Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 1
UOWIUINN Laugardagur 7. aprill973 — 38. árg.—83.tbl. 1 ÚT ÚR VINNUSKÝRSLU MÁ LESÁI Ofveiði þorskstofnsins en ekki „aðeins” fullnýting Hluti rá&stefnugesta. 1 baksýn er tslandskort sem Páll Bergþórsson veöurfræöingur hefur teiknaö inn á jafnhitabelti til aö gefa hugmynd um gróöurmöguleika, t.d. túnrækt. HVERNIG A AÐ NÝTA LANDIÐ? Landvernd o.fl. gangast fyrir fjölmennri 2ja daga ráðstefnu um landnýtingu. I dag verður fram haldið þeirri 2ja daga ráðstefnu Landverndar og fleiri aðila um landnýtingu/ sem hófst í gær. Ráðstefnuna sitja um 130 fulltrúar frá 65 aðil- um, enginn þó frá stéttar- samtökum hins landlausa launafólks. Fyrri dag ráðstefnunnar voru flutt 12 erindi um hin- ar ýmsu hliðar landnýting- arog verða jafnmörg flutt í dag. Hákon Guðmundssoh yfir- borgardómari setti ráðstefnuna með ávarpi, þar sem hann m.a. gerði að umtalsefni eignarhald á landi og þann rétt sem landeig- endur hefðu löngum verið taldir hafa óskoraðan, en nú bæri i vax- andi mæli á þvi að þéttbýlisbúar krefðust hlutdeildar i gæðum landsins, án þess að geta skir- skotað til eignar. Væri þeirri skoðun að vaxa fiskur um hrygg, að allir þegnarnir ættu einhvern rétt til andrýmis og landrýmis, og væri þvi eðlilegt að saman væru leiddir fulltrúar frá sem flestum hópum og samtökum sem aðild eiga að nýtingu landsins. Framsögumenn i gær voru þessir: Páll Lindal, Páll Berg- þórsson, Þorleifur Einarsson, Ingvi Þorsteinsson, Gunnar Guð- bjartsson, Ottar Geirsson, Sveinn Runólfsson, Hákon Bjarnason, Sigurður Sigurðsson, Gunnar Bjarnason (Agnar Guðnason Hákon Guðmundsson formaður Landverndar setur ráðstefnuna. flutti erindi hans), Jakob Björns- son og Snæbjörn Jónasson. Formaður undirbúningsnefnd- ar ráöstefnunnar er Vilhjálmur Lúðviksson verkfræðingur, en framkvæmdastjóri hennar Hauk- ur Hafstað, starfsmaður Land- verndar. Landgöngubannið ekki vegna gripdeilda „Almannavarna nefnd Vestmannaeyja vill aö gefnu tilefni lýsa þvi yfir, að reglur þær um takmarkanir á ferö- um fólks um Heimaey, og þar á meðal reglur um landgöngu- bann skipshafna eftir klukkan 19, eru einungis settar af öryggisástæðum og eiga ekkert skylt við fréttir um þjófnaö og gripdeildir i bæn- um, sem birzt hafa I fjölmiðl- um Nefndin harmar aö þessu tvennu hefur verið blandað saman. Þá vill nefndin taka fram, aö þeir sjómenn, sem lögleg erindi eiga á Heimaey, geta aö sjálfsögðu fengið land- gönguleyfi, enda afli þeir sér nauðsynlegra skilrfkja”. Þessa tilkynningu hefur al- mannavarnanefnd Vest- mannaeyja látiö frá sér fara, en i fyrrakvödl var haldinn fundur með nefndinni og fulltrúum stjómanna á skipum i Vestmannaeyjahöfn. Fulltrúar sjómanna i við- ræðunum voru þeir Daniel Sigurðsson á mb. Kóp, Agúst Guðmundsson á mb. Kap, Kristinn Sigurðsson á mb. Hrönn og Sigurður Gunnars- son á mb Sæunni. Nefndin féllst á þá ósk skipstjóranna, að gefnir verði út passar handa þeim skipshöfnum, sem eðlileg erindi eiga I land á Heimaey. Passarnir. verða i vörzlu skipstjóra, sem til- kynna lögreglunni um land- göngu og erindi. Skipstjórar afhenda siðan skipverjum passa við landgöngu, en skip- verjarskili skipstjóra passan- um aö erindi loknu. Eigi skipverjarerindi inn á hættusvæðið ber þeim að snúa sér til lögreglunnar, sem veitir tilskilin auðkenni. Þegar talað er um „fullnýtingu” gerði vinnuskýrslan ráð fyrir að þorskurinn vœri að mestu friðaður til 9 ára aldurs! Fiskifræðingar gera verulegan mun á hugtök- unum ,/Ofveiði" og „full- nýting". I umræðunum um þorskstofnana við Island hafa þessi hugtök bæði komið fram. Ingvar Ha llgrimsson, fiskifræðingur, segir t.a.m. í landhelgisblaði Þjóðvilj- ans 1. sept. 1972 að þorsk- stofnarnir séu ofveiddir — en í sama blaði er birt vinnunefndarskýrsla Al- þ jóðaha f rannsókna rráðsins og Norður—Atlanzhafsfisk- veiðinefndarinnar þar sem fram kemur að stofnarnir séu fullnýttir, en þó þurfi að minnka sóknina um 50%. Héma virðast stang- ast á tvær fullyrðingar í skýrslu vísindamanna — og hvað er þá hið rétta? Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, hefur i opnu bréfi til rit- stjóra Ægis, Más Elíssonar, fiskimálastjóra, sýnt fram á að hér við land er ofveiði á þorskstofninum. Þorskurinn lifi — lengi-lengi! Tilefni bréfs Jakobs Jakobsson- ar er þessi setning i 1. tbl. Ægis 1973 þar sem segir: „t ljós hefur komiö, aö helztu fiskistofnar hér við land eru fullnýttir — og of- nýttir á mörgum áður auðugum fiskimiðum annars staöar i Norö- ur-Atlanzhafinu”. — Fiskimála- stjóri gefur með öðrum orðum i skyn að ástandið sé skárra i þorskstofninum við ísland en annars staðar i Atlanzhafinu norðanverðu. En hversu má það vera? Vafalaust hefur fiskimálastjór- inn upplýsingar sinar úr áður- Framhald á 15. siðu. Sjá leiðara á 6. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.