Þjóðviljinn - 19.06.1973, Síða 5
Þriðjudagur 19. júni 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Staðaruppbætur
og risnugreiðslur
Svör utamikisráðuney tisins við
fyrirspurnum dagblaðsins Þjóð-
viljans um staðaruppbætur og
risnugreiðslur til starfsmanna
utanrikisþjónustunnar erlendis:
A. Staðaruppbætur.
1. Staðaruppbætur nefnist sá
hluti af heildargreiðslum til
starfsmanna utanrikisþjónust-
unnar erlendis, sem umfram er
grunnlaun þeirra, án visitöluupp-
bóta, þegar þeir eru við störf
heima (i utanrikisráðuneytinu).
Allir útsendir starfsmenn utan-
rikisþjónustunnar, jafnt skrif-
stofustúlkur sem sendiherrar og
aðrir starfsmenn, fá staðarupp-
bætur.
2. Akvörðun staðaruppbóta ein-
stakra starfsmanna i hinum
ýmsu löndum er flókið mál. Auk
verðlags á vörum og þjónustu
þarf að taka tillit til margra ann-
arra atriða i hverju starfslandi
sem frábrugðin eru aðstæðum á
íslandi. Flutningur milli landa
hefur margvislegan kostnað i för
með sér ( auk venjulegs flutn-
ingskostnaðar sem ráðneytið
greiðir). Og það eitt að vera full-
trúi erlends rikis útheimtir sam-
kvæmt alþjóðavenjum ýmisleg
aukaútgjöld.
3. í utanrikisþjónustu flestra eða
allra landa eru staðaruppbætur
greiddar eftir ákveðnu kerfi sem
reynt er að hafa þannig, að mis-
munur staðaruppbóta hinna
ýmsu starfsmanna i hinum ýmsu
löndum sé sem sanngjarnastur.
íslenzka kerfið er að mestu leyti
sniðið eftir kerfi Norðmanna. Ef
islenzka utanrikisþjónustan ætti
ein að afla allra þeirra gagna sem
byggja þarf á við ákvörðun
staðaruppbóta starfsmannanna
erlendis og sjá um alla úrvinnslu
úr þeim, þyrfti að bæta við nokkr-
um starfsmönnum. En við fáum
þessi gögn frá hinum Norðurlönd-
unum, sem hafa með sér sam-
vinnu i þessu efni. Hjá okkur eru
staðaruppbætur ákvarðaðar
þannig, að islenzkur starfsmaður
fær allmiklu lægri greiðslur
(grunnlaun að viðbættum staðar-
uppbótum) en sambærilegur
norskur starfsmaður við sam-
bærileg störf i sömu borg. Norskir
starfsmenn fá aftur nokkuð lægri
greiðslur en sambærilegir dansk-
ir, finnskir og sænskir starfsmenn
i sömu borg.
B. Risna
Risnufé er greitt öllum sendi-
herrum og öðrum stjórnarerind-
rekum (diplomatiskum starfs-
mönnum) erlendis. Risna telst til
reksturskostnaðar sendiráðs, en
ekki til launagreiðslna. Þeir
starfsmenn, er risnu hafa, gera
grein fyrir notkun risnufjárins að
loknu hverju almanaksári á til-
skildum eyðublöðum. Risnan er
hlutfallslega hæst þar sem sam-
skiptin þurfa að vera mest við
stjórnvöld og áhrifamenn. Upp-
hæðirnar eru byggðar á reynslu
undanfarinna ára. Þær eru yfir-
leitt miklu lægri en risnugreiðslur
til sambærilegra starfsmanna
hinna Norðurlandanna. Utan-
rikisráðneytið fylgist með þvi að
risnufé sé notað i samræmi við
gildandi reglur (sem samþykktar
hafa verið af utanrikisrikismála-
nefnd Alþingis i samræmi við lög-
in um utanrikisþjónustu Islands).
f vissum tilvikum er leyfilegt að
hluti árlegrar risnuupphæðar
flytjist milli ára. Komi fram, að
heimiluð risnufjárhæð sé óþarf-
lega há, verður hún lækkuð, en til
sliks hefur ekki komið, þvi að nær
allir starfsmenn hafa notað meira
fé til risnu en þeim hefir verið út-
hlutað og þá borið umframkostn-
aðinn sjálfir. Risnufé er ekki
hækkað umfram verðlagshækk-
anir nema að undangenginni ná-
kvæmri athugun og þá ekki aftur-
virkt.
Þakskífur, sperrur
og gólfbitar í ár
Eyjuna Viðey hér við
bæjardyrnar heimsækja
fleiri og fleiri á sumrin.
Hafsteinn Sveinsson
hefur undanfarin sumur
haldið uppi ferðum á
hraðbát út í Viðey og eru
þessar ferðir mjög
vinsælar af almenningi.
Eyjan er full af fugli,
fjörurnar eru marg-
breytilegar og það þarf
engum að leiðast sem
dvelur þar dagstund.
Eins og mörgum er kunnugt
hefur undanfarin ár staðið yfir
viðgerð á Viðeyjarstofu og
báðum við Þór Magnússon,
þjóðminjavörð, að fræða
okkur um þær framkvæmdir:
Skifur og
gólfborð
— 1 sumar verður tiltölu-
lega litið um framkvæmdir i
Viðey. Við höfum ekki fengið
þá peninga sem okkur van-
hagar um til að setja kraft i
viðgerð á Viðeyjarstofu. Við
fáum árlega 1.5 miljón til
verksins og i ár eyðum við
mestan part af þessari fjár-
hæð til að kaupa skifur á
þakið, svartar þakskifur,
likastar þvi sem arkitektinn
mun hafa hugsað sér i upp-
hafi.
