Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINn' Laugardagur 7. apríl 1973. DJOÐVIUINN MALGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreibsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuði. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. ÆGILEG OFVEIÐI Á ÞORSKSTOFNINUM VIÐ ÍSLAND Um það leyti sem íslendingar færðu landhelgismörk sin út i 50 milur bar mjög á góma skýrslu alþjóðlegra stofnana um hafrannsóknir og fiskveiðimál þar sem fjallað var um þorskstofnana i Norð- ur-Atlanzhafi. í þessu plaggi — „vinnu- nefndarskýrslu” — komust höfundar hennar að þeirri niðurstöðu að þorskstofn- arnir við Island væru aðeins fullnýttir, en draga yrði úr sókn um 50%. Þetta tvennt hefur jafnan staðið upp úr i umræðum manna á meðal. Hins vegar hefur nú verið á það bent i nýjasta hefti Ægis, i grein eftir Jakob Jakobsson, fiskifræðing, að þorsk- stofninn við Island er gjörsamlega ofnýtt- ur. í grein sinni byggir Jakob á tölum úr vinnunefndarskýrslunni sem einhverra hluta vegna virðist vera horft algerlega framhjá þegar niðurstaða skýrslunnar er fengin. Þar kemur nefnilega fram að fisk- veiðidánarhlutfallið i þorskstofninum við ísland er mun hærra en annars staðar i Norður-Atlanzhafinu. Og niðurstaða vinnunefndarskýrslunnar er byggð á þvi að þorskurinn við ísland sé að mestu leyti friðaður til 9 ára aldurs! Nú vita allir vis- indamenn og fiskimenn að hér er gengið út frá forsendu sem er alger fjarstæða og þar með fellur hún um sjálfa sig niðurstaðan um að þorskstofnarnir við Island séu að- eins fullnýttir. Jakob Jakobsson, fiski- fræðingur, kemst þannig að orði um út- reikninga vinnuskýrslunnar, að þeir fái „þviaðeins staðizt að allur fiskur yngri en 9 ára væri nærri alfriðaður við ísland. Sé þess hins vegar gætt að þorskurinn kemur hér inn i veiðarnar 2—3 ára að aldri og sterkir árgangar hafa verið svo til veiddir upp áður en þeir náðu 9 ára aldri, sbr. 1964 árganginn, sést hve fráleitt þetta er”. Með þvi að vitna til staðreynda er fram koma i vinnuskýrslunni sjálfri og til gagna sem öllum visindamönnum eru aðgengi- leg um dánarhlutföll þorsksins kemst Jakob Jakobsson að þessari niðurstöðu: „Samkvæmt þessu fæ ég ekki betur séð en stofninn hafi á undanförnum árum ver- ið ofnýttur eða ofveiddur.” Engin ástæða er til að vefengja það sem fram kemur i grein Jakobs Jakobssonar. Ingvar Hallgrimsson, fiskifræðingur, hef- ur áður komizt að sömu niðurstöðu, m.a. i greinum er hann hefur skrifað um þessi mál hér i Þjóðviljann. Hér er um ákaflega alvarlegar stað- reyndir að ræða. Þær hljóta að hvetja til þess að við stöndum enn vel á verði i land- helgismálinu, og þessar staðreyndir sýna að islenzkum stjórnvöldum er ákaflega þröngur stakkur sniðinn i samningaum- leitunum við Breta og Þjóðverja. Ljóst er að af friðunarástæðum i fyrsta lagi og okkar efnahagsástæðum þar af leiðandi er ekki nokkur vegur að veita nema sáratak- markaðar tilslakanir við útlendinga á fiskimiðunum hér við land. Okkar visindamenn hafa talað og þeirra niður- stöðum verður að koma á framfæri við þær alþjóðlegu hafrannsóknir og fisk- veiðinefndir sem við erum aðilar að. Lánsfé Fiskveiðasjóðs hækki um þriðjung MiSJ::: þingsjá Þjóðviljans Lúðvik mœlti fyrir frumvarpinu Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráðherra mælti í gær fyrir stjórn- arfrumvarpi i efri deild alþingis um eflingu Fiskveiðasjóðs. Gerði