Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 9
8 SIÐA —• ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. apríl 1973. Laugardagur 7. apríl 1973 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9 „H ugsa sem m i n nst u m þetta a I It” 23ja ára og missti tvö hús í Eyjum Arsæll Arnason horfir á rústir heimilis síns, gamla hússins er hét Húsavík og var viö Urðarveg. Skömmu eftir aö myndin var tekin hurfu rúst- irnar undir hraun, en áöur hafði Arsæll misst fokhelt hús að Austurhlíö 9. (Ljósm. sj.) Þessi mynd hér fyrir ofan var tekin i Vestmannaeyjum fyrir um hálfum mánuði, rétt áður en ann- að hlaupið kom. Maðurinn sem stendur þarna og horfrr á rústirn- ar heitir Arsæll Arnason, 23ja ára. Þetta var heimili hans, hét Húsavik og var merkt Urðarveg- ur 28. Þessi ungi maður missti einnig fokhelt hús i fyrra hlaup- inu. Arsæll er húsasmiður að mennt, borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur, sonur hjón- anna Arna Sæmundssonar og Huldu Sæmundsdóttur. Frétta- maður Þjóðviljans átti eftirfar- andi samtal við Arsæl á Akureyri, en hann er búsettur þar nú ásamt eiginkonu sinni, Ingunni Sigur- björnsdóttur, og tveimur börnum, 2ja ára og 7 mánaða. — Hvenær giftuzt þið? — 1971. Ég keypti Húsavik um mitt árið 1969 á um 500 þúsund krónur og lagði talsvert af fé og vinnu i að gera þetta vistlegt. Svo byrjaði ég að byggja annað hús að Austurhlið 9, árið 1971, og það var svo fokhelt, vantaði gler i glugg- ana, þegar það fór undir hraun. — Hvað varstu búinn að leggja mikla peninga i það? — Um hálfa miljón. — Þú hefur verið búinn að leggja hart að þér miðað við ald- ur. — Já, ég reyndi að standa mig eftir beztu getu, var sparsamur og tók aldrei sumarfri og vann að þessu i aukavinnu. — Hvernig varð ykkur við þeg- ar gosið byrjaði? — Við sváfum vært og vorum vakin af ungum manni, sem kom til okkar, en amma hans átti heima i næsta húsi. Hann virtist hafa áttað sig á að við svæfum. Hann barði upp, og við vöknuðum ekki fyrr en hann var búinn aö berja lengi. Hann sagði okkur tið- indin og ég fór út til að athuga þetta. — Titraði húsið mikið? — Nei, við fundum ekkert fyrir þvi, en um leið og við opnuðum út, var gifurlegur loftþrýstingur. Við vorum alveg róleg og klæddum börnin. Þessi ungi maður kom aftur og sagði, að nú hefði gosið aukizt mikið og við skyldum flýta okkur. Við brugðum skjótt við og fórum i þvi sem hendi var næst. Við fórum með Ófeigi II. til Reykjavikur og komum okkur fyrir i Fellas'kóla. Næst fórum við til föðursystur minnar að Grundargerði 16. Við reyndum að átta okkur á hvað hefði gerzt og leituðum að hús- næði. Það var ekkert húsnæði að hafa, en nóga vinnu, svo að ég hringdi til systur minnar á Akur- eyri. Maður hennar fór strax dag- inn eftin áistúfana og var búinn að útvega okkur húsnæði á Akureyri og mérivinnu hjá Aðalgeir og Við- ari, trésmiðaverkstæði. Ég varð ákaflega glaður og fór strax norð- ur með konu og börn, og búslóðin kom svo á eftir. — Fórstu sjálfur til Eyja að ná i búslóðina? — Já, ég fór á föstudeginum eftir gosið og var þar i heila viku að ganga frá okkar hlutum. — Hvernig stóð á þvi að þú komst svo aftur til Eyja? — Ég frétti, að hraunið væri komið að elliheimilinu og hugsaði þá með mér að ég skyldi fara út i Eyjar og sækja það sem ég ætti eftir, — ýmislegt sem gagn var i, þar á meðal matvæli. Ég hringdi á fimmtudagskvöld til Reykja- vikur og mér var sagt að það væri allt í lagi með ferð til Eyja. Ég gisti hjá foreldrum minum um nóttina. Um morguninn hlustaði ég á fréttir og heyrði að hraunið hefði skriðið fram. Ég fór til