Þjóðviljinn - 10.04.1973, Side 10

Þjóðviljinn - 10.04.1973, Side 10
1» SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 10. apríl 1973. Allt snerist um 100. mark Einars í leik Armanns og Yíkings Leikur Ármanns og Víkings sl. sunnudags- kvöld varð að algerri leik- leysu undir lokin, þegar allt snerist um það hvort Einari Magnússyni tækist að skora sitt 100. mark í 1. deild í vetur eða ekki. Þetta gekk svo langt undir lokin, að forráða- menn Víkingsgáfu liðinu fyrirskipun um að leyfa Ármenningunum að skjóta óhindrað á Víkingsmarkið til þess að tími gæfist til að hefja eina sókn enn, en þá hafði Einar skorað 8 mörk í leiknum sem þýddi 99 mörk í vetur. Og i siðustu sókninni var dæmt víta- kast á Ármann og úr þvi skoraði Einar sitt 100. mark og innsiglaði sigur Vikings yfir Ármanni 21:19. Einar varð þar með fyrstur til að skora 100 mörk i 1. deild eftir að keppnin færðist í Laugar- dalshöllina og þetta gerði hann i 14 leikjum. Hins- vegar á Ingólfur óskarsson metið 122 mörk í 10 leikjum meðan keppt var i iþróttahúsinu að Hálogalandi, met sem sennilega verður aldrei slegið. bað eina sem þessi leikur haföi uppá að bjóða fyrir þá sem komnir voru i Laugardals- höllina var að sjá Jón Hjaltalin leika með Vikingi og það hvort Einari tækist að skora 100. markið. Leikurinn var lengi vel jafn, en undir lok fyrri hálfleiks náði Vikingur 3ja marka for- skoti 9:6, siðan 10:6og 11:6, en i leikhléi var staðan 11:7. Þessi 3ja til 4ra marka munur hélzt lengst af út siðari hálf leikinn, 16:12, 17:14, 19:15, 20:16, en honum lauk svo með sigri Vikings 21:19. Heldur leiðinlegur leikur á að horfa, enda höfðu liðin ekki að neinu að keppa, nema Vtkingar að 100. marki Einars Magnússonar. Jón Hjaltalin gerði ekkert sérstakt i þessum leik, skoraöi 2 mörk en geröi greinilega sitt til aö Einari mætti takast að skora 100. markiö. Einar virtist aldrei taka á allan ieikinn fyrr en undir lokin, þá var einsog hann hefði loks áhuga á að ná þessu takmarki, allir aörir virtust hafa miklu meiri áhuga fyrir þvi Armanns-liðiö lék hvorki betur né verr en það hefur gert undanfarið. Beztu menn þess voru Ragnar Jónsson, Hörður Kristinsson og Olfert Naaby. Mörk Vikings: Einar 9, Jón Sig. 6, Jón Hj. Sigfús og Magnús 2 mörk hver. Mörk Armanns: Ragnar 6, Björn 4, Vilberg, Þorsteinn, Hörður og Jón 2 mörk hver. Olfert 1 mark. —S.dór. Jóhannes áfram með Yal? Allar likur eru nú á að hinn snjalli knattspy rnumaður Jóhannes Eövaldsson hætti við að fara sem þjálfari og leikmaöur til Neskaupstaðar eins og hann hafði ráðgert, og leikur hann því áfram með Val i sumar. Astæöan fyrir ákvörðun hans að hætta við að fara austur er sú mikla ánægja sem rikir meðal Vals- ntanna með sovézka þjálfarann sem þeir hafa ný- verið fengið. Segjast þeir aldrei hafa kynnzt jafn snjöll- unt þjálfara, og vænta Vals- menn mikils af honum I sumar. bað styrkir Vals-liöið mjög mikið ef Jóhannes, sem er án vafa einn snjallasti knatt- spyrnumaður okkar, leikur með því I suntar. Þá er einnig ljóst að Hörður Hilmarsson kemur suður og leikur mcð Val I sumar, cn hann hefur dvalið á Akureyri I vetur. Róbert Eyjólfsson kem- ur einnig aftur i liðið, en hann