Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 7. apríl 197:5. Hringvegargerðinni miðar betur en áœtlað var OR/EFAJ Áfangaskípt ----- 1 Áfangi 1972 -----2 Áfangi 1973 .....3 Áfangi 1974 VEGAGERO RÍKISINS MÆLIKV. 1-250.000 SKEIÐARÁRSANDUR ÁFANGASKIPTI DAGS. 4-73 Uppdrátturinn sýnir veginn austur sandinn og hvernig ársáfangar verksins skiptast. 3. áfangi, sem er stytztur, mun þó veröa einna erfið- astur, aö þvi er búiz.t er við, brúun sjáifrar Skeiöarár og varnargaröar á þvi svæöi. I sumar verður hœgt að aka austur að Skeiðará Sala happdrœttisskuldabréfa í B-flokki að hefjast Á þriðjudaginn kem- ur, lO.april, hefst sala á happdrættisskuldabréf- um rikissjóðs, B-flokki, samtals að upphæð 130 miljónir króna, en andvirði þessa happdrættisláns verður varið til gerðar hring vegarsins svokallaða yfir Skeiðarársand, sem nú stendur yfir og hefur gengið betur en upphaf- lega var gert ráð fyrir. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem Seðlabankinn boðaði til i tilefni sölu skuldabréfanna, en þar skýrði Svanbjörn Fri- mannsson seðlabankastjóri frá þessu nýja happdrættisláni og þeir Sigurður Jóhannsson vega- málastjóri og Helgi Hallgrimsson deildarverkfræðingur skýrðu frá framkvæmdunum á Skeiðarár- sandi 1. dráttur 30. júni Happdrættisskuldabréfin i B-flokki eru 1000 kr. hvert að upphæð og eru til tiu ára. Skuldabréfin eru verðtryggð þannig, að af þeim verða greiddar verðbætur við endur- greiðslu samkvæmt hækkun á visitölu framfærslukostnaðar á lánstimabilinu. Bréfin bera ekki vexti, þar sem vextirnir fara i vinningana, samtals 9,1 milj. króna hverju sinni, sem skiptast i 344 vinninga. Fyrsti dráttur fer fram 30. júni n.k. og verður þá dregið um tvo vinninga á miljón kr. hvorn, tvo á 500 þús. hvorn, 30 á 100 þúsund kr. og 310 á 10 þúsund krónur hvern. Skuldabréfin eru undanþegin framtaksskyldu og eignarskött- um og vinningar i happdrættinu svo og verðbætur eru undanþegnar tekjuskatti og tekjuútsvari. Tilvaldar fermingar- gjafir A sl. ári var gefinn út fyrsti flokkur i happdrættisláni rikis- sjóðs, A-flokkur, að upphæð 100 miljónir króna og seldust happdrættisskuldabréfin þá upp á örfáum dögum 71% þeirra á fyrsta söludegi, en andvirði út- gáfunnar var notað til fram- kvæmda á og við Skeðarársand. Þess má geta, að á þessu ári siðan hafa skuldabréfin hækkað um 17% vegna visitöluhækkunar og nema nú að verðmæti kr. 1170 hvert. Svanbjörn Frimannsson gat þess i sambnadi við sölu happdrættisskuldabréfanna i fyrra, að áberandi hefði verið, hve vitt þau dreifðust þannig, að greinilegt var, að það voru ekki fyrst og fremst peningamenn sem keyptu þau til að fjárfesta, eins og oftast vill verða með venjuleg skuldabréf, heldur keypti almenningur þau fyrir sig og sina; mjög margir keyptu bréf handa börnum sinum og margir gáfu þau i fermingargjafir, enda tilvalið. Mest seldist af bréfunum i fyrra i Reykjavik eða 61,3% sem svarar til þess að þrir af hverjum fjórum Reykvikingum hafi keypt bré^og næstmest seldist hlutfalls- lega miðað við ibúa i Austur- landskjördæmi, 6,7% sem þýðir að 3 af hverjum 5 hafi þar keypt bréf, enda eiga Austlendingar sennilega mestra beinna hagsmuna aðgæta i sambandi við hringveginn. 