Þjóðviljinn - 30.05.1973, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN
KRO
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA Í KRON
Miðvikudagur 30. mai 1973 — 38. árg. —123. tbl.
OPIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 7,
| NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2.
SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3
SlMI 40102
Á morgun þegar
forsetarnir
sitja á hljóðskrafi
munu íslendingar
GANGA UNDIR
ÞJÓÐARKRÖFUM
NATO rœðst gegn íslendingum —
EBE rœðst gegn Islendingum:
Islendingar snúast
gegn NATO og EBE
Laust fyrir klukkan þrjú
á morgun fer fólk að
safnast saman við Þórs-
hamar í Vonarstræti/ en
gangan sem leggur áherzlu
á þjóðarkröfur Islendinga í
sjálfstæðis-/ herstöðva- og
landhelgismálum hefst þar
kl. 3 að loknu ávarpi
Gunnlaugs Stefánssonar
formanns Æskulýðs-
sambands islands. Gert er
ráð fyrir því að gangan
verði búin að krækja fyrir
Miklatún, þar sem for-
setarnir frægu sitja inni-
lokaðir í viðræðum sínum,
fyrir klukkan fjögur, og
hefst þá útifundur við
Sjómannaskólann. Þar
flytja ræður: Baldur
óskarsson, Sigurður
Magnússon, Sveinn Skorri
Höskuldsson, Vésteinn
Lúðvíksson, en Jón
Hjartarson sér um leik-
atriði. Sigurjón Pétursson
er fundarstjóri.
Finnur Torfi Hjörleifsson hjá
samtökum herstöðvaandstæðinga
sagði okkur i gær, að undir-
búningur gengi prýðilega. Þaö
væri þvi að þakka að margir
hefðu komið til starfa til þess að
gera það sem gera þarf. Menn
væru bjartsýnir á að þátttaka i
aðgeröunum yrði góð og þær
mundu heppnast vel, en enginn
mætti þó liggja á liði sinu.
Það rikti létt og gott andrúms-
loft í kringum herstöðva-
andstæöinga og aðra þá aðila sem
undirbyggju aðgerðirnar sagði
Finnur. Þaö væri auðfundið að
sjálfstæðismálin væru al-
menningi hugstæð þessa dagana.
Framkoma hins gamla nýlendu-
veldis, Breta, hefði rótað upp i
hugum manna og fengið fólk til að
tengja NATO, herstöðina, land-
helgismáliö og okkar þjóöarsjálf-
stæöi i eina heild.Og tvimælalaust
ýtti heimsólk forsetanna tveggja,
Nixons og Pompidous, undir
skilning á þessum atriðum og
sambandi þeirra við framferði
auðdrottna og sprengjumeistara
úti i heimi.
Það hefur komið áþreifanlega
. æi ljós, að NATO er hluti af sömu
heimsvaldavélinni og EBE-
Efnahagsbandalagið, en i báðum
bandalögunum eru Bretar meðal
forystuþjóða. Bæði eru þannig
þátttakendur i innrás Breta i iög-
Framhald á bls. 15.
Uppdráttur af gönguleiðinni á morgun: Gangan hefst i Vonarstræti kl. 3 og lýkur við Sjómannaskólann,
en þar verður útifundurinn.
Bréf islenzku rikisstjórnarinnar til forseta
öryggisráðsins um herskipainnrásina
Brot á sáttmála SÞ
Ríkisstjórnin hefur sent
öruggisráði Sameinuðu
þjóðanna bréf þar sem
vakin er athygli ráðsins á
árásaraðgerðum Breta
gagnvart Islandi og séu þær
brot á sáttmála SÞ. Telur
ríkisstjórnin að þetta sé
hernaðarofbeldi sam-
kvæmt39. grein sáttmálans
Krafa að NATO
reki Breta burt
Útfœrsla fiskveiðilögsögunnar er islenzkt innanrikismál,
en herskipainnrás Breta er NATO-mál
A aðild smárikisins tslands að
hernaðarbandalaginu NATO að
verða til þess að stórveldið Bret-
land geti i siðferðilegu skjóli
bandalagsins gert innrás f lög-
sögu smárikisins og hindrað þar
réttmæta löggæzlu? Þessu verður
nú NATO-ráöið i Briissel að svara
og koma i veg fyrir hernaðarof-
beldi Breta, ef bandalagið hefur
hugsað sér að vera annað en
skálkaskjól fyrir stórveldastefnu.
islenzka rlkisstjórnin krefst þess
ogöll islenzka þjóðin krefst þess.
— Þetta er pólitiskt inntak þeirr-
ar tilkynningar sem fastafulltrúi
tsiands birti á fundi NATO-ráðs-
ins i gærmorgun.
Tilkynningin fer hér á eftir.
„Islenzka rikisstjórnin ákvað á
Afli Þjóðverjanna
minnkaði um60%
Fframkvæmdastjóri samtaka
vestur-þýzkra togaraeigenda hef-
ur skýrt frá þvf, að afli Þjóðverj-
anna á lslandsmiðum hafi minnk-
að um hvorki meira né minna en
60%, sfðan islendingar stækkuðu
landhelgina.