ráðherrann grein fyrir efni frumvarpsins, sem er það, að auka tekjur sjóðsins með þvi að leggja 1% gjald á and- virði útfluttra sjávaraf- urða framleiðslutima- bilið frá 1. júli 1973 til ársloka 1975, og á móti leggi rikið til jafnháa upphæð i Fiskveiðasjóð. Gert er ráð fyrir að þetta geti numið sam- tals frá báðum aðilum um 300 miljónum króna. Lúðvik minnti á, að mikil endurnýjun á sér nú stað I fiski- skipaflotanum og fjárþörf Fisk- veiðasjóðs þvi mikil, en hann tekur m .a. að sér að lengja erlend lán. Einnig hafa lánveitingar úr sjóðnum út á innanlandssmiði fiskiskipa farið ört vaxandi. Geir Hallgrimsson taldi ótvi- rætt, að fjárþörf sjóðsins . væri mikil, en illt væri að leggjá nýjar byrðar á atvinnuvegina og rikis- sjóð. Hvatti hann til aö þingnefnd hefði náið samráð við forvigis- menn sjávarútvegsins um af- greiðslu malsins og taldi að það hefði þurft að koma fram fyrr á þinginu. Magnús Jónsson sagði, að með þessu væri verið að auka kvaðir á sjávarútveginum, og alþingi þyrfti tima til að ihuga þetta mál. Beindi Magnús tveim spurning- um til ráðherra, hvort hann teldi, að með frumvarpinu væri Fisk- veiðasjóði tryggð viöhlitandi úr- lausn miðað við skuldbindingar sjóðsins, og hvort sérstakar ráð- stafanir hafi verið gerðar til að tryggja áfram 10% viðbótarlán til innlendrar skipasmiði. Lúðvik Jósepsson svaraði fyrst spurningum Magnúsar og sagði, að áætlun stjórnar Fiskveiðasjóðs um útlánaþörf geröi ráð fyrir 1730 miljónum, en meö frumvarpinu væri tryggt að á þessu ári næöi heildarfé sjóösins til útlána 1600 miljónum króna.Með þessu sagö- ist ráðherrann telja sómasam- lega séð fyrir fjárþörf sjóösins, þar sem mismunurinn væri að- eins 130 miljónir. Aætlunartölur sjóðsstjórnar gerðu ráð fyrir mjög mikilli útlánaaukningu, t.d. úr 300 I 500 miljónir til fisk- vinnslustöðva á þessu ári, og úr 538 i 700 miljónir til innanlands- smiði fiskiskipa. Vafasamt væri að takast mætti að nýta allt það fé, sem sjóðsstjórn gerði ráð fyrir til útlána og sú hækkun frá 1972 til 1973 á fjármagni til heildarútlána úr sjóðnum úr 1200 i 1600 miljónir kr. sem frumvarpið miðaði við mætti heita allgott. Þá kom ráðherrann að spurn- ingu Magnúsar um 10% viðbótar lánin til innlendrar skipasmlði. Sagði hann, að útgerðarmenn fengju nú hjá Fiskveiðasjóði 75% hámarkslán út á skip smiðuð innaniands, en 67% væru skip smiðuð erlendis. Lúðvik taldi, að Fiskveiðasjóður ætti ekki að veita meiri lánamismun en þennan. 10% viðaukalánin hafi verið á vegum Byggðasjóðs og flokkist undir iðnaðarmál til eflingar inn- lendri skipasmiði. Formlega hafi ekki verið gengiö frá, hvernig þessum viðbótarlánum verði hag- að i framtiöinni, en ætlunin væri að halda þeim áfram I einhverju formi. Lúðvik minnti á að i tlð við- reisnarstjórnarinnar hafi hlut- fallslegt framlag rikissjóðs i Fiskveiöasjóð verið lækkað. — Það væri svo sem ósköp auövelt fyrir Geir Hallgrimsson, að segja að fé vanti til framkvæmda, en bæta svo viö, aö ef hækka ætti greiðslur I sjóöinn frá sjávarút- veginum þá væri það óréttmætur skattur á hann, og ef hækka ætti greiðslurnar frá rikissjóöi, þá væri þaö skattur á landsmenn. Þaö væri eins og þessum þing- manni hafi komið i hug einhver leið til aö afla fjár án þess aö neinn þurfi aö borga. En engar tiliögur hafa nú samt séö dagsins ljós frá þeim Sjálfstæðismönnum. Ráðherrann gat þess að ákvæði frumvarpsins um 1% gjald