330 miljónir — 700 miljónir Svanbjörn sagði, að snemma á árinu 1972 hefði verið samþykkt lagaheimild fyrir útboði happdrættisláns fyrir alltað 250 miljónum og voru gefin út bréf fyrir 100 miljónir strax i fyrra og nú þessi fyrir 130 miljónin, Verið er að bæta við á þingi heimild fyrir80miljónum til viðbótar, svo samtals mun happdrættislánið nema 330miljónum, og bjóst hann við, að siðustu 100 miljónirnar yrðu boðnar út siðari hluta sumars eða i haust. Jafnframt kom fram hjá hon- um og Sigurði vegamálastjóra, að i upphaflegu kostnaðaráætluninni var reiknað með að framkvæmd- irnar i heild myndu kosta 500 miljónir, en siðan hafa almennar verðhækkanir og tvær gengisfell- ingar hækkað þá tölu i uppundir 700 miljónir. Var i fyrra unnið fyrir um 130 miljónir, á þessu ári er reiknað með að nota saman- lagt um 390 miljónir og um 180 miljónir árið 1974. Vetrarvinnan borgar sig. Sigurður Jóhannsson vega- málastjóri og Helgi Hallgrimsson deildarverkfræðingur skýrðu frá framkvæmdum og kom fram hjá þeim, að framkvæmdir hafa gengið betur en áætlað var i fyrstu og er það fyrst og fremst vegn'a þess, hve mikið hefur verið unnið að vetrarlagi og hefur reynslan sýnt, að það er mun hag- kvæmara að vinna við brúargerð yfir vetrartimann en að sumar- lagi vegna vatnsins. Hafa brýrnar verið byggðar á þurru og þá er jafnframt mun auðveldara og ódýrara að koma við stórvirkum, þungum tækjum en yfir sumartimann, þegar vatnið flæðir yfir. Þeirgátu þess, að reynt væri að geraallteins einfaltog staðlað og hægt væri og þessvegna ma. hefði -náðst meiri hraði við stöplagerð og brúarsmiði en vanalega. Fyrsta ár framkvæmdanna, 1972, var vegurinn frá Kirkju- bæjarklaustri að Lómagnúpi að langmestu leyti byggður upp að nýju eða styrktur og endur- byggður. Alls voru lagðir 23 km. af nýjum vegi, en 7 km voru endurbyggðir. A þessum kafla voru byggðar 6 brýr, þe. yfir Breiðbalakvisl, Þverárvötn, Landál^Brunná, Krossá, og Aurá, svo og brúarstólpar á Súlu. Hafin var gerð vatnagarða vestan brúarinnar yfir Súlu, sem eiga að veita Núpsvötnum i farveg Súlu. Auk þess voru byggðar bráða- birgðabrýr á Núpsvötn og Súlu og unnið að undirbúningsfram- kvæmdum við Gigju eða Sand- gigjukvisl. Þá var einnig byggður um 7 km langur vegur austan Skeiðarár. Fært alla leiðina næsta sumar Á þessu ári hófust fram- kvæmdir i janúarlok og er nú langt komin smiði brúa á Súlu, 420 m á lengd, og Gigju, 380 m á lengd, og bygging 6 km langra varnargarða við brýrnar. Samkvæmt áætlun verða þessar brýr teknar i notkun fyrri hluta sumars. 1 sumar verður svo unnið að vegagerð yfir sandinn að Skeiðará, um 25 km spotta, svo og að brú á Sæluhúsavatn og verður akfært að Skeiðará siðari hluta sumars. 1 haust á siðan að geta hafizt Framhald á bls. 15. Á biaöamannafundi Seðlabankans. Frá vinstri: Stefán Þórarinsson aöalféhiröir Seöiabankans, Svan- björn Frimannsson seöiabankastjóri, Siguröur Jóhannsson vegamáiastjóri, Björn Matthfasson hag- fræöingur, Heigi Haligrimsson deildarverkfræöingur, Heigi Hallgrimsson, deildarverkfræöingur, og Sveinbjörn Hafliöason lögfræöingur. (Ljósm. A.K.) Brúargerö yfir Súlu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.