af eölilegum ástæðum gegnt þvi hlutverki, sem svæða- námsstjórum hefur verið ætlað. Svæðanámstjórarnir eiga að láta sig skipta allt skólastarfið i heild: nám, félagsstörf, skólabrag allan og aðbúð nemenda og kennara. Þeir eiga að vera i lifrænu sam- bandi við skólana og dvelja meö kennurum og nemendum eftir þvi sem timi vinnst til. Hlutverk fag- námsstjóra er hins vegar að ann- ast tilraunir i einstökum náms- greinum eða hafa umsjón með þeim og leiðbeina á námskeiðum kennara. Eg vona, að ný fræðsluiög verði framkvæmd þannig, að þau störf, sem svæðanámsstjórar hafa hingað til haft með höndum, verði ekki vanrækt i framtiðinni, þó einhverjar breytingar verði gerð- ar á starfsháttum. Förum við þá allir til Heljar? Fjölmenni á fundi ásatrúarmanna Ásatrúarmenn vilja skira og grafa sjálfir, þeir eru á móti fóstureyðingum, þeir jafna blóti við nútima sláturhús, þeir hafa orðið fyrir jarteiknum, en þeir eru ekki vissir um lífið eftir dauðann. Þetta var meðal þess, sem fram kom á kynningarfundi Asatrúarfélagsins á þrettándan- um, sem haldinn var á Hótel Esju og dró að sér um hundrað manns, en ekki er ljóst, hve margir þeirra játa ásatrú og hve margir komu af forvitni. 1 upphafi skýrði einn forystu- manna, Jörgen Ingi Hansen, frá tildrögum að stofnun Asatrúarfé- lagsins og las bréf , sem félagið hefur sent dómsmálaráðuneytinu með ósk um viðurkenningu á fé- laginu sem trúarfélagi og þeirri málaleitan, að félagið sjái sjálft um skirnarathafnir og fái eiginn grafreit, en allsherjargoði sjái um framkvæmd skirna og útfara. Átti félagið von á svari ráðu- neytisins i gær, manudag. Kom fram i umræðum að erindi þeirra ásatrúarmanna hefði dómsmáiaráöuneýtið sent biskupnum yfir lsiandi til um- sagnar og hefði hennar þegar verið beðið alllengi. Óttuðust þeir félagar, að umsögn yfirmanns kirkjunnar yrði ekki óvilhöll og bentu á, að þetta virtist vera eina umsögnin, sem ráðuneytið hefði leitað eftir og ætlaði að styðjast við. Gestur á fundinum, Páll Heiðar Jónsson, upplýsti hins vegar, að herra Sigurbjörn Einarsson hefði sjálfur fyrir um 40 árum reynt að endurvekja ásatrú og þá veriö á móti þeim gyðinglegu trúar- brögðum, sem hingað hefðu verið flutt inn. Allsherjargoði ásatrúarmanna, Sveinbjörn Beinteinsson, ræddi um siðfræði ásatrúarinnar og Þorsteinn Guðjónsson um sitt- hvað sem viðkemur félaginu. Trúleysingi, Arni Björnsson þjóð- háttafræðingur, mætti á fundin- um og sagði frá uppruna jólanna sem heiðinnar skammdegishátið- ar. Blóðþorsti íslendinga. Siðfræðin þvældist fyrir fundar- mönnum, og i umræðum eftir framsöguerindi var m.a. spurt um mannfórnir og blót. Svöruðu ásatrúarmenn þvi til, að einmitt þetta væri sú spurning, sem lýsti bezt blóðþorsta Islendinga og menn legðu ævinlega fyrst fyrir þá, — hverju ætti að blóta og hvar. Sögðu þeir blót ásatrúar- manna fyrrum ekki hafa verið annað en slátrun á hátiðum, rétt eins og tslendingar nú ætu kjöt, en létu að visu slátra fénu fyrir sig i sláturhúsum. Þorsteinn Guðjónsson bætti við, að kristnir menn þyrftu ekki að vera að hreykja sér hátt varðandi mannfórnir eða hvort kristnir menn teldu ef til vill rétt að taka upp galdrabrennur á nýjan leik. Helgi Hóseasson trésmiður spurði, hvað allsherjargoði ætti við með orðinu skirn, þvi skirn þýddi hreinsun, og hvort ása- trúarmenn ætluðu þá eins og þeir kristnu að þykjast vera að hreinsa nýfædd börn af einhverri erfðasynd. Var Helga svarað, að orðið skirn væri hér notað i óeiginlegri merkingu um nafngift og ásairú- armenn teldu fráleitt að hreinsa ungbörn af erfðasynd. Spurt var, hvort ásatrúarmenn teldu rétt að bera út börn og svar- aði allsherjargoði, að þetta hefði verið neyðarúrræði i harðinda- árum áður fyrr og hann gæti ekki séð, að nú væri nein sú neyð rikj- andi, er réttlætti slikt. Hann vildi hinsvegar taka fram, að hann teldi engan eðlismun á þvi að bera út börn i neyðarárferði og hinu, að eyða börnum i móður- kviði eins og fólk vildi nú gera i velferðárþjóðfélögum. Jarteikn Kjartan M. Kjartansson skýrði frá reynslu af blóti og jarteiknum miklum er þá urðu. Höfðu tveir menn saman reist skurðgoð i Flatey af guðinum Frey með til- keyrandi kyntáknum. Blótuðu þeir siöan hana Frey til dýrðar, en er þeir ruðu blóðinu á goðið flaug valur mikill með krfu i kjaftinum og þúsundir krfa á eftir honum. Sem þeir úthella blóði hanans vita þeir ekki fyrri til en valurinn missir kriuna og hún fellur niður á fótstall Freys. Einn fundarmanna spurði, hvort ásatrú hefði verið við lýöi á timum nazista i Þýzkalandi. Kom fram, að þar hefði rikt með ýmsum aðilum mikil þjóðernis- og þjóörembingshreyfing, bæði þá og fyrir þann tima, og þá m.a. borið á viðleitni til að taka upp hin fornu mánaðaheiti, en svo virtist þó sem nazistar sjálfir hefðu ekki talið heppilegt að gera ásatrú aö rikistrú, gátu enda borið fyrir sig kristnina til margra verka. Baráttu- og trúarljóð bar á góma og kom i ljós, að ljóðakyns telja ásatrúarmenn sig hafa af nógu að taka i heiðnum kveðskap; öllu erfiðara væri um sönghæf lög, en málið þó i athugun. Útgáfa málgagns reyndist lika á at- hugunarstigi, en verður sinnt þegar er fjárhagslegt bolmagn er fyrir hendi. Ekker svar Aðeins við einu virtust þeir ásatrúarmenn engin svör kunna, nefnilega hinni eilifu spurningu mannkynsins, — hvað verður eft- ir dauðann? Þar sem nútima Islendingar dæju ekki með vopn i hönd, en yrðu — ó, vei, — senni- legast sóttdauðir, þá gætu þeir jú ekki orðið Einherjar hjá Óðni i Valhöll. Fara þeir þá allir til Heljar? En um þetta vildi allsherjar- goðinn ekki dæma og svaraði með stóiskri ró, að enn væri margt órannsakað i þessu efni.vh.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.