Þjóðviljinn - 30.05.1973, Blaðsíða 3
MiOvikudagur 30. mal 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Einar Agústsson utanríkisráðherra við erlenda fréttamenn
ALMENNIN GSÁLITIÐ
SNÝST GEGN NATO
Hreki það ekki
Breta út
úr landhelginni
Endurskoðun á her-
stöðvasamningnum við
Bandaríkin hefst bráðlega,
sagði utanríkisráðherra við
fréttamennina. Hún er gerð
i þvi skyni að losna við her-
inn, enda ættu nú að teljast
friðartimar. Heimsástand-
ið er þannig að það ætti að
vera unnt að halda hlut-
leysi, persónulega vona ég
að þeir tímar séu skammt
undan að hernaðarbanda-
lög í austri og vestri hverfi
úr sögunni. Vinsældir
NATO hafa óðum dvínað
hér áislandi siðustu daga.
Ef NATO-ráðið reynist
ófúst eða ófært um að
hrekja Breta út úr land-
helginni mun þess gæta i
almenningsáliti hérlendis
gagnvart bandalaginu.
Þetta er útdráttur úr þeim
svörum sem utanrikisráðherra,
Einar Agústsson, veitti viö spurn-
ingum erlendra fréttamanna i
gær. Þeir fjölmenntu á almennan
fund hjá ráöherranum og spurðu
margs varöandi landhelgismálið
og tengsl þess viö stefnu Islend-
inga i utanrlkismálum aö ööru
leyti.
Ráðherrann skýröi frá þvi aö
rikisstjórnin heföi ákveöiö aö
skrifa forseta Oryggisráðsins
bréf þar sein athygli er vakin á
þeim ófriöi sem Bretar fara nú
meö á hendur Islendingum.
Margar spurningar tengdust
þvi erindi sem fastafulltrúi Is-
lands hjá Atlanzhafsbandalaginu
NATO afhenti á ráösfundi þess i
gærmorgun. Lagöi ráöherrann
áherzlu á þaö aö landhelgisdeil-
unni sem slikri væri alls ekki vis-
aö til NATO, heldur væri þess
krafizt aö bandalagiö sæi til þess
aö 1. grein NATO-samningsins
væri ekki brotin af einu stærsta
rikinu gegn þvi minnsta. Vitan-
lega heföu viöbrögö NATO viö
Véladeií
Samband
iRMÚLA 3 SIM
Úr sýningarbás Véladeildar S.Í.S. Fremst á myndinni er eldunarhellan sem hitar meö rafbyigjum.
Véladeild S.Í.S. með nýjung á heimilissýningunni
Tíðinda-
laust
í land-
helginni
Aö sögn Hafsteins Haf-
steinssonar blaöafulltrúa
landhelgisgæzlunnar i gær-
dag, var allt tiöindalaust á
þeim miöum sem landhelgis-
brjótarnir voru að veiöum á
með herskipavernd. Flotinn
var á sömu slóðum og siöustu
daga, fyrir Noröurlandi og s-a
af llvalhak.
Rafbylgjur
yið matseld
Véladeild S.l.S. kynnir nýja
gerð eldavélarhellna á heimilis-
sýningunni. Hún er þannig gerö
aö rafbylgjur hita pottana á ör-
skammri stundu.en sjálf eldunar-
hellan gerir ekki meira en rétt
volgna. Þetta tæki er frá banda-
riska fyrirtækinu Westinghouse
en S.t.S. sýnir mörg fleiri verk-
færi þaöan, s.s. grillofna, þvotta-
vélar, uppþvottavélar, örbylgju-
ofn, frystikistur, isskápa o.m.fl.
Westinghouse hefur skapað sér
Bjarnarey VE var
tekin í landhelgi
Nýja skipiö hans F.inars „ríka”
sem smíöaö var i Slippstöðinni á
Akurcyri og afhent var f vetur,
Bjarnarey VE, var tekin að ólög-
legum veiöum 0,7 sjómilur innan
viö fiskveiðimörkin í fyrradag.
Þaö var Arvakur sem tók Bjarn-
areyna og færði hana til Þorláks-
hafnar.
Sjópróf fóru fram i þessu máli i
gær,og siödegis kvað sýslumaður-
inn i Arnessyslu upp dóm yfir
skipstjóranum. Hann var dæmd-
ur 160 þús. kr. sekt og afli og veiö-
arfæri gerð upptæk. Skipstjórinn
játaöi aö hafa verið fyrir innan
þegar hann var tekinn, en sagði
aö hér heföi verið um algert slys
aö ræöa, en ekki ásetningsbrot.
Hann heföi haldið sig vera fyrir
utan mörkin.
