Þjóðviljinn - 24.05.1973, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 24.05.1973, Qupperneq 5
Fimmtudagur 24. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar: Herinn er ekki hér til að vernda sjálfstæði og fullveldi Islands heldur af eigingjörnum hagsmunaástœðum annarra Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rikisstjórnar- innar, flutti erindi um Sjálfstæðis- og öryggismál Islands í útvarpi í fyrra- kvöld. Blaðafulltrúinn ræddi fyrst um fullveldi ríkja, um hugtakið sjálf- stæði með hliðsjón af fjöl- þjóðasamtökum, um þau atriði sem helzt móta utan- ríkisstefnu þjóða og ræddi um aðildina að Atlanzhafs- bandalaginu í Ijósi þessara sex atriða. Þá vék Hannes að þeim skilyrðum er fylgdu aðild Islands að Atlanzhafs- bandalaginu á sínum tíma og sagði: Skilyrði Islands fyrir aðild að Atlanzhafsbandalaginu „Me6 tilliti til sjálfstæðismála íslands og fullveldis rikisins er mikilvægt, aö menn gleymi aldrei, aðlslandi var boðið að ger- ast aðili - en hafði ekki frumkvæði um það sjálft. Hitt er þó enn mik- ilvægara að ekki gleymist, að við inngöngu tslands i Atlanzhafs- bandalagið settum við þau skil- yrði fyrir aðild, að það væri viður kennt af Atlanzhafsrikjunum, að island hafi engan her, ætli ekki að stofna her, að erlendur her verði ekki á tsiandi á friðartimum og aldrei nema þvi aðeins að islenzk stjórnvöld teiji það nauðsynlegt og gefi samþykki sitt tii þess. Fyrir hönd bandalagsins gaf De- an Acheson, þáverandi utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, yfirlýs- ingu um að Atlanzhafsrikin gengju að þessum skilyrðum ts- lands fyrir aðild. Skýrði Bjarni Benediktsson, þáverandi utanrik- isráðherra, m.a. frá þessu á Al- þingi 29. marz 1949 og sagði þá, aö utanrikisráðherra Bandarikj- anna hefði gefið eftirfarandi yfir- lýsingu fyrir hönd Atlanzhafsrikj- anna tilstaðfestingará skilyrðum tslands: ,,1) Aö ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsþjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á tslandi og var i siðasta striði og aö þaö mundi algjörlega vera á valdi Is- lands sjálfs, hvenær sú aðstaöa yrði látin i té. 2) Að allir aðrir samningsaðil- ar hefðu fullan skilning á sérstööu tslands. 3) Að viðurkennt væri, að ts- land hefði engan her og ætlaði ekki að stofna her. 4) Að ekki kæmi til mála, að er- lendur her eða herstöðvar yrðu á Islandi á friðartimum”. Þessa frásögn staðfestu þeir efnislega bæði Eysteinn Jónsson og Emil Jónsson, sem fóru til Washington með Bjarna Bene- diktssyni til könnunarviðræðn- anna i sambandi við aðildina að Atlanzhafsbandalaginu. Augljóst Itannes Jónsson, blaðafulltrúi er þvi, að varnarstöðin i Keflavik og aðildin að Atlanzhafsbanda- laginu eru tvö aðskilin mál, enda var, i samræmi. við skilyrði ts- lands og yfirlýsingar talsmanna bandalagsins, enginn her á Is- landi á timabilinu frá þvi við gerðumst aðilar að NATO 4. apbil 1949 og þar til herverndarsamn- ingurinn við Bandarikin var gerö- ur 5. mai 1951. Varnarsamningurinn er skammtímasamningur Rétt er að hafa hugfast, að At- lanzhafssamningurinn var lang- timasamningur. Samkvæmt 13. grein hans var hann óuppsegjan- legur fyrstu 20 árin, en að 20 árum liðnum frá gigildistöku hans get- ur hver aðili sagt honum upp með eins árs fyrirvara. Akvörðunin um aðild að NATO var þvi lang- timaákvörðun, þ.e. skuldbinding um minnst 20 ára aðild, sem ekki hefði verið óeðlilegt að hafa þjóð- aratkvæðagreiðslu um á sinum tima. Varnarsamningurinn við Bandarikin hefur aftur á móti á sér öll einkenni skammtima- samnings, enda var hann beinlin- is gerður vegna þess alvarlega á- stands, sem skapazt hafði i heimsmálunum á árinu 1951, þeg- ar Kóreustyrjöldin var i algleym- ingi. Uppsagnarákvæði varnar- samningsins, eins og þau