Þjóðviljinn - 10.04.1973, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 10.04.1973, Qupperneq 1
(RO OWÐVIUINN Þriðiudagur 10. april 1973 — 38. árg. — 85. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Frumvarp fiskveiðilaganefndar lagt fyrir alþingi UM VEIÐIHEIMILDIR í NÝJU LANDHELGINNI í gær var lagt fram á alþingi frumvarp til laga um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fisk- veiðilandhelginni. Þetta frumvarp er flutt af fisk- veiðilaganefnd, fimm manna, einum úr hverjum þingflokki og er samstaða um málið. Formaður fiskveiðilaga- nefndar er Gils Guðmunds- son. Þar sem ætla má að þetta frumvarp snerti alla þjóðina náið, þó sérstak- lega sjómenn og útgerðar- menn, birtir Þjóðviljinn frumvarpið ásamt greinar- gerð í heild í sérstökum blaðauka. * Frumvarpið ásamt greinargerð er birt i heild i sérstökum blaðauka - á 4 siðum - i blaðinu i dag. Svona lítur þá heim- urinn út Þessi litli lambhrútur fæddist fyrir viku og i gær leit hann heiminn utan kindakof- ans fyrst augum og viö notuö- um tækifæriö og smelltum af þessari mynd. Hann er eign Sigurjóns Hóseassonar aö Melstaö I Kópavogi. Sigurjón hefur ekki sett móöurina og lambiö út fyrr vegna kulda og bleytu. Könnun Húsnœðismálastofnunarinnar: Þegar fyrir eldgos skorti leiguhúsnæði um allt land Þegar fyrir eldgosið á Heimaey var rikjandi mikill skortur á leigu- húsnæði á öllum þétt- býlustu stöðum á landinu, að þvi er fram kemur i niðurstöðum könnunar, sem Húsnæðismálastofnun rikisins gekkst fyrir. Segir í niöuriagi skýrslu Hag- verks sf., sem vann úr sv'órum viö fyrirspurnum Húsnæöismáiá- stofnunarinnar, aö eftir aö 2500 manns hafa orðiö aö yfirgefa heimili sín i Eyjum, sé óséö, hvernig jafnvægi kemst aö nýju á i ibúöarmálum landsmanna, en I greinargerðinni hefur ekki veriö tekið tillit til áhrifa eldgossins. Þaö var í september 1972, sem Húsnæöismálastofnunin sendi út fyrirspurnarbréf til bæjar- og sveitarstjórna allra þéttbylis- staða á landinu til aö kanna leigu- húsnæðisþörfina. Svör bárust frá 46 af 84 sem fyrirspurnarbréf fengu eöa 55% og töldu allir, að skortur væri á leiguhúsnæði. Þótt svaraprósenta virðist lág ber þess að gæta, að á þessum 46 stöðum býr 91% þess mannfjölda, sem í þéttbýli býr? eða 164.481 manns af 181.540. Engar tölur liggja fyrir i niður- stöðum könnunarinnar um leigu- húsnæðisþörfina hjá bæjar- félögum á Reykjavíkursvæðinu, en þau svöruðu þvi öll til, að verið væri að kanna málið, og gætu þvi engar upplýsingar gefið nema að skortur væri á húsnæði á svæðinu. En skorturinn á þessu svæði er gifurlegur, amk. i Reykjavfk sjálfri, eins og bezt kom i ljós við umræöur i borgarstjórn nýlega, þar sem reykviskir húsnæðisleys- ingjar voru taldir jafnvel verr á vegi staddir en heimilislausir Vestmannaeyingar og neyðar- ástand talið rikjandi i húsnæðis- málum. Benti Adda Bára Sigfúsdóttir bfltr. Alþýðubandalagsins i þessu sambandi ma. á skjalfestan húsnæðisvanda 463ja reykviskra fjölskyldna, umsækjenda, sem ekki fengu leiguibúðir borgar- Erh. á bls. 15 Dagsbrún varar við undan- haldi i landhelgis- málinu Á aðalfundi verka- mannafélagsins Dags- brúnar er haldinn var sl. sunnudag, var gerð eftir- farandi ályktun í land- helgismálinu: „Aðalfundur Dagsbrúnar, haldinn 8. april 1973, skorar á alla islenzku þjóðina að standa trúan vörð úm 50 milna fiskveiðiland- helgina. Fundurinn varar við þvi undan- haldi, sem felst i þeim áróðri, að senda eigi málflytjanda til alþjóðadómstólsins i Haag. 1 þvi felst stefnubreyting frá sam- hljóða samþykkt alþingis og rikisstjórnar. íslendingar hafa óskoraðan rétt til sjálfsákvörð- unar um útfærslu fiskveiöiland- helginnar i 50 milur og dóm- stóllinn i Haag getur i engu breytt þeim rétti. Fundurinn skorar á yfirvöld landhelgisgæzlunnar að nýta varðskipin að fullu til að hindra yfirgang Breta og Vestur-Þjóð- verja i islenzkri landhelgi. Fundurinn sendir áhöfnum varðskipanna hlýjar kveðjur og þakkir i vandasömum störfum þeirra.” Verndin í verki 3 kanar teknir fyrir hasssölu á Skaganum Lögreglan á Akranesi hand- tók 3 hermenn úr hernáms- liðinu á Keflavikurflugvelli uppá Akranesi sl. sunnudag fyrir meinta sölu á eitur- lyfjum (hassi ætluðu menn). Höföu „verndararnir” komiö til Akraness sl. laugardag, veriö þar á dansleik um kvöldiö og gistu síöan á hótel- inu. Timann sem þeir dvöldu á Skaganum notuðu þeir svo til aö seija unglingum eiturlyfin. Aöfaranótt mánudagsins sótti lögreglan á Keflavikur- flugvelli hermennina og fór meö þá aftur i hernámsstööina á Miönesheiöi. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.