Þjóðviljinn - 19.06.1973, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. júni 1973.
HORN
í SÍÐU
Seinheppni
Moggans
Það er nokkuð misjafnt
hversu seinheppnir menn eru.
Kykvendisskapur sálarlifsins
tekur alltaf fagnaðarkipp
þggar seinheppni eltir þá sem
manni finnast að eigi það
skilið. Slik seinheppni ein-
kenndi Morgunblaðið i siðustu
viku, og skulu hér tilnefnd
þrjú dæmi þess handa þeim
sem vilja viðhalda kykvendis-
skapnum i sjálfinu.
Þá er þar fyrst til að taka.
að siöustu vikuna skrifaði ein-
hver af huldustrákum Mogga
eina eða tvær greinar um
ritskoðun og það einræðis-
kennda og ómanneskjulega
hugarfar sem slikri skoðun
fylgir. Slik iðja þrifst að sjálf-
sögðu ekki á Morgunblaðinu!
Hins vegar þrifst hún
afburðavel i austantjalds-
löndunum og einræðisrikjum,
að sögn huldustráks.
Á sama tima og
huldustráksgreinin um
ritskoðunina birtist var
ágætur maður (hingað til tal-
inn af Morgunblaðinu),
Ingólfur Jónsson, fyrrverandi
ráðherra, núverandi
hugmyndafræðingur Sjálf-
stæðisflokksins, að skoða
ritsmiöar flokksbróður sins.
Guðmundar Danielssonar,
austur á Sejfossi og lyktaði
þeirri skoðun svo, að nokkur
hundruð eintök af prentuðu
málgagni Sjálfstæöisi'lokksins
voru eyðilögð, úr blaöinu
teknar greinar, óhagstæðar
flokknum, þar á meðal
samþykktir kjósenda Ingólfs i
herstöðvarmálinu og NATÓ-
málinu, og Guðmundur
Danielsson sagði af sér
ritstjórninni vegna vinnu-
bragða Ingólfs.
Ingólfur skyldi þó ekki vera
kom mi eftir allt saman!
Hvernig skyldu huldu-
strákarnir á Moggaritstjórn-
inni taka á honum eftir þessar
aðfarir hans gegn skoöana-,
tjáningar- og prentfrelsi?
Þá er i annan stað að nefna,
að dag einn i vikunni sem leið
gat að lita eftirfarandi fyrir-
sögn á leiðara Morgunblaðs-
ins, en leiðarar eru einnig
skrifaðir af huldustrákum,
sem ekki vilja láta nafns sins
getið: — Fjórða gengisfelling
vinstri stjórnarinnar.
Siðar þann sama dag, voru
gefin út bráðabirgðalög, um
hækkun gengis krónunnar um
2,2 %! (Einn huldustrákurinn
til á Mogganum sagði að visu
1 Rvikurbréfi á sunnudag, að
2 dagar hefðu skilið að þessa
tvo framangreindu atburði, en
hvað er að sakast um það þó
logið sé um 200%! Það telst
minni háttar lygi á Morgun-
blaðinu.)
Loks skat tilnefnt framlag
Einars Sigurðssonar skatt-
lausa i pistli i Mogga á sunnu-
dag.
í pistlinum lýsir Einar fyrst
með fjálgum orðum ágætri
stööu þjóðarbúsins, og dugði
orðaforði hans vart til að
skýra allar dásemdirnar.
Siðan spyr Einar sjálfan
sig: ,,En ber þá engan skugga
á við þessi merku timamót —
þjóöhátiðardaginn — sem
ber hér um bil upp á mitt
árið?”
Og Einar svarar sjálfum
sér: „Gifurleg verðbólga og
skattaáþján...” (Hvað varstu
aftur með i tekjuskatt, Einar?
Var það mikið yfir núllinu?
Mig minnir að skatturinn þinn
hafi staðið um núllið. Þú leið-
réttir það þá, ef það er rangt
hjá mér.)
Aftur segir Einar um
skuggahliðar islenzkrar til-
veru: „Það er trúlegt, að
siðari hluta ársins verði meira
framboð en eftirspurn eftir
húsnæði, og við það kunni að
draga úr þenslunni i
byggingariðnaðinum.”
