Þjóðviljinn - 04.04.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 04.04.1973, Blaðsíða 16
voomim Almennar upplýsingar um læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar í simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Kvöld- nætur- og helgarþjón- usta lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 30. marz til 5. april i L a u g vegsapótek o g Holtsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Miövikudagur 4. april. 1973 Danir vilja endurskoðun á fiskveiðipólitík EBE LOXEMBORG 3/4 — Til- verði endurskoðuð hlaut i dag og verður málið tekið laga Dana um að stefna vinsamlegar móttökur í til athugunar í Evrópu- EBE i fiskveiðimálum ráðherraráði bandalagsins nefndinni. Ivar Nörgaard markaðsmálaráðherra ' Tfr WA Danmerkur sagði við slít W ''"'k ráðherrafundarins að eng- —” In inn hefði snúizt gegn tillög- unni og að allir hefðu sýnt henni áhuga. - , i Hjón í Borgamesi fengu DAS-húsið Vinningurinn kemur sér vel því synirnir eru sex og einn vantar einmitt húsnæði um þessar mundir — Ég er varla búinn aö átta mig á þessu ennþá, sagöi handhafi miöa númer 56125, en DAS-húsiö aö Vogalandi, sem I dag er metiö á 6—7 miljónir króna, féll á þennan miöa. Eigendur miöans reyndust hjónin Jóhann Jó- hannesson 58 ára, og Ragn- heiður Ingibjörg Asmunds- dóttir, Bröttugötu 4 b, Borgar- nesi. Fréttamaður Þjóðviljans ræddi við Jóhann um kvöld- matarleytiö og spurði hvort hann heföi átt von á einhverju óvæntu. — Nei, ekki get ég sagt það, en konan hefur verið að segja ýmislegt að undanförnu. Ég átti siður en svo von á nokkru óvæntu, var að bauka við rennibekkinn þegar hjónin, sem eru umboðsmenn fyrir DAS hér, komu og tilkynntu mér þetta. Framhald á bls. 15. Fárviðri í Vestur-Evrópu HAAG 3/4 — Mikiö fárviöri gekk yfir Vestur-Evrópu aöfarar- nótt þriöjudags. Kostaði þaö amk. 10 manns iifiö, og fjöldi manns slasaöist mikið Stormurinn reif tré upp með rótum, svipti þökum af húsum og sleit skipsfestar. Þá slitnaði upp skipið Veronica sem hefur að geyma ólöglega útvarpsstöð og rak á land i nágrenni Scheveningen i Hollandi. Mest lét veðrið til sin taka i Hollandi. Þar misstu fjórir lifið og fjöldi manns slasaðist. Kallað var út varalið til að hafa eftirlit með flóðgörðunum, en ekki urðu miklar skemmdir á þeim. Mörg gróðurhús eyðilögðust i stormin- um, sem náði um tima yfir 130 kilómetra hraða á klukkustund, og nokkrar borgir urðu raf- magnslausar vegna slita á raflin- um. 1 Vestur-Þýzkalandi dó einn og 26 slösuðust er járnbrautarlest ók á tré sem fallið hafði þvert á tein- ana. 1 Belgiu dó einn þegar hann fauk ofan af þaki sem hann var aö gera við, og i Frakklandi lézt einn maður þegar billinn hans fauk út af veginum. Rússar halda sig fyrir utan Sovézk yfirvöld hafa skipað togurum frá Sovétríkjunum að halda sig utan við 50 mílna landhelgi Pakistans. Pakistanstjórn hefur lýst yfir þakklæti sínu í garð Sovétstjórnarinnar fyrir vikið. Loftárás á varðskip Spönsk herflugvél skaut i dag tvivegis að varð- skipi frá Marokkó sem var á leið til hafnar með spænskan togara sem hafði verið staðinn að ólög- legum veiðum innan landhelgi Marokkós, en hún var nýlega færð út i 200 milur. Sagt er, að einn maður hafi særzt á varðskipinu, en skipstjóri þess kom i veg fyrir frekari skothrið með þvi að sigla fast upp að hlið togarans. Togarinr var færður til hafnar i Agadir i Marokkó. Nögaard sagði á fundi ráðherr- anna að margar orsakir lægju að baki tillögunnar. Færeyska landsstjórnin hefur lýst þvi yfir, að ekki sé grundvöllur fyrir aðild Færeyinga að EBE samkvæmt núrikjandi skilmálum. Einnig hefur grænlenzka landsstjórnin lýst yfir, að hún hyggist stækka landhelgi Grænlands i 50 milur. Kanada hefur látið i ljós vilja sinn til að tryggja sér yfirráð yfir fiskimiðunuiti við landið og þar að auki hafa tslendingar fært sina landhelgi út i 50 milur. Allt hefur þetta breytt grundvellinum undir þeirri stefnu i fiskveiðimálum sem Danir samþykktu þegar þeir gengu i bandalagið sagði ráðherr- Ivar