Al- mannavarna, en þá hafði verið skrifað á beiðnina, að húsiö mitt hefði brunnið og ég fengi ekki að fara. Ég hélt áfram að leggja inn beiðni, en var alltaf synjað. Tim- inn leið fram á sunnudag, og þá fer ég og segi, að ég sé svo langt að kominn, og ég þurfi nauðsyn- lega að fara út i Eyjar til að ná i það sem ég ætti, þótt húsið væri farið. Þá var maðurinn við af- greiðsluna svo almennilegur að gefa mér leyfi. Mér fannst furöu- legt að sjá i Eyjum fullt af blaða- mönnum og útlendingum að skoða sig um. Mér gramdist þetta einhvern veginn. — Hvernig likar þér svo á Akureyri? — Það er mjög gott að vera hér, en það er húsnæðisvandamál hér eins og annars staðar. Ég er alltaf að reyna að ná i betra hús- næði, en það bara gengur ekki. — En hvernig hugsaröu til Eyja, ef þetta kynni nú að lagast? — Ég veit ekki. Konan segist aldrei fara þangað aftur. Þetta fer eftir þvi hvort einhverja vinnu verður að fá, og ég skil ekki i að nokkur maður fari að fjárfesta þarna, þegar þetta er allt orðið verðlaust. — Hefurðu nokkuð hugsað að bótum? — Nei, ég hef ekkert hugsað um það ennþá, hugsa bara sem minnst um þetta. Ég hugsa bara um það eitt að koma mér vel fyrir, það er það eina. sj. Ég þú og Stalín — þankabrot og endursögn VIÐ HEYGARÐS- HORNIÐ MÉR ER þaö allt að þvi i barnsminni hvernig Árni Bergmann afgreiddi lát Stal- ins fyrir okkur i Prestahatara- félaginu á Laugarvatni fyrir 20 árum : Gamall og kalkaður karlinn, hann var áreiðanlega orðinn fyrir i þróuninni. Þetta þótti okkur góður marxismi, enda féll þetta viðhorf vel að eðlilegri byltingaróþreyju menntaskólaáranna. Fyrir bragðið varð Stalin ekkert vandamál, og ég held að fyrir okkur, sem þá vorum að byrja að opna augun, hafi Stalin aldrei megnað að skyggja á sósíalismann sem hugsjón og veruleik. En þaö er auðvitað engin dyggð að vera svo heppin að fæðast mátulega seint i heiminn (að ekki sé nú talað um, hvað þessi partur heimsins, tsland, er góður fæðingarstaður!) ÞREMUR ARUM eftirað Arni hafði sagt þann sannleik sem þá var hægt að segja um Staiin, var ég staddur suður i Ungverjalandi, kom þangað rétt um það bil sem Krústsjof flutti leynuræöuna. Uppljóstr- anir hennar voru mér stoð við að átta mig á þjóðfé- lagsástandinu i hinu nýja dvalarlandi minu, en ef til vill ekki sú sterkasta. Betri voru frásagnir ýmissa félaga minna og kernjara, þar voru þær „leyniræðnr um stalin- ismann" sem ég vona að ég búi að alla tið. É^tir það var augljóst, að uppreisn i landinu gat verið rökrétt, og það mundi lika vera rökrétt hvernig sú uppreisn yrði bæld niður. Er ekki harmleikurinn æðsta rökfræðin? En þó var varla hægt að kalia þessar hörmungar annað en smá- muni hjá þvi sem þá þegar hafði gengið yfir Sovétrikin. — Ég ætla ekki að rekja þessi persónulegu endurminninga- brot lengra . . . og svo komu Isaac Deutscher og fleiri góðir höfundar til skjalanna og krufðu stalinismann til mergj- ar og skýrðu málin án hluttöku i sýknun eða sakfellingu. En Stalin átti það rikan þátt i að móta þann heim sem við lifum i, að viðhorfin til hans eru að sjálfsögðu á reiki, hvert sem litið er. — Borgara- blöðunum þótti það mikill Ijóður á ráði Þjóðviljans að skrifa ekkert um Stalin á 20. ártið hans fyrir rúmum mánuði. Okkur var sendur tónninn i þessum stil: Eruð þið eitthvað feimnir, strákar! — Nú erum við auðvitað alltaf að skrifa um pólitik, heimsviðburði, listir, hug- myndir nútimans, svo að mat okkar á þessum óaðskiljan- lega parti af 20. öldinni, stalin- ismanum, er sifellt að koma fram. Það er óþarfi að anza nokkrum fiflskap hvað þetta snertir. Eigi að