Þjóðviljinn - 04.04.1973, Side 8

Þjóðviljinn - 04.04.1973, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 4. april. 1973 HVERNIG VARÐ HEIMURINN TIL? Kenningin um „stóru sprenginguna vinnur á Jörðin séö utan úr geimnum : ekki gat hún veriðeldri sjáif en „stóra sprengingin”. Siðan stjörnufræðingar komust að þvi, að heimurinn er að þenjast út, hafa þeir deilt um tvær kenningar um upphaf hans og þróun. önnur segir, að einu sinni hafi allt efni verið saman komið á einum stað, og að þar hafi fyrir miljörðum ára orðið sprenging sem varð upphaf þróunar geimsins. Hin segir að efnið verði til jafnt og þétt i geimnum, og að hann eigi sér ekkert upphaf. Hér segir frá þvi, hvernig kenningin um ,,stóru sprenginguna” hefur unnið á. En þvi miður er ekki farið út i heimspekilegan vanda sem þessu máli er tengdur. En ýmsir vilja halda, að frá „stóru sprengingunni” svonefndu sé ekki nema skref i guð almáttugan. Tvær kenningar hafa einkum verið uppi um uppruna alheims og þróun hans. önnur þeirra hefur orðið fyrir mörgum skakkaföllum undanfarin 13árog siöustu niðurstöður rannsókna benda til þess að hún fái alls ekki staöizt. Siðan 1948 þegar kenning sú, sem nú er i andarslitrum, var sett fram hefur heimur visindanna skipzt i tvær andstæðar fylkingar. önnur trúir á kenninguna um „stóru sprenginguna”, „Big Bang”, sem telur að geimurinn hafi byrjað i mikilli sprengingu fyrir miljörðum ára. Hinummegin voru áhangendur kenningar um „stöðugt ástand” (Steady State), sem lita svo á að geimurinn sé óbreytanlegur i tima og eigi sér þvi ekkert upphaf. Það er þessi kenning sem sýnist afsönnuð. Báðar kenningar eiga rætur sinar að rekja til þeirrar uppgötvunar bandariska stjörnu- fræðingsins Edwins Hubbles, að heimurinn sé að þenjast úr. Við athuganir sinar á vetrarbrautun- um komst Hubbles að þvi á þriðja áratugi aldarinnar, að svo sýnist sem allar aðrar vetrarbrautir séu að fjarlægjast þá sem við erum stödd i. Menn mega samt ekki túlka uppgötvun Hubbles á þann veg, að áður hafi allir stjörnusveipir verið i hnapp umhverfis okkar eigin vetrarbraut. Hana ber fremur að túlka sem útþenslu heimsins en ekki sem hreyíingu vetrarbrautanna (stjarnsveipanna). Blaðra með deplum Til að lýsa þessu má gripa til samlikingar. Ef maður blæs upp blöðru og málar á yfirborð henn- ar smádepla, sem raðað er á hana með jöfnu millibili, þá mun sá sem blæs taka eftir þvi, að deplarnir fjarlægjast hver annan við blásturinn. Ef settur væri maur á einn af dilunum mundi hann sjá, að allir aðrir deplar fjarlægjast hann. Hann mundi einnig komast að þvi, að þvi fjær sem depill er, þeim mun hraðar hreyfðist hann á brott frá þeim dil, sem maurinn sjálfur situr á. Við erum i svipaðri aðstöðu. Ef menn hafa skipti á yfirborðinu, þar sem maurinn er og hefur tvær viddir, og okkar þrividdarrúmi, dilunum og stjörnusveipum, maurnum og stjörnufræðingi, þá kemur einmitt það út sem Hubbles benti á. Radius blöðrunnar, sem maurinn skynjar ekki, þar eð veröld hans er i tveim viddum, vex með timanum, og það er ljóst, að með þvi að fara aftur á bak i timanum munu menn sjá deplana nálgast hvern annan. A einhverju augna- bliki er radius blöðrunnar núll og dilarnir liggja þvi hver ofan i öðr- um. Það er þvi eðlileg kenning um þróun geimsins, að allt efni hafi einhverntima verið saman þjappað i einum púnkti, i svo- nefndu frum-atómi. Einhvern- tima hefur þetta frumatóm sprungið, og það er afleiðing þess að við sjáum stjörnusveipina i dag fjarlægjast hver aðra. En þessi kenning rakst á mikinn vanda. Það kemur nefni- lega á daginn, að aldur jarðar (fjórar- fimm miljarðir ára), er sýnu meiri en sá timi, sem talinn Framfarir I geimvísindum hafa bætt aöstööu og tækni til athugana á fjarlægum stjörnu sveipum. Miðvikudagur 4. april. 