Nörgaard markaðsmálaráö- herra Dana. Skyldi það vera að renna upp fyrir Dönum, að EBE er engin paradis á jörð? ann. Þess vegna leggur danska stjórnin til að EBE breyti stefnu sinni i fiskveiðimálum og i þvi nýtur hún stuðnings allra flokka sem fulltrúa eiga i danska þinginu. Sagði hann að markmiðið væri að hindra fólksflótta frá þeim svæðum sem að öllu leyti byggja afkomu sina. á fiskveiðum og einnig að vernda fiskistofna á þessum svæðum. V erkamaður drepinn BARCELONA 3/4 — t dag Sló i harða brýnu milli lögreglu og byggingarverka- manna i verkfalli i úthverfi Barcelona. Einn verkamann- anna var drepinn og þrir særð- ust, þám. tveir lögreglumenn. Talið er að sá sem var drepinn hafi verið skotinn, en það hefur ekki fengizt staðfest. Áreksturinn varð er vopnaðir lögreglumenn réðust á fund 2 þúsund verkamanna við orkuver i útborg Barce- lona, San Adrian. Mætti þeim þá mikil grjóthrið. Kröfur verkamannanna eru hærri laun og styttri vinnuvika. t marz i fyrra voru tveir verkamenn drepnir af lögreglu i átökum sem urðu i bænum E1 Ferrol á norðvestur Spáni. Þá kröfðust hafnar- verkamenn hærri launa. Verkföll eru bönnuð á Spáni, og samkvæmt landslögum ber að útkljá allar vinnudeilur i svokölluðum verkalýðsfélög- um sem lúta forsjá rikisvalds- ins. 10 bílar í gær var dregið um 10 bila i happdrætti DAS, fyrir utan húsiö sem getið er um á öörum staö i blaðinu. Bfil fyrir 400 þúsund krónur kom á miöa nr. 13581, bill á 300 þúsund krónur á miða 39137 og bilar á 250 þúsund á eftirtalin númer: 49005, 10020, 64845, 44884, 60814, 18827, 26774 og 32058(Birt án ábyrgðar). LANDHELGISMÁLH) EKKI TIL HAAG segja málarar Aðalfundur Málarafélags Reykjavikur varhaldinn 29. marz s.l. Stjórn félagsins skipa nú: Magnús Stephensen, form. Magnús Sigurðsson varaform. Rúnar Agústsson ritari, Hallvarður óskarsson gjaldk. og Hjálmar Gunnarsson ritari stjórnar. A fundinum var gerð eftirfar- andi samþykkt: Aöalfundur Málarafélags Reykjavikur haldinn 29. inarz 1973 lýsir eindregnum stuöningi við skýrt markaða stefnu rikis- stjórnarinnar i iandhelgismálinu. Fundurinn iitur svo á, aö fram- komnar hugmyndir um munnlegan málflutning fyrir dómstólnum i Haag af okkar háifu, séu frávik frá fyrri stefnu og skaölegar mál- stað islendinga. Kemur á óvart i PARIS 3/4 — 1 ræðu sinni i franska þinginu i dag lýsti Pompidou þvi yfir öllum á óvart að hann væri þvi fylgj- andi að stytta kjörtimabil for- setans úr sjö árum niður i fimm, og verði þingið andvigt. þvi myndi hann fyrirskipa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Það hefur lengi verið bar- áttumál vinstriaflanna i Frakklandi að kjörtimabil for- setans verði stytt niður i fimm ár, en slik stytting væri stórt skref i átt til þess að breyta þeirri pólitisku formgerð sem er i Frakklandi og de Gaulle lagði grundvöllinn að. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Hernaðarbandalög og stórveldastefna Fimmtudagsfundur Alþýðubandalagsins að þessu sinni snýst um hernaðarbandalög og stór- veldastefnu. Frummælandi er Loftur Guttorms- son, sagnfræðingur. Fundurinn er að Grettisgötu 3 og hefst klukkan 20:30. Leitað að mannlausu skipi LONDON 3/4— í dag var hafin leit að brezku flutningaskipi sem rekur mannlaustí Norðursjónum. Talið er að skipaumferð geti staðið hætta af því. 1 gærkvöldi bjargaði þyrla frá brezka flughernum skipshöfninni sem var 16 manns. Skipið heitir Amberley og er 1900 lestir að stærð. Strandgæzlan brezka sagði að hugsanlegt væri að skipið væri sokkið, en ef svo væri ekki gæti það skapað hættu fyrir siglingar á svæðinu. Staðarákvörðun skips- ins var ekki kunn. I gær geisaði mikið óveður á Suðaustur-Englandi. Stormurinn braut tré, sleit raflinur og olli skemmdum á byggingum. Tveir menn létust er þeir urðu undir tré sem stormurinn hafði fellt, og á einum stað fóru 30hjólhýsi af stað og eyðilögðust. 1 London var lifs- hættulegt að ganga um götur, þvi yfir þær rigndi lausum þakstein- um og verzlunarskiltum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.