Þjóðviljinn - 30.05.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.05.1973, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN MiOvikudagur 30. mal 1973 DWÐVIUINN MALGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS ÍJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb.) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Slmi 17500 <5 linur). Askriftarverö Jcr. 300.00 á mánuöi. Lausasöluverö kr. 18.00. Prentun: Blaöaprent h.f. FREKAR NATO EN 50 MÍLUR? Rikisstjórnin hefur nú snúið sér til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna vegna herskipainnrásar Natoflota Breta i is- lenzka lögsögu. Forseta ráðsins hefur ver- ið sent mjög harðort bréf, þar sem áskil- inn er réttur til að kæra innrásina fyrir öryggisráðinu, en könnun fer nú fram á með hvaða hætti hyggilegast sé að standa að þvi máli. Bréf islenzku rikisstjórnarinnar til for- seta öryggisráðsins mun fyrir milligöngu þess berast rikisstjórnum allra aðildar- rikja Sameinuðu þjóðanna. Þá hefur Atlanzhafsbandalaginu verið send krafa um, að það hlutist til um að brezku herskipin hypji sig úr islenzkri fiskveiðilögsögu, þegar i stað, en sam- kvæmt stofnsamningi bandalagsins ber rikjum þess að snúast sameiginlega til vamar, sé á eitt þeirra ráðizt. Auðvitað er sjálfsagt að senda slika kröfu til NATO, þó ekki væri nema til að afhjúpa skripaleikinn og hræsnina, sem þetta hernaðarbandalag nokkurra stór- velda grundvallast á. Innrás Breta hefur svo sannarlega orðið til að staðfesta þá kenningu að smáþjóð- um stafar fyrst og fremst hætta af þvi eða þeim stórveldum, sem þær eru i hernaðar- bandalagi við. En svo sjálfsagt sem það er, að senda kröfu til NATO — svo að sjá megi svart á hvitu hversu háttað er samræmi milli orða og athafna hjá félagsskap þessum, þá er hitt jafn fráleitt, að NATO geti undir nokkrum kringumstæðum fengið land- helgismál okkar sem slikt til meðferðar eða ráðstöfunar. Aldrei má frá þvi hvika, að hér er um al- gert innanrikismál okkar að ræða, og er það lika skarplega undirstrikað i erindi is- lenzku rikisstjórnarinnar til NATO. Hins vegar hefur komið fram að ráða- menn NATO, sem með afskiptaleysi hafa lagt blessun sina yfir innrás Breta og fót- umtroða svo stofnskrá eigin bandalags, — þessir sömu ráðamenn vilja gjarnan fá landhelgismál okkar i sinar flekkuðu hendur. En varla mun þeim verða kápan úr þvi klæðinu. Morgunblaðið segir i forystugrein i gær, að engin ástæða sé til fyrir íslendinga, að segja sig úr Atlanzhafsbandalaginu ,,á meðan hagsmunir landsins eru ekki þar fyrir borð bornir”. Hvað skyldu margir íslendingar vera sammála Morgunblaðinu um að hags- munir okkar séu i hávegum hafðir við há- borð NATO meðan herskip bandalagsins ösla hér um miðin til að vernda sjóræn- ingja? Eða hvað segja menn um þessa setningu i sömu forystugrein Morgunblaðsins: ,,Og Það er athyglisvert, að hvorki Morgun- blaðið né Alþýðublaðið sjá i gær ástæðu til að skýra þjóðinni frá þeim hörmung- um, sem Gylfi Þ. Gislason og Geir Hall- grimsson báru á torg i útvarpi og sjón- varpi um helgina, vegna aðgerða Ægis gegn staka þjófnum. Væntanlega munu þeir fóstbræður Gylfi og Geir bera harm sinn i hljóði næstu daga og er þá vel. En Morgunblaðinu er svo mikið i mun, að fá lesendur sina til að gleyma ummæl- um Geirs Hallgrimssonar, er hann lýsti sig andstæðan aðgerðum varðskips- manna, að heil siða er lögð undir forystu- grein blaðsins um þessi efni. Morgunblað- ið gerir þar örvæntingarfulla tilraun til að koma sér upp skoðun á þvi, hvort varð- skipsmenn hafi gert rétt, er þeir reyndu að stöðva landhelgisbrjótinn á laugardag. því má aldrei gleyma, að þótt landhelgis- málið sé okkur mikið hagsmunamál byggjast öryggismál landsins á miklu við- tækari hagsmunum”. Sem sagt frekar NATO en 50 