Þjóðviljinn - 17.06.1973, Qupperneq 6
fi StDA - ÞJ6ÐVIL.I1NN Sunnudagur 17. júnl 1973.
DJOÐVIUINN
MALGAGN SÓSIALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
(Jtgefandi: (Jlgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb.)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Slmi 17500 (5 linur).
Askriftarverö Jcr. 300.00 á mánuöi.
Lausasöluverö kr. 18.00.
Prentun: Blaöaprent h.f.
OKKAR HLUTUR
Við höldum þjóðhátið i dag. 29 ár eru lið-
in frá þvi islenzka lýðveldið var stofnsett á
Þingvöllum og þjóðin sagði erlendum
valdsmönnum upp trú og hollustu, að
loknu nær sjö alda skeiði erlendra yfir-
ráða.
Nú eru timar mikillar þjóðlegrar bar-
áttu, en jafnframt hefur eitt höfuðeinkenni
i þróun siðustu ára á íslandi verið vaxandi
alþjóðahyggja, — ekki sizt hjá unga fólk-
inu.
Ýmsum hættir til að líta á þjóðlegan
metnað og alþjóðahyggju sem tvær ill-
sættanlegar andstæður, en fyrir smáþjóð
eru fáar kenningar hættulegri en sú.
Vissulega þekkjum við dæmi um afvega-
leidda þjóðernishyggju eða öfugsnúná al-
þjóðahyggju, sem leitt hafa til ófarnaðar.
Samt er það staðreynd að i þessum efnum
þarf ekki og má ekki vera um neinar and-
stæður að ræða.
Þjóðleg barátta okkar íslendinga byggir
með gildum rökum á sannfæringu um að
liðsinni okkar við baráttufélaga i öðrum
löndum látum við bezt i té með þvi að
standa okkur á eigin heimavigstöðvum.
Þjóðleg barátta okkar beinist nú að fullum
yfirráðum i islenzkri landhelgi, að hreins-
un lands okkar af erlendum her og þvi að
tryggja eigið forræði i atvinnulifi á ís-
landi. Þessari baráttu er ekki beint gegn
alþýðu annarra landa, hvorki i einu landi
né öðru.
Þvert á móti er fullvist að með sigri
okkar á vettvangi þjóðlegra baráttumála
leggjum við jafnframt fram drýgstan
skerf til baráttu þjóða og stétta i öðrum
löndum, er eiga samúð okkar, og heyja
skylda baráttu við alþjóðlegt auðvald og
stórveldastefnu.
Okkar þjóðlega barátta á ekkert skylt
við þjóðernishyggju, sem valdhafar
sumra stórþjóða hafa á ýmsum timum
leitazt við að magna upp i þvi skyni að
upphefja eigin þjóð til að drottna yfir öðr-
um og fótumtroða rétt þeirra, er minna
máttu sin.
Við krefjumst aðeins réttarins til að
sitja einir að eigin landi, og til að njóta
gæða þess og fiskimiðanna við íslands-
strendur. Þennnan rétt teljum við helgað-
an af ellefu alda búsetu islenzkra manna
hér. Við höfum i timans rás þolað bæði
blitt og stritt i okkar góða iandi og goldið
náttúruöflum þess á láði og legi þann
skatt, er gerir rétt okkar ótviræðan.
Þjóðlega baráttu okkar skulum við þvi
efla án hiks og sækja fram til nýrra sigra,
ekki til að hreykja sjálfum okkur i fila-
beinsturni, heldur i vitund þess, að með
þeim hætti gegnum við bezt okkar alþjóð-
legu skyldum.
En minnumst þess, að alþjóðlegar
skyldur okkar eru ekki við valdhafa stór-
velda eða þeirra bandalög, heldur við al-
þýðu heimsins, — það fólk sem er mikill
meirihluti mannkyns og enn hefur ekki
náð að hrista af sér hlekki framandi auð-
drottna og hervalds.
Takist okkur að sigra i baráttu okkar við
brezkt auðvald og bandariska hernaðar-
stefnu þá réttum við striðandi alþýðu
heimsins þann fána, sem íslandi er
stærstur sómi að.
Þessa er vert að minnast á okkar þjóð-
hátiðardegi.
Búrræöikaiulidatarnir 12, sem útskrifuðust I vor úr frainhaldsdeild Bændaskólans að Ilvanneyri. Fyrir
miðju i fremri röð er skólastjórinn, Magnus B. Jónsson.
Bændaskólanum á
Hvanneyri slitið
t vetur stunduöu 83 nemendur
þar af 3 stúlkur, nám viö Bænda-
skólann á Hvanneyri. i Bænda-
deild, sem er eins vetrar nám,
voru 55 nemendur, en i Fram-
haldsdeild, sem er þriggja vetra
nám aö loknu búfræöiprófi og al-
mennu undirbúningsnámi, voru
28 nemendur.
