Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. apríl 1973 Af prestskosningum Ég er bókstaflega að drepast úr forvitni. Mig langar svo ósegjanlega mikið til að fá að vita, hvort prestsfrúin gengur í sokkum eða sokkabux- um. Þetta merkilega mál eraðvísu komiðtil kasta Guðfræðideildar Háskóla fslands, en í blaðagrein, sem ég rakst á um daginn,kom það i Ijós, að nú er svo komið að starfsaðferðirnar við prestskosningar virðast farnar að ganga fram af guðfræðistúdentum við þessa menntastofnun. „Hingað og ekki lengra,” sögðu prests- efnin, „nú er mælirinn fullur". Þeirri furðusögu hafði sem sagt verið komið á kreik að ein af prestfrúnum, sem átti mann sinn í framboði, gengi aldrei í sokkabux- um, heldur í sokkum. Haldið þið að það sé, maður! Þar sem ekki þykir leika nokkur vafi á því, að atriði eins og þetta með sokkabuxur, eða öllu heldur sokka maddömmunnar, geti haft afgerandi áhrif á úrslit prestskosninga í landinu, vilja nú guð- fræðinemar hætta að kjósa eftir gamla laginu en taka upp nýjar aðferðir, sem ég hef nú ekki haft tíma til að kynna mér til hlítar. Persónulega vil ég ekki láta leggja prests- kosningar með gamla laginu niður. Mér finnst alltaf einhver notaleg stemmning yfir fyrir- brigðinu, hvort sem tveir eða fleiri guðsmenn bítast um brauðið. Leik- reglurnar eru eitthvað svo sérstæðar, að ekki sé nú talað um, ef „gott brauð" er í veði. Það kann að vera, að gömlu boðorðin gleymist stundum í hita leiksins, þegar orrahríð prests- kosninga stendur sem hæst og fyrsta og síðasta boðorðið virðist vera að ófrægja frambjóðendur á báða bóga, og það svo hressilega að þeir eigi sér helzt ekki viðreisnar von, hvorki í þessu lífi né heldur því næsta. Ef sannur væri helmingurinn af því sem sagt hefur verið í mín eyru um vissa klerka, af stuðningsmönnum og konum annarra klerka, væru í klerkastétt slík úrþvætti að óhætt væri að reikna með því að öll heila hersingin færi boð- leið beint til Helvítis ásamt hyski sínu, þegar það loksins geispaði golunni. Ég segi nú bara: Guði sé lof að maður veit betur. Það voru einmitt prestskosningar í minni sókn á dögunum, og það verð ég að segja að ég hélt um tíma að himinn og jörð væru að farast. Ef minnsta mark hefði verið takandi á ummæl- urn sumra þeirra, sem fundu sig til knúða að veita manni óumbeðnar upplýsingar, þá fór ekki milli mála, að þarna leiddu saman hesta sína tvö fúlustu illmenni, sem sögur fara af. Sem betur fer þekki ég til beggja mannanna og veit að þeir eru báðir valinkunnir heiðurs- menn, þótt þeir séu nú einu sinni prestar. Sannleikurinn er sá, að það er f yrir hreint slys að ég er í Þjóðkirkjunni: hef raunar, eins og sá ágæti maður Helgi Hóseasson, harla lítinn áhuga á þeim himna- feðgum og þjónustuliði þeirra, en það fer ekki hjá því að manni blöskri þegar maður verður vitni að því að and- skotinn sé látinn leika lausum hala hvað eftir annað í prestskosningum hérlendis. Mér er nær að halda að illmælgi, rógur og níð eigi drjúgan þátt í úrslit- um flestra prests- kosninga hérlendis og er ekki fráleitt að láta sér detta í hug að hans hátign Kölski stjórni hér ferðinni eins og svo oft áður. Það út af fyrir sig ætti að geta verið verðugt umhugsunarefni