Þjóðviljinn - 09.01.1973, Qupperneq 16
Almennar upplýsingar um
læknaþjónustu borgarinnar'
eru gefnar í simsvara
Læknafélags Reykjavikur,
simi 18888.
Þriðjudagur 9. janúar 1973
Lyfjaþjónusta apótekanna
vikuna 6.-11. janúar er i
Holtsapóteki og Laugarnes-
apóteki.
Slysavarðstofa
Borgarspitalans er opin all-
an sólarhringinn.
Kvöld-, nætur og helgiáaga-
vakt a heilsuvernarstöðinni.
Simi 21230.
Lúna-21
á leið til
tunglsins
MOSKVU 8/lMannlaust geimfar,
Lúna-21, hélt af stað til tunglsins i
dag, að þvi er sovézka fréttastof-
an Tass hermir.
í tilkynningu Tass segir, að
Lúna-21 eigi að halda áfram
rannsóknum á tunglinu og um-
hverfi þess en ekki er sagt hvort
geimfarið muni lenda á tunglinu.
Fyrir ellefu mánuðum sendu
sovézkir vísindamenn Lúnufar til
tunglsins, og var um borð sjálf-
virk bifreið sem tók sýni þar og
sneri aftur til jarðar.
Bandariska þjóðlagasöngkonan Baez hitti á jólum i Hanoi nokkra
nýtckna bandariska striðsfanga.
Palme ósmeykur við refsiaðgerðir:
Reiðubúinn
að ítreka
gagnrýni á
Bandaríkin
Meðan Kanar kasta sprengjum á eigin menn:
Friðarviðræður hóf-
ust aftur í París
PARIS SAIGON 8/1
Viðræður þeirra Henry
Kissingers og Le Duc
Tho um vopnahlé i Viet-
nam hófust aftur i Paris
i dag. Af opinberri
bandariskri hálfu er
mjög dregið úr bjartsýni
manna á að skjótur ár-
angur náist. Lofthernaði
heldur áfram i Vietnam
af þvi kappi, að Banda-
rikjamenn hafa i mis-
F yrsta
loðnan
komin
á land
í gærmorgun kom fyrsta loðnan
á land i Eskifirði. Landaði Eld-
borgin þar nær 40 tonnum af loðnu
i bræðslu. Fékk báturinn þessa
loðnu á Bakkaflóadýpi með flot-
vörpu. Loðnan stóð nokkuð djúpt
og var farin að mynda torfur. Er
vonlaust að veiða loðnuna i nót
ennþá.
Ekki þótti fært að taka loðnuna
i frystingu fyrir japanskan mark-
að", þegar henni var landað I gær-
morgun á Eskifirði. Eldborgin
veiddi þessa loðnu á laugardag,
og er ekki hægt að taka loðnu
eldri en tólf tima i frystingu.
Loðnan er hins vegar stór og feit.
Okkur vantar
fólk til að bera
út blaðið
Skjól
Hjarðarhaga
Miðbæ
Hverfisgötu
Skúlagötu
Höfðahverfi
Háteigshverfi
Sólheima
Nökkvavog
Voga 2
Sogamýri
DJOÐVIUINN
gáningi gert loftárás á
eigin flugbækistöð.
Þeir Kissinger og Le Duc Tho
hófu þriðju umferð friðarumleit-
ana i Paris i dag og ræddust þeir
við i hálfa fimmtu stund. Er þetta
i 23. sinn að þeir koma saman.
Þegar Kissinger kom til Paris-
ar seint i gærkvöldi, sagði hann
að Nixon hefði sent sig til að
reyna að ljúka samningum. Kiss-
inger gaf ekkert til kynna um af-
stöðu bandariskra stjórnvalda til
einstakra atriða, en kvaðst vona
að viðræður yrðu „alvarlegar”.
Stjórnarfulltrúar í Washington
hafa að undanförnu verið ósparir
á að draga úr bjartsýni manna á,
að friðargerð sé á næsta leiti.
