Þjóðviljinn - 24.05.1973, Side 6

Þjóðviljinn - 24.05.1973, Side 6
6 SIDA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 24. maí 1973 UODVIUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS Útgefandi: Ctgáfufélag ÞjóOviljans Framkvæmdastjóri: EiOur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiósla, augiýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur). Askriftarverö kr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. BRETINN VINNUR EKKI SITT DAUÐASTRÍÐ Fréttamenn sjónvarpsins fóru út á götu i Reykjavik og tóku fólk tali i fyrrakvöld vegna ofbeldisinnrásar Breta i islenzku landhelgina. Svör voru að visu nokkuð mismunandi en það sem einkenndi yfir- gnæfandi meirihluta svaranna var krafan um að aðild íslands að Atlanzhafsbanda- laginu yrði tekin til endurskoðunar i beinu framhaldi af innrás NATOherskipanna i islenzka landhelgi. Einn viðmælenda benti á hversu smáþjóðum vegnaði yfirleitt i hernaðarbandalögum með stórveldum og má i þvi sambandi nefna fjölmörg hrika- leg dæmi. Þessum dæmum er það sameig- inlegt að i öllum tilvikunum hefur ofur- valdi hernaðarbandalagsins verið beitt i þvi skyni að bæla niður hreyfingu, sem myndazt með landsmönnum sjálfum — annað hvort i frelsisátt eða beinlinis til þess að tryggja sér yfirráð yfir náttúru- auðlindum þjóðar. Innrás Breta i islenzku fiskveiðilögsöguna er af þessum sama toga spunnin og það er til marks um ris- lága utanrikisstefnu „bandamanna” okk- ar i NATO að þeir skuli ekki hafa gert minnstu tilraun til þess að stöðva hernað- arofbeldi Breta. Afstaða okkar til brezka auðvaldsins og Atlanzhafsbandalagsins hlaut að komast á dagskrá um leið og landhelgin var færð út. Hernaðarinnrásin var aðeins stigmögnun striðs sem Bretar hófu hér i landhelginni fyrir niu mánuðum, en eftir þann með- göngutima voru þeir orðnir svo tauga- veiklaðir að þeir kusu að fá hingað her- skip. Þar er ekki um neinn eðlismun að ræða frá þvi sem fyrr hefur verið. Uppgjöf Bretanna og krafa þeirra um herskip sýn- ir aftur á móti að stefna okkar hefur verið árangursrik til þessa og með þvi að fram- fylgja þeirri stefnu áfram mun vinnast sigur. íslendingum liggur ekkert á. Við eigum að láta umheiminn vita um stöðu okkar og umheimurinn mun öðlast samúð með kröfum okkar. Við munum i vaxandi mæli hljóta stuðning við þá kröfu að strandrikin eigi rétt til fiskveiða við strendurnar umfram aðra aðila. Hernað- arinnrás Breta hefur i sjálfu sér bætt stöðu íslendinga áróðurslega á erlendum vettvangi þvi nú er það enn fleirum svo ljóst sem verða má að brezka auðvaldið svifst einskis i ofbeldi sinu. í annan stað hefur hernaðarinnrás Breta það i för með sér að þeir geta ekkert veitt á Islandsmið- um — þeir bókstaflega friða ásamt varð- skipum okkar nærri alla islenzku land- helgina, þar sem þeir reyna að veiða i hnapp á örlitlum svæðum. Þannig mun innrás Bretanna koma þeim sjálfum i koll er til lengdar lætur, þeir munu gefast upp. „Það vinnur enginn sitt dauðastrið!’ Augu okkar beinast eðlilega að um- heiminum i sambandi við landhelgismál- ið. En engu að siður mun samstaða okkar sjálfra ráða úrslitum. Þjóðviljinn hvetur almenning til þess að staðfesta þessa af- stöðu landsmanna með fundarsamþykkt- um og mótmælum og með þvi að fjöl- menna svo um munar á útifund Alþýðu- sambands íslands i Reykjavik kl. 5 I dag. Með þvi að sýna heiminum öllum sam- stöðu okkar, með þvi að láta hvergi bilbug á okkur finna fyrir árásarmönnunum, með þvi vinnum við sigur. Það getur tekið dálitinn tima að ná þeim sigri endanlega, en hann vinnst — ef þjóðin sjálf slær hvergi af. Og á sliku er engin hætta i dag. Afstaða fólksins i fréttatima sjónvarps- ins, tugir mótmæla og eindregin samstaða bendir til þess. 186 rúm fyrir geðsjúka vantar nú í Reykjavík Heilbrigðisráðuneytið gerir grein fyrir fyrirhugaðri geðdeildarbyggingu