eru sett fram i 7. gr. hans, eru einnig mjög greinilegur vottur þess, að hér er um skammtimasamning að ræða, en þar segir m.a.: „Hvor rikisstjórn getur, hve- nær sem er, að undanfarinni til- kynningu hinnar rikisstjórnar- innar, farið þess á leit við Norður- Atlanzhafsbandalagið, aö það endurskoði, hvort lengur þurfi á að halda framangreindri aðstöðu, og geri tillögu til beggja rikis- stjórnanna um það, hvort samn- ingur þessi skuldi gilda áfram. Ef slik málaleitun um endurskoðun leiðir ekki til þess, að rikisstjórn- irnar verði ásáttar innan sex mánaða, frá þvi að málaleitunin var borin fram, getur hvor rikis- stjórnin, hvenær sem er eftir það, sagt samningunum upp, og skal hann þá falla úr gildi 12 mánuðum siðar”. Greinilegt er af þessu 12 mán- aða uppsagnarákvæði varnar- samningsins, að undangengnum 6 mánaða viðræðum, að hér er um skammtimasamning að ræða. Hann byggðist á sérstakri fors- endu, Kóreustyrjöldinni.t raun og veru er þessi forsenda samnings- ins löngu brostin, þar sem að Kóreustyrjöldinni er lokið fyrir mörgum árum, og langtum frið- vænlegar horfir nú i Evrópu en gert hefur siðan 1951, m.a. vegna þýðu i kalda striðinu, samkomu- lagsins um Þýzkaland, undirbún- ingsins undir öryggisráðstefnu Evrópu og gjörbreytingu á her- tækni siðan 1951, sem sést bezt á þvi, að á árinu 1968 voru kjarn- orkusprengjur þegar orðnar svo öflugar, að aðeins 50 þeirra þurfti til þess að tortima jörðinni, en þá áttu Sovétrikin um 500 slikar sprengjur og gátu reikningslega sprengt hnöttinn upp 10 sinnum, en Bandarikjamenn áttu þá 1750 slikar kjarnorkusprengjur og gátu þvi reikningslega tortimt jörðinni 35 sinnum. - En sprengju- birgðirnar hafa að sjálfsögðu aukizt siðan 1968. Er herinn hér fyrir íslendinga? Það má að sjálfsögðu um það deila, hvort varnarliðið hafi kom- ið hingað 1951 til þess að verja ts- land, sjálfstæði þess og fullveldi. Mér virðist þó fuilljóst, að ekki verði með rökum séð, að styrjöld á landssvæði svo fjarri Islandi sem Kórea er, gæti hafa stefnt ör- yggi Islands I hættu. Sterkari lik- ur eru fyrir þvi, að það, sem réði ásókn Natórikjanna i að fá her- stöðvar á Islandi, hafi ekki verið umhyggja fyrir öryggi tslands, sjálfstæði þess og fullveldi, held- ur kaldastriðshyggjan og sú hern- aðarlega aðstaða, sem stórveldin gátu skapað sér á tslandi i þeim átökum, sem þau töldu að gætu orðið i framhaldi af Kóreustyrj- öldinni. Um þetta atriði tjáir þó ekki að deila nú, enda langt um liðið og augljóst, að Island gerði samninginn á grundvelli sjálf- stæðis sins og fullveldis og getur sagt honum upp á sama grund- velli. Hitt er aftur á móti mikil- væg spurning liöandi stundar, hvort þörf sé fyrir varnarliðið á tslandi, eins og málum er háttað i dag. Við könnun á þeirri spurn- ingu verður manni fyrst fyrir að spyrja: Hverjir eru óvinir Islands? Hvaöan getur tsland vænzt árás- ar? Hótanir og ofbeldi Breta. Sögulega séð hefur tsland oröið fyrir árás aðeins fjórum sinnum. Fyrst voru það Alsirbúar, sem kallaðir eru Tyrkir i íslenzkum sögum. Þeir geröu innrás á Vest- mannaeyjar og frömdu hið svo- kallaða Tyrkjarán árið 1627. Næst var það hinrómantiskavaldataka Jörundar hundadagakonungs, sem sigldi hingað undir brezkum fána á Napóleonstimunum, settist hér á veldisstól, og fór með völd eitt hundadagatimabil. Þriðja innrásin, sem Islandssagan greinir frá, er innrás Breta i ts- land i mai 1940. Fjórða ofbeldis- aðgerð annars rikis gegn tslandi er valdbeiting brezka flotans gegn tslendingum við útfærslu landhelginnar 1958, en 1952 beittu þeir okkur efnahagslegum refsi- aðgerðum vegna útfærslunnar úr i 4 milur. Sögulega séð hefur ts- land þvi fyrst og fremst orðið fyr- ir ofbeldi og valdbeitingu af Breta hálfu, þ.e. þrisvar sinnum, en einu sinni