Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 16
wúÐV/um Laugardagur 7. aprfl 1973. Almennar upplýsingar urp læknaþjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Lækna- félags Reykjavikur, simi 18888. Kvöld- nætur- og helgarþjón- usta lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 30. marz til 5. april i L a u g vegsapótek ’ og Holtsapóteki. Slysavarðstofa Borgarspital- ans er opin allan sólarhring- inn. Kvöld-, nætur og helgidaga- vakt á heilsuverru^arstöðinni. Simi 21230. Æðisgengin leit að rœningjum Bonn 6/4. — Lögreglumenn fóru i morgun gráir fyrir járn- um i fylgd sporhunda. að leita tveggja vopnaðra bankaræn- ingja sem klófestu um 35 miljónir króna i bankaútibúi i Mönchengladbach I Vestur- Þýzkalandi i gær. Brynvarðir bilar og þyrlur voru einnig notaðir i eltingaleiknum. Ræningjarnir tóku tvær stúlkur úr hópi starfsfólksins sem gisla og kröfðust einnar miljónar marka i lausnar- gjald, góðs bils og svigrúms til aö komast út úr borginni. Eftir fimm klukkustunda samningaþóf þeystu ræningj- arnir af stað I fráum bil meö gíslana og peningana. Gislun- um var sleppt i morgun. Slepptu ræningjarnir annarri stúlkunni I Köln, en hinni tókst aö sleppa frá þeim þegar bill- inn varð bensinlaus I þorpinu Kircheim-Boladen um 240 km. frá Mönchengladbach. Lög- reglan sendir stöðugt út aö- varanir i útvarpi og öllum landamærum vestur á bóginn hefur verið lokað. Arabaleiðtogi myrtur í París Paris 6/4. — transkur prófessor, sem talinn er hafa verið leiðtogi Baráttusamtak- anna fyrir frelsun Palestinu var myrtur i Paris s.l. nótt. Hann hét Basil Al-Kubaisi, fertugur að aldri, og var prófessor við ameriska há- skólann i Beirut i Libanon. Kubaisi var staddur fyrir utan hótel eitt i Paris, þegar ókunn- ur maður tæmdi úr marg- hleypu sinni i bakið á honum af stuttu færi. Baráttufylkingin sakar leyniþjónustu heimsvalda- sinnaðra rikja og sionista um að hafa skipulagt moröið. Þetta er i þriðja sinn sem leiö- togi i baráttu Araba gegn Israel er myrtur i Paris fyrir framan augu franskra ýfir- valda. Þá saka samtökin frönsk stjórnvöld um að leyfa leyniþjónustu Israels að hafa frjálsar hendur um allar að- gerðir i Frakklandi. Franska lögreglan segist ekki hafa komizt á slóð morðingjans. Var gripinn með jólapakkann London 6/4. — 24 ára gamall Palestinumaður var i gær dæmdur i 18 mánaða fangelsi af dómstóli I London. Hann játaði að hafa borið skamm- byssu og sprengiefni á Heathrow-flugvelli á jóladag. Palestinuarabi þessi mun vera i skæruliðasamtökunum A1 fatah. Þegar hann var handtekinn, var hann á leið til Stokkhólms með tösku sem i var skammbyssa, skotfæri og sprengiefni. 1 Stokkhólmi átti hann aö afhenda töskuna ein- hverjum aðila, sem ætlaði aö nota þetta gegn Israelsmönn- um i Sviþjóð. Arabinn, Abdul Karim Fuheid, neitaði að hann hefði vitað að sprengiefni væri I töskunni. — en þeir leggja til að EBE breyti um stefnu í fiskveiðimálum KAUPMANNAHÖFN. i grein í Information segir Lasse Ellegaard, að það hafi fyrst og fremst verið einhliða útfærsla islenzku fiskveiðilögsögunnar sem fékk dönsku stjómina til að bera fram tillögur hjá Efnahagsbandalaginu um að EBE breyti um stefnu að þvi er varðar fiskveiðar í Norður-Atlanzhafi. 1 greininni segir m.a.: Fyrir skömmu kom K.B. Andersen utanrikisráöherra frá utanrikisráðherrafundi Noraér- landa i Osló og gat meö ánægðri röddu sagt frá þvi, að islenzka stjórnin væri ekki lengur óánægð meö þá þögn, sem aðrar stjórnir Norðurlanda hafa brugðið fyrir sig I fiskveiðideilu Islands viö Bretland og Vestur-Þýzkaland. Um sama leyti hélt Ivar Nörgaard markaðsmálaráðherra til Brilssel meö danska tillögu um aö endurskoöa verði skipan fisk- veiðimála I Atlanzhafi norðan- verðu með það fyrir augum að tryggja sérstöðu þess fólks, sem á afkomu sina beinlinis undir fiskveiðum. Það er merkilegt, segir blaðið, að Islendingar eru ekki nefndir meðal þessa fólks — talað er um Norðmenn, Færeyinga, Græn- lendinga og ibúa Orkneyja og Hjaltlands. En þaö er enginn vafi á þvi að einhliöa útfærsla islend- inga á fiskveiðilögsögunni hefur ýtt rækiiega viö þessari þróun. Sagt er aö hinu danska frum- kvæði hafi verið vel tekið i BrClssel. Var hinni dönsku tillögu visað til nefndar, þar sem hún verður unnin með tilliti til tillögu sem EBE mun leggja fram á hafréttarráðstefnu SÞ i haust. 