Heilbrigðismálaráðuneytið hef- ur sent Þjóðviljanum eftirfarandi fréttatilkynningu til birtingar: Af gefnu tilefni vill heilbrigðis- málaráðuneytið gera nokkra grein fyrir þeirri þjónustu, sem geðdeild Landspitalans er ætlað að veita,og notkun húsrýmis i fyr- irhugaðri geðdeildarbyggingu. Heilbrigðismálaráðuneytið hef- ur látið gera áætlun um þörf á sjúkrarými fyrir hina ýmsu sjúklingahópa. Miðað við ibúa- fjölda 1971 er talið að 434 rúm þurfi fyrir geðsjúka á sjúkrahús- um. Gert er ráð fyrir að geðdeild- ir verði eingöngu i Reykjavik og á Akureyri og skiptingin þannig að i Reykjavik verði 366 rúm, en á Ak- ureyri 68. 1 Reykjavik voru, þeg- ar allt var talið 227 rúm fyrir geð- sjúka á sjúkrahúsum 1971. Siðan hefur orðið sú breyting að elzti hluti Kleppsspitalans, sem var orðin ónothæfur, hefur verið tek- inn úr notkun, þannig aö rúmum á spitölum hefur fækkað niður i 180, en á móti hefur komið tilsvarandi fjölgun á rúmum á hjúkrunar- heimilum. 1 Reykjavik vantar þá nú miðað við þessar forsendur 186 rúm. Með hliðsjón af þessari áætlun og þvi að miða ber við heppilega stærð á kennsluspitala auk tillits til heppilegrar rekstrareiningar var ákveðið að ætla 120 sjúkling- um rúm á Geðdeild Landspital- ans. Sé litið á áætlaðan fjölda i þeim ýmsu sjúklingahópum kemur einnig i ljós að þessi stærð á geð- deild má teljast eðlileg miðað við heildarfjölda rúma á Landspital- anum eins og hann verður þegar lokið er byggingu fæðingadeildar. Þeirstaðlarsem notaðir eru við áætlunargerð eru dálitið breyti- legir eftir löndum, t.d. er til brezkur staðall, sem er lægri en okkar, sem tekur mið af Norður- löndum. En hvort sem litið er á staðal Breta eða okkar verður með engu móti staðhæft að okkar geðdeild sé of stór. Sé miðað við áform um 685 sjúkrarúm á fullbyggðum Land- spitala ætti geðdeild að hafa 170 rúm miðað við okkar staðal, en 151 miðað við staðal Breta. Þegar bygginganefnd geðdeild- ar hafði gert frumáætlun um bygginguna þótti heilbrigðisráðu- neytinu rétt til frekara öryggis að fá erlendan sérfræðing til þess að leggja mat á áætlanir nefndar- innar. Valinn var Gunnar Holm- berg yfirlæknir geðsjúkraþjón- ustu i Stokkhólmsléni. Það reynd- ist einnig hans mat að hæfilegt væri að miða við 120 sjúklinga bæði með tilliti til þarfa lands- manna og stærðar Landspitalans eins og hann nú er. 1 fyrirhugaðri geðdeildarbygg- ingu er auk sjúkradeilda gert ráð fyrir verulegri göngudeildar- starfsemi, en áætlanir um sjúkra- rúmaþörf byggja m.a. á þvi, að um slika starfsemi sé að ræða jafnhliða. Sllk göngudeild mundi annast fyrrverandi sjúklinga, og þangað eiga einstaklingar að geta leitað beint með vandkvæði sin af sjálfsdáðun eða samkvæmt tilvis- un lækna. Einnig er gert ráð fyrir að félagsmálastarfsmenn t.d. i þjónustu sveitarfélaga geti leitað þangað vegna vandkvæöa skjól- stæðinga sinna. Deildin mun jafnt sinna drykkjusjúku fólki og fólki haldið öðrum geðrænum kvillum. Starfslið þessarar deildar þarf einnig að sinna beiðnum dómstóla vegna dómsrannsókna. Frá þess- ari göngudeild ætti einnig að vera gerlegt að fara i sjúkravitjanir, ekki sizt ef bráðan vanda ber að höndum. Þessi starfsemi ö!l út- heimtir að sjálfsögðu verulegt húsrými, þar þurfa að vera við- tals- og skoðunarherbergi lækna og vinnuherbergi hjúkrunarliðs, sálfræðinga og félagsráðgjafa. Fyrir þessa starfsemi eru áform- aöir 1148 fermetrar i geðdeildar- byggingunni. önnur mikilvæg starfsemi, sem geðdeild þarf að hýsa er kennsla læknastúdenta og annarra heil- brigðisstétta, sem þurfa að afla sér þekkingar á geðsjúkdómum og meðferð geðsjúkra. Hér er á- formað að nota 541 fermetra. Teikningar af þessu kennslurými voru kynntar kennslunefnd læknadeildar, og' þótti nefndinni rýmið heldur naumt. Likamleg þjálfun og vinnu- lækningar eru mjög mikilvægir þættir I nútimageðlækningum, slik starfsemi er