Þjóðviljinn - 24.05.1973, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. mai 1973
d •» n s n
MATSEÐILL
MENU
N’7TD23 ’73'?3
FYLLTUR PIPARAVOXTUR AÐ AUSTURLENZKUM HÆTTI
Oriental Stuffed Pepper
oitk ttik oy nuno ’isk wao
OFNSTEIKT LAMB MEÐ RAUÐUM HRISGRJ ONUM
Oven Baked Lamb with Red Rice
np’nsKs oono nn»s d^d
ISRAELSKT AVAXTASALAT
Israeli Fruit Salad
Kr. 695.00
I tilefni 25 ára afmælis hins endurreista
Israelsríkis, hefur verið ákveðið að efna til
Israelsviku í Hótel Loftleiðum á vegum ísra-
elsku ríkisferðaskrifstofunnar, ísraelska flug-
félagins EL-AL, og Hótels Loftleiða.
Vikan er frá og með 24/5. - 1/6. Þessa daga
munu israelskir réttir framreiddir í veitinga-
sölum Hótels Loftleiða og mun bryti frá Israel
annast gerð þeirra. A kvöldin munu lista-
menn frá Israel skemmta.
Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði.
Vinningur er flugmiði fyrir tvo með Loftleið-
um til Kaupmannahafnar og til baka og með
EL-AL fram og til baka milli Kaupmanna-
hafnar og Tel Aviv.
Daglega verða ísraelskir grillréttir á kalda
borðinu í hádeginu.
Reynirog Þórarinn
með
Þórarinn
1 gærdag gengu tslands-
meistarar Vals I handknatt-
leik frá þjálfararáöningu fyrir
næsta keppnistímabil, og réðu
Valsmenn þá Reyni ólafsson
og Þórarin Eyþórsson sem
þjálfara, en auk þeirra eru all-
ar likur á að Guðmundur
Ilarðarson sjái um þrekþjálfun
liðsins eins og undanfarin ár.
Reyni ólafsson er óþarft aö
kynna fyrir fslenzkum hand-
knattleiksunnendum. Hann
hefur verið þjálfari Vals-liðs-
ins mörg undanfarin ár þar til
I vetur sem leið, að hann
stjórnaði leikjum liðsins, en
Þórarinn Eyþórsson sá um
æfingarnar.
Þá er Þórarinn ekki síður
kunnur í islenzka handknatt-
leiksheiminum. Hann gerði
kvennalið Vals að þvi stór-
veldi sem það hefur verið i is-
lenzkum handknattleik I ára-
tug og i vetur var hann aðai-
þjálfari Vals-liðsins, og ts-
iandsmeistaratitillinn varð
liðsins.
Nú þykir Valsmönnum mik-
ið liggja við þar sem er
Evrópukeppni i liaust, og ætia
Valsmenn sér þar stóran hlut,
og þvi eru tveir afburða þjálf-
arar ráðnir, auk eins bezta
þrekþjálfara sem til er hér á
landi, Guðmundar Harðarson-
ar.
Reynir
Valsmenn munu hefja
æfingar i júnímánuði og fyrsta
skrefið í þeim verður keppnis-
ferð til Spánar i byrjun
mánaðarins, en siðan verður
æft af fullum krafti fram að
Evrópukeppni og tslandsmóti.
Breytingar á leikskrá
Breytingar hafa veriö geröar á
eftirtöldum knattspyrnuleikjum,
aöallega samkvæmt beiöni þeirra
aöila, sem þátttakendur eiga i
unglingalandsliöi Islands, sem
fer til ítaliu um mánaðamótin
mai—júni 1973.
