Þjóðviljinn - 30.05.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.05.1973, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 30. mai 1973 ÞJöÐVILJINN — StÐA 15 Stefán frá Möðru- dal í Grjótaþorpi Stefán Vilhjálmur Jónsson Stórval lislmálari frá Möðrudal opnaöi á mánudag sýningu á 33 verkum i Galleri Grjótaþorpi. Kr þetta þriðja einkasýning Stefáns á nokkrum mánuðum. Hann sýndi í haust I Galleri SCM og I vetur á Mokka. Sýningin er opin kl. 4—10 eins og myndin sýnir. Brezkur áróðurs- maður rekinn úr landi? Brezka stjórnin hefur ákveðið að ráða i sendiráð sitt i Reykjavik sérstakan áróðursmann og tók hann til starfa um helgina. Hans fyrsta verk var að veita upplýs- ingar um allar ferðir Islenzku varðskipanna. Þetta er að sjálfsögðu gróft brot á islenzkum lögum og i sjón- varpsþætti i gærkvöldi sagði for- sætisráðherra að áróöursmannin- um yrði visað úr landi ef hann reyndist diplómatiskur sendi- maöur. En ef svo væri ekki yröi hann sóttur til saka að fslenzkum lögum. Feginn að sleppa r til Xslands t fréttaskeyti frá Washington sem Reuter sendi i gær segir að ferð Nixons til Islands verði hon- um kærkomið tækifæri til að sleppa frá vandræðum þeim sem að honum steðja heima fyrir. Einnig segir að hann muni eflaust fylgja eftir þeirri stefnu sinni að skapa ný tengsl við Evrópu á meiri jafnréttisgrundvelli en nú er. Hvað Pompidou varöarsegir að I hann muni leggja áherzlu á nýtt 1 skipulag gjaldeyrismála heims- ins og að krefja Nixon um ná- kvæma útlistun á stefnu Banda- rikjanna gagnvart Vestur- Evrópu. Þá er haft eftir heimild- um i Paris að viöræðulotur verði þrjár og að heimspólitisk málefni sem rædd verði séu Indókina, átökin við Miðjarðarhaf, Kina, öryggismálaráðstefnan fyrirhug- aða i Helsinki og umræður þær sem nú standa yfir i Vinarborg um gagnkvæman niðurskurð her- afla i Evrópu. Fréttatilkynning frá Lionsmönnum: „Flugdreki er dægrastytting fyrirunga sem aldna,segja Lions- menn, sem selja flugdreka á upp- Við hverju er eiginlega búizt? Margvislegur undirbúningur hefur veriö á ótrúlegustu stööum undir komu forsetanna, og allt hugsanlegt er til reiöu, hvað sem skeöur, ma. hefur Þjóöviljinn fregnað, aö fullri vakt veröi hald- iö tilbúinni á skurðstofu Borgar- sjúkrahússins allan timann sem forsetarnir verða hér. Lon Nol Framhald af bls. 16. ur farið mjög halloka fyrir sókn þjóöfrelsisherja að undanförnu og ræður hún nú aðeins yfir höfuð- borginm og nokkrum öörum borgum i landinu. Ekki er vitað hvernig Sihanúk bregzt við slikum viðræum, en ef bein tengsl takast milli striös- aðila sem eru þrir, útlagastjórn Sfhanúks með aðsetur i Peking, stjórn þjóðfrelsisafla með aðsetur i skógum Kambodju og leppstjórn Lon Nols semsitur i Phnom Penh i skjóli Bandarikjamanna, verður það mikilvægasta hlákan sem orbið hefur i átökunum i landinu sem staðiö hafa i þrjú ár. Brot á sáttmála Framhald af bls. 1. Að lokum áskilur rikisstjórn Is- lands sér rétt til að skjóta hinni vopnuðu innrás brezkra herskipa inn i islenzka fiskveiöilögsögu siöar formlega fyrir öryggisráðið i þvi markmiði að öryggisráðið beiti viöeigandi aðgerðum i mál- inu. Þess er hér með óskað, að bréfi þessu verði dreift sem opinberu