Þjóðviljinn - 24.05.1973, Síða 12

Þjóðviljinn - 24.05.1973, Síða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. maí 1973 Frá stjórn landshafnarinnar í Þorlákshöfn Hafnarstjóra og vigtarmann vantar að Landshöfninni i Þorlákshöfn. Umsóknum sé komið til Gunnars Mankús- sonar G-götu 9 . Simi 99-3638; hann gefur einnig allar nánari upplýsingar. Raflínuvinna Rafmagnsveitur rikisins, Blönduósi, óska eftir manni til starfa við raflinuvinnu. Upplýsingar gefur rafveitustjóri svæðis- ins á Blönduósi og aðalskrifstofan i Reykjavik. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik. HAFNARFJÖRÐUR - LAUST STARF Bæjar- og héraðsbókasafnið i Hafnarfirði óskar eftir að ráða bókavörð til afleysinga nú i sumar. Umsóknir sendist fyrir 5. júni n.k. til undirritaðs, sem gefur allar nánari upp- lýsingar. Yfirbókavörður. 4» Atvinnuveitendur Þeir atvinnuveitendur, sem geta tekið skólastúlkur i atvinnu i sumar, eru vin- samlega beðnir um að hafa samband við Ráðningarstofu Reykjavikurborgar, simi: 18800. ATYINNA Landsbanki íslands óskar eftir að ráða, nú þegar eða á næstunni, fólk til: 1. Gjaldkerastarfa 2. Almennra skrifstofustarfa Nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri. LANDSBANKI ÍSLANDS Bankastjórn Útvegsbanka tslands. Frá vinstri Stefán Sturla Stefánsson, aöstoöarbankastjóri, Þor- móður ögmundsson, aðstoöarbankastjóri, Jónas G. Rafnar, bankastjóri, Jóhannes Eliasson, banka- stjóri, Ármann Jakobsson, bankastjóri. r r Arsskýrsla Utvegsbankans komin út: 42,7% af útlánum eru bundin i sjávarútvegi Fiskveiðasjóður lánaði 932 milj. kr. til skipasmíða Ársskýrsla Útvegsbanka Is- lands fyrir árið 1972 er nýkomin út. Þar kemur fram, að heildar- fjármagn Útvegsbankans (niður- stöðutölur efnahagsreiknings) hefur aukizt um 855 miljónir króna á árinu 1972, eða um 20% og nam 5,128 miljónum króna i árs- lok 1972. Heildarinnlán Útvegsbankans i árslok 1972 námu 2,806 miljónum króna og höfðu hækkað úr 2,435 miljónum króna i ársbyrjun, eða um 15.3% á árinu. Spariinnlán bankans jukust um 257 miljónir króna á árinu, eða um 14.1%. Veltiinnlán bankans, en það eru innlán á hlaupareikningum, sparisjóðsávisanareikningum og glróreikningum, uxu hlutfallslega meira á árinu 1972 en spariinn- lánin. Heildaraukning þeirra nam 114 miljónum króna, eða 18.9%. A árinu 1972 jukust heildarútlán bankans um 578 miljónir króna, eða 19,3% og námu 3,568 miljón- um króna i árslok. Verulegur hluti útlána Útvegsbankans er i sjávarútvegi, og i lok vetrarver- tiðar voru 45 til 50% af útlánum bankans bundin i honum. I árslok 1972 voru 42,7% af útlánum NYT andvígt heimsókn Bresnjéffs t leiðara sinum þann 18. mai sl. gerir bandariska stórblaðið New York Times fyrirhugaða heim- sókn Brézjnefs til Bandarikjanna að umtalsefni sinu. Forystu- greinin nefnist Ótimabær heim- sókn og legst blaðið i henni gegn þvi að sovézki flokksleiðtoginn heimsæki landið að svo stöddu, þar sem Nixon eigi nú i vök að verjast vegna Watergate- hneykslisins. Blaðið segir að átta daga heimsókn Brézjnefs til viðræðna við Nixon sem fyrirhuguð er i mai komi á mjög óheppilegum tima og það sé i mestu samræmi við hagsmuni Bandarikjanna að fresta henni fram á haust eða til næsta árs. Rökstuðningur blaðsins fyrir þessari skoðun er svohljóðandi: „Það er ekki i þágu Bandarikj- anna eða bandamanna þeirra að forsetinn hefji mikilvægar samningaviðræður við höfuð- keppinaut sinn á diplómata- sviðinu á sama tima og pólitiskt óveður innanlands veikir stöðu hans að mun. Brézjnéf er vel upplýstur um Watergatemálið. Það er stór freisting fyrir