FÖSTUDAGUR 1. júni, sam-
kvæmt mótaskrá:
2. deild Melavöllur:
Þróttur, R,—Vikingur kl. 20:00
fer fram 16. júli
á Melavelli kl. 20:00
3. deild B Stjörnuvöilur:
Stjarnan—Hrönn kl. 20:00
fer fram þann 24. mai
á Stjörnuvelli kl. 20:00
Laugardagur 2. júni
1. deild Njarðvikurvöllur:
l.B.V.—Í.A. kl. 16:00
fer fram þann 13. júni
á Njarðvikurv. kl. 20:00
2. -deild Hafnarfjarðarvöllur:
FH—Haukar kl. 14:00
fer fram þann 16. júní
á Kaplakrikav. kl. 14:00
Sunnudagur 3. júni
Bk. 2. fl. ísafjaröarvöllur:
t.B.I.—l.B.V. kl. 14:00
fer fram þann 24. júni
á tsafj.v. kl. 14:00
1. deild Keflavikurvöllur:
l.B.K.—l.B.A. kl. 16:00
fer fram þann 2. júni
á Keflavikurv. kl. 16:00
Þriðjudagur 5. júni
2. fl. A Akranesvöllur:
Í.A.—KR kl. 20:00
fer fram þann 12. júni
á Akranesv. kl. 20:00
BK 2. fl. Selfossvöllur:
Selfoss—Stjarnan kl. 20:00
fer fram þann 16. júni
áSelfossv. kl. 16:00
Miðvikudagur 6. túni
2. fl. A Framvöllur:
Fram—Vikingur kl. 20:00
fer fram þann 16. júní
á Framvelli kl. 14:00
Fimmtudagur 7. júni
2. fl. A Valsvöllur:
Valur—l.B.V. kl. 20:00
fer fram þann 12. júni
á Valsvelli kl. 20:00
Mótanefnd K.S.l. 1973.
Jens Sumarliðason,
Ragnar Magnússon,
Helgi Danielsson.
Blómlegt starf hjá
Skíðadeild Ármanns
Vetrarstarfi Skiöadeildar Ar-
manns lauk 13. mai sl. með innan-
félagsmóti sem haldið var i Blá-
fjöllum. Þetta liðna starfsár hef-
ur verið eitt hiö blómlegasta i
sögu félagsins. I innanhéraðs-
mótum i vetur hafa unglingar úr
Armanni aukið verðlaunahlutfall
sitt úr 30% i 70% i ár og fullorðnir
úr 60% i 80%,auk þess sem þeir
hafa tvisvar unnið sveitakeppni.
Er þessi árangur sannarlega
hvatning til félagsmanna um að
slaka ekki á, heldur haida áfram
á sömu braut.
I vetur hefur Skiðadeild Ar-
manns haft bandariskan þjálfara
Major að nafni sem kom hingað
til lands skömmu eftir áramótin
gagngert til þess að þjálfa Ar-
manns-liðið. Hann hefur unnið
mjög gott starf, sérstaklega að
þvi er varðar þjálfun ungling-
anna.
Skiðaæfingar hafa verið nokkuð
reglulegar i vetur, aðeins truflað-
ar af veðri einstaka sinnum.
Fyrst voru þær haldnar þrisvar i
viku, en siðan fjórum sinnum.
Auk skiðaæfinga voru þrekæfing-
ar tvisvar i viku.
Armenningar hafa unnið mikið
starf viö lagfæringu á skiðasvæði
sinu i Biáfjöllum. Byggt m.a. lit-
inn skála, sem reynzt hefur ómet-
anleg aðstaða fvrir framkvæmd
skiðamóta þar efra i vetur. Þá
hefur verið komið upp tveimur
skýlum fyrir keppendur og
starfslið og komið upp simakerfi
til að auðvelda framkvæmd móta
og rekstur 4 skíðalyftna.
I sumar er fyrirhugað að vinna
að lagfæringum á svæðinu og
verður ef til vill ráðizt i byggingu
á fleiri skiðalyftum, en seinvirkt
styrkjakerfi og litlir lánsmögu-
leikar standa þó þeim fram-
kvæmdum fyrir þrifum. Armenn-
ingar hafa þegar lagt yfir 500
vinnustundir i sjálfboðavinnu við
að koma upp núverandi athafna-
svæði i Bláfjöllum.