siður þykir mér rétt að koma á framfæri dæmi þess, hvernig vönduð borgarablöð erlendis minntust Stalíns um daginn, og gæti það er til vi 11 verið hægri press- unni á tslandi nokkur kennslu- stund i málefnalegri um- ræðu. EINA GREININ sem Le Monde birti i minningu Stalins 5. marz var rituð af Bernard nokkrum Féron, og aðalefni hennar var þetta: Hvernig gat það gerzt að fyrsta sósíaliska riki heimsins varð einræðisherra að bráð? Ráðamenn Sovétrikjanna eftir dag Stalins hafa reynt að þagga þessa spurningu niður. Stundum koma menn fram rneö þá vinsamlegu skýringu að þörf hafi verið á járnhendi til að ltiða Sovétþjóðirnar til sigurs yfir þýzku nazistunum. En var þá nauðsynlegt að skera niöur menntamenn, uppræta hið gamla lið kommúnistaflokksins, halda tæknimönnum i fangabúðum, skjóta yfirmenn hersins i hrönnum, eyðileggja þau verðmæti sem hið nýja þjóðfé- lag þóttist byggja á? Krústsjof komst ekki langt i þvi að afnema stalinismann, enda hrökk sú skýring hans skammt að allt hið illa hafi stafað af einum manni sem naut spilltra ráðgjafa. Og i desember 1961 lýsti Pravda yfir eftirfarandi: Maðurinn sem hafði sett sin eigin lög er fordæmanlegur en sú pólitik sem flokkurinn haföi fylgt undir hans stjórn er rétt. Stalinisminn var þá ekki annað en leiðindablettur á hörundi þess likama sem nýtur beztu heilsu! STALIN ATTI engan rétt á þvi að verða eftirmaður Lenins, enda var hann ekki annað en heimóttarlegt grey i saman- burði við glæsimennið Trotski. En Stalin tókst að koma sér fyrir á skrifstofu flokksins og spann þar svikavef sinn. Sigur hans stafar þó ekki af slóttug- heitum einum, heldur vegna þess að hann túlkaði stefnu og hagsmuni hins nýja valdahóps i stjórnsýslunni. Trotski dreymdi um að flytja bylt- inguna úr landi, en Stalin sat við sitt heygarðshorn og hóf að byggja upp sósialismann .i einu landi. Alþjóðahreyf- inguna lét hann þjóna Rúss- landi. Sveik hann Lenin? Það er rétt að Lenin stóð stuggur af grimmd og undirferli Stalins, en samt virðist stalinisminn vera allt að þvi eðblegur ávöxtur leninismans, þ.e.a.s. hinnar ,,nýju flokksgerðar”, þar sem lýðræðislegt miðstjórnarvald rikti. Og gleymum þvi ekki að það var Lenin sem bannaði minni- hlutaskoðanir i flokknum — að visu til bráðabirgða meöan hættuástand varaði. IUPPHAFI aldarinnar meðan enn var all langt á milli Lenins og Trotskis, ræddi sá siðar- nefndi um flokkinn sem mundi setja sjálfan sig i stað verka- lýðsstéttarinnar: „Aðferðir Lenins munu leiða til þessa: Hinn skipulagði flokkur fer að ganga i stað allrar flokks- hreyfingarinnar, siðan kemur miðstjórnin i staðinn fyrir flokkinn, og loks kemur ein- ræðisherra og setur sig yfir miðstjórnina”. Stalín þurfti aldrei að fremja neitt stjórnlagarof til þess að komast til valda, og honum nægði að notfæra sér hin lenfnisku skipulagsform út i æsar til þess að halda völdunum. Þetta er ein af ástæðunum fyrir þvi að sovézkir leiðlogar hafa aldrei getað snúið baki við stalinismanum. Þei r hafa óttast það að grafið yrði undan þvi kerfi sem rakið verður allt til Lenins. Þess vegna er málamiðlunin: Einræðisseggurinn gerði sig sekan um alvarleg mistök allt frá árinu 1934, og eftir morðið á Kirof varð hann gripinn ofsóknaræði svo að hann skipaði fyrir um hreinsanirn- ar sem lögðust á góðu stalín- istana. Þessi skýring hefur þann mikla kost, að núverandi valdhafar i Kreml geta hve- nær sem er beitt stali/iiskum stjórnaraðferðum, sneyddar mestu öfgunum. 