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 9 var liðinn frá þvi að sprengingin átti sér stað — eða um tveir mil- jarðir ára. Þetta fékk ekki staðizt: þegar alit efni var saman safnað i frumatóminu, var þétt- leiki þess svo mikill, að venjulegt efni var skipt i frumeindir og hlutir eins og jörðin gátu alls ekki verið til. Eilíf nýsköpun efnis Þetta vandamál varð til þess, að árið 1948 settu Englendingarn- ir Thomas Gold, Herman Bondi og Fred Hoyle fram „Steady State” .kenninguna. Samkvæmt henni um „stöðugt ástand” er þéttieiki efnis ávallt hinn sami. Kenningin um „stóru sprenginguna” gerir hins vegar ráð fyrir þvi, aö þéttleiki efnis i geimnum (fjöldi dila á flatar- málseiningu blöðrunnar) sé sá sami allstaðar i geimnum á viss- um tima, en að hann breytist i tima. Það er augljóst, að þegar geimurinn þenst út, minnkar þéttleikinn. Þessvegna heldur „Steady State” kenningin þvi fram, að það sé ávallt að verða til nýtt efni i geiminum. 1 blöðrudæminu svarar þetta til þess, að það sé verið að mála nýja dila á blöðruna meðan hún er blásin út. Ef byggt er á þvi að geimurinn sé alltaf jafnþéttur og liti þvi ávallt eins út fyrir þeim sem hann skoðar, þá hafa menn fengið snoturlega lausn á mörgum vandamálum. Þá hefur sköpunin ekki farið fram á tilteknum tima. Geim- urinn hefur alltaf verið til og stjörnusveipir hafa orðið til i hon- um einsog vatnsmólekúl streyma fram i á. Geimurinn verður ávallt til og efni verður ávallt i sköpun. Sköpun þessi fer mjög hægt fram: 1 eins liters rúmi verður til eitt' vetnisatóm á 100 þúsund árum. Við tökum þvi ekki eftir þessari þróun, það er i reynd ekki hægt að mæla hana. Sá þanki, að efni sé alltaf að verða til, virðist miklu skynsam- legri en sú hugsun, að allt efni hafi skyndilega orðið til á einum stað. Kenningin um „stöðugt ástand” sviptir goðsagnarhjúpn- um af sköpuninni. En svo kom það i ljós siðar, að aldur geimsins samkvæmt kenningunni um stóru sprenginguna er meiri en þeir tveir miljarðir ára, sem menn höfðu byggt á hingað til. Astæðan var sú, að menn höfðu misreiknað fjarlægðir i geimnum. „Big Bang” kenningin var ekki lengur óhugsandi, þvi samkvæmt nýjum athugunum var aldur heimsins 13 miljarðir ára, og það stingur ekki i stúf við það sem menn vita um aldur jarðar. Torveldar mælingar Báðar kenningar gátu þess vegna staðizt. En leitað var að aðferðum til að kveða upp úr um það, hvor þeirra væri sú rétta. Það reyndist góð aðferð að skoða fjarlæga stjörnusveipi. Ljósið sem við fáum frá vetrar- brautunum hreyfist með vissum hraða. Það þarf ákveðinn tima til að ná okkur. Þetta þýðir, að eftir þvi sem við horfum lengur út i geiminn þeim mun lengra sjáum við aftur i timann. Með þvi að horfa út i geiminn getum við gert það upp við okkur hvort þéttleiki stjörnusveipa hafi verið meiri fyrr á timum en nú (en svo hlýtur að vera ef „Big Bang” kenningin er 'rétt), eða hvort hún er sú sama og núna — en þvi gerir kenningin um stöðugt ástand ráð fyrir. Þessar mælingar eru mjög Við rannsóknir m.a. á þessari vetrarbraut, M 87, hefur mönnum tekizt að sýna fram á að fyrir um 20 miljörðum ára var heimurinn saman kominn i einum punkti. erfiðar, þvi að mismunurinn á þeim þéttleika, sem kenningarn- ar tvær halda fram, er ekki sér- lega mikill og þvi er nauösynlegt að virða fyrir sér vetrarbrautir sem eru mjög langt i burtu til að geta dregið niðurstöður af mælingunum. Fyrst tókst að mæla þetta með nægilegri nákvæmni árið 1961 þegar Martin Ryle og R.W. Clarke við Cambridgeháskóla á Englandi mældu útvarpsgeislun fjarlægra stjörnusveipa. Niður- stöður þeirra gengu gegn kenningunni um stöðugt ástand, en