Bændadeild var slitiö 10. mai og
voru aö þessu sinni brautskráöir
49 búfræðingar. Hæstu einkunn á
búfræöiprófi, 9.19, hlaut Vignir
Vigfússon, Skinnastööum, Torfa-
lækjarhreppi, A-Hún. Jón
Eiriksson, Búrfelli, Miöfiröi, V-
Hún. hlaut einnig ágætiseinkunn.
Hlööver Hlöðversson, Björgum,
Köldukinn, S-Þing., fékk verölaun
frá S.Í.S. fyrir hæstu einkunn I
búfjárfræöi. Benedikt Þor-
björnsson úr Reykjavik hlaut
..Morgunblaösskeifuna" fyrir
beztan árangur viö tamningu
hesta.
Framhaldsdeild var slitið 9.
júni og voru brautskráðir 12 bú-
fræðikandidatar. Hæstu einkunn
á kandidatsprófi (B.Sc.), 9.28,
hlaut Jónatan Hermannsson,
Gaitalæk, Biskupstungum Arn.
og er það jafnframt bezti árangur
sem til þessa hefur náðst á
kandidatsprófi i Framhaldsdeild,
en hún var stofnuð 1947. Aðra
hæstu einkunn, 8.64, hlaut Ari
Teitsson, Brún, Reykjadal, S-
Þing. Félag islenzkra búfræði-
kandidata veitti Jónatan Her-
mannssyni bókaverðlaun fyrir
ágætan námsárangur.
Skólastjóri veitti vandaðri
sýningarvél móttöku sem gjöf til
skólans frá 10 ára búfræöikandi-
dötum.
Meðal þeirra, sem tóku til máls
við skólaslit, var Gisli Sigur-
björnsson, forstjóri, og bauðst
hann til að gefa á prenti 5 beztu
aðalritgerðir til kandidatsprófs
1973 auk stuttra yfirlita úr hinum
ritgerðunum 7. Skólastjóri
þakkaði Gisla þetta rausnarlega
boð, svo og hlýhug hans i garð
skólans.
Verið er að byggja nýtt skóla-
hús á Hvanneyri. Fyrsta áfanga
er að mestu lokið, en i honum eru
ibúðir fyrir 58 nemendur og 2
ibúðir fyrir kennara. Annar
áfangi er i byggingu, en i honum
verða eldhús, matsalur, setu-
stofur, ibúðir fyrir starfsfólk
heimavistar og ibúðir fyrir 28
nemendur.
Nú er unnið aö heildarskipulagi
Hvanneyrar hjá Verkfræðistofu
Guðmundar G. Þórarinssonar og
hafa frumuppdrættir nú þegar
verið lagðir fram.
Skólastjóri Bændaskólans á
Hvanneyri er Magnús B. Jónsson.
Frá Öháða söfnuðinum:
SUMARFERÐALAGIÐ verð-
ur i Þórsmörk sunnud. 24.
júní. Farmiðasala og upplýS-
ingar i Kirkjubæ l8. og 19. júni
kl 5—7 sd. simi 10999.
Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstœðinga
Mótmælir aðild
íslands að NATO
Alyktun gerö á fundi
miönefndar Samtaka her-
stöðvaandstæðinga 6. júní
s.l.:
Eins og flestum mun
Ijóst, er höfuðmarkmið
herstöðvaandstæðinga að
allar herstöðvar verði
lagðar niður á íslandi. I
Ijósi þeirra uggvænlegu at-
burða, að brezki NATO-
herinn hefur ráðizt á
íslenzku þjóðina, vill
miðnefnd Samtaka her-
stöðvaandstæðinga i
Reykjavik mótmæla ein-
dregið veru íslands i því
hernaðarbandalagi, sem er
forsenda þess, að erlendar
herstöðvar eru á íslandi á
friðartímum.
Miðnefndin varar einnig
alvarlega við því, að
nokkuð verði gefið eftir af
kröfum í herstöðvamálinu
og NATO-málinu gegn sigri
í landhelgismálinu. Land-
helgismálið sýnir
almenningi á íslandi, að
því fyrr sem hann rekur
bandaríska herliðið og
NATObrott af landinu, því
betra fyrir hans eigin hags-
muni. Þvi eru kröfur
okkar:
Einhliða útfærsla.
Herinn burt.
ísland úr NATO
Nýtt met
Július Hjörlrifsson, 18 ára
gamall lR-ingur, setti nýtt ung-
lingainet í 8(1« mctra hlaupi i Ny-
kiibing i Sviþjóö s.l. föstudags-
kvöld og varð annar. Timi
Júliusar var 1.56,2. Sá fyrsti i
hlaupinu var með timann 1.56,1.
Eldra unglingametið átti Ilalldór
Guðbjörnsson, en það var 1.57,1.
Þetta er jafnframt bezti timi ls-
lendings á þessari vegalengd i ár.
Málverkasýning á Sauðárkróki
Um hvitasunnuhelgina stóð yfir listavcrkasýning i Safnahúsinu á
Sauðárkróki. Þá sýndi Elias B. Halldórsson listmálari verk sin.
Myndin er af Elíasi á sýningunni.