—S.dór
mikla frægð fyrir ýmsar nýjung-
ar i gerð heimilistækja og þykja
vörur þessa fyrirtækis sérstak-
lega vandaðar.
Annars er véladeildin meö 3
bása á þessari sýningu, eldhús-
tæki i tveimur þeirra, og hinn
þriðji er helgaöur saumaskapn-
um eingöngu. Þar sýnir S.l.S.
saumavélar frá Singer, en þær
eru nú 70% af heimsframleiðsl-
unni á þessum markaöi.
Auk heimilistækja frá þessum
tveimur stórfyrirtækjum sýnir
S.I.S. vörur frá þýzka fyrirtækinu
Bauknecht. Það eru aðallega
frystikistur og isskápar sem þaö
fyrirtæki framleiöir, og eru kæli-
skáparnir á mjög góöu verði. Þá
má nefna frystikistur frá norska
fyrirtækinu Elstar en þær eru
framleiddar i 4 stæröum.
Að lokum er rétt að nefna hina
ódýru þvottavél frá Frigidaire.en
hún er alsjálfvirk og skemmti-
lega útbúin. Hún tekur allt að 5 kg
af þurrum þvotti og þvær eftir 10
sjálfvirkum þvottakerfum. Is-
lenzkur leiðarvisir fylgir með vél-
inni auk þess sem þvottakerfis-
textinn á vélinni er á islenzku.
Frigidaire er itölsk gæðavara
og mun vera óhætt að mæla með
þessari vél.
þessari sjálfsögöu kröfu áhrif á
almenningsálit i landinu og aö-
geröir stjórnvalda, og visaöi ráö-
herrann til þess aö flestir ræöu-
manna á útifundi ASl heföu taliö,
aö ef NATO liöi innrásina værum
viö tilneydd aö endurskoöa af-
stööu okkar til þess sama banda-
lags.
Virtust fréttamennirnir hafa
einna mestan áhuga á þessum
þætti málsins og var ráðherrann
þaulspuröur svipaöra spurninga
og hann þegar haföi svaraö. Ekki
kvaöst ráöherrann getaö svaraö
til um þaö, hvaö NATO-ráöið
heföi marga daga til aö ýta Bret-
um út, þeir yröu ekki mjög marg-
ir, né kvaö hann rikisstjórnina
hafa ákveöiö sinar aögeröir ef svo
færi aö hernaöarofbeldiö héldi
áfram.
Ef NATO hins vegar kæmi þvi
til leiöar aö Bretar færu út meö
herskip sin mundi bandalagiö
hækka við þaö i áliti hjá Islend-
ingum, en þaö heföi ekki nein
áhrif á þá endurskoöun á her-
^töövasamningnum viö Banda-
rikin sem nú stæöi fyrir dyrum.
Ráöherrann kvöast ætla aö
endurskoöun hans yröi hafin
mjög bráðlega eöa aö öllum lik-
indum i næsta mánuöi. Hann
lagði áherzlu á það aö „endur-
skoðun” væri i senn tækniyröi
samningsins sjálfs um ákveöinn 6
mánaða frest, áöur en til upp-
sagnar kæmi, og timi til athugun-
ar á öllum hliöum málsins. Til-
gangur þess að máliö er nú skoö-
að er sá, aö tslendingar vilja
losna við herinn og koma á þvi
upphaflega ástandi að hér sé eng-
inn her á friöartimum. Margt
benti til þess aö nú séu friöartim-
ar, og nefndi ráöherrann fjölda
atriða i sambandi viö minnkandi
spennu og slökun i alþjóðamál-
um. Hann kvaðst alls ekki vera
viss um þaö aö Atlanzhafsbanda-
lagið mundi veikjast viö þaö þótt
herstöðin hér yrði afnumin, þvi
hér væri aö sinu viti aöallega
eftirlitsstöö. En atriöi eins og
þetta mundu koma til álita viö
endurskoðunina.
Einn erlendu blaöamannanna
lét i ljós ótta viö þaö aö her
stöðvalausir tslendingar mundu
veröa hallir undir „önnur stór-
veldi, svo sem austræn”, og sagöi
þá ráöherrann aö hann teldi
mögulegt aö halda hlutleysi um
þessar mundir. Hann eins og svo
margir aörir vonuöust til þess aö
þeir timar væru skammt undan
aö hernaöarbandalög austurs
sem vesturs hyrfu úr sögunni.