væri við það miðað, að tekjur sjávar- útvegsins af útflutningsfram- ieiðslu fara nú vaxandi. Ég heföi ekki lagt til um áramót, aö leggja á 1% viöaukagjaid, sagði Lúövik, en aöstaðan er breytt nú vegna hækkaðs útflutningsverös og sjávarútvegurinn á að geta borið þetta, enda gjaidiö ætlaö honum til eflingar. Lúðvik sagðist álita eðlilegra, að þessi upphæð renni nú I Fiskveiðasjóð heldur en beina fé þessu i Verðjöfnunar- sjóð, sem engu að siður er i örum vexti. Hann minnti einnig á að ýmsum gjöldum hefur að undan- förnu verið létt af sjávarútvegin- um, sem á hann voru lögð I tiö viðreisnarstjórnarinnar, svo sem söluskatti af oliu og launaskatti af aflahlut sjómanna. Ennfremur tóku til máls Þor- valdur Garðar Kristjánsson, Jón Armann Héðinsson og Jón Arna- son. Iðnlánasjóður efldur Magnús Kjartansson leggur til 50 miljónir frá ríkinu, en Jóhann Hafstein leggur til 25 milj. MJ ÓLKÁRYIRK JUN Siöastliðið sumar voru gefin út bráðabirgðalög um að heimila rikisstjórninni að fela Rafmagns- veitum rikisins að virkja Dynjandisá eöa Mjólká I Arnar- firði, til raforkuvinnslu i orkuver- um með allt að 10.000 kilówatta framleiðslugetu. Magnús Kjartansson, orku- málaráöherra mælti I gær fyrir frumvarpi i efri deild, til staðfest- ingar á þessum bráðabirgðalög- um. Magnús sagði að um hefði verið að ræða stækkun úr 7000 kw I 10.000 kw og bráðabirgðalögin hafi verið gefin út vegna þess, að mikil nauðsyn hafi verið talin á að hefjast þegar handa um undir- búningsvinnu á hálendinu vestra, þar sem einungis væri hægt að vinna á þeim slóðum mjög fáa mánuði á ári. Fór þessi undir- búningsvinna fram. Málinu var vísað til 2. umr. og tóku aðrir þingmenn ekki til máls. Magnús Kjartansson, iðnaðar- ráðherra fylgdi i gær úr hlaði frumvarpinu um stóreflingu iðn- lánasjóðs. Eins og við skýrðum frá i Þjóðviljanum í gær felur frumvarpið i sér hækkun iðnlána- sjóösgjalds um 25% eða úr 0,4 i 0,5% af sama gjaldstofni og að- stööugjöld reiknast af. Ennfrem- ur er með frumvarpinu iagt til aö framlag rikisins meira en þre- faldist og verði á árinu 1973 50 miljónir i staö 15 miljóna 1972. Hækkun iðnlánasjóðsgjaldsins á að færa sjóðnum um 14 miljónir og rikissjóðsframlagið hækkar um 35 miljónir — samtals um 50 miljónir. Ráðherrann taidi að mikil þörf væri á aö auka ráðstöfunarfé sjóðsins, en án sérstakra ráðstaf- ana stefnir I þá átt, að eigin ráð- stöfunarfé veröi æ minni hluti af þvi, sem sjóðurinn hefur til út- lána, sá hluti sem sjóðurinn sjálfur verði að taka að láni vaxi að sama skapi. Það kom fram i ræðu ráðherrans að iðnlánasjóðs- gjaldið hefur frá upphafi 1963 numið samtals 253 miljónum kr., en rikisframlagið til þessa dags 92 miljónum. Höfuðstóll sjóðsins er nú 459,4 miljónir kr. — Iðnlána- sjóður lánar einkum til bygginga iðnaöarhúsnæðis, vélvæðingar i iðnaði og litils háttar til hagræö- ingar. Magnús Kjartansson minnti á, að hann hefur einnig nýlega lagt fram frumvarp um að framlag úr rikissjóöi til iðnrekstrarsjóðs, sem er annar sjóður til styrktar iðnaðinum og er þar gert ráö fyrir öörum 50 miljónum. Þetta er þvi samtals hækkun á rikisframlagi til sjóða iönaöarins 85 miljónir kr. Sagði Magnús að aðildin að EFTA og samningurinn við Efnahags- bandalagið hefðu i för með sér aukna þörf iðnaðarins fyrir stuðning rikisvaldsins, svo að innlendur iðnaður yrði ekki undir Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.