Þjóðviljinn - 30.05.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 30. mal 1973
LITLI
GLUGGINN
/
/
Þessa mynd hefur Heimir Helgason 11 ára teiknað
fyrir okkur. Heimir býr á Selfossi. Við þökkum hon-
um fyrir.
Þessa sumarlegu mynd sendir hún Arna Björk
Birgisdóttir okkur. Arna er 5 ára.
Þennan strák og bilinn hans hefur Helgi 4 ára teikn-
að. Helgi á heima i Hraunbæ. Við þökkum honum
kærlega fyrir.
MAMMA,
MAMMA,
MÁ ÉG?
Eitt ykkar er mamman og á að
standa uppvið vegg og snúa baki
fram, þið hin standið á að gizka 20
skrefum fyrir aftan hana.
Siðan spyrjið þið: Mamma,
mamma, má ég?
Þá svarar mamman: Já.
Hve mörg?, spyrjið þið.
Átta, segir hún kannski, og telur
siðan upp á átta, og á meðan gang-
iði- eins mörg skref og hún leyfir
ykkur. Þegar mamman er búin að
telja snýr hún sér snöggt við og
sjái hún einhvern hreyfa sig má
hún reka hann heim og þá verður
hann að byrja að ganga þaðan.
Þegar eitthvert ykkar er komið
svo nálægt mömmunni að þiðgetið
klukkað hana i bakið geriði það og
þá reynir hún að ná ykkur, en þið
flýtið ykkur þangað sem þið byrj-
uðuð. Nái mamman einhverjum
verður hann mamman.
EIGUM VIÐ
AÐ BÚA
TIL
KAKÓ
Hér er uppskriftin handa þeim sem
ekki kunna það:
2 matskeiðar kakó, 2 matskeiðar
sykur, 1 bolli vatn, 4 bollar mjólk.
Þið hrærið kakóinu og sykrinum
saman i potti og hellið vatninu út i.
Hitið það siðan og hrærið i á með-
an, þangað til þetta sýður. Þá setj-
ið þið mjólkina út i. Þegar suðan er
aftur komin upp setjið þið hálfa te-
skeið af salti út i og nú er kakóið til-
búið.
L*A 6 aRa
Vi*
GATUR
Hver er munurinn á fló og fil?
•muptj ? nui^nq 9 qijos ijpp jnjag
uutpij U9 ‘umupj 9 nui^nq 9 Qijas jnjag uiojh : jbas
Hvað verður um araba sem fellur i Rauðahafið? ..... , . T. ,
Við þokkum henm Lisu fyrir
•jnujojq uubh :jgas þessa mynd.
Þessa mynd teiknaði Jón Berg-
mann fyrir okkur. Jón er 5 ára.
Við þökkum honum fyrir.