voru ekki nógu afdráttarlausar til að sannfæra áhangendur henn- ar. Geislun frá minus270 gráö- um Nokkrum árum siðar uppgötvuðu tveir Bandarikja- menn, AA.. Penezias og R.W. Wilson frá Princetonháskóla, fyrirbæri sem samrýmist ekki kenningunni um „Steady State” en passar ágætlega við „stóru sprenginguna”. Þeir komust að þvi, að úr öllum áttum kom geislun inn á mikró- bylgjusviðið (mjög stuttar út- varpsbylgjur). Geislun þessi er jafnsterk i allar áttir og hefur ein- kenni geislunar sem kemur frá mjög köldum hlut, sem hefur hitastig -270 gráður á Celsius. Þótt skrýtið sé, stafar þessi „kalda” geislun frá hinu afar heita frumatómi kenningarinnar um „stóru sprenginguna”. Ástæðunnar ber að leita i út- þenslu geimsins. Hægt er að likja þeirri geislun sem frumatómið, sem var um miljón gráða heitt, sendi frá sér við lofttegund. Hvert ljósmagn, hið minnsta ljósmagn sem til getur verið, hagar sér nefnilega eins og öreind. Ef við höfum lofttegund i geymi, sem stækkar ört, mun lofttegundin kólna, vegna þess að það dregur úr hraða mólekúlanna, þegar þær mæta veggjum geymsins, sem eru á hraðri leið frá þeim. A sama hátt tapa ljóskvantarnir orku við útþenslu geimsins. En þetta orku- tap kemur ekki fram sem minnkandi hraði, heldur sýnast ljóskvantarnir vera komnir frá kaldari hlut. Það ský ljóskvanta, sem ættað er frá frumatóminu, sem var miljarð gráða heitt, fyllir heiminn með geislun , sem virðist koma frá 270 gráða köldum hlut. Þessi uppgötvun kemur vel heim og saman við „Big Bang” kenninguna. Og Hoyle, sem var helztur talsmaður „stöðugs ástands”, lýsti þvi yfir að nú gengi hann af sinni trú. En Hoyle skipti svo aftur um skoðun. Arið 1968 komu hann og J.V. Narlikar fram með nýtt til- birgði við kenninguna um stöðugt ástand. Samkvæmt þvi, dreifist nýsköpun efnis ekki jafnt um geiminn, heldur fer hún fram á vissum mjög þéttum sviðum. Meginatriðið i þessu nýja tilbrigði var það, að „efni gæti af sér efni”, en það gamla gerði ráð fyrir þvi að efnismyndun væri að hraða óháð efnisþéttleika á svæðinu. Ein af ástæðunum fyrir að þessi kenning var fram sett er sú, að á sjöunda áratugnum uppgötvuöu menn kvasana, mjög fjarlægar stjörnur sem einkennast af afar miklum þéttleika og sterkri út- geislun. Hoyle stakk upp á þvi, að efnis- myndunin færi m.a. fram i kvösunum. Hið nýja afbrigði kenningarinnar innihélt nýja og mjög flotta kenningu um eigin- leika þyngdarlögmálsins. Þessi nýja þyngdarlögmálskenning litur á massa hlutar sem nokkuð það, sem ekki aðeins ákvarðast af hlutunum sjálfum. Hoyle og Narlikar telja t.d. að aðdráttarafl hluta minnki með timanum. Út frá þessari kenningu um aðdráttarafl má sýna fram á, að alheimurinn hafi ekki átt sér neitt upphaf — en það er meginatriöi i kenningu um stöðugt ástand. En þetta nýja afbrigði kenningarinnar útskýrði samt ekki míkróbylgjugeislunina úr geimnum né heldur mælingar þeirra Ryles og Clarkes — enda þótt Hoyle gerði tilraun til þess. Eftirmæli Deilurnar voru óleystar, og Framhald á bls. 15. Einstæður atburður í sögu alþingis aö sveitakonur hópist til þess að hlýöa á umræður á alþingi Að undanförnu hafa stjórnarandstöðublöðin gert sitt hvað til þess að rangtúlka og umsnúa þeim orðum er Jónas Árnason alþingismaður flutti á alþingi er húsmæður úr Árnessýslu f jölmenntu á þingpallana og vakið hefur verðuga athygli og umtal meðal almennings. Vegna þessa þykir Þjóð- viljanum hlýða að birta hér orðrétt ræðu Jónasar, en ávarp húsmæðranna í Árnessýslu, sem Jónas las í lokin, hefur áður verið birt hér í blaðinu. Jónas Arnason ÞJÓÐVIUINN BIRTIR ORÐRÉTT UMMÆLI JÓNASAR ÁRNASONAR Herra forseti. Sá hversdagsbragur sem löng- um hvilir yfir störfum okkar hér i þessu húsi er