Vakin var athygli á þeim frétt-
um sem nú hafa borizt frá Kan-
ada um væntanlega stækkun á
fiskveiöilögsögunni þar. Kvaöst
utanrikisráðherra vona að Kan
ada yröi Islendingum vinsamlegt
i sambandi viö landhelgismáliö
og mundi muna um stuöning þess
við sjónarmiö okkar á hafréttar-
ráöstefnunni. Og sannarlega væri
þarna verðugt verkefni fyrir
brezka sjóherinn, þvi Kanada
hefur landa lengsta strandlinu og
útfærslan er i hvorki meira né
minna en 200 milur! Hlógu þá er-
lendu fréttamennirnir.
hj—
r
Ovenju
mikill
hafís við
Austur-
Grœnland
Rannsóknarskipiö Bjarni
Sæmundsson kom úr 4ra vikna
rannsóknarleiöangri til
Austur-Grænlands um slöustu
helgi. Viö höföum i gær
samband viö Jakob Magnús-
son fiskifræðing sem var
leiöangursstjóri i þessari ferö
og báöum hann segja okkur
frá þvi helzta úr feröinni.
Jakob sagöi aö lagt heföi
veriö af stað 25. april og haldiö
til austurstrandar Grænlands
til aö leita miöa fyrir islenzku
togarana og einnig til aö
framkvæma ákveönar
rannsóknir á þessu svæöi.
Fariö var um svæöi allt aö
Torbenskjöldsbanka en þetta
svæöi allt er þekkt sem
togaramið. Þaö gerði okkur
nokkuö erfitt fyrir, sagöi
Jakob, hvaö hafisinn var
mikill á þessu svæöi, óvenju
mikili miöaö við árstima.
Aöal verkefni feröarinnar
var aö leita að fiski fyrir
togarana og vera þeim til
aðstoðar þennan tima sem viö
vorum úti og ég hygg aö segja
megi aö þeir hafi haft nokkuö
gagn af veru okkar þarna. Viö
fórum yfir þetta svæði oftar en
einu sinni og gáfum togurun-
um upplýsingar bæöi um isinn
og fiskinn.
Við fundum þarna á nokkr-
um svæðum allgóöan afla
handa togurunum, en þvi mið-
ur var nokkuö mikiö magn af
smákarfa á þessum svæöum
sem ekki var hægt að veiöa.
Eins var nokkuð af karfa,
hæng, en hrygnan, sem fer á
djúpið til að gjóta, var ekki
komin upp að landinu.
Það helzta sem liggur fyrir
af þeim rannsóknum sem
gerðar voru er aö skilyrði i
sjónum eru verri nú en var á
svipuðum tima I fyrra vegna
þess hve sjórinn er kaldari nú.
Sjórinn er nú mun átuminni en
var þá og stafar það af
sjávarkuldanum.
Jakob sagði aö djúpt úti af
Vikurál hefði veriö floti af a-
þýzkum, pólskum og sovézk-
um togurum á grálúöuveiöum.
Þarna er slæmur botn til aö
toga yfir en þessi floti var aö
fá góöan afla þarna þrátt fyrir
það. Einhverjir islenzkir
togarar reyndu viö þessa veiði
en gáfust upp, vegna hættu á
miklu veiöarfæratjóni. En
þessi erlendi floti var þarna
allan þann tima sem Bjarni
Sæmundsson var viö Græn-
land eða 4 vikur.
Þá voru norskir lúöuveiðar-
ar djúpt úti af Reykjanesi og
allt aö austurströnd
Grænlands. Norömenn hafa
stundaö þarna lúöuveiöar um
árabil og það eru all stór skip
sem þarna eru. Lúöan er veidd
á handfæri og þaö væri vissu-
lega athugandi fyrir okkur Is
lendinga hvort þessar veiöar
hentuöu okkur ekki yfir voriö
og sumariö. Aö sögn Jakobs
virtust Norömenn veiða þarna
vel.-S.dór
AÆTLUNARFLUG Á
SNÆFELLSNESIÐ
Flugfélagiö Vængir hf. hefur
hafið áætlunarflug á Snæfellsnes-
iö. Veröur fyrst um sinn flogiö til
Stykkishólms en seinna veröur
einnig flogiö til Rifs þegar flug-
völlur sem Vængir hófu byggingu
á þar i fyrrasumar veröur full-
gerður.
Flogið veröur frá Reykjavik
mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga klukkan 9 um morgun
og einnig klukkan 18 á föstudög-
um, og svo veröur eftirmiðdags-
ferö á sunnudögum.þannig aö fólk
getur brugöiö sér í helgarferö að
vestan til borgarinnar og öfugt.
Félagið mun nota 9 sæta vél i
þessar feröir til aö byrja meö,en
um mánaöamótin júní/júli á þaö
von á 20 sæta vél til''landsins og
mun hún veröa notuð I þessar
ferðir ef þörf veröur á. Fargjaldiö
er 1250 aðra leiðina en 2250 ef báö-
ar ferðir eru keyptar i einu,— |>h