hann að gera stærri kröfur i mörgum málum vitandi það að Nixon þarfnast áþreifanlegra sannana fyrir viðleitni sinni til að nálgast heimsfrið svo mjög að hann væri reiðubúinn að ganga að þeim.” Útvegsbankans bundin sjávarút- vegi, 19,6% I verzlun, 12,8% i iön- aði, 8,6% i útlánum til einstak- linga, 6,8% i útlánum til opin- berra aðila, 5,3% i bygginga- og mannvirkjagerð og 4,2% I sam- göngum. Staða Útvegsbankans gagnvart Seðlabankanumfór batnandi á ár- inu 1972. Innstæða Útvegsbank- ans á bundnum reikningi i Seðla- bankanum nam 554 miljónum króna i árslok. Arsskýrsla Fiskveiðasjóðs Is- lands, sem lýtur sérstakri stjórn, Aðalfundur Stjórnunarfélags tslands var haldinn 18. mai s.l. Jakob Gislason fyrrverandi orku- málastjóri, sem verið hefur for- maður félagsins frá stofnun þess, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, og var Guðmundur Einarsson verkfræðingur kjörinn formaður i hans stað. Aðrir i stjórninni eru: Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson for- stjóri, Hörður Sigurgestsson rekstrarhagfræðingur, Július S. Ölafsson framkvæmdastjóri og Sigurður R. Helgason rekstrar- hagfræðingur. I varastjórn sitja: Jakob Gislason fyrrverandi orku- málastjóri, Jón Sigurðsson ráðu- neytisstjóri, Ragnar Halldórsson forstjóri og Sigurður Markússon framkvæmdastjóri. I fram- kvæmdaráð voru kjörnir: Asgeir Thoroddsen hagsýslust jóri, Brynjólfur Bjarnason deildar- stjóri, Eggert Jónsson borgar- hagfræðingur, Erlendur Einars- son forstjóri, Gisli V. Einarsson framkvæmdastjóri, Haraldur Steinþórsson framkvæmdastjóri, Haukur Björnsson framkvæmda- stjóri, Jón Bergs forstjóri, Kristján Sigurgeirsson rekstrar- tæknifræðingur, Ottó A. Michel- sen forstjórij Snorri Jónsson en er i umsjá Útvegsbanka ís- lands, fylgir ársskýrslu Útvegs- bankans. Lánveitingar Fisk- veiðasjóðs námu á árinu 1972 1,264 miljónum króna á móti 858 miljónum króna á árinu 1971. Meiri hlutinn af útlánum Fisk- veiðasjóðs á árinu 1972 fór til skipasmiða, eða 932 miljónir króna. Útlán til hraðfyrstihúsa og annarra vinnslustöðva námu hins vegar 331 miljóna króna á árinu. Útistandandi lán Fiskveiðasjóðs námu i árslok 4.333 miljónum króna. framkvæmdastjóri og Sveinn Björnsson framkvæmdastjóri. I skýrslu stjórnarinnar kom fram, að auk ráðstefnu- og fund- arhalda gekkst félagið fyrir 19 námskeiðum á árinu um marg- visleg efni, annað hvort eitt sér eða i samvinnu við aðra aðila. Þátttakendur á námskeiðum fé- lagsins voru um 500 manns. Þá kom fram, að i undirbúningi er að gefa út flokk rita um stjórnunar- mál, og hefst útgáfa á næsta ári. Stjórnunarfélagið hefur i vetur staðið i viðræðum við iðnaðar- ráðuneytið um framtið stjórnun- arfræðslu hér á landi. I þeim við- ræðum lagði félagið fram tillögu um að stofnuð verði Stjórnunar- fræðslumiðstöð, sem rekin verði af félagssamtökum atvinnulifs- ins, einkafyrirtækjum, opinber- um stofnunum og rikisvaldinu sjálfu. Innan vébanda Stjórnunarfé- lagsins starfa nú þrjú Stjórnunar- félög utan Reykjavikur, þ.e. á Norðurlandi, Austurlandi og Vestfjörðum. Framkvæmdastjóri félagsins er Friðrik Sophusson lögfræðing- (Fréttatilky nning) FRÁ SJÚKRASAMLAGI REYKJAVÍKUR Ólafur Jóhann Jónsson, læknir hættir störfum sem heimilislæknir hinn 1. júni 1973. Samlagsmenn sem hafa hann sem heimilislækni, snúi sér til afgreiðslu samlagsins, hafi með sér samlagsskirteini sin og velji sér lækni i hans stað. SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR Guðmundur Einarsson kosinn formaður Stjórnunarfélagsins

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.