Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.04.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. april 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Ekki í Haag — segja trésmiðir ^ Aðalfundur Trésmiða- félags Reykjavikur var haldinn 5. april s.l. og gerði hann þá samþykkt um landhelgismálið, sem hér birtist. Þjóð- viljinn mun einhvern næstu daga skýra að öðru leyti frá störfum aðalfundar Trésmiðafé- lagsins. Hraðskákkeppni unglinga í Breiðholti I dag kl. 1 hefst hraðskákmót i anddyri Breiðholtsskóla fyrir unglinga á aldrinum 10—16 ára. Þar með lýkur vetrarstarfi Tafl- félags Reykjavikur i samvinnu við Æskulýðsráð i Breiðholti. Veitt verða 20 verðlaun, sem timaritið Skák gefur, en það eru áskriftir að blaðinu, skákbækur o.fl. ,,Aðalfundur Trésmiðafélags Reykjavikur, haldinn 5. april, 1973, itrekar fyrri yfirlýsingar fé- lagsins um fullan stuðning við 50 milna fiskveiðilandhelgi. Fundurinn fagnar þeirri af- stöðu að forsendur fyrir frekari viðræðum við Breta sé að þeir viðurkenni 50 mflna mörk fisk- veiðilandhelginnar og að togarar þeirra fari út fyrir þau mörk. Þá litur fundurinn svo á að framkomnar hugmyndir um munnlegan málflutning i Haag séu frávik frá áður, skýrt mark- aðri, stefnu og gæti orðið skaðlegt málstað okkar Islendinga”. Erindið var flutt Við birtum i gær útvarpserindi um dag og veg eftir Hlöðver Sigurðsson, skólastjóra á Siglu- firði. 1 fyrirsögn nefndum við það „óflutt” erindi. en þessi nafngift var röng, sem leiðréttist hér með. Erindið var flutt fyrir um það bil tveim vikum i útvarpi. Við tökum fram að fyrirsögnin var ekki Hlöðvers, en byggðist á misskiln- ingi okkar. Við biðjum Rikisútvarpið og Hlöðver afsökunar á þessari óréttmætu fyrirsögn. Spjallað við Benedikt Gunnarsson, listmálara um afstöðu til eigin verka, manninn og máttarvöldin Benedikt Gunnarsson list- málari, heldur um þessar mundir mikla sýningu i kjall- ara Norræna hússins. Þetta er athyglisverð sýning um margt; Benedikt hefur breytt talsvert um stil og efnismeð- ferð. 1 stuttu viðtali við blaðið sagði hann m.a.: — Þetta er ekki stökkbreyt- ing hjá mér, heldur þróun. Margar myndirnar lýsa þeim litar. Það var erfitt að koma fyrir mýkt i þeim myndum eins og ég glimi nú við i ýms- um birtumyndunum. — Finnst þér að þú sért laus úr einhverjum læðingi? — Myndformið finnst mér nú miklu frjórra, nú geri ég mér mat úr hverju sem er, og er einmitt að reyna að bæta og forma minn eigin stil, og ef mér tekst það, tel ég merkum Benedikt: Sá sem er hræddur aö breyta til og taka gömul viðfangsefni nýjum tökum hlýtur að staðna... Strfðslok, mynd nr. 46. Þessa mynd vildi Hallmundur láta fylgja með myndlistarþönkum sinum sl. mið- vikudag. Kona fékk gæsahúð og ónot i bakið við að horfa á þessa inynd. NÚ GERI ÉG MÉR MAT ÚR HVERJU SEM ER áhrifum, sem ég hef orðið fyrir af eldsumbrotum, bæði er Surtseyjargosið var, og svo núna þegar byrjaði að gjósa á Heimaey. Benedikt bendir á griðar- stóra mynd, Eldsumbrot (nr. 1), og segir: — Þarna er endapunktur á vissu skeiði, nýrri myndirnar eru bjartari og bygging þeirra með öðrum hætti. Mér finnst sjálfum þær hafa súrreal- istiskt yfirbragð, en eru þó náttúrulýrik. — Nú varstu harður abstraktmaður. * — Já, ég var grimmur abstraktmaður; hugsaði fyrst og fremst um formið og þá kannski stundum á kostnað áfanga náð — þá sjái fólk mitt eigið andlit. Ég hef ekki haldið einkasýn- ingu siðan 1968, hef ekki trú á mönnum sem alltaf eru að sýna. Aftur á móti hef ég tekið þátt i nokkrum samsýningum erlendis undanfarin ár. Stöðnun er dauði fyrir lista- mann, sá sem er hræddur að breyta til og taka gömul við- fangsefni nýjum tökum hlýtur að staðna. Þetta er hluti af þroskaleitinni, og hitt er