skjali öryggisráðsins.” I bréfi islenzku stjórnarinnar er rakin saga landhelgismálsins, en þvi er sleppt hér. enda almenningi kunnugt. Svo vildi til að samtimis Gunn- ari Schram var annar maöur einnig á ferð hjá öryggisráöinu, og var þaö Kenneth Jameson frá Bretlandi. Hann afhenti bréf sinnar rikisstjórnar þar sem mót- mælt var gerræöi tslendinga gagnvart togaranum Everton og yfirleitt gagnvart brezkum togur- um ,,á úthafinu.” Er mjög skir- skotað til úrskuröar alþjóöadóm- stólsins frá þvi i fyrra sumar um veiöiheimildir Bretum til handa hér við land, en eins og kunnugt stigningardag i flestum bæjum og kauptúnum landsins. Agóðinn rennur til liknarmála i byggðar- lagi klúbbsins. Lionsmenn eru fyrir löngu landsþekktir fyrir stórkostlegar er byggist sá úrskuröur og yfir- leitt afskipti hins kalkaöa Haagdómstóls af þessu máli á hinum illræmdu samningum „viðreisnarstjórnarinnar" við Breta 1961. Og nú fær öryggisráö- ið að kynnast þessum einstæða samningi, sem íslendingar hafa fellt úr gildi. Ganga undir Framhald aí bls. 1. sögu okkar, en auk þess hefur Efnahagsbandalagib hótað okkur hálfgeröu viöskiptastriði. En á fundi forsetanna er einmitt ætlun- in aö tengja þessi bandalög tvö nánari böndum. t dag miðvikudag, er óskaö eft- ir sjálfboöaliöum til starfa viö undirbúning aögeröanna. Þeir komi á skrifstofu herstööva- andstæöinga eöa ÆSI aö Kirkju- stræti 10 milli 4 og 5 siödegis og séu m.a. reiöubúnir aö taka þátt i dreifingu á dreifibréfi. Simar skrifstofunnar i Kirkju- stræti eru 2-37-35 og 1-40-53. Gleymið ekki Framhald af bls. 10. skyrtu meö bindi og á vel burstuðum skóm. þcgar feröazt er, þ.e.a.s. á leiöinni til og frá ttalíu. Nánari ákvaröanir um klæönaö veröa gefnar eftir komuna til ttaliu 9. Unglingalandsliösmenn og fararstjórn þeirra mega ekki kaupa né neyta áfengra drykkja á meöan á förinni stendur. 10. Varöandi fréttamenn blaöa, sjónvarps eöa útvarps, þá er þaö aöeins cinn maöur, Hreggviöur Jónsson, sem talar viö þá aöila, sem sækjast eftir upplvsingum um leikmenn og liðiö. Fyrir eöa eftir leikina á ttaliu, má enginn leikmaöur unglinga- iandsliösins tala viö fréttamenn án leyfis frá Hreggviöi Jóns- syni. Gildir þetta jafnt um islcnzka sem erlenda frétta- menn. 11. Ef skyldmenni þurfa naubsynlega aö hafa eöa ná sambandi viö einhvern i unglingalandsliöinu eöa farar- stjórn þess meöan á ttaliuför- inni stendur, þá hafiö vinsam- legast samband viö Friöjón B. Friöjónsson, heimasimi 3-76-57, vinnusimi 2-42-60. Fararstjórn islenzka unglingalandsliösins: Hreggviður Jónsson Arni Agústsson Gunnar Pétursson Hreiöar Arsælsson gjafir og framlög til liknar- og menningarmála, enda starfandi i svo til öllum byggðarlögum landsins. Lionsmenn verða með flug- drekana á lofti á 9 stöðum i Reykjavik, 3 stöðum i Hafnarfirði og á Akureyri og 22 byggðarlög- um viðsvegar á landinu. Með þvi að kaupa flugdreka hjá Lionsklúbbnum styrkir þú liknar- eða menningarmál i byggðarlag- inu þinu”. Herinn burt Framhald af bls. 6. arsstöðum, Reykjadal. Tryggvi Gislason, skólameistari, Akur- eyri. Tryggvi Stefánsson, bóndi, Hallgilsstöðum, Fnjóskadal. Þór- arinn Haraldsson, bóndi Laufási, Kelduhverfi. Þráinn Þórisson, kennari