Þjóðviljinn - 03.04.1973, Side 10

Þjóðviljinn - 03.04.1973, Side 10
4KR 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur J. april 1973. Enn vinnur Haraldin þrefalt í badminton / V Reykjavikurmeistaramótið i badminton fór fram um siðustu helgi og enn einu sinni sýndi Haraldur Korenliusson hvilikur yfirburðamaður hann er i þessari iþróttagrein hér á landi. Hann varð Reykjavikurmeistari i einliðaleik, tviliða- leik og tvenndarkeppni. Annars var þetta mót i daufara lagi og minna um jafna og skemmtilega leiki en oft áður. Má vera að menn séu að spara púðrið þar til um næstu mánaðamót þegar sjálft íslandsmótið fer fram. Þeir Haraldur Korneliusson og Sigurður Haraldsson, tveir beztu badmintonleikarar hér á landi, léku til úrslita i einliða- leik. Einhverra hluta vegna nær Sigurður ekki upp að hliðinni á Haraldi og varð að þola stór tap i fyrri lotunni 2:15 en sú siðari var aftur á móti jafnari en Haraldur vann hana 15:12. Þar með var Haraldur orðinn Reykjavikurmeistari i einliöa- leik. Þetta var þó bara fyrsti titillinn af 3 sem hann vann á sunnudagskvöldið. I tviliðaleik léku þeir Haraldur og Steinar Petersen gegn þeim Sigurði Haraldssyni og Garði Alfonssyni og var þar um nokkuð skemmtiiega keppni að ræða. Haraldur og Steinar unnu fyrstu lotuna 15:12, Sigurður og Garðar þá næstu 15:10 en úrslitalotuna unnu Haraldur og Steinar með mikl- um yfirburðum, 15:3. Næst kom svo tvenndar- leikurinn. Þar léku llaraldur og Hanna Lára Pálsdóttir saman gegn Steinari og Lovisu Sigurðardóttur. Haraldur og Hanna unnu báðar loturnar, þá fyrri 15:11 en siðari lotuna 15:8 og þar með hafði Haraldur unnið alla þrjá titlana sem hægt var að vinna á þessu móti. Um þaö þarf engum blöðum að fletta að Haraldur er i sér- flokki hérsem badmintonmaður og verður það eflaust enn um sinn enda ungur að árum. Menn eru farnir að vera langeygir eftir ungum manni sem veitti Haraldi verðuga keppni og virðistætla að verða einhver bið enn um sinn á þvi að Sigurður Haraldsson geri það, en hann er yngri en Haraldur og mjög efni- legur. Þá saknar maður þess að sjá ekki einliðaleik kvenna á bad- mintonmótum hér. Að visu eru ungar stúlkur og efnilegar að koma upp og verður þá senni- lega ekki langt að biða þess að konur fari að keppa i einliðaleik. NM unglinga Árangurinn er áfall Þvi miður virðist það alltaf svo að þegar menn búast við miklu er uppskeran oftast minnst. Þannig var að þessu sinni mcð unglingalandslið pilta á NM i handknattleik. Maður átti von á góðri frammistöðu, jafnvel sigri þess i mótinu, en útkoman er einhver hin lakasta frammistaða islenzka liðsins á NM um árabil. Aðeins einn sig- ur, 20:13 yfir Finnum, en tap fyrir Dönuin, 25:18, Svium 17:13, og Norðmönnum 16:13 og liðið lendir i næstneðsta sæti með aðeins 2 stig. Danir unnu mótið, Sviar númer 2, Norð- menn númer 3, þá islendingar og lokst Finnar eins og vant er. Þessi árangur er vægast sagt mikið áfall fyrir islenzkan handknattleik. Stúlkurnar urðu i næst-neðsta sæti,' hlutu 2 stig eftir sigur yfir Norðmönnum 13:12. Siðan töp- uðu þær bæði fyrir Svium og Dönum, sem unnu inótið. Þetta var þvi sigurmót fyrir ,,vini” vora Dani. Skalla- grímur upp í 1. deild Lið Skallagrims úr Borgar- nesi sigraði i 2.- deildarkeppn- inni i körfuknattleik og 'flyzt þvi uppi 1. deild aftur en liðið féll niður i fyrra. Þá er næstum öruggt að um leið og handknattleikslið Þórs frá Akureyri virðist vera að komast uppi 1. deild fellur Þórs-liðið i körfuknattleik niður i 2. deild. Ekkert getur bjargað þvi héðan af nema kraftaverk. ÍR og KR unnu sína leiki Eins og vanalega unnu bæði IR og KR sina leiki i 1. deildar- keppninni i körfuknattleik um hlegina. KR sigraði Armann 78:69 en IR sigraði IS 97:81. Marteinn Geirsson I baráttu við tvo Eyjamenn og hefur betur. Hanna Lára Pálsdóttir og Haraldur Korneliusson sigurvegarar I tvenndarkeppni. AUt gengurá afturfótunum hjá Islands- meí sturunum ÍBY sigraði Fram auðveldlega 2:0 Allir muna sjálfsagt eftir hinni einstöku sigur- göngu íslandsmeistar- anna Fram í fyrravor og fram á haust. Liðið lék eina 15 leiki án taps, sem bæði kom fyrir getu og á stundum mikla heppni. Nú virðist öldin önnur. Oll 'heppni er frá liðinu farin og getan er enn sem komið er langt frá því sem var í fyrra. Og það sem einkennilegast er, vörn liðsins, sem var betri hluti þess í fyrra og óumdeilanlqga sú bezta hér á landi þá, er nú vægast sagt léleg. Bæði óörugg og þung. A laugardaginn léku Fram og ÍBV i meistarakeppninni og fór leikurinn fram á MELA- VELLINUM, Svo fóru leikar að IBV sigraði 2:0 og var nær þvi að skora 3ja markið en Fram að skora eitt. Þó yfirburðir IBV væru nokkrir vantar enn mikið uppá að liðið sé komið i fulla þjálfun, eða eins og einn stjórnarmanna IBV sagði, ,,nú förum við að æfa fyrir sumarið”. IBV lék undan nokkuð sterkum vindi i fyrri hálfleik og er skemmst frá þvi að segja að þeir sóttu látlaust allan hálf- leikinn, ka'nnski einum of stift þvi 21 maður var nær allan fyrri hálfleikinn á vallarhelmingi Fram. Ekki náði IBV að skora i þessari 45 minútna sóknarlotu. En á 8. minútu siðari hálf- leiks kom fyrra markið. Mar- teinn Geirsson átti i höggi við Orn Óskarsson og hafði betur og hugðist senda boltann til mark- Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.