hefur verið kennari I vetur austur á fjörðum. Einar Magnússon fyrir ofan allt eins og svo oft I leikjum hans I vetur, en hann snýr frá vörninni (Ljós- mynd Gunnar Steinn) Góður lokasprettur bjargaði Frömurum Þegar þeir sigruðu KR 23:18 Þá er útséð með það, að KR fellur niður með aðeins eitt stig og það eru árog dagar síðan lið hefur fallið með jafn slæma út- komu og þá ekki sízt nú þegar leikirnir í 1. deild eru orðnir 14. Það gekk þó ekki átakalaust fyrir Fram að vinna KR á sunnudaginn. Allan fyrri hálfleik og allt þar til 7-8 mínútur voru eftir af leiknum var hann hníf jafn og leiddu liðin til skiptis. En mjöq qóður endasprettur, einkum hjá Axel Axelssyni, tryggði Fram 5 marka sigur 23:18. Þennan mikla endasprett Fram þoldi KR-liðið ekki og brotnaði algerlega saman. I heild var leikurinn vel leikinn af hvorugu liðinu, og er Ijóst að Framliðið hefur enn ekki komizt yfir KR- skrekkinn sem það hefur haft í mörg ár, svipað og Valur gegn iR. Framan af var leikurinn mjög jafn eins og áður segir. Jafnt Leikur Yals og Fram y erður úr slit aleikurinn r Breiðablik og Armann berjast um fallið Úrslit leikja í 1. deildar- keppni kvenna í fslands- mótinu i handknattleik urðu á þann veg sl. sunnu- dag, að leikur Vals og Fram á sunnudaginn kemur sem er síðasti leik- ur mótsins verður hreinn úrslitaleikur um hvort liðið sigrar í 1. deildar- keppninni í ár. Þá er einnig Ijóst að Breiðablik, sem hefur lokið leikjum sínum og er með 7 stig berst við Ármann, sem einnig er með 7 stig, en á eftir einn leik, um fallið. Valur — UBK 18:13 Eins og markatálan gefur til kynna voru yfirburðir Vals all- miklir i þessum leik, og virðist Vals-liðið nú heldur að ná sér á strik aftur, en það hefur verið i nokkrum öldudal undanfarið. 1 leikhléi var staðan 10:4 Val i vil. bar með hefur Valur hlotið 13 stig og leikur til úrslita við Fram um íslandsmeistara- titilinn. Framhald á bls. 15. var 5:5, en áður hafði KR haft þetta eins til tveggja marka for- skot, 6:6, 7:7, 8:8 9:9, og i leik- hléi var staðan 10:9 KR i vil. Jafnt var enn 10:10, 11:11, 12:12, 13:13 14:14 og 15:15 i siðari hálfleik, og var þá 21 minúta liðin af siöari hálfleik, En þá komst Fram i 17:15 og siðan i 18:16 og uppúr þvi sigldu Framarar fram úr og komust i 23:17 en leiknum lauk með sigri Fram 23:18. Fram, sem á litinn sem engan möguleika á sigri i deildinni aö þessu sinni, en á hinsvegar mikla möguleika á silfurverð- laununum virtist ekki hafa mikinn áhuga fyrir þessum leik. Hinsvegar voru KR-ingar með sprækasta móti. 1 Fram-liðinu bar mest á Andrési Bridde framan af, en undir lokin fór Axel að láta að sér kveða svo um munaði, og þá fór lika munurinn að verða meiri. Ingólfur átti einnig ágætan leik i Fram-liðinu, svo og Jón Sigurðsson markvörður eftir að hann kom inná i siðari hálfleik. Hjá KR voru það þessir sömu menn og borið hafa liöið upp I vetur, þeir Haukur Ottesen og Birnirnir báðir, Pétursson og Blöndal. Mörk Fram: Axel 7, Björgvin 5, Ingólfur 4, Sigurbergur 3, Pétur 2, Arni og Andrés 1 mark hvor. Mörk KR: Björn P. 4, Haukur 3, Bjarni 3, Sigurður Jurgen, Björn B og Bogi 2 mörk hver.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.