fyrir geistlegheitin í landinu. Voru þeirekki kallaðir skólaspekingar, sem sátu á miðöldum ár eftir ár á kirkjuþingum og deildu um það meðal annars, hvað margir englar gætu dansað á einum nálaroddi og annað í svipuðum dúr? Ekki man ég betur. Nú finnst mér að rétt væri að hefja umfangs- miklar rannsóknir og umræður við Guðfræði- deild Háskóla íslands um það, hvort æskilegra sé að prestsfrúr gangi í sokkum eða sokkabux- um. Mætti síðan taka þetta merkilega mál upp á prestastefnunni og reyna að komast endan- lega til botns í því eða svo notuð séu orð skáldsins: „Menn hafa verið að hugsum hvort hún hafi verið í buxum" Sjálfsagt er að leggja síðan þennan þátt klæðaburðar prests- frúnna í landinu til grundvallar í prests- kosningum, að af- staðinni athugun, sem valinkunnir sér- fræðingar inntu af hendi, og þyrftu þá sóknarbörnin væntan- lega ekki að efast um það, hvar setja ætti krossinn, þegar kosið er. Þegar öll kurl koma til grafar,hve djúpur sann- leikur er þá ekki fólginn í þessum tveim versum úr sálminum góða, sem sálmaskáldið ástsæla reit með fjöðurstaf við grútatýru endur fyrir löngu: Mikil er mæða í heimi, mannvonzkan alls staðar, illmælgin er á sveimi enda prestskosningar. Klerkar með kapp í huga kosningu vilja ná, eitt mun þá ekki duga „amen halelújá" Flosi Opið bréf til Ólafs Jónssonar fulltrúa Alþýðubandalagsins í Húsnœðismálastjórn: Allt ber þetta að sama brunni Heill og sæll.ölafur — 1 ágætu viðtali er Þjóðviljinn birtir i marz svarar þú spurning- unni hvort ekki sé dýrara að byggja úti á landi á þessa leið: ,,Allt innflutt byggingarefni er dýrara úti á landi, en á móti þvi kemur aö gjöld fyrir lóðir og þjónustu bæjarfélaganna eru þar lægri. Ég hef oft undrazt, að i öllum umræðum um byggða- Gjaldeyris- samvinna EBE LÚXEMBORG — Settur hefur verið á laggirnar gjaldeyrissam- vinnusjóöur Efnahagsbanda- lagsins, og er byrjunarfjármagn hans 1,4 miljarðar dollara. Gegnir hann þvi hlutverki að styðja gjaldeyrisgengi hjá aðildarrikjunum, og verður hann þvi eins konar seðlabanki EBE. Lita ýmsir á sjóðinn sem fyrsta skrefiö i þá átt aö EBE-löndin taki upp sameiginlegan gjald- miöil. stefnu og jafnvægi í byggð landsins skuli aldrei hafa verið lagt til aö lána hærri lán til íbúða úti um land þar sem fólk vantar (til ?) vinnu við útflutningsat- vinnuvegi þjóðarinnar. Þvert á móti hefur rikisvaldið lagt fram stórfé til þess að leysa húsnæðis- vandræöi Reykjavíkurborgar. Það hefur verið gert með stór- lánum til þessað útrýma heilsu- spillandi húsnæði og með samn- ingum um Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar, sem eingöngu byggir i Reykjavik.” Það er undravert hafir þú aldrei heyrt óánægjuraddir af landsbyggðinni, vegna þess hve henni og Reykjavik var mis- munað með þeim samningum er þú nefnir. Voru þeir ekki gerðir til lausnar vinnudeilu? ,,------skuli aldrei hafa verið lagt til” segir þú. Hverjir eiga að leggja til svo eftir sé tekið? Heldur þú að einhver alþingis- manna mundi þora að leggja til svoddan nokkuð? Gæti verið Björn Pálsson? 