ekkert nema sjálfselska að halda að einhver ákveðinn einn still sé fullkomnunin. — Hvernig vinnurðu myndir þinar? — Ég geri mjög mikið af uppdráttum, geri mikið af lit og myndskipunartilraunum og reyni að gera mér sem bezta grein fyrir hvað ákveðið form og litaspil þolir stóran mynd- flöt. — Hefurðu ekki gaman af að ihuga viðbrögð fólks á sýn- ingunni? — Jú vissulega. Sumir eru mjög hissa á að ég geti gert mannamyndir, sem sagt hefð- bundnar myndir. Að undanförnu hefur þáttur mannsins i styrjöldum sótt á mig, ég sýni hér nokkrar myndir sem heita Striðslok. Mér finnst sjálfum vænt um þessa stóru mynd (nr. 38). Þarna liggur maður, iifvana, sundurtækkur á blóði drifnum dúk, en fyrir ofan eru laser- eða röntgentæki. Mér linnst þessi útfærsla vera persónu- legt verk, en ekki eftiröpun. Það er talað um pólitisk verk, og sumum finnst verk ekki vera pólilisk nema að boðskapurinn sé hrár og harð- ur. Ég hef séð mikið af ó- merkilegum hlutum, sem hefur verið prisað sem pólitisk list. Min pólitik er sú, i þessum dramatisku myndum, að fá manninn til að horfa á sjálfan sig og sin örlög, sýna fram á hvað allt er fallvalt i þessum heimi. Þarna er til dæmis mynd af strönduðu skipi, mál- uð mest i brúnum og kaldblá- um lilum. Ég geri ráð fyrir að ég glimi við þetta siðar á stærra fleti. Scheving, þessi stórkostlegi listamaður, sem oftast málaði sjó og sjómenn, undirstrikaði i myndum sinum hetjur hafs- ins, en ólánið sjárvarháskinn, kom aldrei fyrir i myndum hans. Ég hef áhuga á að túlka ólánið, dramatikina, náttúru- hamfarirnar og manninn i þessum hildarleik. Mér nægir ekki að mála mann sitjandi i vellystingum i stól, ég vil túlka eitthvað með manni, eða andliti, þessvegna eru hér myndir eins og slökkviliðs- maður, læknir á næturvakt, logsuðumaður, húsvörðurinn og svo framvegis. — Hér er mynd af deyjandi manni. Ertu ekki hissa á að hún skuli ekki vera seld? — Jú, en fólk vill ekki láta minna sig á dauðann, það þorir ekki að horfast i augú við dauða og ógn. Það sagði ein kona hér, að hún hefði fengið gæsahúð og ónot i bakið af að horfa á eina myndina af dauð- um sundurtættum striðs- manni. Það gladdi mig. sj- Vegir ruddir um allt land Miklar annir voru hjá vegagerö ríkisins í gær við snjóruðning vega víðast hvar á landinu einkum þó fyrirnorðan og austan, eft- ir hretið sem gerði þar á miðvikudag og fimmtu- dag. 1 gær var verið að ryðja vegi á Snæfellsnesi, þó er Kerlingar- skarð ófært og verður ekki rutt strax. En Fróðárheiði er fær til Ólafsvikur og þaðan i Grundar- fjörð. Um Heydal er fært um Álftarfjörð til Sfykkishólms. Þá er fært inn i Dali, en Bratta- brekka er ófær. Verið var að moka Svinadal i gær og verður þá fært stórum bilum i Reykhólasveit. Holtavörðuheiði var verið að ryðja i gær, eins vegi i Húna- vatnssýslu og Skagafirði, og vonazt var til að leiðin til Akur- eyrar yrði fær undir kvöld i gær. Þá var i gær unnið að þvi að ryðja veginn til Siglufjarðar, en á hon- um er mjög mikill snjór, einkum þó Siglufjarðarmeginn við Strákagöng. Eins var verið að ryðja veginn frá Akureyri til Dalvikur, en ófært er til Ólafsfjarðar. Þung- fært er á vegum fyrir austan Akureyri, og á N-Austurlandi eru flestir vegir lokaðir og ekki var byrjað að ryðja þá i gær, enda veðriö ekki gengið niður þar um slóðir. A Fljótsdalshéraði var vonzku- veður fram á dag i gær og allir vegir illfærir eða ófærir. En i gær siðdegis var hafizt handa um að ryðja þá. Hér sunnanlands eru flestir vegir sæmilega færir, nema hvað þungfært er um uppsveitir Árnes- sýslu. Meðal annars er fært allt austur að Kirkjubæjarklaustri, og vegir i Borgarfirði eru sæmilega færir nema i uppsveitunum; þar er þungfært. S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.