Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVÍLJINn' Laugardagur 7. aprfl 1973. Undanfarnar vikur hafa veriö gerðar ýmsar tilraunir til að hafa áhrif á Fréttastofu Rikisútvarps (hljóðvarps) vegna hiutdrægni og jafnvel ósannsögli i flutningi erlendra frétta. Þann 24. febrúar sl. birti Þjóðviljinn bréf frá mér sem benti á hlutdrægni og dró i efa sannleiksgildi fréttaheimilda Rikisútvarps; sunnudaginn 4. marz birtist ýtarleg grein eftir Jón Asgeir Sigurðsson i opnu Þjóðviljans sem gerði þessum atriðum frekari skil og benti á, að framsetning þessara frétta striddi oft gegn „Drögum að regl- um um fréttaflutning” þeim, er Fréttastofu er skylt að fylgja. Þrisvar eða fjórum sinnum hef ég rætt við starfsmenn Fréttastofu að gefnu tilefni og bent á að röng heiti hafi verið notuð yfir erlendar rikisstjórnir (sjá hér á eftir). Þann 25. febrúar sl. sendi formaður Vietnamnefndarinnar Útvarpsráði og Fréttastofu Rikis- útvarps bréf, þar sem mælzt var til þess að Rikisútvarp tæki upp rétt heiti yfir rikisstjórnir i Viet Nam. Formaður Vietnam- nefndarinnar hefur siðan tjáð mér að sér hafi borizt svar frá Útvarpsráði sem skýrði frá þvi, að bréfi hans hefði verið visað til fréttastofanna, með þeirri ábendingu, að útvarpsráð telji það eðlilegt, að fréttastofurnar noti þau heiti, sem viðkomandi aðilar kjósa að nota sjálfir. samkvæmt friðarsamningnum eru tvær stjórnir i Suður Viet Nam og tveir herir; og „skæru- liðar”4þegar átt er við stjórnar- heri þjóðfrelsisaflanna i Viet Nam og Kambodsju. 1 viðræðum sem ég átti fyrir skömmu við starfsmann Frétta- stofu færði starfsmaðurinn rök fyrir áframhaldandi notkun rangra heita — i þessu tilfelli heitanna „stjórn Suður Vietnams” og „Suður- Vietnamar” þegar átt var við Saigonstjórn. Rökin voru þessi: 1. Heiti eins og „stjórn Suður- Vietnams” eru notuð „yfirleitt hjá öllum fréttastofum” i þessari merkingu. Þetta er ekki rétt. 2. Notkun þessara heita veldur ekki misskilningi „að minnsta kosti ekki hér á landi” þar sem „þeir sem á annað þorð hlusta á þessar fréttir hafé fylgzt með striðinu frá upphafi”. Er grund- völlur fyrir þessum staðhæfing- um? Hefur honum verið tjáð af hlustendum að þeir misskiiji ekki þessi röngu heiti? Hve margir þeirra vita, að Saigonstjórn er ekki, hvorki i verki né samkvæmt eigin stjórnarskrá, stjórn Suður Viet Nam? Og hvað með þá sem byrjuðu að hlusta á fréttir eftir að Vietnamstriðið hófst? 3. Þessi heiti hafa alltaf verið notuð af Rikisútvarpi, og breyting núna ylli ruglingi. Hér kemur aldargamall misskilningur. sér við að nota þessi heiti i Rikis- útvarpinu, þótt ýmsar frétta- heimildir noti önnur? Nöfn eins og Þjóðfrelsisfylking, Bráða- birgðabyltingarstjórn, Þjóð- fylking, falla vel inn i islenzkt mál og eru réttar þýðingar á nöfnum sem þessir aðilar nota um sig sjálfa. Ljóst er, að sumum starfs- mönnum Fréttastofu finnst óhentugt að nota þessi nöfn. Ef til vill stafar þetta af tregðu við að nota orð sem hafa hlotið pólitiska þýðingu, orð eins og „bylting” og „fylking”. En ekki verður hjá þvi komizt að nota þau nema með þvi að leyna staðreyndum. Hlutdrægni Mörg gróf dæmi hlutdrægni koma fram i