Þetta er nú svartsýni i lagi.
Ef dregur þenslunni, ef
framboð á húsnæði verður
meira en eftirspurnin, þá
lækkar ibúðaverð, og þar með
ætti að verða auðveldara fyrir
almenning að eignast þak yfir
höfuðið. Þetta eru vægast sagt
alveg svakalegar horfur.
Það skyldi þó aldrei vera,
Einar, að þú fáist við annað og
fleira en útgerð og fisvinnslu
einvörðungu? Attu kannski
eitthvað i byggingarfyrirtækj-
um? F a s teig n asölum ?
Leiguhúsnæði (að sjálfsögðu á
lága verðinu) ? Eða þarftu
sjálfur að borga meira i
kosningasjóö flokksins þins, ef
úr framlagi fasteignabraskar-
anna dregur?
Menningar-
viðleitni doktor
Gylfa Þ. - -
Hún er næsta ómælanleg
menningarviðleitni Gylfa Þ.
doktors og fyrrum mennta-
málaráðherra. Þetta þurfti að
sjálfsögðu ekki að segja
neinum.
Nú hefur þessi viðleitni og
þrá eftir menningarfyllra lifi
til handa Islendingum orðið til
þess, að doktorinn hefur látið
blaðið sitt (Þ.e.a.s. Alþýðu-
blaðið, ef einhver skyldi rang-
lega hafa ályktað að hans blað
væri Morgunblaðið.) rjúfa
óformlegt samkomulag allra
dagblaða á fslandi, hvort sem
þau eru hlynnt hernámi eðá
ekki, að birta ekki dag-
skrá dátasjónvarpsins i
Miðnesheiði. Nú hefur
doktorinn hins vegar látið
rjúfaþetta samkomulag, og að
þvi er fróðir fullyrða,
eingöngu vegna menningar-
þorsta. Hann hefur sem sé
látið bergmál sitt, ritstjóra
Alþýðublaðsins, hefja birtingu
á dagskrá dátasjónvarpsins,
og hefur þar með sannað enn
og aftur hver forgöngumaður
hann er i menningarmálum og
fáa enga á hann sina lika. ýþ
Ég skora á öll félagasamtök og
alla íslendinga að beita sér gegn
hvers konar samningum við
Breta eða Vestur-Þjóðverja um
veiðirétt innan 50 milna
landhelginnar.
Magnús. Guðmundsson,
Patreksfirði.
Gangstéttin við Kirkjustræti
frá Aðalstræti og meðfram
Austurvelli er rofin fyrir framan
Landsimahúsið. Verða menn sem
þar fara, (en ég er einn af þeim á
leið til vinnu og frá) annað-
hvort að troðast á milli bila sem
standa þar sem gangstéttina
vantar eða hörfa upp á grasflöt-
ina. Sést að margir gera það, þvi
að hún ætlar ekki að gróa i vor. 1
framhaldi af þessu gangstéttar-
leysi verða margir til þess að
sneiða yfir Austurvöll og fara
ekki gangbrautirnar. Voru þar
komnar i vor troðnar slóðir, en
þær sýnast ætla að gróa upp i
þetta sinn.Það væri þarft verk að
skeyta inn i gangstéttarpartinum
sem vantar. Það væri litil byrjun
á þeirri stefnu að helga gangandi
fólki miðbæinn að mestu. Sú
stefna hlýtur að sigra fyrr en sið-
ar, þvi að hitt getur ekki annað en
kæft miðbæinnn að gera
Framhald á bls. 15.
Radulov,
°g
Quinteros
Millisvæðamótið i Leningrad er
aö sjálfsögðu efst á baugi hjá öll-
um skákáhugamönnum þessa
dagana. Nú hafa flestir sigur-
stranglegustu keppendurnir rað-
að sér i efstu sætin nema Tal, sem
ekki gengur heill til skógar. Mótiö
er þó ekki nema hálfnaö, svo að
fi. I)dd2 g6
7. b.l Bg7
8. Bb2 BxB
Eðlilegra er að leika Rf6, en
svartur hefur ákveðna áætlun i
huga.