Fréttaskýrendum ber nokkuð
saman um að það, sem helzt beri
á milli sé það, að Norður-Viet-
namar standi fast á þvi, að Viet-
nam sé eitt land, en Bandarikja-
menn vilji bjarga skjólstæðingi
sinum Thieu, með þvi, að sam-
komulag byggist á þvi, að rikin
séu tvö og að Thieu fari með for-
ræði yfir öllu Suður-Vietnam. Þá
mun og ágreiningur um það, hve
öflug sú alþjóðanefnd á að vera
sem á að fylgjast með fram-
kvæmd vopnahlésins.
Striðið
Nokkrum stundum áður en við-
ræður Kissingers og Le Duc Tho
hófust aftur i Paris gerðu 165
bandariskar sprengjuflugvélar
loftárásir á sunnanvert Norður-
Vietnam, og um 250 flugvélar
gerðu árásir á ýmsa staði i Suður-
Vietnam þar sem Þjóðfrelsisher-
irnir hafa haft sig einna mest i
frammi.
Fimm bandariskar flugvélar
hentu i misgáningi sprengjum á
flugstöð bandarikjahers i Da
Nang. Grönduðu sprengjur þess-
ar einum Vietnama, særðu niu
bandariska flugmenn og löskuðu
eina þyrlu. Málið er i rannsókn.
Varð fyrir voðaskoti
og lézt samstundis
15 ára gamall piltur
varð fyrir voðaskoti i
Vik i Mýrdal sl. laugar-
dagskvöld og lézt sam-
stundis af skotsárinu.
Atvik voru þau, að nokkrir
drengir höfðu stolið skammbyssu
i sláturhúsinu i Vik og voru að
leika sér að skjóta i mark með
henni um miðnætti sl. laugar-
dagskvöld. Þá gerðist það að
drengurinn sem fyrir skotinu
varð kom hlaupandi fyrir húshorn
ásamt nokkrum öðrum piltum.
Rakst hann á þann er á byssunni
hélt að þvi er haldið er, og hljóp
þá skotið með einhverjum hætti
úr byssunni og i brjóst piltinum'
sem mun hafa látizt samstundis.
Að þvi er fulltrúi sýslumanns i
Vik i Mýrdal sagði i gær, voru!
piltarnir sem með byssuna voru i I
það miklu uppnámi, að litið hafði
verið hægt að ræða við þá. Þó er
vitað að þeir höfðu áður leikið sér
með þessa byssu og tekið hana i
óleyfi til þess arna. S.dór.
Afgreiðslubanni ót bandariskar
vörur er haldið áfram í Astralíu
WASHINGTON PARIS
8/1 Olof Palme, forsæt-
isráðherra Svíþjóðar,
hefur lýst þvi yfir i við-
tali við franska vikuritið
Nouvel Observatur, að
hann sé reiðubúinn til að
itreka hina hörðu gagn-
rýni sina á Bandarikin,
ef að viðræðum um frið i
Vietnam verur aftur
slitið og ótakmarkaður
lofthernaður tekinn upp
á ný gegn Norður-Viet-
nam. Skipti þá engu
máli hvort Bandarikin
reyni að beita Sviþjóð
efnahagslegum þving-
unum eða ekki.
Palme lagði áherzlu á að hann
finni ekki til haturs i garð Banda-
rikjanna og eigi gagnrýni hans á
hernaði þeirra i Vietnam einfald-
lega rætur að rekja til þess,
aðhann sé lýðræðisinni. Hann
segir að vonbrigði sin yfir atferli
Bandarikjanna i Vietnam séu
jafn sterk og trúin á lýðræðishug-
sjónir, sem Bandrikin einu sinni
vörðu.
Palme kvaðst ekki búast við
þvi, að Bandarikin mundu setja
viðskiptabann á Sviþjóð, en Sviar
muni ekki heldur breyta um af-
stöðu þótt til þess kæmi. Palme
segir að Nixon ætti að vita það
manna bezt, að þegar stórveldi
beitti smáþjóð þvingunum þá
efldist mótstöðukraftur smá-
þjóðarinnar.