fréttum þann 21. marz. Ég mun nú reyna að gera grein fyrir nokkrum þeirra. Ein frétt hljóðar svo: „I frétt- um frá Saigon segir, að Saigon- stjórnin hafi sent tvö þúsund manna herlið til stöðvar (sic) stjórnarhersins um fimmtiu kiló- metra fyrir norðan Saigon, til að hrekja burt skæruliða og Norður- Vietnama, sem sitja um stöðvarnar (sic)”. Orðin „til að hrekja burt” bera tvimælalaust vott um hlutdrægni. „Hrekja” er oftast notað til að lýsa aðgerðum sterkari aðilans gegn óvin sem er i órétti. Sam- svarandi hlutdrægni væri að ráða stórum og þrautreyndum at- vinnuher til slikra aðgerða. Eru ekki skæruliðar notaðir i skæru- hernaði? Enn eitt atriði I þessari frétt hefði mátt benda hlustendum á. Eins og kunnugt er gerir friðar- samningurinn i Paris ráð fyrir þvi, að aðilarnir i Suður Viet Nam haldi kyrru fyrir við gildistöku vopnahlésins; og verður slikt ástand, þe. að Þjóðfrelsisherinn sitji um herstöð Saigon- eða Bandarikjahers, að teljast ein- kennandi fyrir striðið i Viet Nam undanfarin ár. Mér skilst að svo hafi ástandið verið viðsvegar þegar vopnahléð gekk i gildi. Það, að benda ekki á þessar stað- reyndir, gerir fréttina ófullkomna og tviræða, og verður að teljast léleg fréttamennska. Eins er farið með fréttina frá Kambodsju. Þar er haft eftir Nýja Kina, að flugmaðurinn sem gerði árás á forsetahöllina i Phnom Penh hafi lent flugvél sinni á svæði undir stjórn „skæru- liða” (i fréttinni frá Nýja Kina segir reyndar að flugmaðurinn hafi „lent heilu og höldnu i frelsaða landshlutanum”). Svo segir i útvarpsfréttinni: „Stjórnin (les: stjórnin i Phnom Penh) segir að flugmaðurinn sé tengda- sonur Sihanouks fyrrum þjóð- höfðingja”. Vert er að taka fram, að Nýja Kina gerir engar slikar tilgátur Hvernig stendur á þvi að I vest- rænum löndum er einatt sagt frá öllum hernaöaraðgerðum, hvar sem er i Indókina, eins og þær væru á milli herafla Norður - Vietnama annars vegar og Bandarikjamanna hins vegar? Er það etv. of mikil niðurlæging fyrir þungvopnaða striðsvél stór- veldis að viðurkenna getuleysi sitt i viðureign við bændafólk Viet Nam, Kambodsju og Laos? Þurfa þeir að hækka Norður-VIetnama i hernaðartign til að vera sigraðir af jafnoka? Og á öðrum stað i bókinni gerir hann grein fyrir goðsögn þeirri, er Bandarikjastjórn hefur skapað um Norður-Vietnama: Hvilik þjóð! Þeir héldu upp frá Hanoi og hernámu og stjórnuðu öllu Indókina...Þeir voru ósýni- legir, birtust skyndilega á stöðum sem lágu þúsundir kilómetra hver frá öðrum, búnir þunga- vopnum — jafnvel skriðdrekum — sem voru einnig ósýni- legir..Þeir fóru alls staðar — sprengdu jafnvel i loft upp banda- riskar flugvélar á jörðu niðri i Thailandi... Það þarf gifurlega upplýsinga- og áróðursaðstöðu til að skapa goðsögn. Friðarsamningurinn i Paris er sagnfræðileg heimild um hverjir séu hinir raunverulegu striðsaðilar i Suður Viet Nam, og stingur i stúf við heimsmynd þá, er valdhafar i Bandarikjunum Peter Ridgewell: Opið bréf til útvarpsráðs Litil breyting hefur þó orðið i þessum efnum. Mun ég hér gera að umtalsefni fréttir fluttar i hádegis- og kvöldfréttum 21. marz sl„ en þær fjölluðu um liðs- flutning Saigonhers og loftárás á forsetahöll Lon Nol i Kambodsju. 