milur. Sennilega þyrftu stórveldi NATO að ráðast með skriðdrekum inn á ritstjórnar- skrifstofur Morgunblaðsins til þess að þeir Morgunblaðsmenn hættu að syngja hale- lúja um þetta striðsbandalag, — en hver veit? — Liklega mundi Eyjólfur Konráð bara bjóða þá velkomna. Sifellt stærri og stærri hópur íslendinga, er hins vegar þeirrar skoðunar, að næst eigi að segja við Atlanzhafsbandalagið — Séu herskipin ekki farin út innan tilskilins tima, þá mun ísland segja skilið við þetta bandalag. Slikt mál skilja þeir nefnilega við há- borðið i Brilssel. Þetta tekst blaðinu samt ekki, þvi að jafnan er slegið úr og i. Talað er um, að stjórnvöld hafi ekki viljað veita heimild til að skjóta i brú eða reykháf, en slikt hefði hugsanlega getað stöðvað togarann, — og siðan spurt: ,,En hvaða tilgangi þjónar það þá, að hefja slikar aðgerðir, ef menn eru ekki reiðubúnir til að fylgja þeim fram til fulls?” Hér er sem sagt látið að þvi liggja, að jafnvel hefði átt að skjóta meira og þá i brúna. En annars staðar i sömu grein er talað um að með aðgerðunum firrum við okkur siðferðilegum styrk. Niðurstaða Morgunblaðsins er þá þessi: —Það var annað hvort skotið of mikið eða of litið, en örugglega ekki mátulega. Geri nú aðrir betur en Eyjólfur og Matthias! OF EÐA YAN, EN EKKI MÁTULEGA Stofnfundur Samtaka herstöðvaandstœðinga á Norðurlandi „Stofnfundur Samtaka herstöövaandstæðinga í Norðurlandskjördæmi eystra leggur áherzlu á að ríkisstjórnin standi við stjórnarsáttmálann um brottför hersins af islandi á þessu kjörtímabili. Fundurinn telur að island eigi ekki að vera í hern- aðarbandalagi og vítir flotainnrás Breta í íslenzka fiskveiðilögsögu, sem sýnir gagnsleysi þess, að i^land sé i hernaðarbandalögum. Skorar fundurinn því á Al- þingi og ríkisstjórn að segja ísland úr NATÓ." Ofangreind ályktun var sam- þykkt á fjölmennum fundi her- stöðvaandstæöinga á Akureyri á sunnudaginn, og er hún enn eitt dæmið um þaö hvernig almenn- ingur i landinu tengir nú saman landhelgismálið og herstööva- málið vegna aöildar tslands að NATO. Krafan um úrsögn úr NATO er þvi orðin þjóðarkrafa sem menn sameinast um þvert á öll flokksbönd og án tillits til stjórnmálaskoöana. Þjóðviljanum hefur borizt eftir- farandi fréttatilkynning frá Sam- tökum herstöðvaandstæðinga um Akureyrarfundinn: Stofnfundur Samtaka her- stöðvaandstæðinga i Norður- ÍSLAND ÚR NATO HERINN BROTT - Hluti fundarmanna á stofnfundi Samtaka herstöðvaandstæðinga á Noröurlandi eystra. landskjördæmi eystra var hald- inn i Alþýðuhúsinu á Akureyri sl. sunnudag 27.5. Fundinn sóttu um 130 manns viðsvegar að úr kjör- dæminu. Njörður P. Njarövik, lektor, flutti inngangsræðu og lesin var ræða Kristjáns skálds frá Djúpa- læk i forföllum hans. Fundar- stjórivar Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn og flutti hann einnig ávarp. A eftir inngangsræðum voru frjálsar umræöur. Fundurinn kaus 20 manna kjördæmisnefnd til að skipuleggja starf herstöðva- andstæðinga i kjördæminu. 1 nefndinni eiga sæti: Aðalbjörn Gunnlaugsson, kenn- ari, Lundi, Axarfirði. Angantýr Einarsson, skólastj. Raufarhöfn. Bjarni Aðalgeirsson, kaupfél.stj. Þórshöfn. Björn Þór ölafsson iþróttakennari ölafsfirði. Elin Stefánsdóttir, ljósmóðir, Akur- eyri. Guöriöur Eiriksdóttir, skólastj. Laugalandi. Hallmar Freyr Bjarnason, múrari, Húsa- vik. Helgi Guðmundsson, starfsm. verkalýðsfél. Akureyri. Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi, Tjörn. Hreinn Pálsson, lögfr. Akureyri. Jóhann Karl Sigurðs- son, augl.stj. Akureyri. Jóhanna Aðalsteinsdóttir, húsmóðir, Húsavik. Jóhanna Þorsteinsdótt- ir, nemi Akureyri. Kristján skáld frá Djúpalæk, Akureyri. Ragnar Helgason, stöðvarstjóri, Kópa- skeri. Sigfús Jónsson, bóndi, Ein- Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.