9. DxB Rf6
13. Rd5 e5
14. Re3 Rd4
15. Rc2 Re6
16. Dc3 Bc6
17. f3
Með peðsleikjum sinum á
kóngsvæng hefur hvitur tak-
markað mjög hreyfifrelsi manna
sinna og veikt svörtu reitina i
stöðu sinni.
17. . . . a6
18. a4 a5
Svartur reynir kerfisbundið að
ná valdi á svörtu reitunum og
tekst það mætavel sökum mjög
góðrar taflmennsku sinnar.
19. g4 h5
20. De3 h4
21. Hdl Rd7
22. Rbl Rdc5
23. Rba3 Rg5
24. Hh2 Hc8
25. IIf2 Df6
26. Bg2 De7
27. Hfd2 Hfd8
28. Kf2 Rge6
29. Bfl Dg5
Svartur þvingar fram drottn-
ingarkaup, þvi að 30. Dc3 kemur
ekki til greina vegna 30. . . . Df4.
Endataflið er auðunnið fyrir
svartan. 30. Hxd6.
Ef 30. DxD þá RxD. 31. Hxd6
Rgxe4 32. fxR Rxe4 X 33. Ke3
Rxd6.
UMSJÓN: JÓN G. BRIEM
nýir menn geta enn skotizt upp i
efstu sætin. Meðal þeirra eru
tveir ungir skákmenn, þeir Smej-
kalog Quinteros, og Raduluv.sem
er litlu eldri.
Smejkal er stórmeistari og
vann sér rétt til þátttöku i milli-
svæðamótinu með þvi að verða i
1.—2. sæti á svæðamótinu i Vrn-
jaka Banja.
Þar voru keppendur 14, og
Smejkal hlaut 9 v. ásamt Rauka-
vína. Siðan þá hefur hann teflt i
mörgum skákmótum og staðið sig
vel. Nú siðast tefldi hann á minn-
ingarskákmótinu um dr. Vidmar i
Júgóslaviu.
Eins og ég hef áður greint frá
sigraði Portisch glæsilega á þvi
móti, fékk 12,5 v. af 17. Næstir
komu Gligoric, Smejkal og Quin-
teros frá'Argentinu með 11 v.
Quinteros er alþjóðlegur skák-
meistari með stigatöluna 2465. A
þessu skákmóti þurfti 11 v. til
þess að ná stórmeistaraárangri,
en ekki er alveg ljóst hvort Quint-
eros þarf að ná svipuðum árangri
aftur til að fá titilinn, eða hvort
hann er búinn að þvi.
Quinteros vann sér rétt til þátt-
töku i millisvæðamótinu með þvi
að verða i 2.-3. sæti á svæðamóti
S-Ameriku. Það mót var haldið i
Sao Paulo i mai og júni i fyrra.
Efstur varð Mecking, hlaut 17 v.
úr 20 skákum, nr. 2.-3. urðu
Panno og Quinteros með 14,5 v.
Þeir Smejkal, sem er 27 ára
tékki, og Quinteros hafa ekki
komið mikið við sögu á milli-
svæðamótinu enn sem komið er.
öðru máli gegnir um Radulov.
Hann er einn af sterkustu skák-
mönnum Búlgara. Hann er 34 ára
og vann sér réttindi til að mega
tefla á millisvæðamótinu með þvi
að sigra á svæðamótinu i Forssa,
Helsinki, i fyrra.
Þátttakendur voru 16, þar af 6
stórmeistarar og 6 alþjóðlegir
skákmeistarar.
Radulov varð efstur, hlaut 11 v.
og næstur varð Gheorghiu með
10,5 v.
A millisvæðamótinu i Leningr-
ad veitir Radulov efstu mönnum
harða keppni. Eftir 9 umferðir er
hann með 5 v. og eina biðskák og
er i 5.-6. sæti ásamt Gligoric.
Hér kemur svo ein skák frá
minningarmótinu um dr. Vidmar.
Sikileyjarvörn
Ilvftt: Ciocaltea
Svart: Quinteros
10. Rc3 Bg4
Nú bjóst maður helzt við 10. . . .
0—0, en svartur er sinni köllun
trúr.