viðsfjarri núna. A þeim fundi sem hér er nú hafinn, munu háttvirtir þingmenn i lengstu lög halda kyrru fyrir i sætum sinum. Og menn munu ekki sökkva sér niður i þreytandi þingskjöl, eða sinar eigin hugsan- ir, — sem hvort tveggja veldur þvi löngum að svipurinn verður tómlátur, jafnvel sljór, — heldur munu menn verða eftirvænting- arfullir og áhugasamir i framan, — og menn munu beina sjón- aukanum uppávið. Svo er kvenfólkinu fyrir að þakka. Það eru konur hér fyrir utan. Og það eru konur i göngum húss- ins. Og það eru konur i stigunum. Og allir pallar eru fullir af kon- um. 1 dag hefur það gerzt, sem að likindum hefur aldrei fyrr gerzt i sögu Alþingis. Og á ég þá ekki við það, að álitlegur hópur reyk- viskra kvenna hefur skroppið hingaö niöur eftir gangandi eða i strætisvögnum eða kannski i einkabilum sinum til þess að heiöra okkur meö nærveru sinni. Þess eru þegar allmörg dæmi i sögu Alþingis, að reykviskar hús- mæöur hafi lagt slikt á sig. En hingað eru lika komnar aðrar konur. Og þær konur eru komnar um lengri veg en hinar. Þetta eru sveitakonur. Þetta eru fulltrúar þeirra islenzku húsmæðra sem yfirleitt eiga ekki heimangengt. Þetta eru fulltrúar þeirra kvenna sem hvern dag ársins eru bundn- ar, ekki aðeins við barnauppeldi og venjuleg heimilisstörf heldur og þau önnur verk margvisleg sem þær verða að vinna við hlið eiginmanna sinna i fjósum og i fjárhúsum eða þá einhvers staðar útivið, einfaldlega vegna þess að þannig er nú einu sinni lifsbarátt- an i sveitum þessa lands. Það er ástæða til að bjóða vel- komnar allar þær konur sem i dag eru hér staddar. En persónulega leyfi ég mér að bjóða sérstaklega velkomnar þær konur sem ég nú nefndi. Þær sitja þarna uppi á pöllunum fremst og eru flestar úr Villingaholts'hreppi, en einnig úr Hraungerðishreppi og ofan af Skeiðúm. Þaðer nærvera þessara kvenna sem gerir þennan dag einstæðan i sögu Alþingis. Bænd- ur hafa oft komið hingað margir saman til þess að leggja áherzlu á hagsmunamál sin. Einkum gerð- ist þetta i fyrri tið, sem frægt er, og beittu þeir þá gjarnan hest- um sinum á völlin hérna fyrir ut- an, meðan þeir sátu hér inni i hús- inu og hlýddu á mál manna. Bænda-konur hafa hins vegar aldrei fyrr, svo mér sé kunnugt, tekið sig saman um það, eins og nú i dag, að heilsa upp á háttvirt Alþingi. Þær munu hafa orðiö að fara óvenju snemma á fætur i morgun, flestar þessar konur, til þess að ljúka morgunverkunum og geta i tæka tið safnazt saman i þann almenningsvagn sem þær fengu til ferðarinnar. Og á meðan reyk- viskar húsmæöur voru núna áð- an, — okkar elskulegu reykvisku húsmæður — aö útbúa hádegis- matinn halda fjölskyldum sinum, þá voru hinar konurnar á leið yfir þá stóru heiöi sem liggur milli höfuðborgarinnar og þeirrar sveitar, þar sem þær eiga heima og vilja eiga heima. Eg skal ekk- ert um það segja, hvernig há- degismaturinn hefur lukkazt á heimilum þeirra reykvisku hús- mæðra, sem vegna sinnar ströngu lifsbaráttu hafa nú ákveð ið að kaupa hvorki kartöflur né mjólk né kjöt né neinar aðrar afurðir sem islenzkir. bændur framleiða og byggja á lifsafkomu sina og sinna eiginkvenna og sinna barna, — en hitt þykist ég vita, að i dag kunni að reynast heldur svona þunnur þrettándinn á vissum heimilum fyrir austan fjall, þar sem húsbóndinn verður auk allra annarra starfa sinna, að bögglast við eldamennsku og barnagæzlu, vegna þess að eigin- konan er bara allt i einu farin suður til þess að sitja á þingpöll- unum. Hvað um það. Ekki hefur þetta að ástæðulausu gerzt. Þær hafa boðskap að flytja þessar konur, sem hingað eru komnar austan yfir fjall. Og mér veitist sá heiður ða lesa þennan boðskap.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.