6g held varla. Þeir mundu sko ekki leggja til að svifta Reykvikinga Breiðholts- kjörunum en afhenda lands- byggðinni. Og slikt frumvarp frá rikisstjórn fengi áreiðanlega ekki bliðari móttökur frá stuðnings- mönnum á þingi en sum hver sem að undanförn hafa veriö kæfð i fæðingu. Enda voru þau Adda Bára og borgarstjórinn sammála um það i sjónvarpsþætti um daginn að langt væri i það að húsnæöisþörf Reykvikinga væri fullnægt, er þau voru að tala til kjósenda i borginni. Enginn vafi er á að þau sögðu satt. I tillögum að greinargerö um verkefnaskiptingu rikis og sveitarfélaga, er Samb. isl. sveitarfélaga gaf út fyrir ÞREMUR ARUM, er á bls. 20 getið um reglugerð nr. 78/1967 um ibúðaby^gingar rikisins og Reykjavikurborgar (Breiðholts- áætlunin). Þar segir m.a. „Ýmis sveitarfélög munu hafa óskað eftir samvinnu við rikiö um bygg- ingu núsnæðis á grundvelli þessa lagaákvæðis og er það eflaust vegna hinna sérstöku lánafyrir- greiðslu, ”------. Slik kjör til sveitarfélaganna voru itrekuö meö samþykkt aðal- fundar Samb. sveitarfélaga i Austurlandskjördæmi s.l. haust. Slfk kjör til sveitarfélaganna voru itrekuð með samþykkt aðal- fundar Samb. sveitarfélaga i Austurlandskjördæmi s.l. haust. Nei, Ólafur, það vantar ekki, þetta hefur oftsinnis veriö „lagt til”, en aðeins af þeim sem eru mátulega langt i burtu til að geta haft teljandi áhrif á löggjafann. Seint i nóvember var Húsnæðis- málastjórn svo vinsamleg að bjóða nokkrum bæjar- og sveitar- stjórum, sem þá voru staddir i Reykjavik, til hádegisveröar og notaði tækifærið til að skýra fyrir þeim starfsemi stofnunarinnar. Um leið og ég, undir lokin, þakkaði fyrir hið ágæta boð, leyfði ég mér að skýra frá þvi hvernig skipzt höfðu lánveit- ingar til ibúðabygginga frá Byggingasjóöi rikisins og Stofn- lánadeild landbúnaðarins árið 1971, milli hinna ýmsu kjördæma. Þar kom m.a. fram. að lán pr. ibúa i Reykjavik var kr. 5.150,- en i Vestfjarðarkjördæmi kr. 1.830,- og að Reykjavfk og Reykjanes- kjördæmi meö 59% landsmanna hafði fengið 72% af lánsfénu. Hin kjördæmin meö 41% af lands- lýðnum höföu fengið aðeins 28% heildarlána. Ekki varð séð að neinn viö háborðiö hefði hugmynd um þessi skipti. Þegar á allt er litiö þá finnst mér þiö vita litiö Ólafur minn, — um það sem hér er gert að umtalsefni. En aðrir munu vita betur. A Alþingi munu vera einir 32 þing- menn sem heima eiga á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Þeir munu vera ánægðir. Hinir hafa ekki lýst óánægju sinni, — en við blðum eftir þvi. Vikjum aftur að Vestfjarðar- kjördæmi. Mér er tjáö aö sam- 'kvæmt þingskjali 171/1973 um niðurskurð fjárlaga 1972, séu þau skorin niður um kr. 298.00 pr. ibúa i Reykjaneskjördæmi en hvorki meira né minna en kr. 2.145.00 pr. i Vestfjarðakjördæmi. Segir þetta nokkuð? Kannski ekki. Allt ber þetta að sama brunni, það sjáum viö báöir. Ég legg þann skilning i ummæli þin, er ég nefndi i upphafi bréfs- ins, að þú teljir vænlegt til að við- halda jafnvægi i byggð landsins að veita hærri lán til ibúðabygg- inga út um land. Undir þetta vil ég heilshugar taka. Að sjálfsögðu þarf fleira að koma til. En enginn einn þáttur getur ráðið eins miklu um búsetu, eins og slikt átak i húsnæðismálum. En það er kú- vending sem ekki verður tekin af öðrum en þeim sem stýra. Beztu kveðjur, Jóhann Klausen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.