Við þurftum einnig að kaupa
mikið af timbri frá Banda-
rikjunum og i þetta fór nú
kúfurinn af peningunum.
Þetta timbur fer i bita,
sperrur og gólfborð. 011 gólfin
eru ónýt og var reyndar búið
að skipta um gólfborð fyrir
langalöngu. Jarðvegur hefur
hækkað það mikið umhverfis
húsið, að gólfin hafa fúnað.
Fyrir einum sextiu árum var
málið leyst með þvi að hækka
gólfið — leggja gólf ofan á það
gamla, en það er eihnig orðið
ónýtt. Við förum þannig að
núna, að við lækkum jarð-
veginn i kring, náum niður
jarðvatninu og setjum siðan
gólf i húsið. Þetta eru griðar-
breiðar gólfþiljur, 12 tommur
á breidd og 5 1/4 tomma á
þykkt. Gólfið á semsagt að
vera likast þvi sem það var.
Menningarlegt
aösetur
— Verður húsið opið fyrir
almenning þegar viðgerð
lýkur?
— Já, en framtiðin að þessu
leyti er óráðin. Það er ekki
hægt að komast þarna út
nema á sumrin i góðu veðri, og
það gerir það að verkum, að
það er erfitt að hafa einhverja
sérstaka starfsemi þarna úti.
En ef að væri vegur þarna út,
sem i sjálfu sér er ekki æski-
legt, væru margir möguleikar
að nýta húsið — ekki endilega
sem safn, heldur fremur sem
einhverskonar menningarlegt
aðsetur.
— Hefur húsið verið kynt að
undanförnu?
— Nei, það er ekki komin i
það nein hitun. Markmið
okkar er að setja húsið i gott
stand og gera það likast þvi
sem það var i upphafi. Það er
ýmislegt sem veröur að
breyta og að sjálfsögðu verður
sett þar upp hitun. Það var
von okkar einu sinni að ljúka
viðgerðinni fyrir næsta ár, en
sá draumur mun ekki rætast.
A eigninni eru útihús sem
fyrrverandi eigandi á. Við
ætlum að kaupa þessi hús og
notum þau sennilega fyrir
geymslu.
Kirkjan
eilitið yngri
— En hvað er um kirkjuna
að segja?
— Kirkjan var aldrei i mjög
slæmu ástandi. Það fór fram á
henni viðgerð árðið 1964, en
það þarf samt að gera henni
dálitið til góða áður en þessu
lýkur. Við þurfum lika að
snyrta þarna i kring og lag-
færa kirkjugarðinn.
— Hvað er mikill aldurs-
munur á kirkjunni og
stofunni?
— Stofan er byggð 1752 —
’54., en ég held að kirkjan sé
reist i kringum 1760. Það var
Skúli sem lét byggja hana.
Loftið og gólfið er eins og það
var, og bekkir að ég held lika,
ennfremur altari og pre-
dikunarstóll. Predikunar-
stóllinn er uppi á altarinu, og
eins er þarna svokallað
hásæti, eða skriftarstóll, sem
var sæti Skúla fógeta. Stóllinn
var einu sinni kominn hingað i
safnið, en var fluttur út aftur.
Að norðanverðu i kirkjunni,
andspænis þessu sæti, var ein-
hvers konar „baldakin”, eða
þviumlikt, en það er löngu
farið, þannig að við vitum ekki
hvernig það hefur verið, en
annars ber kirkjan að mestu
sama svip og hún hefur haft i
upphafi og var hún aldrei eins
illa farin og Stofan. Stofan var
vægast sagt i hörmulegu
ástandi og reyndist miklu verr
farin en við héldum i upphafi.
Þegar farið var að hreyfa
timburverk, þiljur og slikt, þá
kom i ljós að fúinn var miklu
meiri en við héldum, og
breytingarnar, sem voru
gerðar i kringum 1910, þegar
Eggert Briem átti Viðey, voru
meiri en við ætluðum, þannig
að við urðum að færa meir i
upprunalegt horf en við áttum
von á.
Teikningarnar
hafa varðveitzt
— Eigið þið teikningar af
húsinu — hafa þær varðveitzt?
— Já, frumteikningar arki-
tektsins eru hér i Þjóðskjala-
safninu. Stofan var teiknuð af
Nikolaj Ægtved, sem var einn
þekktasti byggingameistari
Dana á sinum tima, og eftir
hann eru mörg þekkt hús i
Kaupmannahöf n. Margir
Danir hafa gaman af að vita
að hús eftir hann sé til hér á
tslandi.
Þessar teikningar eru ekki
mjög nákvæmar, en á teikn-
ingunum er húsið tvilyft. Það
var ætlun arkitektsins að þetta
yrði tvilyft hús og hann
teiknar það þannig, en hvað
hefur gerzt, þegar byrjað var
að byggja húsið, veit ég ekki.
Kannski hefur peninga þrotið
eða mönnum hefur litizt á
húsið einlyft. Engu að siður
var þetta á sinum tima lang-
stærsta og veglegasta hús á
Islandi og var það lengi, allar
götur þar til menntaskólinn
var byggður. Þetta hús er
miklu stærra en t.d. Bessa-
staðastofa, að maður tali ekki
um Nesstofu, sem er nú frá
svipuðum tima og sambæri-
legthús.
sj