1 hálfsiðu viðtali við Palme,
sem i dag er birt I New York
Times, segir sænski forsætisráð-
herrann, að hann vonist til að ná-
in samskipti milli landanna verði
tekin upp aftur þegar Vietnam-
striðinu lýkur. Segir hann, að lik-
lega séu Sviar hlynntari Banda-
rikjunum en flestar þjóðir aðrar i
Evrópu — en ,,sá er vinur er til
vamms segir”. Frh. á bls. 15
Sendinefnd frá
Alþingi í
Sovétrikjunum
MOSKVU 8/1.1 dag kom til
Moskvu sendinefnd frá Al-
þingi íslands sem heimsækir
Sovétrikin i boði Æðsta ráðs-
ins. Formaður sendinefndar-
innar er Eysteinn Jónsson, en
aðrir nefndarmenn eru
Garðar Sigurðsson, Steinþór
GestssonBenóny Arnórsson og
Bragi Sigurjónsson. Sendi-
nefndin verður I Sovétrikjun-
um til 16. janúar og heimsækir
auk Moskvu Leningrad og
Rigu.
A Sjeremetevoflugvelli tóku
á móti sendinefndinni Jadgar
Nasriddinova, forseti Þjóð-
ernisráðs Æðsta ráðsins og
sendiherra Islands, dr. Oddur
Guðjónsson.
Við komuna lét formaður
nefndarinnar, Eysteinn Jóns-
son, i ljós ósk um að heim-
sóknin mundi stuðla að eflingu
vináttu og gagnkvæms skiln-
ings milli þjóðanna. (APN)
Yiðurkenn-
ling staðfest
Einar Agústsson utanrikisráð-
herra hefur með simskeyti til
Hanoi, sem dagsett var i gær, til-
kynnt rikisstjórn Alþýðulýðveld-
isins Vietnams viðurkenningu ís-
lands.
N or ðurlöndin
taki þátt í
eftirlitinu
OSLO — Norskur stjórnmála-
maður hefur vakið máls á þvi, að
Norðurlöndin, hvert um sig eða
öll sameiginlega taki þátt i eftir-
liti I Vietnam, ef til kemur, eftir
að friður hefur verið saminn og
vopnahléi lýst yfir.
— Norðurlöndin ættu að lýsa
yfir, hvert um sig eða sameigin-
lega, að þau séu tilbúin að taka
þátt i þessu eftirliti, sagði Helge
Seip, nýkjörinn formaður Vinstri-
flokksins, i ræðu fyrir helgina, en
hann er jafnframt formaður
utanrikisnefndar norska þings-
Gagnrýni á Spasski i Prövdu:
ÆFÐI SIG Á OF LÉLEGUM
MÖNNUM FYRIR EINYÍGIÐ
MOSKVU: Sovézki stór-
meistarinn Kotof heldur
því fram i grein sem
birtist i Prövdu, að Boris
Spasski hafi tapað
heimsmeistaratign i
skák til Fischers vegna
þess m.a. að hann hafi
verið of illa undirbúinn.
Kotof heldur þvi fram, að
Spasski hafi gert sig sekan um
bæði praktiskar og fræðilegar
yfirsjónir og auk þess hafi að-
stæður verið slæmar af hálfu
skipuleggjara einvigisins.
En aðalástæðan til þess að
Spasski tapaði, segir Kotof, er
samt sem áður sú, að sovézkar
skákrannsóknir eru á lægra
stigi. Þvi eru ástæður til ósig-
ursins miklu hörmulegri en
ósigurinn sjálfur.
Samt sem áður, segir stór-
meistarinn, mega menn ekki
gera of litið úr þeirri stað-
reynd að Boris Spasski var illa
fyrirkallaður i öllu einviginu
og ástæðan til þess er sú, að
hann valdi sér of lélega and-
stæðinga til að æfa sig á heima
i Sovétrikjunum áður en hann
fór til Reykjavikur.