óhjákvæmilega rúmfrek og aðstaða fyrir þá hóp- þjálfun, sem þarna fer fram, ekki tiltæk annars staðar i Land-1 spitalanum. Áætlað rými fyrir [ þessa starfsemi er 1088 ferm. | Nokkuð helur borið á þeim mis- j skilningi að i geðdeildarhúsinu sé óhæfilega mikið húsrými miðað við sjúklingafjölda, og á sá mis- skilningur ugglaust rót sina að rekja til þess.að menn hafa ekki i huga þá starfsemi utan sjúkra- deilda, sem hér hefur verið rædd. Brezkur skipulagsmaður Mr. I Weeks telur hæfilegt að gera ráð fyrir 40 fermetra rými fyrir sjúkl- ing á geðdeild á Landspitala. Sé rými á sjúkradeild á hvern sjúkl- ing reiknað i geðdeildarbygging- unni á sama hátt og Mr. Weeks gerir i öðru sjúkradeildum fást 49.8 fermetrar á sjúkling i okkar deild. Ástæðan fyrir þessum mun er sú,að deildin er byggð upp á 15 manna einingum og hverjum hópi ætlaðar sérstakar vistaverur svo sem dagstofa og borðstofa. Ráðu- ingastærð mjög heppilega, og nefndin ákvað að halda sig við þá tillögu. Þess má geta að gert er ráð fyrir að 3 sjúklingar, sem að- eins eru i dagvist á deildinni deili rými með hverjum 15 dvalar- sjúklingum,og séu þeir meðtaldir veröur rýmiö 41.5 fermetrar á sjúkling og vikur þá orðið litið frá áætlun Mr. Weeks. Hvað viðvíkur stærðum á skrifstofum og öðrum vinnustofum starfsliðs þá hefur bygginganefndin farið nákvæm- lega eftir þeim tillögum um stærðir sem Mr. Weeks hefur gert fyrir spitalann allan. Skipulagsmál Landspitalalóðar hefur nokkuð borið á góma i um- ræðum um geðdeild. Þegar bygg- inganefnd geðdeildar hafði gert sér grein fyrir stærð hússins sneri hún sér til Mr. Weeks, sem vann að skipulagi lóðarinnar á vegum bygginganefndar Landspítalans. Rætt var við hann á tveim fund- um i mai 1972. Hann gerði enga Þessa dagana eða nánar tiltek- iö 23. og 24. mai heldur danska öryggiseftirlitið — Statens Ar- bejdstilsyn — hátiðlegt hundrað ára afmæli sitt. Danmörk var fyrst Norðurlandanna til að koma á fót stofnun, sem gæta skyldi öryggis og vera jafnframt ráðgefandi um öryggismál við vinnu I verksmiðjum og á öðrum vinnustööum þar sem hætta var á slysum eða atvinnusjúkdómum. Nú hefur stofnunin færzt meira i fang. 1954 voru lögin um öryggis- eftirlit, sem Statens Arbejdstil- syn átti að starfa eftir, þriþætt, það er: Hin almennu lög um öryggis- ráðstafanir á vinnustöðum, lögin um öryggisráðstafanir við verzl- unar- og skrifstofustörf og lögin um öryggisráðstafanir við land- búnaðarstörf. Siðan hafa komið ýmsar breyt- ingar við þessi lög og hin siðasta athugasemd um stærð hússins og nefndi engin vandkvæði á þvi að staðsetja húsið á lóð Landspital- ans. Umræður snerust eingöngu um það hvar húsið skyldi vera á lóðinni,og fellst bygginganefndin á tillögur hans. Akveðið hefur verið að byggja húsið i tveim áföngum, og eru teikningar fyrri áfanga á loka- stigi í fyrri áfanga verður rúm fyrir 60 sjúklinga, göngudeild, kennslurými og sameiginlega að- stööu,auk rýmis fyrir vinnulækn- ingarog aðra þjálfun. Ráðuneytið væntir þess að geta hafið fram- kvæmdir við þennan áfanga i haust. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið. 1971, auk ýmissa reglugeröa og leiðbeininga, sem danska at- vinnumálaráðuneytið og/eða öryggismálastjórinn i Danmörku eöa stjórn öryggiseftirlitsins þar gefa út. Forstjóri þessarar stofnunar, Geert Drachmann, er ekki siður en fyrirrennarar hans sifellt traust stoð við öryggiseftirlit is- lenzka rikisins i öryggismálum og kunnum við honum og hans starfsfólki miklar þakkir fyrir vinsamlega og greiða aðstoð við allt, sem lýtur að öryggismálum við vinnu. Við óskum Danmörku til ham- ingju með þann áfanga, sem þeir hafa náð við þessi timamót, og þökkum þeirra framlag og aðstoð við systurstofnun sina á Islandi. Friðgeir Grimsson öryggismálastjóri ÍOO ára afmæli danska öryggiscftirlitsins

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.