Þjóðviljinn - 20.06.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 20. júni 1972.
LITLI
GLUGGINN
Að verja landhelgina
Þessar þrjár myndir eru frá Eiðum á Fljóts-
dalshéraði. Ungi skipherrann með húfuna
siglir ótrauður að landhelgisbrjótnum, og brátt
hefur togarinn verið tekinn, eins og sjá má á
siðustu myndinni.
Uglan, dúfan og
leðurblakan
Ugla og dúfa voru eitt
sinn á ferðalagi saman
og komu að kvöldlagi að
gamalli hlöðu, þar sem
þær ákváðu að gista. í
þessari hlöðu bjó gömul
leðurblaka með
fjölskyldu sinni. Þegar
gestirnir birtust, bauð
hún þeim inn og bauð
þeim að snæða með sér.
Eftir að uglan hafði
borðað mikið og vel og
drukkið þétt, stóð hún
upp og hrósaði gest-
gjafanum í langri ræðu:
„Ó, þú heiðraða leður-
blaka! Gestrisni þín er
mikifog frægð þín hefur
borizt víða. Ég hef
engan fyrirhitt sem
jafnast á við þig og f jöl-
skyldu þína. Ég þekki
reyndar engan sem er
eins miklum gáfum
gæddur og þú. Þú ert
hugrökk sem örn, og
fallegri en páfuglinn, og
rödd þin er yndislegri en
söngur næturgalans!"
Leðurblakan varð yfir
sig hrifin af þessari lof-
ræðu. Nú beið hún þess
bara að dúfan segði eitt-
hvað þessu líkt. En
dúfan sat þögul við borð-
ið án þess að hlusta á
ugluna og án þess að
leggja orð í belg. Að
lokum stóð hún upp,
þakkaði kurteislega
fyrir gestrisnina, en án
þess að lofsyngja gest-
gjafann á nokkurn hátt.
Þá horfðu allir fyrirlit-
lega á dúfuna og
skömmuðu hana fyrir að
kunna sig ekki. Eða
hvers vegna hún hefði
ekki hrósað leðurblök-
unni eins og uglan hafði
gert? En dúfan svaraði
stuttlega að sér væri
illa við smjaður og þess
vegna léti hún sér nægja
að þakka fyrir sig.
Þá varð leðurblöku-
fjölskyldan öll öskureið
og réðist á dúfuna og rak
hana út í kuldann, þar
sem hún mátti hírast
alla nóttina.
í dögun flaug hún til
arnarinsog kvartaði yfir
framkomu uglunnar og
leðurblökunnar. Þegar
örninn heyrði þetta varð
hann ævareiður og sór,
að ef leðurblakan eða
uglan létu sjá sig að
deginum til, myndu þær
verða hundeltaraf öllum
öðrum fuglum. En dúf-
unni leyfði hann að
fljúga í stórum hópum,
því erninum féll vel við
hana, vegna þess hve
hreinskilin hún var.
Þess vegna fljúga
uglur og leðurblökur
ekki lengur á daginn.
Það er fyrst þegar
skyggja fer sem þær
komast á kreik.
Halló
krakkar!
Nú erum við farin í
ferðalag og erum komin
til Kaupmannahafnar og
ætlum að vera hér í
nokkrar vikur og senda
ykkur fréttir af íslenzk-
um börnum, sem búa héi;
svoog dönskum börnum.
Það tók okkur bara þrjá
klukkutíma að fIjúga frá
Keflavík og hingað. Við
lentum á Kastrup-flug-
velli, sem er rétt fyrir ut-
an borgina. Á leiðinni til
hótelsins ókum við
framhjá Tívolí, sirkhús-
inu og konungshöllinni,
þar sem lífverðirnir eru.
Allt þetta og margt
fleira skulum við skoða
seinna.
Við hittum nokkra
krakka í gær og þau
sögðu, að þau væru enn-
þá í skólanum, sumarfrí-
in byrja ekki fyrr en 24.
júní. Þau sögðust hafa
heyrt mikið um ísland
og séð í sjónvarpinu, og
báðu kærlega að heilsa
ykkuröllum. i dag ætla
Framhald á bls. 15.