1 LOK greinar sinnar ræðir Féron nokkuð um hina stalin- isku málamiðlun siðari ára: Fangabúðirnar hafa verið tæmdar, en þeim hefur ekki verið lokað, lögreglan er ekki lengur daglegur ógnvaldur, en hún getur hvenær sem er fjar- lægt þá sem verða óþægilegir, með aukinni þátttöku i alþjóðasamstarfi er jafnvel hert á eftirliti inn á við, og kemur það fram i mörgum myndum. Það er ekki liðið, að neinn taki sér fyrir hendur alvarlega rannsókn á „presónudýrkun”, sem er hið opinbera heiti stalinismans. Og þegar Tékkóslóvakar bjuggust til aö fletta ofan af rótum stalinismans, var þaggað niður i þeim á áhrifa- rikan hátt. Niðurlagsorðin eru þessi: Stalin er aö visu dauður, en hið sama verður ekki sagt um stalinismann. Hjalti Kristgeirsson Esperanto í sókn víðast í heiminum Verður kennt semvalgrein í Mennta- skólanum við Hamrahlíð næsta vetur Esperantista félagið Auroro/ Bréfaskóli SIS og ASi/ ásamt með Menningar og f ri ða rsa m tök u m isienzkra kvenna byrja með námshóp í esperanto miðvikudaginn 11. apríl. klukkan 20:30. — Ætlunin er að mynda starfs- hóp eins og tiðkast viða erlendis i tengslum við bréfaskóla, sagði Hallgrimur Sæmundsson kennari i Garðahreppi, er blaöið haföi tal af honum vegna þessa, en hann er félagsmaður i Auroru. Þessi starfshópur er fyrir algera byrjendur i esperanto. — Hvernig verður þessu hagað hjá ykkur? — Meiningin er, að hafa 6 kennslustundir um sögu esper- anto og hvaða not hægt er að hafa af málinu. Meginhluti timans fer þó i kennslu og framburðaræfing- ar, og verður miðað við námsefni Bréfaskólans, þannig að nem- endur verði færir um að tala málið jafnóðum og þeir læra að lesa það og skrifa. Siðan er ákveðið að hópurinn hittist eftir einhvern vissan tima að námskeiðinu loknu til að bera saman bækur sinar. Þá ætti að koma i ljós hvort menn þurfa ein- hvers sérstaks stuðnings við eða hvort þeir verði orðnir færir um að bjarga sér eitthvað sjálfir hjáiparlaust. Einnig er gert ráð fyrir að þeir úr hópnum, sem hafa aöstöðu til, hittist einhverntima á ferða- mannatimabilinu og hitti að máli erlenda esperantista. Eftir þetta yrði það algjörlega á valdi þessa hóps hvort hann héldi áfram frekara námi i sameiningu i Bréfaskólanum, eða með hóp- ferðum á esperanto-mót erlendis. — Hvað kostar þátttakan? Kostnaðurinn er minni en i Bréfaskólanum einum saman, á að gizka 450 krónur. — Er vitað hversu margir esperantistar eru hérlendis? — Það cr algjörlega ómögulegt að segja til um hve margir þeir eru, og þvi siður hversu margir esperantistar eru i heiminum. Þegar heimsþing esperantista var haldið i Júgóslaviu átti að fá Titó forseta til að vera verndara þingsins, og þá kom upp úr kafinu að hann var ágætur esperantisti, en öðrum esperantistum hafði ekki verið það kunnugt fyrr. Þannig er það einnig hér innan- lands. Við fréttum af einum og öðrum sem eru esperantistar án þess þeir séu aö nokkru viðriðnir esperantistafélagið. — Hvað eru félagsmenn Auroru margir? — Þeir eru kannski ekki ýkja margir. En félagið er lifseigt þvi senn fer að liða að 250. fundinum. F'undir i félaginu fara fram á esperanto og fundargerðir félags- ins eru ritaðar á esperanto. — Er esperanto ekki á undan- haldi I heiminum? — Siður en svo. Esperanto er i stöðugri sókn. Til dæmis um það get ég sagt þér, að bóksaia hjá alþjóðaesperantistasambandinu i Hollandi jókst um 50% frá árinu 1971 til ársins 1972. — Er espera.nto nokkurs staðar kennt sem skyldunámsgrein i skólum? — Nú fer fram samræmd til- raunakennsla i vissum skólum i fimm löndum, og hreyfing er i þá átt að taka upp slika tilrauna- kennslu viðar. Þá er esperanto viða kennt i skólum sem valgrein, og ákveðiö hefur verið að kenna það sem val- grein i Menntaskólanum