11. Rd2
Hefðihvitur leikið 11. Rd5, næði
svartur takmarki sinu, sem er að
ná valdi á d4-reitnum, með 11. . . .
e5 12. RxR DxR.
11. ... 0—0
12. hs Bd7
30. . . . DxD
31. KxD HxH
32. IIxII Rxb3
33. Rb5 Rbc5
34. Rc3 Bxa4
35. Ra3 Bc6
36. Rd5 Kf8
37. Rc3 g5
38. Ildl Rd4
39. Hbl Ke7
40. Be2 Kd6
41. Bdl Rce6
Hér gafst hvitur upp þar eð
svartur hótar að vinna annað peð
með Rf4, og staða hvits verður
ekki varin til lengdar.
17. júní í Breiðholti
17. júni kvöldskemintunin við
Breiðholtsskóla var að flestu leyti
vel heppnuð. Hegðun
unglinganna, en þeir voru i mikl-
um mcirihluta, var mjög þokka-
leg. Umgengni á staðnum var
ágæt og löggæzla og eftirlit til
fyrirmyndar. ölvun var svo lítil,
sem betur fer, að um slikt þarf
ekki að fjölyrða.
Trúlega hafa u.þ.b. fjórar
þúsundir manna verið á þessari
skemmtun þegar flest var.
Greinilega settu unglingar um
fermingaraldur mestan svip á
staðinn, enda er Breiðholtshverfi
ungt og barnmargt, en þó voru
þarna margir fulltrúar af eldri
kynslóð: allar götur að áttræðu.
Og ekki lét yngsta kynslóðin á sér
standa þó kvöld væri gengið i
garð, þvi yngsti þátttakandinn
var tæplega ársgamall!
Skemmtunin átti að hefjast kl.
21.00, en af einhverjum orsökum
hófst hún hálftima fyrr með þvi,
að þær nöfnurnar Guðrún A,
Simonar og Guðrún Kristinsdóttir
stigu uppá hljómsveitarpallinn,
og þar söng Guðrún A. þrjú lög,
við undirleik nöfnu sinnar. Fengu
þær fallegt klapp frá rúmlega
hundrað Breiðholtsbörnum.
Þar á eftir birtist hermikrákan
Karl Einarsson. Hermdi hann
eftir nokkrum þjóðkunnum
mönnum — þó ekki sjálfum sér —
og var honum þakkað með
dynjandi lófaklappi.
Þá hóf hljómsveitin Steinblóm
að leika fyrir dansi, og notfærðu
margir sér það, en að sumra áliti
ekki nógu margir.
Kvöldið var milt og fagurt, en
sólskinslaust. En unga og glað-
væra fólkið i Breiðholtinu hafði
nóg af sólskini i sálinni: það
dansaði af hjartans lyst. En á
grasflötinni fyrir ofan skólann
var „öldungadeildin” og horfði á
æskuna láta öllum góðum látum á
malbikuðum leikvangi Breið-
holtsskóla. lth
Lýsa stuðningi yið
landhelgina
Aðalfundur i Samvinnufélagi
útvegs og sjómann á Húsavik,
haldinn 31. mai 1973.
Lýsir stuðningi sinum við að-
gerðir stjórnvalda i landhelgis-
málinu. Eftir að brezka stjórnin
lét tælast til hinna heimskulegu
örþrifaráða, að senda hluta af
herstyrk Atlanzhafsbandalagsins
til verndar brezkum lögbrjótum i
islenzkri fiskveiðilögsögu, sem er
frekleg og óafsakanleg árás á
fullveldi íslands og sjálfstæði.
Treystir fundurinn stjórnvöldum
fastlega til að hvika hvergi gagn-
vart brezku stjórninni.
Fundurinn lýsir fyllsta stuðn-
ingi við aðgerðir varðskips-
manna.
1. e4 c5
2. Rf3 d6
3. d4 cxd
4. Dxd4
Þessi leikur er sjaldgæfur,
menn leika nær eingöngu 4. Rxd4,
enda er sá leikur áreiðanlega
betri.
4..... Bd7
5. c4 Rc6
Auglýsingasíminn er 17500