1 þessu samhengi tala norrænir u t a n r I k i s r á ð h e r r a r um „skilning” i garð Islendinga i landhelgismálinu. Er ekki að furða þótt Islendingar séu ekki eins óánægðir eftir fundinn i Osló og þeir áður voru, er bæði Dan- mörk, Noregur og Sviþjóð fóru eins og köttur kringum heitan graut að landhelgisdeilunni. Það er að visu enn gert nú —- en danska stjórnin hefur neyðzt til að taka afstöðu til vandamála á Norður-Atlanzhafi vegna þess, að bæði útfærsla Islendinga og stór- felldar veiðar Breta, og Vestur- þjóðverja koma við danska hags- muni. Landsráð Grænlands hefur t.d. samþykkt að beita sér fyrir 50 milna landhelgi, og landstjórn Færeyja hefur tilkynnt, að hún geti ekki mælt með þvi, aö lands- menn greiöi atkvæöi inngöngu i EBE i væntanlegri þjóöarat- kvæðagreiöslu nema að banda- lagið breyti um stefnu i fiskveiði- málum. Ef að Færeyjar eru meðlimir London 6/4. — Brezkir og hol- lenzki.c strandgæzlumenn hafa verið beðnir að svipast um eftir 204 tunnum af eiturefni, en þeim skolaði fyrir borð af brezku flutn- ingaskipi i Norðursjó fyrr I vik- unni. EBE geta þær ekki ákveðið sjálfar stefnu sina i fiskveiðimál- um, heldur verða að fara eftir þvi sem þeir i BrQssel segja. Og þess eru fáir fúsir i Færeyjum. 1 greinargerö Ivars Nörgaards er gert ráð fyrir ýmsum sérrétt- indum ibúa strandhéraða við Norður-Atlanzhaf til fiskveiða (t.d. til aö Grænlendingar hafi „forgangsrétt” til að veiöa út að 50 milum hjá sér). Auk þess að fiskveiðiþjófar utan Norður - Atlanzhafs dragi úr aflamagni um skeið, og fái viðkomandi hafnarbæir stuðning til að mæta þeim breytingum. Þetta nær fyrst og fremst til Breta og Vestur - Þjóðverja. Þetta eru þær ástæður sem liggja að baki till.gerð Dana hjá EBE, segir Ellegaard að lokum. Hann telur vist, að EBE breyti að einhverju leyti fiskveiðipólitik sinni, en óliklegt að komið verði nema að nokkru leyti til móts við óskir og hagsmuni fiskimanna á þessum slóöum. t þessu tjaldi voru samningarnir undirritaöir Hersetunni lauk með útreiðartúr Wounded Knee 6/4. — Tekizt hafa samningar milli bandariskra stjórnvalda og Indján- Kennedyhöföa 6/4. — Geimfarinu „Pioner 11” var i nótt skotiö á loft frá Kcnnedyhöföa áieiöis til reikistjörnunnar Júpfters, en sú ferö tekur 20 mánuöi. Geimfarið er 358 kg. að þyngd, og var þvi skotið á loft með Atlas- Centaur-eldflaugtil þess að koma þvi út úr aðdráttarsviði jarðar. Leiðin, sem geimfarið fer næstu 20 mánuðina, er 998 miljón kiló- metrar. Pioner II er annað geimfarið sem leggur af stað til Júpiters. Pioner 10 var skotið af stað fyrir I hverri tunnu eru um 200 litrar af efninu paraquat, sem er ban- eitrað að sögn talsmanns brezka verzlunar- og iönaöarráðuneytis- ins. Paraquat er einkum notað til að eyða illgresi. anna, sem I rúmar fimm vikur hafa haft þorpið Wounded Knee i Suður- Dakota á valdi sinu. 13 mánuöum og er hann nú kom- inn 677 miljón kilómetra frá jörðu. Til þess að skýra þá fjar- lægð betur má geta þess að radíó- merki frá geimfarinu er 74 minút- ur á leiðinni til jarðar. Fyrsti hlutigeimferðar Pioners 11. gekk að óskum. Geimfar þetta, sem kostaði um 4,5 miljarða króna, á að rannsaka plánetuna Júpiter með ýmsum rannsónartækjum og myndavél- um um leið og það fer framhjá plánetunni. Hugsanlegt er að geimfarið fari siðar einnig fram hjá Satúrnusi. Pioner lO.mun fljúga fram hjá Júpiter hinn 3. desember n.k. i um 140.000 km. fjarlægð. Pioner 11. verður hins vegar á þeim slóð- um hinn 5. desember á næsta ári. Hlutverk hans verður að afla þeirra upplýsinga sem fyrirrenn- ara hans tókst ekki. Samkomulagið var undirritað af fulltrúa dómsmálaráðuneytis- ins og fulltrúum Indjánanna. At- höfnin fór fram i stóru tjaldi, sem verið hefur stjórnaraðsetur Indjánánna allt frá þvi þeir tóku þorpið herskildi hinn 27. febrúar s.l. Fulltr. rikisstjórnarinnar var Kent Frizzell aðstoðardómsmála- ráðherra. Að lokinni undirskrift- inni lánuðu Indjánar honum hest og var farið i útreiðartúr um ná- grennið. Þegar stigið var af baki bauð ráðherran Indjánahöföingj- um i flugferð i þyrlu ráðuneytis- ins. I Samkvæmt samkomulaginu [halda deiluaðilar. fund i Hvita. húsinu i Washington á laugardag, og verður þa ákipuð nefnd til að fjalla um aðgerðir Indjánanna i Wounded Knee og aðgerðir þeirra þar. A nefndin að fjalla um sakar- giftir stjórnvalda á hendur Indjánum og um kröfur Indjána. Indjánarnir verða að skilavopn- um sinum og 30 þeirra verða handteknir. Þar að auki verða 30 menn handteknir annars staöar i landinu vegna þessa máls. Híttumst í kaupféíaginu Pioner 11. Áleiðis til Júpiters Þorskastríðið kom Dönum af stað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.