við Hamrahlið næsta vetur. — Hafa Islendingar gert mikið af þvi að rita á esperanto? — Það eru nokkrir Islendingar sem gera það. Það má til dæmis nefna það, að meistari Þórbergur reit sögu sina, 3379 dagar úr lifi minu,á esperanto og upphaflega birtist hún i alþjóðablaði verka- mannasambands innan esperanto-hreyfingarinnar. Auk þess man ég að nefna Jón Dan og Baldur Ragnarsson. — Er lið i þvi fyrir Islendinga llallgrimur Sæmundsson. að kunna esperanto þegar þeir eru erlendis? — Islendingar einfalda tungu- málavandamálið um of fyrir sér, og halda að þeim nægi eitt erlent tungumál þegar þeir eru á ferða- lögum erlendis. En fólk er si og æ að reka sig á tungumálamúra á ferðalögum um heiminn, sem gera það að verkum, að það kemst ekki i tengsl við fólkið sem býr i þeim löndum sem ferðazt er um, og ekki einu sinni i samband við það fólk sem það ferðast meö, ef ferðamannahópurinn er sam- settur af fólki frá mörgum lönd- um. Hins vegar ætti mönnum meö kunnáttu i esperanto að vera fleiri leiðir opnar til að komast i samband við fólk erlendis, þar sem skipulag esperantistahreyf- ingarinnar er þannig, að hún á skráða konsúla i flestum löndum heims og i mörgum stærstu borg- um. Þessir konsúlar eru sérfræð- ingar i ýmsum starfsgreinum. 1 gegnum þessa konsúla er mjög auðvelt að komast i samband við fólk, svo ekki sé talað um hversu mikils virði það er að geta rætt viö fólk á jafnréttisgrundvelli, það er að segja, að hvorugur við- mælandi hefur þá umframað- stöðu að tala við hinn á móður- máli sinu. — úþ. Alþjóölegur heilbrigðismáladagur, 7. aprfl Verkefni biða allra; t.d. I sam- bandi við varúðarráðstafanir gegn slysum. Alþjóða heilbrigðismálastofn- unin, WHO, hefur allt frá þvi hún var stofnúð árið 1948 einbeitt sér að málum er varða heilsu hundr- uð miljóna manna. En m'ér sýnist það vel viðeigandi, að á þessum alþjóðlega heilbrigðismáladegi, sem minnzt er á 25 ára afmæli WHO, beinum við huganum aö heilsugæzlu i hinum smáa heimi hverrar fjölskyldu. Rétt eins og alþjóðlegt heilsufar er háð heilsu- gæzlu i hverju landi um sig, er heilbrigði borgar, bæjar, þorps háð heilbrigðisástandi á heimil- um, sem þau mynda. Öteljandi leiðir eru til að gera Heilbrigði hefst á heimilunum Eftir M. G. Candau, forstjóra WHO heimili heilsusamlegri staði en þau nú eru. Það er hægt að læra meira um heilbrigðismál, nota betur þá fæðu sem kostur er á, fara rétt með úrgangsefni sem hættuleg geta veriö heilsu manna, hjálpa börnum til þróttar og sjálfstrausts, gera þá fjölskyldu- áætlun sem gefur hverju barni betri möguleika til farsældar, gera nokkrar nauðsynlegar varúöarráöstafanir gegn slysum — og er þá fátt eitt nefnt. I mörgum slikum tilvikum þarf fjölskyldan á aðstoð samfélagsins aö halda. Vatnsveita, bólusetn- ingar, aðstoð við þungaðar konur og mæöur eru meðal augljósra dæma. önnur ástæöa fyrir þvi að aðstoö samfélagsins er svo þýö- ingarmikil nú er sú, að eldra fólk býr viða við aðstæður sem eru mjög ólikar þeim, sem það þekkti i æsku. I þrengslum stórborga er t.d. vel liklegt að gamalreyndir lifnaðarhættir þeirra eigi ekki lengur við. Frumkvæði af hálfu samfélagsins getur auðveldað aö- lögun að nýjum þörfum. Að sjálfsögðu getur svo farið, að sjúkdómar eða hæpnir siðir nágrannans vinni gegn viðleitni til heilbrigðari lifnaöarhátta. En rétt eins og sumir sjúkdómar eru smitandi, þá eru einnig smitandi góðar venjur og lifnaðarhættir. Hver og einn getur lagt fram sinn skerf til heilbrigði i heiminum með þvi að huga að þeim málum sem næst sjálfum sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.