Þjóðviljinn - 09.01.1973, Side 13

Þjóðviljinn - 09.01.1973, Side 13
Þriðjudagur 9. janúar 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13. © Alistair Mair: Það var sumar i gaer alltaf verið nálægur. Það er rétt eins og þú og dauðinn séuð i tengslum hvor við annan Hann lokaði augunum. — Jacky, i guðs bænum — — Nei hlustaðu á mig. t alvöru. Þetta er ekki eintóm vitleysa. Ég man eftir franskri kvikmynd, sem ég sá fyrir mörgum árum, sem Jean Cocteau hafði gert, mynd sem hét Orphée. Sástu hana? — Nei sagði hann dauflega. Það held ég ekki. — t þeirri kvikmynd var dauð- inn falleg kona. Ég man að hún kom til ungs manns að næturlagi. Hann var sofandi og þegar hann vaknaði stóð hún hjá rúminu kuldaleg en yndisleg og hann var ekki vitund hræddur. Hann var ekki einu sinni hissa. Hann lá bara þarna og horfði upp til hennar og svo var eins og honum skildist allt i einu hver hún var og hann hvislaði: „Tu es ma mort". Ekkert annað. „Tu es ma mort” Það var eins og hann sætti sig við hið óumflýjanlega. Og á andliti hennar var sami friðsæli hlýju- svipurinn og ég hef séð i andliti þinu. Og kénndin milli þeirra var i ætt við ást. Nema hvað hún er óháð kynlifi og hjónabandi og öllu þess háttar. Hún er annað og meira. En vegna þessarar tilfinn- ingar skiptir dauðinn ekki máli. Það er hið ótrúlega. Hann skiptir engu máli. Hann heyrði að hún tók andann á lofti og neyddi sjálfa sig til að snúa sér að henni. Hún brosti með erfiðismunum. — Það er þetta sem skiptir máli, stundi hún. — Þessi fjandans öndun. Hann gekk að rúminu, settist á rúmstokkinn og tók um hönd hennar. — Þú hefur talað of mikið, sagði hann. — Hvildu þig og þá lagast það. Hún kinkaði kolli. — Já — Hún lá grafkyrr, andaði ótt og titt gegnum opinn munn.og hann hélt um hönd hennar niður- Brúðkaup Þann 30/9 voru gefin saman i ' hjónaband i Dómkirkjunni af séra Óskari J. Þorlákssyni ungfrú Stefania G. Guðmundsdóttir og Arnór Hannesson. Heimili þeirra er að Bergstaöastræti 33a. Rvik. Studio Guðmundar, Garðastræti 2. Simi 20900. dreginn i vanmætti sinum, unz hún hreyfði sig til og teygði sig eftir glasinu með ávaxtasafanum sem stóð hjá náttlampanum. — Er það betra? — Dálitið, sagði hún. — Ég verð bara svo þurr i kverkunum. — Þú mátt ekki tala svona mikið, sagði hann. — Það gerir illt verra. — En ég vil tala, sagði hún. — Seinna meir er ekki vist að ég geti sagt neitt. Og það er ýmislegt sem ég þarf að segja. Hann tók af henni glasið og setti það á borðið. — Allt i lagi, sagði hann. — En bara smástund. — Mig langaði að spyrja þig... hve langan tima tekur það? Hann leit undan. — Ég veit það ekki, sagði hann. — Einn mánuð eða tvo ef til vill. En ég veit þaö ekki. — Það er of langur timi. Hún sagði þetta rólega og geðs- hræringarlaust, en hún greip fastar um fingur hans. — Mér gæti skjátlazt, sagði hann. — Það gæti tekið styttri tima. Það er engin leið að vita það. En þú ætlar ekki að reyna að lengja timann? Hann hristi höfuðið. — Nei, sagði hann. Hann heyrði aö hún stundi lágt af feginleik. — Þetta skipti dálitlu máli, sagði hún. — Ég hélt ekki að þú myndir gera það, en ég veit að sumir læknar gera það. Og það er svo heimskulegt. Það er ekkert skelfilegt við dauðann. Það er lifið sem ég er hrædd við, hvernig ég bregzt viö þegar mér verður enn þyngra um andardráttinn, hvort ég geri mig að fifli eða ekki. Ég á við það, að andlátið er siðasta afhöfnin manns i þessum heimi. Mann langar til að gera það sómasamlega. — Þú gerir það, sagði Peter. — Þú ert þannig manneskja. — Ég veit það ekki. Ég vildi gjarnan vera það. Én það er aldrei að vita fyrr en út i það er komið. Og svo er eitt enn — — Hvað er það? Hún togaði bliðlega i hönd hans. — Horfðu á mig, sagði hún blið- lega. Hann leit upp. — Mig langar til að biöja þig að gefa mér