Mývatnssveit. Nefndin kýs sér 3—5 manna framkvæmdastjórn. Samþykkt var að fela kjördæm- isnefndinni að halda samkomu herstöövaandstæðinga á Norður- landi eystra um Jónsmessuleytiö i sumar um þá ályktun sem aö of- an greinir. Krafa að NATO Framhald af bls. 1. nýju fiskveiöilögsögu. Hafa við- ræður um það staðið yfir og var eigi slitið, er Bretar sendu her- skip á Islandsmið, en þeim verður auðvitað ekki haldið áfram á meöan brezkur herskipafloti er við tsland.” Að loknum þessum fundi i NATCFráðinu var birt fréttatil- kynning þar sem sagt var að rætt hefði verið um fiskiveiðideiluna. „Ráðið skoraði á báða deiluaðila að gæta ýtrustu stillingar og gera allar þær ráðstafanir sem mega verða til þess að binda endi á deil- una með samningum. Ráðið mun halda áfram að ihuga deiluna á fundi einhvern næstu daga. Þang- að til mun aðalframkvæmda- stjórinn að beiðni ráðsins hafa náið samband við alla hagsmuna- aðila til þess að greiða fyrir | skjótri og vinsamlegri lausn.” Talið er að siðustu orðin merki að Luns framkvæmdastjóri NATO eigi að reyna sættir með tslendingum og Bretum, og skjátlast þá NATO-ráðinu illi- lega, þvi tslendingar voru alls ekki að skjóta landhelgismálinu sem sliku til NATO og auk þess þurfa tslendingar engan meðal- göngumann til viðræðna — ef Bretar hypja sig burt með her- skipin. Öryggisverðir Framhald af bls. 16. hann, aö þeir væru ekki löggæzlu- menn hér á landi og hefðu þvi ekkert umboð frá islenzkum yfir- völdum, hins vegar væri venjan, aö þessir menn héldu sig i nán- asta nágrenni fyrirmannanna og ættu fyrst og fremst að skýla þeim með eigin likömum, enda rðust að þvl er virtist gjarna stórir og breiðir menn til þessara starfa. Spurningunni, hvort þeir væru vopnaðir svaraði Baldur, aö sam- kvæmt alþjóðlegri hefö væri ekk- ert eftirlit haft með sliku, hverjir sem i hlut eiga. Fjöldinn Baldur treystist ekki til að nefna nákvæma tölu fylgdarlið- anna né þeirra hópa blaðamanna, sem hingað koma frá Bandarikj- unum, Frakklandi og viðar að i tilefni fundarins. Hann sagöi þó, að skráðir blaðamenn frá Banda- rikjunum væru hátt á annað hundrað og frá Frakklandi um 100, en samtals væri fjöldi er- lendu blaðamannanna á fjórða hundrað. Hjá hótel- og móttökustjórum þeirra hótela, sem mest verða notuð i sambandi við fundinn fékk Þjóðviljinn þær upplýsingar, að á Hótel Loftleiðum yrðu um 350 Bandarikjamenn, á Hótel Sögu um 100 manns, aðallega Frakkar, en einnig blaðamenn frá öðrum löndum áhangandi franska hópn- um og á Hótel Esju 156, þar af 100 Bandarikjamenn, hitt Frakkar. A Hótel Holti var allt fullt fyrirfram og þar verður aðeins franska flugáhöfnin, 6 manns. Gerir þetta rúmlega 600 manns, en að auki munu nokkrir búa með forsetunum i bústööum þeirra og vitað er til, að talsverð ásókn hef- ur verið i að fá leigðar ibúðir fyrir menn úr bandariska fylgdarliðinu þessa daga. Hefur verið farið framá það við fólk, að það rýmdi ibúðir sinar i þessu skyni —-og eru ýmsar tölur á lofti um þóknunina. —vli Lionsmenn sjást hér reyna hina nýju flugdreka sem þeir munu selja um allt landið á uppstign- ingardag. Stórir og smáir flug- drekar iuri allt land

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.