1 þessum fréttum er þrennt sem ég vil benda á. Það er: 1) notkun rangra heita; 2) hlutdrægni; og 3) ósannsögli. Röng heiti 1 grein sinni segir JAS frá leið- beiningum um fréttaflutning hjá Danmarks Radio: rangt er talið „að nefna deiluaðila eða jafnvel aðeins einn deiluaðila með auka- nefnum, þvert á móti er frétta- mönnum danska útvarpsins fyrirlagt að nota þau nöfn, sem aðilarnir nota um sig sjálfa”. Eins og JAS bendir á eiga þessar leiðbeiningar vissulega erindi til islenzka Rikisútvarpsins. Nú verður ekki haldið fram i þessu bréfi að Rikisútvarpið fari að dæmi hægri blaða hér á landi, sem kalla td. frú Thi Binh „utan- rikisráðherra Vietcong” (en samsvarandi ranghermi væri að uppnefna Einar Agústsson „utan- rikisráðherra kommúnista”). Hitt er annað mál, að Rikisút- varpið notar mörg röng eða ónákvæm heiti. Td. hefur rikis- stjórn sú er ræður yfir smáhluta Suður Viet Nam, hefur aðsetur i Saigon, og kallar sig „stjórn Lýð- veidisins Viet Nam”, gjarnan verið kölluð „Suður-Vietnam- stjórn” eða „Suður-Vietnamar”; en Bráðabirgðabyltingarstjórn Lýðveldisins Suður Viet Nam, sem ræður yfir 2/3 hlutum Suður Viet Nam og er eina stjórnin i Vlet Nam sem kennir sig við Suðriö, hefur oftast verið kölluð „skæruliðar”, „þjóðfrelsis- hreyfingarmenn” (þar sem rétt heiti er: Þjóðfrelsisfylking), eða ýmsum furðuheitum eins og td. „bráðabirgðastjórn þjóðfrelsis- manna”. Ekkert af þessum heit- um gefur til kynna að hér sé um ríkisstjórn að ræða, rikisstjórn sem hefur verið viðurkennd af fjöida erlendra rikja sem eina löglega stjórn Suður Viet Nam, og sem Bandarikjastjórn hefur viðurkennt i verki með þvi að undirrita friðarsamninginn i Paris. I fréttum 21. marz kom fram heiti eins og „stjórnarher”, en Ruglingur stafar af rangri not- kun, ekki af leiðréttingu; en við leiðréttingu kemur hann fyrst i ljós. Ég vil nú benda á rétt heiti ýmissa aðila i Indókina, þe. þau nöfn sem aðilarnir nota um sig sjálfa. Nöfnin hljóða svo á islenzku: Stjórn Lýðvcldisins Viet Nam (aðsetur: Saigon. Stytta mætti og segja: Saigonstjórn). Stjórn Alþýðulýöveldisins Viet Nam (aðsetur: Hanoi. Segja mætti: Hanoistjórn.) Bráðabirgðabyltingarstjórn Lýðveldisins Suður Viet Nam (til- laga um styttingu: Bráðabirgða- byltingarstjórnin, BBS.) Þau óliku stjórnmálaöfl sem standa að BBS eru taiin upp i grein Olafs Gislasonar i nýút- komnu hefti Samstöðu; þau mynda ma. breiða fylkingu sem ber heitið Þjóðfrelsisfylkingin eða FNL (frönsk skammstöfun: Front National de la Libération.) Her Þjóðfrelsisfylkingarinnar heitir PLAF, þe: Frelsisher alþýðu, eða Þjóðfrelsisherinn. I Kambodsju er Norodom Sihanouk þjóðhöfðingi (sjá hér á eftir); stjórn hans heitir Hin konunglega einingarstjórn Kambodsju (GRUNK, Gouvernement Royal d’Union Nationale du Cambodge), og hefur aðsetur i Peking og i Kambodsju. Fylking sú er stendur að baki þessari stjórn heitir Ilin þjóðlega samfylking Kampuchea (FUNK, Front Uni National de Kampuchea). Lon Nol kallar stjórn sina „stjórn Khmerlýðveldisins”, en Khmerar eru aðalþjóðflokkurinn i Kambodsju. Það mætti kalla hana „stjórnina i Phnom Penh”. I Laos