loforð. — Ég vil að þú lofir mér þvi, að alveg i lokin, hversu mjög sem þú finnur til með mér, að þú gerir ekkert til að flýta fyrir. Viltu lofa mér þvi? — Já, sagði Peter. — Ég lofa þvi. — Ég á við að ég veit að það er stundum gert. Og sennilega er stundum réttlætanlegt að gera það. En ég vil gera þetta á minn hátt þegar svo er komið. Hún brosti. — Er það kjánalegt. — Nei, sagði Peter. — Það er ekki kjánalegt. Ég efast um að ég hefði sjálfur kjark til að fara fram á þetta sama. Hún horfði á hann rólegum, gráum augum. — Ég held það nú samt, sagði hún. — Ég held þú þekkir sjálfan þig ekki mjög vel. Hann yppti öxlum. — Það má vera, sagði hann. — Ég hef verið að velta þessu fyrir mér undanfarnar vikur. — Undanfarnar vikur? Hann brosti. — Við skulum ekki byrja á minum vandamálum, sagði hann. — Ég verð að fara og þú verður að hvila þig og ég kem til þin á morgun. Þú ert búin að tala nóg i dag. Nei. Hún hélt honum fösturn. — Ekki ennþá. Það er tvennt enn — — Jæja. Hann settist aftur á rúmstokkinn. — En bara tvennt. — Jæja, i fyrsta lagi Robin og Anne. Á ég að segja þeim þetta eða ekki? — Ekki, sagði Peter með hægð. — Það myndi aðeins gera þeim erfiðara fyrir, einkum Robin. Hún kinkaði kolli. — Það hélt ég lika. — Og hvað er hitt? Hún brosti. — Jú, það er annað sem mig langar að biðja þig að lofa mér. Viltu gera það? — Ef ég get. — Það er ekki mikilvægt. Og samt er eins og það skipti öllu máli. Það er svo undarlegt að ég skuli hafa þessa tilfinningu að þú hafir verið hjá mér alla mina ævi. Og einmitt þess vegna langar mig til að þú sért hjá mér i lokin. Það er allt og sumt. Peter leit undan, þvi að hann gatekki lengur afborið ró og mildi þessara augna. — Já, sagði hann. — Ég skal vera hjá þér. Þennan dag slakaði Jacky Car- stairs á tökum sinum á lifinu. Henni hrakaði hægt i fyrstu, þannig að litla breytingu var að sjá frá degi til dags. En fyrstu vikur ársins varö hún mátt- farnari. Nú varð Anne að mata hana, hún hélt um magrari likam- ann og bar fæðuna upp að munni hennar, þurrkaði mylsnu af vörum sem enn voru mjúkar og rauðar. Hún talaði minna, enda jókst mæðin með hverjum degi, en hún brosti ennþá og stundum gaf hún frá sér lágt hljóð, sem var eins og skuggi af hlátri fyrri tima. Aðeins augun voru óbreytt, grá og lýsandi og róleg, spegill frið- sællar sálar. Þegar Peter kom i upphafi siðustu viku mánaðarins, horfði hún rólega á hann. — Nú er ekki langt eftir, sagði hún. — Nei, sagði Peter. — Ekki mjög langt. Hann hlustaði hana gaumgæfi- lega, greindi hvað eftir var af dreifðum lungnavef, velti fyrir ser hve lengi enn hann gæti haldið i henni lifi, og þegar hann lyfti loks hlustpipunni frá hörundi hennar, var hann búinn að taka ákvörðun. Hann brosti til hennar. — Breyting i vændum, sagði hann. — Og þú verður fegin. Ég vil að þú hættir við töflurnar þinar. Hún leit spyrjandi á hann. — Allar? — Allar, sagði hann. — Ég ætla aö gefa þér dálitið annað að taka á daginn og á kvöldin kem ég og gef þér sprautu. — A hverju kvöldi? — A hverju kvöldu, i fyrsta sinn i kvöld. — Og þú kemur sjálfur? Hann borsti. — Það veiztu, sagði hann. — Ég var búinn að lofa þvi. Já, þú gerðir það. Hún hrukkaði ennið. — En það er eitt — — Hvað er það? — Þetta eru ekki endalokin, er það? Mér finnst það ekki. — Nei, sagði Peter bliðlega. — Það eru ekki endalokin. En það er kominn timi til að þér verði hjálp- að. Hún kinkaði kolli. - Já - — Allt i lagi. Hann þrýsti hönd hennar. — Ég kem aftur um háttatima að breiða ofaná þig. Hann fór niður i anddyrið þar sem Anne beið, og þau gengu saman út i vetrarsólskinið i garð- inum. — Hún er ótrúleg, sagði Anne. — Hún er svo óhugnanlega hug- rökk, að ég get varla afborið að sjá það. Og þvi hefði ég ekki búizt við. Ég hélt að það væri dálitill töggur i mér. — Það er ekki slikur töggur i neinum, sagði Peter. — Ekki i svona málum. Og hún er búin aö vera hugrökk nógu lengi. Þess vegna vil ég að þú byrjir að gefa henni þetta og hættir við allt annað. Hún tók lyfseðilinn og las hann i skyndi. — Morfin, sagði hún. — Þá þarf að sprauta hana. Þriöjudagur 9. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45 Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þórhallur Sigurðsson helduráfram að lesa „Ferð- ina til tunglsins” eftir Fritz von Basservitz (7). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Lét lög á milli iiða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson ræðir við Hilmar Bjarnason út- geröarm. á Eskifirði. Morgunpopp kl. 10.40: Gilbert O’Sullivan syngur. Fréttir kl. 11.00. Hljóm- plöturabb (endurt. þáttur Þ.H.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Kftir hádegiö. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar viö hlustendur. 14.15 Til umbugsunar. Arni Gunnarsson sér um áfengis- málaþátt (endurt.) 14.30 Sumardagar i Suðursveit. Einar Bragi flytur þriðja hluta frásöguþáttar sins. 15.00 M iðdegistónleikar: Messa nr. 3 i f-moll eftir Anton Bruckner. Flytjend- ur: Pilar Lorengar, Christa Ludwig, Josef Traxel, Walt- er Berry, kór Heiðveigar- kirkjunnar i Berlin og Sinfóniuhljómsveit Berlinar: Karl Foster stjórnar. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið. 17.10 Framburðarkennsla i þýzku, spænsku og esperanto 17.40 (Jtvarpssaga barnanna: „Uglan hennar mariu” eftir Finn llavrevold. Sigrún Guðjónsdóttir islenzkaði. Olga Guðrún Árnadóttir les (3). 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Frcttaspegill. 19.35 Umhverfismál 19.50 Barnið og samfélagið. Dr. Matthias Jónasson prófessor talar um hnupl barna og unglinga. 20.00 Lög unga fólksins. Ragnheiður Drífa Stein- þórsdóttir sér um þáttinn. 20.50 iþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Pianókonsert nr. 4 op. 53 fyrir vinstri hönd eftir Prokofjeff.Rudolf Serkin og hljómsveitin Filadelfia leika: Eugene Ormandy stj. 21.35 Þokudrungað vor. Jóhann Hjaltason fræði- maður talar um hinztu för Eggerts ólafssonar. (Áður útvarpað i sept s.l.) 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Tækni og visiiuli: Uppruni lifs á jörðu: IV'.Páll Theódórsson eðlisfræðingur og Guð- mundur Eggertsson pró- fessor stjórna þættinum. 22.35 llarmónikulög. Erik Tronrud og Henry Haagenrud leika. 23.00 Á hljóðbergi. „Lokaðar dyr”, teikrit eftir Jean-Paul Sartre i enskri þýðingu Paul Bowles. Með aðalhlutverk fara Donald Preasence, Anna Massey og Glenda Jackson. Fluttur verður fyrri hluti leikritsins og sið- ari hluti viku siðar. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þ RIÐJUDAGUR 20.00 Fréttir. 20.25 Vcður og auglýsingar. 20.30 Ashton-f jölskyldan. Brezkur framhaldsmyndaflokkur. 35. þáttur. Afmælisdagur. Þýðandi Hega Júliusdóttir. Efni 34. þáttar: John Porter er smám saman að jafna sig eftir fangavistina i Belgiu. Hann hefur störf að nýju, þarsem hann áður vann, en unir þvi miðlungi vel. Hann og Philip hitta gamlan kunningja á kránni, og við liggur aö upp komist um samband Margrétar við friðarsinnann Michael Armstrong. 21.25 Umræðuþáttur. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 22.05 Frá Listahátið 1972. Sinfóniuhljómsveit sænska útvarpsins leikur Rhapsódiu um stef eftir Nicolo Paganini. Stjðrnandi Sixten Ehrling. Einleikari John Lill. NÁMSFLOKKARNIR Kópavogi Innritun i sima 42404 alla daga kl. 2-10. Nýtt og ntjög fjölbreytt úrval austurlenzkra flH|uBI skrautmuna til tækifærisgjafa | THAI — SILKI i úrvali. UIJI Einnig reykelsi og reykelsisker. Gjöfina sem veitir varanlega ánægju fáið þér I JASMÍN npK við lllemmtorg (Laugavegi 133) SlSlÉllMlflftíílfRl

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.