frá sjóræningjum frá Alsir. Mundi herinn verja okkur gegn ofbeldi Breta? Eitt meginmarkmið utanrikis- stefnu okkar er að stofna til og viðhalda friðsamlegri sambúð viö allar þjóðir til þess að varðveita þannig i samskiptum okkar við önnurriki fullveldi okkar og sjálf- stæði og virðingu annarra rikja fyrir þvi. Þetta hefur tekizt svo vel, að við teljum okkur ekki eiga neina óvini. Hins vegar hafa Bretar i ýmsum myndum enn á ný hótað okkur valdbeitingu i sambandi við útfærslu landhelg- innar, og brezkir skipstjórar haga sér eins og sjóræningjar i hafninu umhverfis tsland. Eins og sakir standa virðist þvi helzt að vænta árásar eða valdbeitingar úr sömu átt og áður, þ.e. frá hendi Breta. Spurningin er þvi sú, hvort varnarliðið á Keflavik mundi verja okkur gegn ofbeldi Breta, ef þeir sendu flotann inn i islenzka landhelgi til þess að verja brezka landhelgisbrjóta. Atlanzhafssáttmálinn er ótvi- ræður aö þessu leyti. t 6. grein hans segir m.a., að ákvæði 5. greinar um gagnkvæmar varnir allra gegn árás á einn skuli taka til vopnaðrar árásar m.a. á skip Framhald á bls. 15. STEINN STEINARR: IMPERIUM BRITANNICUM Þin sekt er uppvis, afbrot mörg og stór, og enginn kom að verja málstað þinn, ó, græna jörð, þar Shakespeare forðum fór til fundar við hinn leynda ástvin sinn. Þú brennur upp, þér gefast engin grið, og geigvænt bál þú hefur öðrum kynt. Ó, lát þér hægt, þótt lánist stundarbið. Að lokum borgast allt i sömu mynt. Og jafnvel þótt á heimsins nyrztu nöf þú næðir þrælataki á heimskum lýð, það var til einskis, veldur stuttri töf. Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastrið. Frá hinu hlœgilega til hins hátíðlega er ekki nema eitt spor Reykjavik, 22. mai 1973. Ég man þá tið - svo gamall er ég orðinn - að talið var að við tslendingar værum að gegna heimssögulegri borgaralegri skyldu, eins konar þegn- skylduvið heimsmenninguna, þegar okkur var troðið inn i Atlanzhafsbandalagið, og frændur okkar og vinir, Norð- menn, lögðu sérstaklega aö okkur að bjarga siðmenning- unni undan þeim bölvuðu Rússum. Ég man vel skáldið norska överland, er hann flutti boöskapinn i Austur- bæjarbiói, fyrir mörgum árum. (Ég svaraði honum að visu um hæl næsta dag I Þjóð- viljanum.) Og viö tslendingar hlýddum að sjálfsögðu kvaðningunni, við höfum jú alltaf elskað Norömenn: þeir týndu Grænlandi, misstu tsland og fóru beinlinis I kjör i nokkrar aldir. En þeir eiga gott hjartalag, elsku frændurnir okkar. Þegar við berjumst fyrir okkar lifi áttu þeir að visu ekki pólitisk- ar ráðleggingar, ekki gátu þeir stutt okkur að heldur, en þeirgáfu okkur það sem þeim er dýrast (kostar kannski ekki mikið): þeir gáfu okkur norska samúð.Kærar þakkir! Þakká ykkur kærlega fyrir, kæru frændur og forfeður! En hér þarf raunar dálitiö meira en samúð Hér þarf ekki orð. Hér þarf athafnir. Við skulum borga hvern nagla i skipinu. En sýniö nú einu sinni, að við erum frændur ykkar, og þið jafnvel forfeður okkar. Elsku frændur, verið þið nú góðir, lánið okkur gott skip á móti Bretanum, ykkur munar ekkert um það, þið vaðið i skipum, og úr þvi að við stálumst frá ykkur fyrir 1000 árum á skipum, sem öll hafa kannski ekki verið vel fengin, þá finnst mér að þið getið lánað okkur nokkrar duggur til þess að verja þessa vesælu sjóhelgi, sem við viss- um i gamla daga ekkert um, en er nú farin aö verða dálitið aktúel. Kæru vinir og frændur! Ég er voða þakklátur yfir þvi, að þið lýsið yfir samúðmeð okk- ur, en þó myndum við Islend- ingar meta betur þá tegund vináttu sem heitir athöfn. Við tslendingar erum kannski ekki sérlega menntaðir i þýzk- um klassiskum bókmenntum. En við gleymum þó aldrei orð- umFásts: Am Anfang war die Tat' „ Sverrir Kristjánsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.