Þeir fá sem sagt ekki helming
af þvf sem áður var. SHkt er
vissulega fréttir fyrir þá, sem
haldiö hafa þvi fram, að stækkun
fiskveiðilögsögunnar væri litið
meira en pappirsgagn.
fundi sínum hinn 28. maí 1973 að
tilkynna framkvæmdastjórn
NATO og NATO-ráðinu eftirfar-
andi:
Um leið og harðlega er mót-
mælt hernaðarihlutun brezka
flotans innan islenzkrar fiskveiði-
lögsögu, sem brýtur i bága við 1.
grein Norður-Atlantshafssamn-
ingsins, er þess krafizt, að NATO-
ráðið hlutist til um, að brezk her-
skip hætti án tafar að vernda ó-
löglegar veiðar brezkra togara
innan fiskveiðilögsögu íslands og
verði þaðan á brott þegar i stað.
Jafnframt skal tekið fram, að
íslendingar lita á útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar, sem Islenzkt
innanríkismál og er sú ákvörðun
eigi til umræðu og frá henni verð-
ur ekki hvikað, enda hafa yfir 30
riki fært út fiskveiðilögsögu, og
sum miklu meira en Island án
þess að til nokkurra hernaðarað-
gerða gagnvart þeim hafi kom-
iö. Hins vegar hafa Islendingar
verið reiðubúnir til að veita Bret-
um tilteknar timabundnar undan-
þágur til fiskveiöa innan hinnar
Framhald á bls. 15.
og friðrof, og því sé grund-
völlur fyrir aðgerðum af
hálfu öryggisráðsins. Þess
er óskað að bréfinu sé
dreift til allra aðildarrikja
SÞ sem opinberu skjali
öryggisráðsins. Áskilur ís-
lenzka stjórnin sér rétt til
að kæra herskipainnrásina
siðar formlega fyrir
öryggisráðinu.
1 gær afhenti dr. Gunnar G.
Schram, vara- fastafulltrúi ts-
lands hjá Sameinuðu þjóöunum,
forseta öryggisráðsins orðsend-
ingu, og fer útdráttur úr henni hér
á eftir.
„Samkvæmt fyrirmælum rikis-
stjórnar minnar, leyfi ég mér að
vekja athygli yðar á alvarlegum
árásaraðgerðum, sem Bretland
hefur haft I frammi gegn landi
minu, Islandi.
Hinn 19. mai s.l. stefndi rikis-
stjórn Bretlands þremur herskip-
um inn i fiskveiöilögsögu Islands,
greinilega i þeim tilgangi að að-
stoða og hvetja brezka togara til
aö veiða þar I blóra við islenzk lög
og reglugerðir...Við þessar ólög-
mætu aðgerðir hafa brezku her-
skipin notið aðstoðar herflugvéla,
þyrlna og fimm skipa á vegum
brezku stjórnarinnar.
Rikisstjórn Islands álitur þessa
innrás brezkra herskipa inn á
svæði islenzkrar fiskveiöilögsögu
vera fjandsamlega aðgerð og
skýlausa skerðingu á fullveldis-
réttindum tslands og brot á sátt-
mála Sameinuðu þjóðanna.
Hér er um aö ræða hernaðarof-
beldi og þar með árás gegn lýö-
veldinu Islandi skv. skilgreiningu
39. greinar sáttmálans og þar af
leiöandi friöarrof i þessum hluta
heimsins. -
Meö þvi að beita sjóher innan
islenzkrar lögsögu er Bretland að
beita valdi i þvi skyni að kúga rik-
isstjórn tslands og hindra is-
lenzku þjóðina i að neyta réttinda
sinna yfir sjávarauðlindum innan
fiskveiðibeltisins, sem umlykur
landið. Þessi kúgun gengur
greinilega i berhögg viö ályktanir
allsher jarþingsins nr. 1803
(XVII) og 2625 (XXV). Hún er
einnig skýlaust brot á ákvæðum
ályktunar allsherjarþingsins nr.
3016 (XXVII), þar sem tekið er
fram, aö aðgerðir rikja, sem ætl-
aðar eru til aö þvinga önnur riki,
sem vinna að þvi að neyta yfir-
ráðarréttar sins yfir náttúruauð-
ævum sinum, bæði á landi og i
hafinu undan ströndum sinum,
eru brot á sáttmálanum. Hér hef-
ur verið sýnt fram á, að grund-
völlur er fyrir aðgerðum af hálfu
öryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna.
Rikisstjórn min hefur ávallt
verið og er enn fús til að ná frið-
samlegri lausn á máli þessu með
samningaviðræðum milli æðstu
manna beggja rikja.
Framhald á bls. 15.
NICK
Svofelid forsetalimra hefur blaðinu borizt:
Hann er náttúruundur hann Nick,
með slikt nef, allt i gogg, allt i hlykk,
stundum hátt eins og Kjalveg
stundum hverfur það alveg —
já og hann er með brésnef hann Nick.
Dikk