Þjóðviljinn - 24.05.1973, Side 1
/
UuÐVIUINN
Fimmtudagur 24. mai 1973 — 38. árg. —118. tbl.
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
k A
Mótmœlum
ofbeldi
Rreta:
FJÖLMENNIÐ Á
ÚTIFUNDINN!
Frá f jölmennum fundi herstöðvaandstœðinga í
Keflavík. — Sjá frétt á 3ju síðu
Sýnum Bretum einhug
okkar og samstöðu-
Fundurinn hefst á
Lœkjartorgi kl.5
Alþýðusambaud islands boðar til útifundar i
Reykjavik kl. 5 i dag. Fundurinn verður haldinn á
Lækjartorgi. Fundarstjóri verður Snorri Jónsson,
forseti Alþýðusambands íslands. Stjórnmálaflokk-
arnir tilnefndu ræðumennina á fundinn, en þeir eru:
Lúðvik Jósepsson, sjávarútvegsráðherra,
Benedikt Gröndal, alþingismaður
Jón Skaftason, alþingismaður
Ólafur Hannibalsson, skrifstofustjóri
Geir Hallgrimsson, alþingismaður.
Fundurinn er haldinn til þess að mótmæla ofbeldi
Breta i islenzku landhelginni. Þjóðviljinn heitir á
almenning allan að f jölmenna á útifundinn og sýna
þannig i mótmælum eindregna samstöðu islenzku
þjóðarinnar við ofbeldisyfirgang Breta.
Kaupið hækkar 1.
júní um rúm 5%
Framfærsluvísitalan hækkarum tæp
10% en fjölskyldubætur um, 38,5%
Kauplagsnefnd hefur
reiknað visitölu fram-
færslukostnaðar i mai-
byrjun 1973 og reyndist
hún vera 201 stig,
(miðað við 100 i janúar
1908) eða 18 stigum
hærri en i febrúarbyrjun
1973. Hækkunin nemur
tæplega 10%.
bá hefur kauplagsnefnd
reiknað kaupgreiðsluvisitölu
fyrir timabilið 1. júni — 31. ágúst
1973 og hækkar kaupgreiðsluvisi-
Asgeir Magnússon
æðsti maður
frímúrara
Eins og kunnugt er var Vil-
hjálmur heitinn Þór lengi æðsti
maður islenzku friinúrararegl-
unnar. Eftirmaður hans varð síð-
an Valdimar Stefánsson, yfir-
sakadómari. Valdimar er nýlát-
inn og i fvrrakvöld var nýr maður
settur inn i embættið háa — Ás-
geir Magnússon, framkvæmda-
stjóri Samvinnutrygginga.
talan úr 124,32 stigum i 130,68 stig
eða um rúmlega 5%. Á timabilinu
1. júni til 31. ágúst n.k. skal greiða
30,68% verðlagsuppbót á grunn-
laun.
Kaupgreiðsluvisitalan verður
3,75 stigum lægri en ella vegna
þess, að rikisstjórnin hefur
ákveðið að stórauka fjölskyldu-
bætur frá 1. mai s.l. að telja og
einnig verða niðurgreiðslur á
vöruverði auknar frá 1. júni.
Fiölskvldubæturnar hækka um
38,5% eða úr kr. 13000 - á ári i kr.
18.000, — á ári með hverju barni.
Af þessum ástæðum einum
lækkar kaupgreiðsluvisitalan um
2,65 stig, enn koma til samkvæmt
ákvörðun rikisstjórnarinnar
auknar niðurgreiðslur, sem valda
lækkun kaupgreiðsluvisitölu um
1,1 stig. Af einstökum liðum
framfærsluvisitölunnar hækkar
mest.
A — iiðurinn, vörur og þjónusta
úr 201 i 225 stig.
B — liðurinn, húsnæði hækkar
úr 149 stigum i 155 stig.
Snorri
I.úðvik
Benedikt
Ólafur
Lepja dauðann úr skel
Þeir lepja dauðann úr skel sagði talsmaður
landhelgisgæzlunnar, þegar við spurðum hann
siðdegis i gær um fréttir af Bretunum.
Veiðin er þetta 10-14 körfur i hali, og hefði
einhvern tíman ekki þótt mikið. Margir skip-
stjór.ar hafa óskað eftir að mega flytja sig
annað og þá helzt norður á bóginn, en herskipin
halda þeim i hnapp, eins og fé i rétt.
Þeireru þetta 15-25 mílur út
af Hvalbak suður eða suö-
austur. 1 gær voru þarna 28
togarar, herskipin 3, birgða-
skip og dráttarbátar. Eitt her-
skipanna, sem hingað kom i
upphafi innrásarinnar hélt
heim i eær, var það Lincoln en
i staðinn kom Jupiter, sem er
af álika stærð. Einnig hélt
dráttarbáturinn Irishman
heim á leið, en Statesman
kemur á laugardag i hans
stað. Eftirlitsskipið Othello og
Miranda eru þarna lika.
Kristján Júliusson, tals-
maður landhelgisgæzlunnar
sagði að á þessum árstima
væri yfirleitt ekki mikið um,
að Islendingar stunduðu
veiðar, þar sem Bretarnir
halda sig nú. Hann benti á, að
við þessar aðstæður gætu
Bretarnir ekki einu sinni notað
fiskleitartækin, en yrðu að
kasta þar sem þeir væru
komnir, þó vonlitið væri um
veiði. Þetta eru aðstæður, sem
sjómenn af hvaöa þjóð sem er,
geta aldrei unað við til lengdar
sagði Kristján.
Við spurðum um þýzku
togarana.
Þeir reyndust ekki hafa
verið undir verndarvæng
brezku herskipanna i gær, en
eru fáir og dreifðir hér og þar.
Þjóðverjarnir hifa nú inn
trollið i skyndi, ef þeir sjá
varðskip nálgast.