er fylking sem heitir Neo Lao Haksat, þe: Hin þjóölega ættjarðarfylking Laos, eða Þjóð- fylking Laos, og er Souphanouvong prins forystu- maður hennar. Her Þjóð- fylkingarinnar heitir Pathet Lao, þe: Landið Laos. Þessi her er að stofni og að nafni til sá sami er rak Japani og Frakka úr Laos árið 1945, og var stjórnarher rikisstjórnar þeirra hálfbræðra Souphanouvong og Souvanna Phouma (nú forsætisráðherra bandarikjasinnuðu stjórnarinnar i Vientiane, höfuðborg Laos.) Er nokkur ástæða til að veigra segja,,...til að fara ránshendi um frelsuðu svæðin”. Ef fréttin á að vera hlutlæg, væri td. hægt að segja „til að gera árás á...” þar sem ekki er vitað hvort „skæru- liðar og Norður-Vietnamar” þessir vilja standa I vopnavið- skiptum. Reyndar kemur fram i næstu setningu fréttarinnar („Siðustu fréttir herma að stjórnarherinn (les: Saigon- herinn) hafi ekki mætt and- spyrnu”), að þeir sem „sátu um stöðvarnar” hafi, I anda friðar- samningsins, neitað að mæta Saigonhernum i vopnaviöskiptum og hopað frá staðnum. Seinna i sömu frétt er haft eftir fréttamanni brezka útvarpsins að Saigonstjórnin hafi kvartað „árangurslaust” við alþjóða- gæzlunefndina áður en hún sendi áðurnefnt herlið af stað. Orðið „árangursiaust” gefur greinilega til kynna að kvörtunin hafi verið réttmæt; og ummæli brezka fréttamannsins virka sem sterk réttlæting á þessum liðsflutning- um. Ég vil benda hér á, að undan- farnar vikur hafa suður- vietnamska fréttastofan GPA og Fréttastofan Nýja Kina skýrt frá miklum fjölda kvartana sem fulltrúar Bráðabirgðabyltingar- stjórnarinnar hafa borið fram við alþjóðagæzlunefndina og á fund- um sameiginlegu herstjórna- nefndarinnar um samningsbrot og yfirgang Saigonhers og Saigonstjórnar. Þessar kvartanir hafa margar borið árangur, þeas. um staðfesta frétt hefur verið að ræða. Lítið eða ekkert af þessari hlið málsins hefur komið fram i útvarpsfréttum hér á landi. Enn eitt dæmi vil ég nefna i sambandi við þessa frétt. I fréttinni segir að þeir sem sitji um stöðvarnar séu skæruliðar og Norður-Vietnamar. Eins og kunnugt er, er mikill ágreiningur um tilvist Norður-Vietnama i Suður-Vietnam. I „Drögum að reglum um fréttaflutning” (sjá áðurnefnda grein JÁS) segir svo: „Þegar ástæða er til að ætla, að frétt verði véfengd, skal getið heimildarmanna”. 1 þessari frétt er hvorki getið heimildarmanna né gefið i skyn að hér sé um deilu- mál að ræða. Hér mætti lika benda á hve ósennilegt það sé að „skæruliðar” geri umsátur þegar Þjóðfrelsisfylkingin hefur yfir að um fjölskyldutengsl flug- mannsins, heldur kallar hann „þjóðhollan yfirmann i Phnom Penh hernum”. Þó kemur hlut- drægni einna skýrast i ljós þegar Sihanouk er kallaður „fyrrum þjóðhöfðingi”. Ég efast ekki um að bandariska fréttastofan AP kalli hann svo, en starfsmenn Fréttastofu Rikisútvarpsins ættu að vita að Sihanouk er réttkjörinn þjóðhöfðingi Kambodsju, og að samkvæmt stjórnarskrá Kambodsju frá 9. júni 1960 er valdataka Lon Nol-klikunnar og allar aðgerðir „stjórnar” hennar með öllu ólöglegar, þrátt fyrir þær lögfræðilegar réttlætingar sem Lon Nol-stjórnin kann að hafa skapað sér eftirá. Enda tókst valdatakan ekki betur