Þjóðviljinn - 05.06.1973, Page 7

Þjóðviljinn - 05.06.1973, Page 7
Þriðjudagur 5. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Pólitiskum föngum, sem Campora hefur látið lausa, er ekið á brott úr fangelsi við góðar undirtektir mannfjöldans. Valdataka Perönista í Argentínu Enn fjölgar þeim ríkjum sem fylgja þjóðernissinnaðri umbóta- stefnu andstœðri Bandaríkjunum Á opinberum pólitiskum fundi var Juan Perón spurður að þvi hvernig heilsufari hans væri hátt- að. Þetta var árið 1954, ári fyrr en her Argentinu steypti forsetanum af stóli. Einn af áhangendum Peróns hrópaði þá: „Perón mun- um við hafa hjá okkur i hundrað ár.” Og Perón bætti við sjálfur, mannfjöldanum til mikillar hrifn- ingar: „Þið munið eiga Perón i 5000 ár, þvi að jafnvel þótt ég sjálfur hverfi af sviðinu þá mun hin pólitiska stefnuskrá min halda áfram.” Staðgengillinn Juan Domingo Perón, sem nú er 77 ára gamall og hefur verið i útlegð i 18 ár, mest á Spáni, er nú aftur kominn til valda i Argen- tinu. Hann er ekki forseti sjálfur vegna þess að herforingjastjórn- in, sem hafði sett Alejandro Lan- usse i forsetaembættið, neitaði að samþykkja að Perón sjálfur yrði i framboði. Forysta argentinskra liðsforingja, sem hafa farið með völd siðan 1966, hefur megna and- úð á Perón vegna þeirra alræðis- aðferða, sem hann beitti á árun- um eftir strið. En sá forseti sem tók við embætti við hátiðlega at- höfn á föstudaginn var, hlýðir Perón i einu og öllu. Hinn nýji forseti, tannlæknirinn Hector Campora, hefur þjónað meistara sinum af mikilli holl- ustu allt siðan Perón hóf feril sinn árið 1943 — fyrir þrjátiu árum. Campora var forseti þingsins lengst af á frægðarferli Peróns (1946-1955) og sló þá öll met i opinberum lofsöngvum um ágæti Peróns og konu hans, Evitu, sem mjög var dýrkuð af landsmönn- um. Það var Perón sem ákvað það sjálfur að Campora skyldi verða forsetaefni Perónista i kosning- um þeim sem fram fóru i landinu þann ellefta marz. Hector Campora fékk helming greiddra atkvæða, afgangurinn skiptist á milli átta keppinauta hans. Þetta var árangur kosn- ingabaráttu sem fram fór undir vigorðinu: „Campora sem for- seta, Perón til valda.” Enginn kjósandi átti að vera i vafa um að Campora átti aðeins að vera handlangari Peróns. 'Kosningasamsteypa sú sem Perónistar og nokkrir smáflokkar Ungir Perónistar marséra um götur Buenos Aires. an Perón var hrakinn frá völdum má heita að kaupmáttur launa hafi sifellt verið að skreppa sam- an. Misjafn sauður Meðal Perónista má finna ólik- legasta samsafn af pólitiskum skoðunurh. Allt frá nýfasisma og ihaldssemi til Maókommúnisma og borgarskæruliða. En i heild sinni má segja að Perónisminn sé hagstæður verkalýð og umbóta- sinnaður. Campora hefur sett á dagskrá „verulegar kauphækk- anir” til verkamanna, þjóðnýt- ingu peningastofnana og umbæt- ur i landbúnaði. Meðal gesta við eiðtökuna var William Rogers, fulltrúi Nixons forseta. En Campora hafði og boðið Dorticos, forseta Kúbu, og Allende, forseta Chile. Báðum þessum sósialistum á forsetastól- um var ákaflega vel fagnað af þvi unga fólki, sem þyrptist saman tii að fagna Campora. Þvi hefur þegar verið lýst yfir að Argentina muni taka upp stjórnmálasam- band við Kúbu. Starfsemi Kommúnistaflokksins hefur verið leyfð á nýjan leik. Og sumpart til að efna gefin heit, en sumpart einnig fyrir sakir þrýstings frá æskufólki, hafa verið náðaðir og látnir lausir um eitt þúsund póli- tiskir fangar. Marg bendir til þess, að hinn sundurleiti Perón- ismi muni þróast til vinstri innan tiðar — eða svo mun vilja sá mikli fjöldi æskumanna sem hefur léð hreyfingunni fylgi sitt. Með valdatöku Perónista i ein- hverju þýðingarmesta landi Suð- ur-Ameriku hefur enn eitt riki bætzt i hóp þeirra, sem fylgja þjóðernissinnaðri umbótastefnu, andstæðri Bandarikjunum. Halldór Sigurðsson (með viðbót úr DN) Friðarsókn mynduðu, Réttlætis- og frelsis- fylkingin, (FREJULI), náði óvenju góðum árangri — hún hlaut 20 landstjóraembætti af 23, 43 af 69 þingsætum i öldungadeild og 146 af 234 þingsætum i fulltrúa- deild. Afleit aðkoma Campora sór embættiseið sinn þann 25. mai sem fyrr segir, og verður þetta mjög sögulegur dag- ur. Liðsforingjarnir hafa afhent völdin borgaralegum öflum, eftir að þeir hafa i fyrsta sinn siðan 1930 viðurkennt, að þeir séu ekk- ert færari um að stjórna landinu en óbreyttir borgarar. Það var Hector Campora árið 1930 að liðsforingjarnir frömdu sitt fyrsta valdarán, og þeir hafa ekki hætt siðan ihlutun sinni um stjórnmál. Argentina hefur verið eitt þró- aðsta land Suður-Ameriku og eitt það rikasta frá náttúrunnar hendi. En valdstjórn hersins hefur verið slik, að ungir menn og reiðir tala með eðlilegum rétti um að „Argentina er eina landið I heiminum sem hefur vanþróað sig sjálft.” A siðasta ári nam verðbólgan i landinu 76%, og það var i sjálfu sér ekki neitt eins- dæmi. Um 10-15 af öllum vinnu- færum mönnum voru atvinnu- lausir (1-1,5 miljónir manns). Sið-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.