en svo, að innan tólf mánaða var stjórnar- kerfið i um 70% af landinu i hönd- um stjórnar Sihanouk. (GRUNC). Nú ræður GRUNC yfir 90% af landinu þar sem um 80% lands- manna býr, og það er ljóst að Lon Nol-stjórnin heldur velli eingöngu fyrir tilstyrk Saigonhers og Bandarikjahers, I trássi við 20. grein friðarsamningsins. Með þessum fréttaflutningi skipa starfsmenn Fréttastofu sér i lið með einum aðila gegn öðrum. Það er ekki hlutlægni. ósannsögli I fréttum 21. marz sagði: Bandariska landvarnaráðu- neytið heldur þvi fram, að þrjátiu þúsund manna lið Norður- Vietnama og þrjú hundruð skrið- drekar, sem sást til á Ho Chi Minh stignum fyrir nokkru, sé nú komið til Suður-Vietnams. Norður-Vietnamar mega hafa hundrað og sjötiu manna herlið i Suður-Vietnam samkvæmt vopnahléssamningnum og vildi formælandi ráðuneytisins ekki útiloka, að hluti þessa liðs ætti að koma i stað annarra sem hefðu fallið eða særzt, siðan vopnahléð var gert. Margra grófra dæma hlut- drægni gætir i þessari frétt. En ég vil hér ræða þá ósannsögli, að friðarsamningurinn gefi Norður- Vietnömum leyfi til að hafa 170 000 manna herlið i Suður Viet Nam. I bók sinni My War vith the CIA (Penguin 1973) segir Norodom Sihanouk: leitast við að skapa. Gegn þessari heimild verða þeir að beita lyg- um. Aðurnefnd frétt, hvort sem hún er frá bandarisku frétta- stofunni AP eð’a frá Reuter i gegn um NTB, virðist vera ein af þess- um lygum. Hvergi i friðar- samningnum, né i hinum fjórum hliðarsamningum (prótókólum) um framkvæmd friðarsamnings- ins, er minnzt einu oröi á tilvist norður-víetnamskra hermanna i Suður Viet Nam.þvert á móti er ávallt talaö um „suður- vietnömsku aðilana tvo”. Talan 170 000 er mér ráðgáta. Hvernig má þetta viðgangast i Rikisút- varpinu? Ef starfsmenn Fréttastofu hafa ekki kynnt sér friðarsamninginn, er það vanræksla. Ég vil ekki halda þvi fram, að starfsmenn Fréttastofu birti ósannindi af ásettu ráði, en hinu er ekki að leyna, að með vinnubrögðum sin- um stuðla þeir að útbreiðslu slikra „goðsagna”. Ég hef talað um þrjá megin- galla I fréttaflutningi Rikisút- varpsins þann 21. marz sl. En fréttaflutningur á þessum degi var að engu leyti sérstæður. Siðan hafa daglega komið fram fréttir af þessu tagi i útvarpinu. Sem dæmi vil ég nefna að 26. marz var sögð frétt um deilu milli Banda- rikjamanna og Norður-Vietnama um túlkun friðarsamningsins. Bandarikjastjörn var sögð halda þvi fram að ummæli samningsins um fangaskipti næðu til Laos, en Hanoistjórn þvi gagnstæða. Nú er friðarsamningurinn lögfræðileg heimild, og túlkun hans engum erfiðleikum bundin. En hér er gerð frétt úr staðhæfingum um innihald samningsins án þess að gera einfaldlega grein fyrir þvi sem samningurinn segir. Þriðji kafli samningsins tekur yfir heimsendingu hertekinna her- manna og erlendra borgara samningsaðilana, i honum er Laos ekki nefnt, enda ekki samningsaðili. Einnig var gerður hliðarsamningur (prótókol) um heimsendingu hertekinna manna, sem i eru fjórtán greinar: i hon- um er Laos ekki nefnt. Laos er ekki nefnt i samningnum nema þar sem segir að erlend riki skuli Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.